Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 22
22
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Moskan mikla — oxuli
Múhameöstrúar. I miújum
Karrti moskunnar er
Kaaha. heltíidúmurinn
Helgispjöllin í Mosk-
unni miklu og Iíaaba
VOPNUÐ árás á Kaaba, mcsta hclKÍdóm 800 milljóna manna, heíur vakið gífurlcga reiði í öllum löndum
Múhamcðstrúarmanna. Enn liggur ckki ljóst hverjir árásarmennirnir eru, sem cnn hafa hluta Moskunnar
miklu í Mekka á valdi sínu, en framan af degi benti flest til þess að þarna væru að verki íranskir
Khomeini-sinnar. Er Hða tók á daginn fóru að herast yfirlýsingar, m.a. frá Saudi-arabísku
konungsfjölskyldunni, um að árásarmennirnir væru „mahdistar“, sem eru ofsatrúarhópur innan greina
ba-ði Sunnita og Shiita, sem eru fjölmennastir innan Múhameðstrúar. í yfirlýsingu stjórnar Saudi-Arabíu
um málið er fullyrt að hór sé um að ræða „mahdista", en þeir eru til i flestum iöndum þar sem
Múhameðstrú er rikjandi. „Mahdistar“ trúa á endurkomu „mahds“, lausnara, sem komi þeirra erinda til
jarðarinnar að skira Múhameðstrú cnda hafi árásarmennirnir hafið einn úr sinum hópi á loft. hrópað að
hér væri kominn „mahd“ og ógnað pilagrímum i moskunni til að falla fram fyrir honum og biðja til hans.
Eftir því sem næst verður
komizt voru árásarmenn hundr-
uðum saman, en sumir telja að
þeir hafi verið allt að þúsund
talsins. í yfirlýsingu stjórnar
Saudi-Arabíu segir að her lands-
ins sé í árásarstöðu, en ekki verði
fyrr en í lengstu lög ráðizt til
atlögu við árásarmennina, sem
enn hafi hluta Moskunnar miklu á
valdi sínu, því að vart geti þá
farið hjá því að helgidómurinn
verði fyrir skemmdum og mann-
tjón verði. Eitt helzta boðorð
Múhameðstrúarmanna er að í
helgidómnum megi ekki bera
vopn og ekki lífláta nokkra
skepnu. Ekki er ljóst hversu
marga gísla árásarmenn hafa á
valdi sínu í moskunni, en þar á
meðal mun vera fjölskylda Yam-
anis olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu.
Af fundi Arababandalagsins í
Beirút hafa þær fregnir borizt að
árásarmennirnir hafi enn á valdi
sínu hluta af efri hæð Moskunnar
miklu. Hafi flestir gísla þeirra
verið frelsaðir og innrásar-
mönnum hafi öllum verið bægt
frá Kaaba og steininum helga,
sem eru æðstu helgidómarnir.
Sömu heimildarmenn, sem taldir
eru áreiðanlegir, segja að árásar-
mennirnir hafi komið óvopnaðir
að Moskunni miklu, en flutn-
ingabíll hafi komið þangað og úr
honum hafi verið dreift allmiklu
af rifflum og öðrum skotvopnum.
Menn sem sluppu út um hlið
moskunnar áður en árásarmenn
náðu að loka þúsundir pílagríma
inni, segja að árásarmennirnir
hafi sveiflað rússneskum skot-
vopnum.
„Guðlast", „viðurstyggð",
„ódæði, sem verður að hefna
grimmilega", — slík ummæli voru
algeng meðal óbreyttra Múslima
víða um heim eftir að fregnin um
árásina á helgidóminn barst.
Múslimar líta á Kaaba sem aðset-
ur Allah á jörðu, og inn í Kaaba
fara engir nema meðlimir saudi-
arabísku konungsfjölskyldunnar,
sem er Allah til aðstoðar við
sérstök störf í mannheimi. Hinir
konunglegu aðstoðarmenn fara
inn í Kaaba einu sinni á ári þeirra
erinda að hreinsa hana. Við hlið
Kaaba er steinninn helgi, sem er
svartur að lit, en silfursleginn.
Æðsta takmark óbreyttra múha
meðstrúarmanna er að snerta
steininn sem oftast er þeir hring-
sóla eftir settum reglum í kring-
um Kaaba.
I lögmáli Múslima er afdrátt-
arlaust kveðið á um refsingar við
brotum af flestu tagi. Fyrir helgi-
spjöll verður samkvæmt lögmál-
inu ekki refsað nema með aftöku,
hvað þá ef helgispjöllin eru fram-
in í Moskunni miklu, við Kaaba,
sem 800 milljónir snúa sér að og
lúta fimm sinnum á degi hverjum.
„Hvernig get ég skað-
að Sovétríkin?“
spyr Victor Korchnoi
Amsterdam, 21. nóvember. AP.
10,6.RÚSSNESKI skákmeistarinn
Victor Korchnoi höfðaði í dag til
almennings um ailan heim og ósk-
aði hjálpar við að fá son sinn
leystan úr fangelsi í Sovétríkjun-
um. Sonur Korchnois, Igor að
nafni, sem er tvítugur að aldri, var
tekinn fastur 13. nóvember sl. fyrir
að hafa neitað að gegna herþjón-
ustu.
Korchnoi sagði í dag á fundi með
fréttamönnum í Amsterdam, að
hann hefði sent bréf til Brezhnevs
forseta Sovétríkjanna, Carters
Bandaríkjaforseta, Jóhannesar Páls
páfa 2. og fleiri leiðtoga og beðið þá
um aðstoð, en án þess að hafa fengið
nein svör.
Korchnoi sakaði Sovétmenn í dag
um að halda konu sinni og syni í
gíslingu að tilefnislausu. „Ég er ekki
mikilvægur maður," sagði Korchnoi,
„ég þekki engin kjarnorkuleyndar-
mál og hef ekki stundað eldflauga-
njósnir. Einu leyndarmálin, sem ég
Veður
víða um heim
Akureyri 3 skýjað
Amsterdam 8 skýjað
Aþena 18 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Berlín 5 skýjað
BrUssel 4 skýjað
Chicago 20 heiðakírt
Feneyjar 12 téttskýjað
Frankfurt 7 skýjað
Genf 8 skýjað
Helsínki 6 skýjaö
Jerúsalem 26 heiöskírt
Jóhannesarborg 23 heiðskírt
Kaupmannahöfr i 6 skýjað
Las Palmas vantar
Lissabon 18 heiðskirt
London 6 þoka
Los Angeles 20 skýjað
Madríd 31 heiðskírt
Malaga 20 léttskýjað
Mallorca 22 skýjað
Miami 24 heiðskírt
Moskva 2 skýjað
New York 16 heiðskirt
Ósló 4 heiöskírt
París 8 heiðskírt
Reykjavfk 2 léttskýjað
Rio de Janeiro 27 skýjað
Rómaborg 13 skýjaö
Stokkhólmur 3 skýjað
Tel Aviv 27 heiðskirt
Tókýó 31 heiðskírt
Vancouver 10 skýjað
Vínarborg 3 rigning
þekki eru hvernig byggja á upp
öfluga peðastöðu. Hvernig get ég
skaðað Sovétríkin?"
Skákmeistarinn flýði sjálfur frá
Sovétríkjunum á árinu 1976 og býr
nú í Sviss. Kona hans og sonur hafa
margoft leitað eftir leyfi til að
flytjast úr landi, en aldrei fengið
það. Korchnoi sagði að Igor hefði
verið kallaður í herinn, þegar hann
hætti skólanámi, en hann hefði ekki
viljað gegna herþjónustu fyrir land,
sem komið hefði jafnilla fram við
föður hans og Sovétríkin hafa gert.
Spægi-
pylsu-
raunir
Mílanó, 21. nóvember. AP.
KONA Ambrogios Molteni,
sem kallaður hefur verið
„spægipylsukóngur Ítalíu,“
var í morgun við störf sín í
einni kjötvinnslustöð þeirra
hjóna. Vildi þá svo til að henni
skrikaði fótur, með þeim af-
leiðingum að hún sló hendinni
á rofa á kjötsög. Sögin fór í
gang, en i fallinu lenti konan
með hálsinn á sagarblaðinu, og
varð saga hennar öll með
þessum hætti.
Olga Sala Molteni tók við
stjórn spægipylsuveldisins þeg-
ar maður hennar flúði land svo
hann yrði ekki dreginn fyrir
rétt og sennilega dæmdur í
fangelsi fyrir útflutningsbóta-
svik. í september s.l. fór fram
réttarhöld í máli Moltenis, að
honum fjarstöddum og var
hann þá dæmdur í fjögurra og
hálfs árs fangelsi.
Lögreglumenn
myrtir á Ítalíu
Genova, 21. nóv. AP.
FJÓRIR hryðjuverkamenn úr
Rauðu herdeildunum á ftaliu réð-
ust i dag inn i kaffihús i Genova og
hófu skothrið á tvo lögreglumenn,
sem þar sátu. Menpirnir létust
báðir, en árásarmennirnir, sem
voru ódulbúnir, flúðu i bíl, sem beið
fyrir utan.
Skömmu eftir atburðinn var
hringt í eitt dagblaðanna í borginni
og sagt að Rauðu herdeildirnar
hefðu verið hér á ferðinni til að
hefna Francesco Berardi, eins úr
herdeildunum, sem dæmdur hafði
verið til fangelsisvistar, en framdi
sjálfsmorð í síðasta mánuði. Alls
hafa 20 lögreglumenn á Ítalíu fallið
fyrir hendi hryðjuverkamanna á
síðustu tveimur árum.
Forsætisráðherrarnir
vissu um mál Blunts
Lundúnum. 21. nóvember. AP.
MARGARET Thatcher forsætisráðherra Breta lýsti því yfir i dag að gagnstætt því sem áður hefði komið
fram hefði brezka leyniþjónustan á sinum tíma ekki haldið Blunt-málinu leyndu fyrir æðstu stjórn ríkisins.
Thatcher skýrði frá því að þrír fyrirrennarar hennar í forsætisráðherraembætti hefðu haft vitneskju um
að Biunt viðurkenndi árið 1964 að hafa stundað njósnir í þágu Sovétríkjanna. Þá lýsti forsætisráðherrann
þvi yfir, að upplýsingarnar, sem Blunt lét Sovétmönnum i té á sinum tíma, hefðu sennilega ekki orðið til
þess að stofna í hættu lifi brezkra þegna. Þá benti ekkert til þess að athæfi hans hefði orðið til þess að
hernaðaraðgerðir Breta hefðu ekki náð tiigangi sinum. „Á hinn bóginn,“ sagði Thatcher, „er ekki vafi á
þvi að athæfi hans hefur skaðað hagsmuni brezku þjóðarinnar.“
Thatcher vísaði á bug gagnrýni hefðu fleiri verið settir undir
um að yfirmenn brezku leyniþjón-
ustunnar hefðu staðið ranglega að
málinu, en hún undirstrikaði að
nú hefði hún búið svo um hnútana
að forsætisráðherra brezku
stjórnarinnar fylgdist gjörla með
framvindu mikilvægra mála er
snertu öryggi ríkisins og undan-
þágur í því sambandi. Þá sagði
forsætisráðherrann, að auk Blunts
smásjá í sambandi við mál Burg-
ess, MacLeans og Philbys. Hefði
ótiltekinn fjöldi manna þá „horfið
úr opinberri þjónustu eða verið
látnir hefja störf, sem ekki kröfð-
ust þess að viðkomandi hefðu
aðgang að leyniskjölum". Thatch-
er vildi ekki skýra frá nöfnum
þessara manna eða hversu margir
þeir hefðu verið, og vísaði þannig
á bug kröfum þingmanna, sem
vildu vita hvort aðrir landráða-
menn gengju enn lausir án þess að
mál þeirra hefðu verið gerð opin-
ber. „Ég er þess fullviss, að allt
var gert til að tryggja öryggi
ríkisins," sagði hún, um leið og
hún lýsti því yfir að léyniþjónust-
an hefði enn þann dag í dag ekki
umráð yfir nauðsynlegum gögn-
um, sem hægt væri að leggja til
grundvallar málshöfðun á hendur
Blunt. Þá benti hún á að Blunt
hefði veitt mikilvægar upplýs-
ingar, sem stuðluðu að því að
upplýsa mál Burgess, Macleans og
Philbys, auk annarra mála er
snert hefðu njósnir í þágu Sov-
étríkjanna.
Ummæli Blunts í gær hafa
vakið mikla reiði í Bretlandi, en
mál hans vekur sívaxandi athygli.
„Til fjandans með samvizku þína,
Blunt, Bretar eiga betra skilið en
svona tvískinnung og fals“, er
fyrirsögn Daily Express í morgun,
og önnur blöð taka í sama streng
þótt ekki taki þau svo óvægilega
til orða.
Viskí handa njósnaranum, stóð
undir þessari mynd á forsíðu eins
Lundúnablaðanna í gær.