Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 25

Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1379 25 Pálmi Jónsson: Páll Pétursson má gæta sín að ummæli Njálu um Gunnar Lambason hitti hann ekki sjálfan fyrir „ÉGFÆ nú ekki betur heyrt en að Páll staðfesti það scm Morgunblaðið hafði eftir honum frá Blönduósfundinum, að hann hafi sant að Stefán Valgeirsson hafi klúðrað málum fyrir bændum, með minni hjálp að vísu.“ sa«ði Pálmi Jónsson fyrrverandi alþingismaður, er Mbl. hafði samband við hann í gær og las fyrir hann efni forsíðuramma í Tímanum. þar sem haft er eftir Páli Péturssyni fyrrverandi alþingismanni að frétt Morgunblaðsins um þessi ummæli hans sé „slúður eins og annað.“ Undirfyrirsögn rammans er: „Pálmi vill helzt stela málum“ og er siðan m.a. haft eftir Páli: „Hins vegar lagði Pálmi stundum góðum málum lið, sérstaklega þegar hann gæti (svo!) stolið þeim frá okkur framsóknarmönnum." Nefnir Páll síðan tvö dæmi um „málstuld“ Pálma, þingsályktunartill- ögu Steingrims Hermannssonar og frumvarp Páls og fleiri um útvegun á þremur milljörðum til að mæta vöntun á útflutningsbótafé. „Varðandi það, að ég hafi stolið málum, þá er það með öllu ósatt, sem Páll segir,“ sagði Pálmi. „Ég gat ekki svarað þessum fullyrðingum hans á Blönduósfundinum, þar sem hann var síðasti ræðumaður. Ég flutti tillögu um stefnu- mörkun á málefnum landbúnaðar- ins einum og hálfum mánuði áður en Steingrímur flutti tillögu sam- bærilegs efnis. Að vísu var tillaga Steingríms með sömu fyrirsögn og mín og virðist Steingrímur hafa kosið að hafa þann háttinn á til þess að hægt væri að vísa til þess síðar, að ég hafi stolið málinu. En tillögurnar eru gjörólíkar að efni til. Tillaga Steingríms er lituð af oftrú á skipulagningu og alls konar áætlanir án þess að í henni sé nokkurn stafkrók að finna um það, hvernig þær áætlanir eigi að vera virkar. Samdráttarstefna Steingríms er rækilega undirstrik- uð í tillögu hans, en um hana má segja í heild, að hún sé um það að það þurfi að móta stefnu í landbún- aði. Gagnstætt þessu felur tillaga okkar sjálfstæðismanna í sér að skýra og ákveðna stefnu með viða- miklum nýmælum, til að mynda að gerð verði úttekt á þjóðhagslegu gildi svokallaðrar umframfram- leiðslu, tillögu um nýtt verðtrygg- ingarkerfi, sem nota megi til áhrifa yrði af minni hálfu, að það frum- varp byggðist algjörlega á sam- komulagi meirihluta nefndar, sem Steinþór Gestsson starfaði í fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var for- senda þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn gæti staðið á bak við frumvarp- ið. Þetta strandaði á Stefáni Val- geirssyni og hann féllst ekki á að haga frumvarpsgreininni eða birt- ingu fylgiskjala á þann veg að þessu skilyrði mínu yrði fullnægt. Þess vegna hlaut ég og við sjálf- stæðismenn, einn úr hverju kjör- dæmi utan Reykjavíkur, að flytja sérstakt frumvarp, sem er staðfest- ing á því, sem Sjálfstæðisflokkur- inn vill standa að í þessum efnum.“ í samtali við Tímann segir Páll Pétursson m.a. „Þegar ég var hér kominn i ræðu minni kallaði Pálmi fram í fyrir mér og sagði að ekki hefði unnist tími til að ná samstöðu um málið, „og það var Stefáni Valgeirssyni að kenna sem öllu klúðrar." Ég svaraði Pálma á þá leið að þetta væri ómaklegt að kenna Stefáni Valgeirssyni um það að hann hefði klúðrað málum. Pálmi Pálmi Jónsson Páll Pétursson á framleiðslumagnið, og að fullt verð fáist fyrir umsamið fram- leiðslumagn, sem samkomulag tækist um milli fulltrúa ríkis og bænda. I stuttu máli leggjum við áherzlu á sjálfstæði bænda með eðlilegri aðstoð hins opinbera. Það er svo önnur saga, að hluti af greinargerðinni með tillögu Steingríms er svo sérkennilegur samsetningur, að hann er nú at- hlægi um allt land. Hvað varðar frumvarp til laga um greiðslu bóta vegna óverð- tryggðar framleiðslu landbúnaðar- afurða, sem ég og fleiri sjálfstæð- ismenn fluttum nú á haustþinginu, þá er það að segja, að við Stefán Valgeirsson og Lúðvík Jósepsson höfðum rætt um að flytja sameig- inlegt frumvarp. En það var skil- hefði „hjálpað honum við það og Lúðvík reyndar stundum líka. Það er einkennilegt með þessa íhaldsfýra. Það er eins og þeir séu komnir út af Gunnari Lambasyni, en frá honum segir í Njálu og „hallaði mjög réttu máli og ló frá víða.“ þetta getur verið varasamt fyrir þá. Gunnar greyið missti hausinn út af því,“ sagði Páll Pétursson að lokum. „Það er kunnugt að Páll á erfitt með að unna pólitískum andstæð- ingi sannmælis," sagði Pálmi. „Mér sýnist að Páll megi gæta sín að ummæli Njálu um frásögn Gunn- ars Lambasonar af Njálsbrennu hitti hann ekki sjálfan fyrir, bæði að því er þessi mál varðar og oft endranær.“ HÆKKUN OPINBERRAR ÞJÓNUSTU OLlU OG BF.NSÍNS I TlÐ VINSTRI STJÓRNAR Olía:215,37. Bensin:143.47, Rafmagn:82,97. Sími: 576 7. Bréf: 57.17. Hiti: 32.2 7. Rafmagn frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 142,05Kc/I Hækkun á verði hvers Irtra: 215.37. Ilækkun opinberrar þjónustu, olíu og bensíns í tíð vinstri stjórnar LÍNURIT þetta sýnir hækkun opinberrar þjónustu af ýmsu tagi í tíð vinstri stjórnar. Þríhyrningarnir fyrir miðri mynd sýna hækkun hitakostn- aðar frá Hitaveitu Reykjavíkur um 32,2%, hækkun póstþjón- ustu, 20 g bréf, 57,1%, hækkun simaþjónustu 57,6%, rafmagns frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur um 82,9%, verðs á bensinlítra um 143,4% og olíu- lítra til oliukyndingar um 215,3%. Siðan eru hækkanir á hita, rafmagni og olíu til húshitunar, sýndar nánar. Lengst til vinstri er hækkun á hverjum rúm- metra vatns frá Hitaveitu Reykjavíkur, sem kostaði, þeg- ar vinstri stjórnin tók við 90 krónur, en kostar nú 119 krón- ur. Þar fyrir ofan er sýnd hækkun á mælaleigu hitaveit- unnar, sem hækkað hefur úr 9.360 krónum í 12.384 krónur. Fyrir miðri mynd er sýnd hækkun hverrar kilówattstund- ar frá Rafmagnsveitu Reykja- vikur. Hún kostaði við upphaf valdaferils vinstri stjórnar 19,82 krónur, en kostar nú 36,25 krónur. Loks er sýnd hækkun á olíulítra til húshitun- ar, heimkeyrður. Hann kostaði við upphaf valdaferils vinstri stjórnarinnar 45,05 krónur, en kostar nú 142,05 krónur. Geir Hallgrímsson um tillögur Alþýðuflokksins: Eru aðeins léleg eftiröpun á stefnu Sjálfstæðisflokks „FRÉTTATILKYNNING fjár- málaráðuneytisins ber því vitni, að ráðuneytin eru notuð sem kosningaskrifstofur,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður um álit á fréttatilkynn- ingunni og þeim 7,2 milljarða niðurskurði, sem ríkisstjórn Al- þýðuflokksins boðar tillögur um. „Hér er um vítaverða mis- notkun Alþýðuflokksins á ráðu- neytunum að ræða,“ sagði Geir. „Alþýðuflokkurinn er með þessu að skapa sér sérstöðu í ríkis- fjolmiðlunum, sem sækja ekki blaðamannafundi stjórnmála- flokka. Verður að gera kröfu til þess, að rikisfjölmiðlarnir láti ekki misnota sig eins og að er stefnt og nauðsynlegt er, að þeir geri öllum flokkum jafnt undir höfði. Reynir nú á útvarpsstjóra og fréttastjóra hljóðvarps og sjónvarps. Menn munu fylgjast með þeim. „í öðru lagi,“ sagði Geir Hall- grímsson, „ef hér væri í raun um stjórnarathöfn að ræða, þá væri hún brot á skuldbingindum, sem Alþýðuflokkurinn gekkst undir, þegar minnihlutastjórn hans var mynduð, en þá skuldbatt Alþýðu- Geir Hallgrímsson flokkurinn sig samkvæmt já- kvæðu svari við þeirri yfirlýs- ingu, að „ríkisstjórnin geri engin stefnumótandi nýmæli í löggjöf eða á annan hátt“. Ef Alþýðu- flokkurinn heldur því fram, að hér sé um stjórnarathöfn að ræða, þá er hún ótvírætt brot á þessari skuldbingingu og loforði Alþýðuflokksins, og mega kjós- endur af því marka, hvers virði loforð alþýðuflokksmanna eru.“ í þriðja lagi sagði formaður Sjálfstæðisflokksins: „Þegar litið er á efni fréttatilkynningarinnar sem stefnuskrá, sem nær er sanni, þá er að mati okkar sjálfstæðismanna, hvorki gengið nægilega langt í samdrætti ríkis- útgjalda né í lækkun skatta. í raun er aðeins um lélega eftiröp- un á stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins að ræða. í fjórða lagi er þessi fréttatilkynning staðfesting á því, að Alþýðuflokkurinn hefur svikið öll loforð sin, sem hann gaf fyrir síðustu kosningar fyrir hálfu öðru ári um lækkun tekju- skatts og grípur hann nú í þetta hálmstrá — að lofa þó einhverju að nýju, rett rúmri viku fyrir þessar kosningar. Þetta atferli er í samræmi við aðrar aðgerðir ráðherra fráfarandi ríkisstjórn- ar. Má í því sambandi minna á virkjunarleyfi Hjörleifs Gutt- ormssonar, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra um virkjun Bessa- staðaárvirkjunar síðasta daginn, sem hann sat í ráðherrastól. Alþýðuflokksráðherrarnir halda áfram sandkassaleiknum í ráðu- neytunum, sem þeir héldu uppi á þingi síðastliðinn vetur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.