Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
27
Sjötugur:
Jón Magnússon Nordgulen
Á togaradekki í hálfa öld
Hann er fæddur 22. nóvember
1909 í Reykjavík.
Foreldrar: Ingibjörg Jónsdóttir
og Magnús Sigurðsson. Börn
þeirra: Sigríður Kristín, f. 1904,
Gústaf Adolf, f. 1906, Elín, f. 1907
og Jón, f. 1909. Gústaf deyr 5 ára.
Sigurður faðir Magnúsar var
Símonarson frá Dynjanda í Arn-
arfirði. Skipstjóri áratugi hjá Geir
Zoega í Reykjavík. Landskunnur
maður á sinni tíð, f. 18. nóv. 1830.
Hann bjó lengst af á Vesturgötu
32 (Kafteinahúsinu). Þar dó Sig-
urður 1915. Hann var hraust-
menni. Faðir Sigurðar var Símon
á Dynjanda í Arnarfirði Sigurðs-
son, f. 19. maí 1788, d. 29. apríl
1859. Nam stýrimannafræði er-
lendis, var hákarlaformaður, sela-
og hvalaskutlari, mikið hraust-
menni. Þá hafði húsið verið byggt
að nýju úr steinsteypu. Eitt af
fegurstu húsum bæjarins á sinni
tíð. Það gerði Páll Þ. Matthíasson,
skipstjóri, tengdasonur Sigurðar,
d. 1918, seinni maður Rannveigar,
dóttur Sigurðar.
Faðir Símonar á Dynjanda var
Sigurður Gunnarsson, kom ungur
í Eyjafjörð og bjó á Grund. Kona
hans hét Sigríður, dóttir Jóns
bónda á Efstalandi í Öxnadal.
Gunnar faðir Sigurðar ættaður
Breiðfirðingur eða af Snæfells-
nesi. Kona hans og móðir Sigurðar
var Margrét Sigurðardóttir,
prests að Kvíabekk, ættarskrá
J.M.N.
Móðir Jóns M. Nórdjgulen var
Ingibjörg Jónsdóttir, Ivarssonar
pósts. Hún var fædd 19. ágúst
1878? í Nýjabæ í Skuggahverfi.
Móðir Ingibjargar var Elín
Björnsdóttir, f. í Holti í Mýrdal 31.
marz 1851. Ingibjörg móðir Jóns
deyr, þegar hann var 2ja mánaða.
Þá fór Magnús til Vesturheims
með 2 elstu börnin. Yngri börnun-
um kom hann fyrir á barnaheimili
í barnaskólanum.
Svo bar við, að konan Ástbjörg
Magnúsdóttir (Ásta) kom á barna-
heimilið og sá Jón. Forstöðukona
barnaheimilisins lét orð falla að
hún tæki drenginn. Ástbjörg sagði
vandkvæði á því, þar sem hún
væri nýgift og eiginmaður sinn
væri norður í landi. Hún sneri frá,
en eftir skamma umhugsun kom
hún aftur og tók drenginn með sér
heim.
Einn af Norðmönnum þeim, sem
komu með símanum til íslands var
verkstjórinn, Nordgulen. Auðvitað
var hann hér og hvar við síma-
lagningar og þess háttar. Hann
fór ekki til Noregs aftur. Var
símaverkstjóri til dauðadags.
Kona hans var Ástbjörg Magnús-
dóttir. Þau bjuggu lengi í Loft-
skeytastöðvarhúsinu á Melunum.
Um haustið að aflokinni sumar-
dvöl úti á landi, spurði Nordgulen
konu sína: Hver á þetta ungbarn,
sem er hér inni? Svarið var stutt
en ákveðið: Við eigum það, góði
minn. Nordgulen var ekki mál-
rófsmaður og ekki uppnæmur við
smámuni, svo að málið var útrætt.
Nordgulen og kona hans voru þá
barnlaus. Seinna eignuðust þau 2
börn, þá Lúðvík og Alfreð, síma-
verkstjóra. Þótt Jón sá sem hér
um ræðir væri af kjarnakyni í
báðar ættir, þá hefði ekki verið
einhlítt ef uppeldið hefði brugðizt.
En það hefur verið í allra besta
lagi. Um það ber Jón Nordgulen
vott, svo ekki verður um villst.
Það fer ekkert á milli mála, að
þau hjón Ástbjörg og Nordgulen
hafa verið miklar manndóms-
manneskjur og ágætisfólk og
traust. Því hefur Jón Magnússon
Nordgulen borið vitni, hvar sem
hann hefur verið og hvert sem
hann hefur farið. Auk þess að vera
víkings duglegur maður, þá er
hann vandaður í allri framgöngu,
sem ber fósturforeldrum sínum og
þeirra heimilisbrag trútt og fágað
vitni.
Jón Nordgulen missti móður
sína 2ja mánaða gamall eins og
áður segir. Hún hafði verið at-
gerviskona og fríð sýnum. Ingi-
björg Jónsdóttir Geirssonar,
Ivarssonar pósts. Þeir voru bræð-
ur Jón og Þórður Geirsson, lög-
regluþjónn í Reykjavík. Systir
þeirra var Geirþrúður, sem lengi
bjó í Traðarkoti á Vatnsleysu-
strönd, síðar við Laugaveg í
Reykjavík. Þrek og dugnaður og
ósérhlífni var ættarfylgja þessara
systkina.
Geirþrúður var hefðarkona í
allri framgöngu og dugleg. Eins og
fyrr segir var faðir Jóns Nordgul-
en Magnús Sigurðsson, Símonar-
sonar skipstjóra í Reykjavík. Sig-
urður Símonarson var landskunn-
ur á sinni tíð vegna íþróttar
sinnar og skörungsskapar á sjó.
Sigurður Símonarson var Vest-
firðingur, fæddur og uppalinn á
ynjanda við Arnarfjörð. Geir
Zoéga elsti réð Sigurð til sín á
hákarlaskipið Geir. Það varði í 3
áratugi eða meir. Sigurður kenndi
Reykvíkingum það sem þeir kunnu
til hákarlaveiða.
Magnús Sigurðsson var vant við
kominn við missi konu sinnar frá
4 ungum börnum, en skörungs-
kona Sigríður systir Magnúsar lét
sig ekki muna um að taka í fóstur
báðar dætur bróður síns. Hún var
búsett á Kyrrahafsströnd. Hennar
maður var Árni Mýrdal, íslenskur
maður, bókamaður og fræðimaður
ágætur. Þau voru mestu merkis-
hjón að sögn Vestur-íslendinga,
sem höfðu af þeim kynni. Jón
tveggja mánaða var vegalaus.
Honum var komið fyrir á barna-
heimili.
Jón M. Nordgulen kom til mín á
bv. Imperialist 18 ára gamall. Á
því skipi og bv. Júpiter var hann
með mér í 13 ár. Þá tók við
skipstjórn á bv. Júpiter Bjarni
Ingimarsson alfarið. Með honum
er Jón M. Nordgulen á því skipi 7
ár. Þá í árslok 1947 kemur Nept-
únus nýr. Þar er Jón með Bjarna
Ingimarssyni 13 ár. Um tíma á bv.
Úranusi með Bjarna Ingimars-
syni. Þá á Júpiter yngri (ex-
Gerpir) 4 ár með Bjarna Ingi-
marssyni. Svo með Markúsi Guð-
mundssyni 9 ár. Þá verða skip-
stjóraskipti á Júpiter yngra. Við
tekur Jóhann Sveinsson, skip-
stjóri. Með honum er Jón M.
Nordgulen í 2 ár. Mikla þökk eiga
þeir menn, sem héldu tryggð við
síðutogarana, og gerðu mögulegt
að halda þeim á floti. Einn af þeim
var Jón M. Nordgulen. Þegar hér
var komið sögu hættu félögin
Júpiter og Marz togararekstri.
Eftir allar þær þrekraunir, sem
Jón M. Nordgulen var þá búinn að
ganga í gegnum á þeim topp
aflaskipum, hefðu flestir verið
búnir að fá næjanlegt af þrældómi
og sjóslarki. Jón M. Nordgulen var
á allt öðru máli. Hann dreif sig á
skuttogarann Guðstein frá Hafn-
arfirði. Og í dag, á sínu sjötugsaf-
mæli, heldur Jón M. Nordgulen
afmælisdaginn hátíðlegan, með
því að innbyrða fisk á bv. Guð-
steini.
Gömlu sjómennirnir sögðu að
fiskiheill fylgdi sumum mönnum,
og það þótt þeir væru ekki for-
menn. Það þóttu góðir menn á
skipi. Eitt er víst, að fiskiheill
hefur fylgt Jóni Nordgulen. Um
það eru dæmi ekki fá. Sá hæfileiki
er vöggugjöf. Fiskifælurnar voru
af öðru sauðahúsi. Ef litið er til
ættar Jóns, má sjá ættvísi til
afkasta. Hann hafði líka ættarvit-
und. Hann var sonarsonur Sigurð-
ar skipstj. Símonarsonar. Afa-
bróðir Jóns var Bjarni, fiski-
maðurinn mikli, sem fórst í Kópa
röst með tveim sonum sínum.
Þriðji sonfir hans var Markús,
fyrsti skólastjóri Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík. Móðurbróðir
Magnúsar, föður Jóns, var Þor-
steinn í Æðey, faðir Bíldudals
Péturs og þeirra merku bræðra.
Þrek sitt og úthald hafði Jón
fengið úr sinni móðurætt líka.
. Eitt af því, sem má telja Jóni til
gildis, var það að hann kom að
máli við mig og sagði: Ég fæ
byggingarlóð við Garðaveg. Má ég
ekki nota vörubíl Júpitersfélags-
ins til keyrslu á sandi og möl í
húsið? Auðvitað var það leyft, og
þar sannaðist að „tóftin aflaði
trjánna." í þessu húsi hefur Jón
búið sér, eiginkonu sinni, Margréti
Þorsteinsdóttur og Brandi syni
þeirra, hlýlegt og gott heimili í 35
ár. Nokkrum sinnum hefur okkar
félag stutt að byggingarmálum.
Enda alltaf í hlut átt þeir, sem það
áttu skilið.
Margir voru kosir Jóns M.
Nordgulen. Hann var stakur reglu
maður, stundvís í bezta lagi og
ágætur í sjóliði. Á allan hátt var
hann úrvalsmaður, sem beitti sínu
mikla þreki til velgengni þeirra
skipa, sem hann var á. Sérstaklega
laginn undir stýri, en á það reyndi
mjög í vondum veðrum, einnig á
vandasömum siglingaleiðum, þeg-
ar eina siglingatækið var kompás-
inn og svo blýlóð neðan í snæri,
eins og var vel fram á 4. áratug-
inn.
Hann var óvenju þreklegur, og
bauð af sér góðan þokka, Fríður
sýnum og sviphreinn. Hann hefur
reynst mjög ágætur maður, og svo
vel kemur hann fyrir og drengi-
lega, að hann ber með sér að hann
er af góðu manndómsfólki kom-
inn. Maður lætur sér detta í hug
það sama og manndómskonan
Ástbjörg hafi við fyrstu sýn séð
hvern mann hann hafði að geyma,
þótt hann væri aðeins tveggja
mánaða gamall.
Jón Magnússon Nordgulen læt-
ur sig ekki án vitnisburðar í
togarasögu — öllu heldur í
íslenzkri togaramannasögu og
sjónannasögu yfirleitt.
Owen Hellyer sagði: Ég get
tekið ofan fyrir þessum mönnum.
Að sjá hvað þeir koma með skipin
hlaðin nú í stríðinu. Jón M.
Nordgulen sigldi í stríðinu. Það
var lengst af mikill menningar- og
reglublær yfir. Sá mikilsverði
háttur hélst alla tíð. Þetta var sem
eitt stórt heimili. Þar ríkti friður
og eining og samtök til góðra
hluta. Enda fékk þessi skipshöfn
miklu og góðu áorkað, sem er skylt
að þakka og virða og muna á
þessum tímanótum og mikið leng-
ur.
Tryggvi Ófeigsson
Sigurbjörg Albertsdétt-
ir Vopnafirði - áttrœð
Vopnafjörður er sérkennilega
sumar- og vetrarfagur staður. Því
miður munu margir fara um
sveitina án þess að veita því
sérstaka en verðskuldaða athygli,
því að á þessum undurfagra stað
ber ótal margt fyrir augu vegfar-
andans, sem hann þreytist seint á
að skoða.
Kauptúnið er lítið, en snyrtilegt.
Kirkja þeirra Vopnfirðinga stend-
ur á fögrum stað í þorpinu, og er
fallegur helgidómur.
Eitt mikilvægasta starfið og
mjög þýðingarmikið er hlutverk
organistans og kórstjórans innan
kirkjunnar. Frú Sigurbjörg Al-
bertsdóttir frá Leiðarhöfn stjórn-
aði kirkjukór Vopnafjarðarkirkju
og lék á orgel kirkjunnar í 45 ár,
eða frá 1920-1929, 1946-1977.
Hún helgaði Guði og ríki hans
starfskrafta sína. Lengst starfaði
frú Sigurbjörg með prófastinum
séra Jakob Einarssyni á Hofi við
kirkjuna. Prófastur lagði mikla
áherzlu á kirkjusönginn, enda
sjálfur mikill tónlistarunnandi,
tón hans svo tilkomumikið, að
áheyrendur urðu gagnteknir af
hrifningu. Séra Jakob var mjög
kröfuharður um vandaðan kirkju-
söng.
Frú Sigurbjörg æfði kirkju-
söngskórinn af sérstakri alúð og
mikilli kostgæfni. Hún hefur feng-
ið að erfðum tónnæmi.
Frú Sigurbjörg er álitskona,
með hreinan og myndarlegan svip,
eins og hún á kyn til. Frísk og
fjörmikil, léttlynd ög glöð og
sérstaklega skemmtileg í viðmóti
og tali. Það er ávallt hressandi að
tala við hana. Frú Sigurbjörg er
gift Ólafi Gunnarssyni, einkason-
ur þeirra er Gunnar og býr hann
hjá foreldrum sínum.
Heimili þeirra hjóna er sönn
fyrirmynd að iðjusemi, guðrækni,
góðgerðarsemi og fögrum siðum.
Ég þakka frú Sigurbjörgu og
Ólafi mjög góð kynni, um leið og
ég óska þeim allrar blessunar á
ókomnum árum.
Helgi Vigfússon.
Guðrún Egilson
MeðMð
í lúkunum
I gamni og alvöru er
undirtónninn í lífi og
starfi Rögnvalds
Sigurjónssonar
píanóleikara.
Ævisaga hans einkennist
af alvöru listamannsins, hreinskilni og víösýni og
umfram allt óborganlegri kímni.
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18 Skemmuvegur 36
sími19707 sími 73055