Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 32 Páll V. Daníelsson skrifar: Nú hefur vinstri stjórn hrökklast frá völdum eftir rúmt ár stjórnleys- is og úrræðaleysis. Kosningar hafa verið ákveðnar í byrjun desember og fólk veltir fyrir sér hvað þá taki við. Hvernig sem úrslit þeirra kosn- inga verða er ljóst að út úr þeim ógöngum sem íslenska þjóðin er komin í verður ekki komist án þess að snúa frá því miðstýrða, kostnað- arsama og verðbólguhvetjandi stjórnkerfí, sem hér ríkir og til aukinna áhrifa einstaklinga og byggðarlaga um ákvörðunarrétt í þeim málum, sem hægt er að leysa í heimabyggð og af því fólki sem best til þekkir af eigin reynslu. Nauðsynlegt er að fara nýjar leiðir til umbóta fyrir hinn almenna launamann og sem jafnframt geta orðið hvati til eflingar arðbærs atvinnulífs. Þjóðfélagið þarf að einfalda Opinbera stýringin og skömmt- unin á einu og öðru sviði hefur gert þjóðfélagið alltof flókið. Fólk' þekk- ir ekki kostnaðarþættina í um- hverfi sínu. Þessu þarf að breyta til þess að hægt sé að nýta þá miklu orku, sem í fólkinu býr til þess að takast á við vandann. Einföldun þjóðfélagsins er því fyrsta skrefið, sem stíga þarf. Eini flokkurinn, sem það gæti gert er Sjálfstæðis- flokkurinn, þótt hann þurfi að breyta í ýmsu fyrri starfsháttum til þess að það megi takast. Hér á eftir skal bent á örfá grundvallaratriði, sem snerta beint hvern einstakling og verða til að auka valfrelsi hans, styrkja sjálf- stæði hans og efla heimilin og fjölskylduna. Einnig leysa á ein- faldan hátt afkomumöguleika þeirra, sem við skerta starfsgetu búa í einhverri mynd. Jöfnun launa Launasamningar eru orðnir allt- of flóknir. Þar þarf að verða breyting á. Lágu launin þurfa að hækka og launabil að minnka. Það er hægt að gera með því að fella niður öll launatengd gjöld o.fl. og nota þau til beinna launahækkana. Jafnframt yrði kaupgreiðsluvisitala að miðast við þjóðartekjur og viðskiptakjör. Launagreiðendur þurfa eðeins að reikna bein laun og greiða þau, þar með er uppgjöri við launþega og þeirra vegna lokið. Engin kostnaðarsöm eftirkaup við útreikning, eftirlit og ráðstöfun launatengdra gjalda. Afnám beinna skatta í kjölfar þessara breytinga þarf að afnema beina skatta af launa- tekjum. Það er nauðsynlegt til þess að launajöfnuður komist á. En grundvöllurinn undir þessari breyt- ingu er sá, að launin séu notuð til þess að jafna tekjunum á ævina alla og tryggja afkomu fólks ef það verður vanbúið vegna heilsubrests að afla sér tekna. Veikindadagar umfram t.d. 12 daga, sami fjöldi í öllum starfsgreinum, flyttust yfir á lífeyrissjóð. Það mundi auka mjög á jafnrétti og fólk með óörugga heilsu ætti auðveldara með að fá vinnu. Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn Stofnaður verði gegnumstreym- islífeyrissjóður fyrir alla lands- menn. Launþegar fjármagni hann að fullu af eigin tekjum. Launa- flokkar lífeyrissjóðsins séu t.d. 5—7 og óháðir launaflokkum almenna launakerfisins. Fólk geti valið sér launaflokk en verði þó að greiða síðustu 15 árin fyrir 65 ára aldur eftir þeim launaflokki, sem hann ætlar að taka eftirlaun eftir. Eftir- laun verði það há, að fólk haldi áfram að greiða lífeyrissjóðsgjöld Laun fyrir heimilisstörf. — Verðtryggður lífeyrissjóður fyrir alla lands- menn. — Afnám tekjuskatts af launatekjum. — Jöfnun launa. — Leið til jafn- réttis og einföld- unar. — Aukið sjálfræði ein- staklinga og heimila. alla ævi og sé þannig þátttakendur í framvindu daglegs lífs. Laun íyrir heimilisstörí Hlutverk lífeyrissjóðsins er að greiða eftirlaun, örorkulífeyri, laun í veikindum og laun fyrir heimil- isstörf. Allur líféyrir yrði einstak- lingslífeyrir og allir gætu strax fengið fullan og verðtryggðan lífeyri. Við þetta fengi fólk frjálst val um það hvaða gæði það vildi fá fyrir fjármuni sína en þyrfti ekki að vera háð því að misviturt ríkisvald skammtaði ókeypis ýmsa vöru eða þjónustu, öllum eins, og þeir, sem ekki hentaði slíkt fengju bara alls ekki neitt. Þetta mundi auka mjög jafnrétti milli karla og kvenna svo og þeirra, sem skerta starfsgetu hafa. Og þegar búið er að tryggja fólki lífvænlegar tekjur er ekki lengur þörf fyrir margskonar tryggingar á fólki, sem valda miklum kostnaði í þjóðfélaginu og stórum útgjöldum fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkis. Við mat á heimilisstörfum verði fyrst og fremst miðað við aldur og heilbrigði barna, þannig að full laun væru greidd á meðan barn væri t.d. innan 6 ára aldurs. Undir laun fyrir heimilisstörf féllu síðustu 3 mánuðir meðgöngutíma. Jafnframt yrði hætt niðurgreiðsl- um á dagvistunarstofnunum. Hálfsdagsstörf Þá er nauðsynlegt að skapa hálfdagsstörf í þjóðfélaginu í- miklu ríkari mæli en nú er og gera vinnutíma sveigjanlegri. Ætti m.a aldrað fólk að eiga þess kost að geta fengið að vinna í hálfu starfi ef heilsa leyfir t.d. jafnmörg ár eftir 70 ára aldur eins og það vinnur mörg hálf ár á tímabilinu 56—70 ára. Jafnframt því þarf að vera hægt að taka hálf eftirlaun. Stjórnvaldið dreift Þótt lífeyrissjóður eins og hér um ræðir þurfi að vera ein heild vegna samtryggingar, þá er nauðsynlegt að hann starfi í deildum eftir byggðarlögum svo að hægt sé að nýta sem best staðarlega og per- sónulega þekkingu við stjórnun sjóðsins. Er þá auðveldara að koma í veg fyrir mistök, sem alltaf er nokkur hætta á. Afdrifaríkar breytingar Hér yrði um mjög miklar breyt- ingar að ræða. I stað miðstýrðs módelþjóðfélags kæmi frjálst þjóð- félag þar sem einstaklingarnir og heimilin hefðu full umráð yfir sjálfsaflafé sínu, vissu hvað þau væru að borga og gætu valið þá vöru og þjónustu, sem þau vildu kaupa. Fólk losnaði við opinbera skömmtun sósialkapítalismans og gæti bjargað sér sjálft í stað þess að taka við niðurgreiðslum eða gjöfum úr félagsmálapakkaskjóð- unni, sem nýtist fólki mjög mis- jafnlega og veldur því geysilegu misrétti í raun. Rándýrt lífeyris- sjóðakerfi um 100 lífeyrissjóða félli niður og gæti fé þeirra gengið til íbúðarlána, en þau mál þarf að einfalda svo að fólk geti fengið a.m.k. 80% lán í lánastofnun í byggðarlagi sínu. Gegnumstreym- islífeyrissjóður eins og hér um ræðir mundi jafna lífskjörin á einfaldan hátt og hann er um leið orðinn almennt tryggingarfélag svo að annarra trygginga á fólki er ekki þörf. Hér er drepið á eitt mál til þess að vekja umræðu um leiðir út úr þeim vítahring, sem þjóðin er komin í og stöðugt gengur á rétt, frelsi og umráðafé einstaklinga og heimila. Mörg önnur mál þyrfti að ræða, en grundvallarstefna þeirra, sem unna frelsi og mannréttindum hlýt- ur að vera sú, að ríkið skili aftur til einstaklinga, samtaka þeirra og byggðarlaga þeim völdum, sem það hefur undir einu eða öðru yfirskini hrifsað til sín og engin sýnileg þörf fyrir að stjórnað sé af ríkisvaldinu. Enda virðist ljóst að milliliðakostn- aður stjórnvalda, sé einn mesti verðbólguvaldurinn í þjóðfélaginu. I leit að nýjum leiðum Þórður Jónsson, Látrum: Þóknun veðurathugunarfólks Það var nú fyrir skömmu, að ég taldi mig hafa séð einhvers staðar í blaði, að veðurathugunarmaður eða kona væri að benda á, að við veðurathugunarfólk ættum að mynda með okkur samtök til að standa vörð um kaup okkar og kjör. Ég hafði ekki tíma til að lesa þetta í bili, sem varð til þess, að ég tapaði af því, því miður, en fór samt að hugsa um þetta á eftir, og afleiðingin er eftirfarandi: Undirritaður er heldur nýliði í starfinu, en þó orðið var við starfið áratugi, því veðurathugan- ir komu hingað um leið og síminn náði hingað, um eða eftir 1930, og þá tók Daníel Eggertsson við því starfi og gegndi vel og lengi, eða þar til hann hætti búskap og flutti til Reykjavíkur, en þá tók undir- ritaður við. Ég vissi alltaf, að það var lítið greitt fyrir þetta starf, og mjög lítið lengi vel, en hafði aldrei grennslast eftir því, hvernig þókn- unin væri reiknuð út, eða hver væri grunnur hennar, og ég gæti hugsað mér, að svo væri um marga sem að þessu starfa, bæði karl og konu, og áhuginn væri meiri fyrir starfinu en því sem fyrir það er greitt, en það virðist ekki geta gengið lengur í okkar verðbólguþjóðfélagi, fólk verður að sækja sitt, annars fær það ekkert. Svo ég fór að grennslast eftir þessu, og sá þá fljótlega, að þetta er verra en ég hélt, þegar tillit er tekið til þess, að starfið er mjög tímabundið og nákvæmnisverk, eins og öll verk sem eiga að vera grunnur að vísindalegri ákvörðun- artöku svo sem veðurspár eru og aðrar vísindalegar upplýsingar, sem byggjast á veðurtökunum. Okkur mun reiknað kaup eftir taxta hafnarverkamanna, senni- lega 3. taxta. Hvað okkur er ætlaður langur tími í athugun, er ég ekki alveg viss um, en sennilega 20—30 mínútur, og þá trúlega á eftirvinnukaupi nefnds taxta, þó Þórður Jónsson hef ég ekki nákvæmar upplýsingar um það, en borið saman við greiðslu til undirritaðs sem er með 120—124 athuganir á mánuði, sem borgað var nú síðast með rúmum kr. 100 þús. á mánuði, þá gæti það farið nærri, en það finnst mér of lítið, miðað við greiðslur almennt í þjóðfélaginu, hvar sem við grípum niður á vinnu- og þjónustusviðinu, ekki síst hjá hinu opinbera, nú ég tala nú ekki um, miðað við nýja kaupið okkar bænda, sem mér finnst glæsilegt, ef við bara fengj- um það, en þar er dagkaupið um kr. 200 hærra en sá taxti sem hér er talað um. En hvað sem öllum samanburði líður, þá finnst mér hóflegt, þegar tillit er tekið til þess, að mörg okkar, sennilega flest, verðum að hlaupa úr öðru verki hvernig, sem á stendur, til að „taka veðrið" sem við köllum svo og senda, töfin frá vinnu er því miklu meiri en sá tími sem fer í sjáift þjónustuatrið- ið, og einnig með mikilvægi starfs- ins í huga, að okkur sé greidd ein stund dagvinna fyrir athugun, á 3. taxta, sem er kr. 1.268 + orlof, nema þær athuganir, sem fara fram að nóttu, frá kl. eitt til sjö að morgni, þar sé greidd ein stund í næturvinnu fyrir hverja athugun eftir sama taxta, sem er kr. 2.282, en enginn munur gerður á helgi- dögum og öðrum dögum. Það er mín tillaga, og hana mun ég orða við næsta þinglið okkar Vestfirð- inga, sem ég vona að verði glæsi- legt að vanda. Ég er ekki spenntur fyrir því að við förum að æsa okkur upp í verkfall í okkar kjarabaráttu, en benda má á, að til er í okkar fjölskrúðuga nefndakerfi höfuð- nefnd, svo kölluð „þóknunar- nefnd", heldur þunglamalegt nafn, en nefndin er létt og góð fyrir það, sem á að ákveða, meðal annars, allar þóknanir á opinberum vett- vangi. Það væri gaman að láta hana fjalla um okkar mál, en meira gaman að semja sjálf, en til þess þurfum við félagsskap. Sendi svo kveðju til Veðurstof- unnar og veðurathuganafólks, sem ég vona að hugsi málið og láti heyra til sín, því ég tek þetta upp í alvöru. Látrum 15/11-79.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.