Morgunblaðið - 22.11.1979, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Andrea Þórðardóttir:
Vorið 1978 samþykkti bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar að minna á
rétt fatlaðra samkvæmt 16. gr.
endurhæfingalaga frá 1974 í at-
vinnuauglýsingum frá bænum, til-
efnið var bréf, sem bæjarstjórn-
inni hafði borist frá félagsmála-
ráðherra. Við skyldum nú ætla að
ráðherra, sem sendir slíkt bréf
gætti þess að ráðuneyti hans færi
sjálft að settum lögum, en ekki er
því nú þannig farið. Eg hef ekki
rekist á eina einustu atvinnuaug-
lýsingu í þessa átt frá neinu
ráðuneytanna. Ég geri ráð fyrir
því að öllum bæjar- og sveita-
stjórnum hafi borist áðurgreint
bréf, og sömuleiðis er mér ekki
Fleiri dæmi gæti ég tekið, til að
sýna fram á hvað hægt er að gera
til þess að hjálþa fötluðum tií að
vera meðal okkar úti í þjóðfélag-
inu. Þetta þarf ekki að kosta mikla
peninga, heldur fyrst og fremst
vilja og hugkvæmni til að gera
hlutina. En eitt er víst að það
kostar mikla peninga að hafa
svona fólk á stofnun. Fyrir þeim
sem eru skilningssljóir um hag
þessa fólks hef ég stundum reynt
að lýsa því hvernig tíminn líður á
svona stað með orðum manns sem
er fatlaður:
Ég var klæddur á morgnana,
þveginn, mataður, síðan var stóln-
um og mér komið fyrir einhvers-
staðar uns komið var fram á
hádegi, þá var stólnum mínum
Aðstoð við fatlaða
kostar fyrst og fremst
vilja og hugkvæmni
kunnugt um að þær geti um
þennan rétt fatlaðra í auglýsing-
um sínum, þó er mér kunnugt að
borgarstjórn Reykjavíkur felldi
þessa beiðni ráðuneytisins. Ég hef
verið að velta því fyrir mér hvort
við í bæjarstjórn Hafnarfjarðar,
séum eitthvað sérstakt fyrir-
brigði, að vilja fara eftir lögum og
virða rétt fatlaðs fólks, eða hvort
aðrar bæjarstjórnir og ríkisfyrir-
tæki séu hrædd við að hjá þeim
muni allt yfirfyllast af fötluðu
fólki? Það væri e.t.v. ástæða til
þess að greina aðeins nánar frá
því hvernig að þessum málum
hefur verið staðið í Hafnarfirði,
síðan bréfið var samþykkt í bæj-
arstjórn. Tvisvar hafa fatlaðir
sótt um starf, og var í bæði skiftin
tekið tillit til fötlunar viðkomandi.
Fólk þetta hefur svo reynst hinir
ágætustu starfsmenn, og voru þeir
ráðnir uppá sömu kröfur og aðrir,
og fengu sinn reynslutíma.
Margir hafa haft á því orð við
mig, að þó fatlað fólk reyndist
ekki góðir starfsmenn, þá myndi
þeim ekki vera sagt upp starfi,
vegna meðaumkunar. Þessari
skoðun vísa ég algerlega á bug.
Frá mínum sjónarhól eiga fatlaðir
sama rétt og aðrir, ekki neinn
umframrétt. Það á að gera kröfur
til hins fatlaða, alveg eins og
annarra. Fatlaðir hafa ekkert að
gera með meðaumkun, það eykur
ekkert á sjálfsvirðingu þeirra.
Þegar ég skrifa orðið sjálfsvirðing
kemur mér dæmi í hug, þegar
margir hjálpast að við að leysa
neyð fatlaðs manns, svo hann gæti
komist úr einangrun og jafnframt
öðlast sjálfsvirðingu.
Ungur maður héðan úr Hafnar-
firði lamaðist upp að mitti eftir
slys, hann lá lengi á sjúkrahúsi, en
svo kom að því að starfsfólk
spitalans taldi hann hæfan til að
fara heim til sín, en þá reyndist
það ókleift því auðvitað var íbúðin
heima hjá honum ekki ætluð fyrir
mann í hjólastól. Sjúkraþjálfarinn
sem annaðist hann, sendi bréf til
Félagsmálastofnunar Hafnar-
fjarðar og tiltók hvað þyrfti að
gera og spurðist jafnframt hvort
hægt yrði að fá aðstoð við breyt-
ingarnar. Undir þetta var vel tekið
og breytingar gerðar, ungi maður-
inn útskrifaðist síðan af sjúkra-
húsinu, en ekki var nú allur
vandinn leystur með þessu. Auð-
vitað þurfti að reyna að útvega
honum eitthvað starf, og eins og
þeir vita, sem hafa kynnst því
hvernig það er að útvega fötluðum
vinnu, þá er það ekki auðvelt. En
sem betur fer eru til góðir menn
hér á landi og einn þeirra er
sparisjóðstjórinn í Hafnarfirði.
Hann bauð þessum unga pilti að
reyna sig hjá þeim sem og hann
gerði. Síðan var lagfærð innkom-
an í Sparisjóðinn og jafnframt
lagfært innandyra til þess að
auðvelda piltinum að komast um í
hjólastólnum sínum. Þetta fram-
lag Sparisjóðsins er til fyrirmynd-
ar, og þeim sem þar ráða ríkjum
til hins mesta sóma, hafi þeir þökk
fyrir. Að lokum var piltinum
útveguð bifreið, því án bíls hefði
hann ekkert komist.
aftur ýtt að matarborðinu. Síðan
lá leiðin í rúmið til smáhvíldar að
afstöðnum málsverði. Aftur í stól-
inn, þá miðdegiskaffi, en einu
sinni fór stóllinn og ég á einhvern
stað, og þar dvaldi ég uns kvöld-
matur var framreiddur. Eftir
kvöldmat var búið um mig fyrir
nóttina og ekki gleymdust þá lyfin
mín. Æfingar fékk ég sjaldan og
ekki var ég spurður hvar setja
skyldi stólinn og mig. Þá daga er
ég þurfti að liggja í rúminu, en
það kom oft fyrir, þá kom enginn
til þess að tala við mig, utan þess
sem nauðsynleg umönnun krafð-
ist. Þá mánuði er ég dvaldi þarna
bauð mér enginn að rúlla stólnum
mínum út, þrátt fyrir það að oft
væri ég dapur yfir því að sjá
sólina skína, ég óskaði þá oft að
Guð vildi miskunna sig yfir mig og
taka mig til sín, því mér fannst
lífið óbærilegt.
Svona upplifði þessi maður að
vera innilokaður. Að lokum þetta,
ég sá nýlega í dagblaði sagt frá
nefnd sem sett var á laggirnar af
fötluðum til að fá svör frá stjórn-
málaflokkunum um það hvernig
þeir ætluðu að vinna að jafnrétt-
ismálum fatlaðra. Ekki efa ég að
svörin verði falleg og jákvæð, en
reynslan sýnir okkur að það er
enginn vandi að gefa loforð. Hitt
er verra að standa við þau. Við
sem heilbrigð erum skulum vera
minnug þess, að ekki þarf oft
mikið út af að bera til að ég eða þú
lesandi minn góður skjögrum um
á hækjum eða ferðumst um í
hjólastól.
Fræðiæði
Góðir landsmenn. Hvert erum
við að láta teyma okkur á tímum
fræðimennskunnar? Ofsatrú
fólks almennt er mikil á þessu
fræðiæði. Ætla mætti að sjávar
útvegsráðherra okkar álíti að
Guð hafi gefið fiskifræðingum
okkar einum óskoraðan rétt til
að ráðskast með þjóðarhag. Sú
skýring sem ég kemst næst, á
þessu fræðiæði hins almenna
borgara, er að hann vill sýna
með þessu hversu vel gefinn
hann er að skilja fullkomlega
alla fræðimennsku, samanber
nýju fötin keisarans.
Tilefnið til þess að ég settist
niður til að skrifa, var samtal
við nokkra sjómenn. Ég skynj-
aði uppgjöf þessara manna fyrir
þeirri ofstjórn sem nú er beitt
og hún virðist heldur í sókn.
Þess verður ekki langt að bíða
með sama áframhaldi að við
missum harðduglegustu sjó-
mennina í land. Mjög vinsælt er
að auglýsa og hampa mikið hlut
úr mettúr, en svo er steinhaldið
sér saman þegar tregar gengur.
Mettúrinn verður oft að brúa
langa landlegu og tímabil þegar
verr gengur. Óvissan sem sjó-
menn búa við er fyrir neðan
allar hellur. Störf þeirra eru svo
lítilsvirt að það má reka þá
heim með litlum eða engum
fyrirvara, eða gera þvílíkar afla-
takmarkanir að launin skerðast
verulega.
Það er ekki langt síðan þjóðin
stóð saman sem einn maður að
útfærslu fiskveiðilandhelginnar
og miðin voru friðuð fyrir erl-
endum fiskiskipum. Svo nú þeg-
ar því takmarki er náð er eins og
þetta hafi ekkert að segja. —
Aldrei verið vælt annað eins,
fyrir utan það niðurdrepandi
andrúmsloft sem þessu skömmt-
unaræði fylgir og drepur allan
áhuga og spenning sem sjó-
mennskunni hefur fylgt. Höfum
við efni á að láta fara svona með
sjávarútveginn á sama tíma og
glymur í eyrum okkar að þjóðin
sé svo illa á vegi stödd fjár-
hagslega að óvíst sé hve lengi
við höldum sjálfstæðinu. Gam-
alreyndir sjómenn muna vart
aðra eins fiskgengd og núna í
vetur. Á þá er ekki hlustað.
Starfsreynsla þeirra er einskis
metin af fræðiæðingum. Það
virðist ekki mikill vandi að stilla
sér á stall og vera mikill kall á
meðan á mann er trúað eins og
spámann. En guð hjálpi þeim
trúuðu þegar allt er komið í rúst
og þjóðin vaknar af fræðiæði-
draumnum.
Elísabct María
Gunnlaugsdóttir
Fjarðarstræti 2
ísafirði.
MYNDAMÓTHF
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152-17395
Hjalti Elíasson
hættir sem forseti
Bridgesambandsins
FORSETI Bridgesambands
íslands. Hjalti Eliasson, hefir
ákveðið að gefa ekki kost á sér
að nýju í starf forseta þess.
Þetta kemur fram í bréfi, sem
hann hefir sent aðildarfélögum
BSÍ í tilefni þings Bridgesam-
bandsins, sem haldið verður i
veitingahúsinu Gaflinum í
Hafnarfirði 24. nóvember n.k.
Þar segir Hjalti m.a.
„Mér finnst rétt að geta þess,
að ég hef ákveðið að taka mér frí
frá stjórnarstörfum. Vera mín
þar hefur orðið lengri en ég
áætlaði þegar ég tók við störfum
Hjalti Eliasson
fyrir 5 árum. Þó að ekki hafi öllu
verið komið í verk, sem hugur
stóð til, en það er víst það
eðlilega í félagsstarfi, þá vona ég
að í rétta átt hafi stefnt.
Þess vegna sem félagsmála-
maður kveð ég þetta starf með
söknuði, en sem einstaklingur og
bridgespilari með tilhlökkun."
Undirritaður þykist vita, að
Hjalti hefir unnið vel fyrir
Bridgesambandið á undanförn-
um árum en það verður að
segjast, að það hefir mest verið
bak við lokuð tjöld og fátt eitt
frétzt af gerðum BSÍ á undan-
förnum árum. Samskipti BSÍ og
fjölmiðla hafa verið minni en
þau minnst geta verið.
Dagskrá þingsins verður sem
hér segir, en þingið hefst kl.
10.30:
1. Setning þingsins og skipan
starfsmanna.
2. Kosin kjörbréfanefnd og
kjörbréf úrskurðuð.
3. Skýrsla forseta.
4. Reikningar lagðir fram til
samþykktar.
5. Kosin uppstillingarnefnd.
Matarhlé
6. Keppnir og keppnisreglur.
7. Kosning aðalstjórnar, vara-
stjórnar samkv. 4. gr. laga.
8. Kosning endurskoðenda og
varaendurskoðenda samkv.
10. gr. laga.
9. Ákvörðun árgjalds.
10. Önnur mál.
11. Þingslit kl. 18.00.
Ath. Stutt kaffihlé verða
fyrir og eftir hádegi.
Skrá yfir meistara-
stig.
Nýlega er komin út skrá yfir
hæstu einstaklinga í meistara-
stigaskrá BSÍ. Efstur á blaði í
skránni er Þórarinn Sigþórsson
með 290 stig í spaðagráðu. Aðrir
í spaðagráðu eru Guðlaugur R.
Jóhannsson 242, Örn Arnþórsson
241, Hörður Arnþórsson 222,
Hjalti Elíasson 219, Stefán Guð-
johnsen 211, Sigurður Sverrisson
192, Einar Þorfinnsson 187, Óli
Már Guðmundsson 183 og Ás-
mundur Pálsson 154.
Við munum væntanlega segja
nánar frá meistarastigum síðar.
Landství-
menningur 1979
Nýlega bárust þættinum úrslit
í Landstvímenningi 1979 en þar
sigruðu Stefán Sigurðsson og
Magnús Steinþórsson af Fljóts-
dalshéraði. Hlutu þeir félagar
3285 stig. í öðru sæti urðu
Suðurnesjamenn, Sævar Þórar-
insson og Gunnar Sigurgeirsson,
með 3254 stig. Hornfirðingar
hlutu svo þriðja sætið en það
voru tvær konur, Svava Gunn-
arsdóttir og Gunnhildur Gunn-
arsdóttir. Hlutu þær 3208 stig.
Svo virðist sem 190 pör hafi
tekið þátt í keppninni að þessu
sinni og er það allmiklu færra en
undanfarið. Þó má geta þess, að
undirritaður taldi sig hafa verið
meðal þátttakenda en var ekki í
skrá þeirri, sem nýlega barst.
Bridgefélag
Selfoss
Urslit í meistaramóti í
tvímenningi, sem lauk 15. 11.
1979. Meðalskor 780:
Sigfús Þórðarson
— Vilhjálmur Þ. Pálsson 916
Hannes Ingvarsson
— Gunnar Þórðarson 867
Sigurður Sighvatsson
— Kristján Jónsson 861
Erlingur Þorsteinsson
— Bjarni Jónsson 846
Kristmann Guðmundsson
— Jónas Magnússon 822
Haukur Baldvinsson
— Oddur Einarsson 807
Brldge
Umsjónt ARNÓR
RAGNARSSON
Ingvar Jónsson
— Árni Erlingsson 781
Halldór Magnússon
— Haraldur Gestsson 778
Gunnar Andrésson
— Brynjólfur Gestsson 733
Sigurður S. Sigurðsson
— Leif Österby 720
Grímur Sigurðsson
— Friðrik Larsen 713
Örn Vigfússon
— Ástráður Ólafsson 712
Stefán Larsen
— Guðjón Einarsson 705
Anton Hartmannsson
— Gestur Haraldsson 659
Hraðsveitakeppni hefst í
kvöld, fimmtudag.
Bridgedeild
Fram
Staðan í tvímenningskeppn-
inni er nú þessi:
Dagbjartur — Ingólfur 691
Valtýr — Þorkell 671
Hilmar — Ólafur 660
Hannes — Reynir 604
Gunnar — Júlíus 594
Svan — Guðni 590
Eiríkur — Baldur 577
Jón Ö. — Erna 557
Hilmar — Eyjólfur 539
Ásgeir — Ágúst 538
Friðgeir — Birgir 528
Júlíus — Agnes 521
Jón — Sæmundur 520
Sigurður — Helgi 508
Næsta umferð er 26.11. ’79 kl.
7.30 stundvíslega.