Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
+ Móðir okkar, tengdamóöir og amma STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Miöfelli, sem lést þann 19. nóvember, verður jarösungin laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00 frá Hrepphólakirkju. Bílferð verður austur sama dag kl. 12.00 frá Umferöamiðstööinni. Helgi Jónsson, Anná Siguröardóttir, Siguróur Jónsson, Jón Helgason.
+ Jaröarför móöur okkar GUDRÚNARJÓNSDÓTTUR Reykjum, Skeiöum, fer fram frá Ólafsvallakirkju, laugardaginn 24. nóvember kl. 2 e.h. Bílferð veröur frá Umferöamiöstööinni kl. 12. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Selfoss. Börnin.
+ Fööurbróðir minn JÓNAS JÓNASSON, Óöinsgötu 20 A, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 20. nóvember. Anna Sigurjónsdóttir.
Útför eiginkonu minnar, SIGRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Kambshóli í Svínadal, Ljósheimum 18A er andaöist 15. nóv. s.l., hefst meö kveöjuathöfn í Háteigskirkju laugardaginn 24. þ.m. kl. 10.30 f.h. Jaröaö veröur sama dag aö Saurbæ á Hvalfjaröarströnd. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ólafur Björgvin Ólafsson.
+ LOFTUR ANDRÉSSON Vestri Hellum, er lést 15. nóvember, veröur jarösunginn frá Gaulverjabæjarkirkju, laugardaginn 24. nóvember kl. 14.30. Helga Guölaugsdóttir, Guörún Loftsdóttir.
+ Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, STEFÁN VILHJÁLMSSON Meltröö 10, Kópavogi. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23. nóvember kl. 3 síödegis. Sigrún Siguröardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur og tengdadóttur, móöur, tengadamóður og ömmu, ELINAR ELIASDÓTTUR Vallholti 17, Akranesi. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki sjúkrahúss Akraness. Björn Agústsson, Ólína Ólafsdóttir, Björnfríöur Björnsdóttir, Björnfríóur Björnsdóttir, Oddur Gíslason, Ágústa Björnsdóttir, Magnús Hannesson, Ólína Björnsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólöf Björnsdóttir, Magnús Teódórsson, og barnabörn.
+ Innilegt þakklæti færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför litla drengsins okkar, HAUKS LEIFSSONAR, Regína Leifsdóttir, Leifur Teitsson.
+ Þökkum alla auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför, JÓNS GUÖBRANDSSONAR, bónda, Saurbse, í Fljótum, Hjúkrun og umönnun hans þökkum viö öllum á Sjúkrahúsi Siglufjaröar. Guóbjörg Margrét Jónsdóttir, Guðbrandur Þór Jónsson.
Minning:
Bogi Sigurösson
framkvœmdastjóri
Fæddur 27. ágúst 1906.
Dáinn 14. nóv. 1979.
Með Boga Sigurðssyni er fallinn
í valinn góður drengur og gegn.
Það dregur enginn í efa, sem til
þekkir. Hann lét ekki mikið yfir
sér, en óx við kynningu og níddist
aldrei á neinu, sem honum var til
trúað, og það var í reynd ekki svo
fátt, því síður lítilvægt.
Kennari var Bogi að menntun,
en kunnastur sem framkvæmda-
stjóri barnavinafélagsins Sumar-
gjafar, enda gegndi hann því
starfi um langt árabil: frá fertugu
til sjötugsaldurs, og reyndi þar
bæði á lipurð og hyggindi.
Bogi Sigurðsson fæddist að
Rauðholti í Hjaltastaðarþinghá á
Fljótsdalshéraði. Voru foreldrar
hans Sigurður Jónsson bóndi þar
og Sigurbjörg Sigurðardóttir kona
hans, er missti heilsuna skömmu
eftir fæðingu sveinsins og andað-
ist þegar hann var á 6. ári. Bogi
ólst því upp hjá vandalausum,
séra Vigfúsi Þórðarsyni, presti á
Hjaltastað, síðar í Eydölum, og
konu hans, frú Sigurbjörgu Boga-
dóttur Smiths frá Arnarbæli á
Fellsströnd. Var honum því gefið
nafn föður hennar sakir tryggðar
þeirrar, sem hún tók við drenginn.
Má segja um Boga, að fjórðungi
bregður til fósturs, því að ósjaldan
minntist hann fósturforeldra
sinna og æskustöðva þar eystra,
enda átti hann hvoru tveggja gott
að gjalda. Hann sýndi það m.a. í
því, að inni í stofu þeirra Ingi-
bjargar að Hamrahlíð 7, þar sem
þau bjuggu lengst af, eftir að þau
fluttust til Reykjavíkur, hékk
mynd af Eydölum, sem hann hafði
sjálfur málað, því að honum var
ýmislegt til lista lagt: hög hönd og
fleiri listrænar gáfur, eins og
síðar verður sagt frá.
Á yngri árum kenndi Bogi á
ýmsum stöðum, m.a. í Ketilsstaða-
hreppi við Arnarfjörð og á Hell-
issandi, þar sem hann var oddviti
um skeið og var í ýmsum nefndum
og félagsstörfum, svo sem hrepps-
nefnd Neshrepps utan Ennis um
tíu ár, skattanefnd fjögur ár og í
stjórn Samvinnu-útgerðarfélags-
ins frá stofnun þess, 1936—1941.
Bogi Sigurðsson var tvíkvæntur.
Fyrri konu sinni, Brynhildi Jóns-
t
Móðir mín og tengdamóöir
SÓLVEIG ANDRÉSDÓTTIR
fró Þrúöardal
lést 14. nóv.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum samúð og vinarhug.
Fanney Jónsdóttir
Arngrímur H. Guðjónsson
t
Útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÖNNU HELGADÓTTUR
fró Stokkseyrí,
sem andaöist þann 12. nóvember sl., verður gerö frá Frfkirkjunni
föstudaginn 23. nóv. kl. 13.30.
Jarösett veröur á Stokkseyri laugardaginn 24. nóv. kl. 13.30.
Unnur Siguróardóttir, Ófeigur J. Ófeigsson,
Haraldur Sigurósson, Brynhildur Sigþórsdóttir,
Georg Sigurösson, Ásta Bergsteinsdóttir,
Jóhann L. Sigurösson, Ragnheiður Böövarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
t
Þökkum auösýnda samúö, vegna andláts og útfarar fraenda okkar,
GÍSLA ÞÓRARINSSONAR,
fyrrum bónda
Neöribæ, Borgarhöfn.
Systkinabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
ÞORGEIRS EYJÓLFSSONAR,
Langholtsveg 106.
Hólmfríöur Guöjónsdóttir,
Aðalsteinn Þorgeirsson, Savanlaug Þorsteinsdóttir,
Kristjón Þorgeirsson, Sigríöur Olafsdóttir,
Guömundur Þorgeirsson, Guörún Þorsteinsdóttir,
Þórunn Þorgeirsdóttir, Þórir Þorlóksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúöarþakkir fyrir alla þá miklu samúö og vinsemd, sem okkur var
sýnd við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og
afa okkar,
AÐALSTEINS SIGURÐSSONAR,
múrarameistara,
Baröavogi 17.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 4C, Landspítalan-
um, fyrir alla umönnun í langvarandi veikindum.
Helga Bjargmundsdóttir,
Sólveig Aóalsteinsdóttír, Sighvatur Blöndahl,
Ólafía Aðalsteinsdóttir, Hlynur Möller,
örvar Aöalsteinsson, Ævar Aöalsteinsson,
og barnabörn.
dóttur frá Höskuldsstöðum í
Breiðdal, kvæntist hann 1936. Með
henni eignaðist hann einn son,
Björn Sævar bifvélavirkja í
Reykjavík. Þau Brynhildur skildu
1942. Dóttur eignaðist Bogi, Mar-
grétu 1948, sem missti móður sína
kornung og ólst upp hjá fósturfor-
eldrum. Árið 1954 kvæntist Bogi
Ingibjörgu Bjarnadóttur, ekkju
Hannesar Péturssonar skólastjóra
á Hellissandi. Hafa þau Ingibjörg
og Bogi ætíð átt heima að Hamra-
hlíð 7, eins og áður er getið, og
hefur það heimili jafnan staðið
opið frændum, vinum og venzla-
liði, en ekki sízt börnum og
stjúpbörnum Boga frá fyrra
hjónabandi Ingibjargar, Bjarna
lækni og Hönnu húsfreyju. En
þeim hefur Bogi jafnan reynzt
sem bezti faðir.
Samkvæmt mínum kynnum af
Boga Sigurðssyni, reyndist hann
ávallt bezt, þegar mest á reið. Og
við höfðum þó nokkuð saman að
sælda í áratugi. Hér skal þó aðeins
nefnt eitt dæmi, en það lýsir
honum vel. Sem inngangsorð að
þeirri frásögn skal aftur getið
æskustöðva hans austur á Fljóts-
dalshéraði og í Breiðdal.
Ungur gekk Bogi Sigurðsson í
Eiðaskóla, sem stendur í næstu
sókn við fæðingarsveit hans.
Vegna þess að ég var eitt sinn
tengdur þeirri stofnun, hittumst
við Bogi í fyrsta sinn á skrifstofu
Sumargjafar. Það atvikaðist
þannig, að til mín kom gamall
nemandi minn frá Eiðum, Helgi
Hóseasson frá Höskuldsstaðaseli í
Breiðdal, og bað mig að koma með
sér á fund Boga Sigurðssonar, því
að hann hefði hug á að gróður-
setja trjáplöntur í Eiðalundinn á
Heiðmörk, en Bogi var þá og síðar
formaður Eiðamannafélagsins í
Reykjavík. Ég varð við þessum
tilmælum sem áhugamaður um
trjárækt og vinveittur Eiða-
mönnum. Bogi tók okkur Helga af
mikilli alúð á skrifstofu sinni, og
málinu var borgið. Hann útvegaði
trjáplöntur og fór með okkur fáein
vorkvöld austur í Heiðmörk.
Mörgum árum síðar bauð Bogi
mér svo austur í bíl sínum til að
sjá, hvernig hríslurnar hefðust að
— og hafði mikið yndi af.
En Bogi Sigurðsson hafði ekki
aðeins unað af ungviði úr gróð-
urríkinu og þroska þess. Hann var
og mikill barnavinur og bar gæfu
til að lenda á rétta hillu í lífi sínu.
Og sú alúð hans náði langt út fyrir
skyldustörfin, eins og sagan um
gróðursetningu trjáplantnanna á
Heiðmörk ber gott vitni um. Bogi
var alltaf að hlúa að gróðri, fyrst
og fremst mannlífsgróðri — börn-
unum.
Alúð hans náði langt út fyrir
skyldustörfin, þ.e. til allra þeirra
barna, sem hann komst í kynni
við, Hann skildi börnin, Ieiðbeindi
þeim og var félagi þeirra. Og í því
sem öðru var hans ágæta Ingi-
björg honum samhent: að veita
lítilmögnum lið. En ef til vill
hefur hann staðið börnunum nær,
af því að hann fór á mis við
móðurást í æsku, þó að hann
raunar nyti frábærs atlætis hjá
fósturforeldrum sínum á Hjalta-
stað og í Eydölum.
Bogi Sigurðsson var maður
greindur og gæddur listrænum
hæfileikum, eins og áður er að
vikið. Sú grein, sem hann hafði
mestan áhuga á, auk dráttlistar,
var leikritun, þótt eigi legði hann