Morgunblaðið - 22.11.1979, Side 39

Morgunblaðið - 22.11.1979, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 39 Basar og kaffisala BARNAHEIMILIÐ Sólheimar í Grímsnesi heldur sýningu og sölu á munum, unnum af vistmönnum heimilisins, sunnudaginn 25. nóv. á Hallveigarstöðum kl. 2. Seld verða ofin teppi og ýmislegt annað úr vefstofu, einnig bývaxkerti, dúkkur, bangsar, tréleikföng og ýmislegt fleira. Aðstandendur vistmanna verða einnig með kaffisölu og kökubas- ar. Breið- holtsbúar Skáldsaga eftir Guðjón Albertsson Breiðholtsbúar er safn tíu sagna, tengdra saman í tíma og rúmi, eða skáldsaga í tíu sjálfstæðum köflum, eftir því hverning lesandinn lítur á málið, segir aftan á nýrri skáldsögu eftir Guðjón Al- bertsson sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út. Sagan gerist í Breiðholts- Garðabær: Vinstri menn á móti úthlutun byggingarsvæðis tfl ungs fólks Bæjarstjórn Garðabæjar úthlutaði fyrir skemmstu BYGGUNG — Byggingarfélagi ungs fólks í Garðabæ og Bessastaðahreppi — svæðinu Kjarrmóum, sem staðsett er í útjaðri væntanlegs miðbæjarsvæðis, neðan við safnaðarheimilið á Hofsstaðahæð. Við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn greiddu viðstaddir fulltrúar vinstri flokkanna, þ.e. fulltrúar minnihlutans, atkvæði gegn úthlutuninni, en meirihlutinn, fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, með. Hefur þessi afgreiðsla vinstri manna á málinu vakið mikla umræðu og undrun íbúa Garðabæ. byggð í Reykjavík, en Breið- holtshverfin eru sem kunn- ugt er fjölmennasti og jafn- framt yngsti hluti borgarinn- ar, ný borg í þeirri gömlu. Ibúar Breiðholts eru að stærstum hluta ungt fólk eða fólk innan við miðjan aldur og vandamál þess eru því vandamál líðandi stundar. í þessari bók er í skáldskapar- formi lýst lífsháttum, sam- búðarvandamálum og neyslu- venjum Breiðhyltinga. En sé grannt skoðað er Breiðholt auðvitað ísland nútímans í smækkaðri mynd og Breið- holtsbúinn hinn íslenski nú- tímamaður. Höfundurinn, Guðjón Albertsson, gjör- þekkir persónur sínar og sögusvið, enda borinn og barnfæddur Reykvíkingur — og sjálfur Breiðholtsbúi. Bókin Breiðholtsbúar er filmusett, umbrotin og prent- uð í prentsmiðjunni Odda hf., en bundin í Sveinabókband- inu hf. Kápumynd gerði Pét- ur Halldórsson. Stjórnmála- fundur með stúdentum Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félagsstofnun stúdenta í kvöld, fimmtudags- kvöld, klukkan 20.30. Frambjóð- endur stjórnmálaflokkanna munu koma og ræða um lánamál stúd- enta, fjárveitingar til Háskóla íslands og auk þess ræða almennt um stefnu flokkanna í kosningun- um nú í desember. Ástæða þess að vinstri menn greiddu atkvæði gegn úthlutun- inni er að þeirra sögn sú, að þeir töldu að verið vaeri að veita ungum Garðbæingum í BYGGUNG betri kjör á gatnagerðargjöldum en öðrum íbúum. Þegar úthlutað hef- ur verið byggingarsvæðum í bæn- um, s.s. til Ibúðarvals h/f, hefur sami háttur og nú er afhafður verið tíðkaður, og var því ekki andmælt af vinstri mönnum þá. Mjög hefur borið á því að undan- förnu, að skort hefur í Garðabæ húseiningar viðráðanlegar ungu fólki, þ.e. litlar ódýrar íbúðarein- ingar, og því var BYGGUNG stofnað. BYGGUNG fékk Róbert Pét- ursson arkitekt til að gera skipu- lagshugmyndir að svæðinu og hafa teikningar frá honum verið samþykktar af skipulagsnefnd bæjarins. Á svæðinu verða 48 raðhús, að stærð frá rúmum 70 fermetrum upp í 140 fermetra. Ákveðið hefur verið að byggja í fyrsta áfanga 25 hús. Áætlaður byggingartími er 24 mánuðir og kostnaður, miðað við bygg- ingarvísitölu i sept. 1978 frá 15 millj. kr. upp í 30 millj. kr. eftir stærð húsanna. Húsin verða af- hent fullfrágengin að utan sem og innan. BYGGUNG í Garðabæ var stofnað fyrir rúmu ári. Félagar geta þeir einir orðið sem lögheim- ili eiga á félagssvæðinu. Nú þegar eru félagsmenn orðnir á annað hundrað. í stjórn BYGGUNG eiga sæti: Bragi Henningsson formaður, Fríða Proppé varaformaður, Guð- jón Torfi Guðmundsson gjaldkeri, Davíð Einarsson ritari og Ey- steinn Haraldsson. Framkvæmda- stjóri félagsins er Örn Kærnested. BASAR Laugardag 24. nóv. kl. 14—18 verður árlegur basar Kristniboðsfé- lags kvenna í Reykjavík haldinn í Betaníu, Laufásvegi 13 í Reykjavík. Margs konar handavinna verður á boðstólum svo og kökur auk föndurvinnu sem stúlkur hafa unnið. Allur ágóði rennur til íslenska kristniboðsstarfsins í Kenýa og Eþíópíu. Þá verður um kvöldið kl. 20.30 haldin samkoma á sama stað og talar þar Margrét Hróbjartsdóttir kristniboði. Lestin brunar með Róbert og Gylfa ÖNNUR plata þeirra Róberts Arnfinnssonar og Gylfa b. Gislasonar er nú komin út hjá Fálkanum og nefnist hún Lestin brunar. Þar syngur Róbert lög eftir Gylfa við Ijóð eftir mörg helztu skáld þjóðarinnar. Undirleik á plötunni annast meðlimir úr Sinfóniuhljómsveit íslands undir stjórn Jóns Sigurðssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.