Morgunblaðið - 22.11.1979, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.11.1979, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 41 fÓIK í fréttum Prinsessan íimmtug + FYRIR skömmu varð Grace prinsessa af Mónakó fimmtug. — Jú, árin eru orðin fimmtíu, en í hjarta mínu er ég 15 ára hafði hún sagt. Það eru liðin 25 ár frá því að hún vann mikinn leiksigur í kvikmyndinni „Country Girl“ og fyrir þann leik hlaut hún sérstök verðlaun. Og fyrir 23 árum giftist hún Rainier Món- akófursta. Þau eiga 22ja ára gamla dóttur. Hún er gift kona — í miklum metum hjá ýmsum tízkufrömuðum á ítaliu og i París. Þá eiga þau Grace og Rainier son, Aibert prins, sem er 21 árs. Hann mun eiga að taka við furstadæminu litla af föður sinum. Loks er yngsta barn þeirra hjóna, Stefanía, 13 ára. Uppeldi barnanna ku ekki hafa verið áreynslulaust með öllu fyrir furstahjónin. Slíkum fjöl- skyldumálum hefur þeim tekist að halda innan fjögurra veggja heimilisins, segja blöðin. Afmæl- isdagurinn var dagur fjölskyld- unnar. En er Grace prinsessa hélt upp á fertugs afmælið bauð hún til sin um 80 gestum, sem áttu það sameiginlegt með henni að vera „sporðdrekar“. Prinsessan er bandarísk og fæddist i borg- inni Fíladelfíu. Móðir hennar var þýzkrar ættar og er sögð hafa verið mjög fögur kona. Námsmær eins og sögupersónan íræga + ÞÓ svo að blaðið hafi birt mynd af hinni nýkjörnu „Ungfrú alheimur", þótti ekki úr vegi að birta þessa mynd. Hún er tekin að lokinni krýningunni, sem fram fór í konserthöllinni frægu, The Royal Albert Hall í London. Fegurðardrottningin heitir Gina Swainson frá Bermudaeyjum og er 21 árs gömul námsmær, eins og sú fræga sögupersóna Halldórs Laxness, Jasína Gottfreðlína, dóttir Jasonar vitavarðar á Töngum. Hann átti ættir sínar að rekja til Sigurðar Fáfnis- bana. Þeir tókust f r a i Japan + HÉR takast í hendur tveir þeirra stjórnmála- manna í Japan, sem mest hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu. Fyrst skal þá nefna Masayoshi Ohira forsætisráðherra (til h.). í baráttunni við fyrrum forsætisráðherra, Takeo Fukuda (til. v.), í flokki þeirra félaga, Frjáls- lyndra demókrataflokkn- um, bar Ohira sigprorð af Fukuda, er þeir kepptu um forsætisráherrastól- inn. Þess mafgeta, að í hinni nýju ríkisstjórn Japans sem nú hefur tekið við er hagfræðingur, Sa- búro Okita að nafni, 65 ára gamall. Meðalaldur ráðherranna í stjórn Ohira er nú 61,6 ár, en var í fyrri stjórn hans 63,8 ár. Einlægar þakkir færi ég öllum þeim, sem sendu mér hlýjar kveðjur, góðar gjafir og auðsýndu mér velvild og vináttu í tilefni af sextugsafmæli mínu, 18. september sl. Guð blessi ykkur öll, kæru vinir. Guðm. Guðmundsson, Útskálum. Vetrarskoóun Hafiö bílinn rétt stilltan og spariö bensín — ekki veitir af. 1. Ath. og mældur rafgeymlr. 2. Hrelnsaölr pólar og smurölr 3. Þrýstlreimt vatnskerfl. 4. Sklpt um kertl. 5. Sklpt um platínur. 6. Innsog athugaö og stlllt. 7. Kvelkjulok athugaö. 8. Rakavariö kveikjukerfl. 9. Stilltur blöndungur. 10. Skipt um loftslgtl. 11. Stillt kúpllng. 12. Ath. bremsur. 13. Ljósastllllng. 14. Mældur frostlögur. 15. Stlllt kvelkja. Verð m/ söluskatti kr. 34.956.-. Innifalið í veröi: kerfi, platínur og loftsía. Davíd Sigurdsson h.f. Fia tviögeröarþjónusta, SÍÐUMÚLA 35, SÍMI 38845. O

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.