Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
vl
MORG-dK/-
KAff/nu
(()
"3
GRANI GÖSLARI
Verum glaðir. — Nú hafið þér
aðeins mig til að snúast í kring-
um, yfirþjónn góður!
Hafið þér æfingu sem varðmaður?
Þú hefur vonandi ekki gleymt að
slá gjaldmælinn af?
Rétt að staðið -
og annað verra
Kæri Velvakandi.
Ég skrifaði þér bréf á s.l. vetri
og vakti athygli á hve sums staðar
var hugsunarlaust að verki staðið,
þegar snjó var rutt af gangstétt-
um. Tók ég Laufásveginn sem
dæmi. Ég gladdist því mjög nú,
þegar snjó var rutt af gangstétt-
um þar, að sjá að byrjað var á
gangstéttinni þeim megin, sem
bílum má ekki leggja. í fyrra vildi
sem sé brenna við að bílum væri
lagt upp á gangstéttina og snjó-
ruðningstækin komust ekki leiðar
sinnar. Skaflar mynduðust þannig
þvert yfir gangstéttina — og yfir
þá varð fólk að klöngrast.
Ný hindrun
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Óvandvirkni hefur kostað mörg
stigin og orsakað leiðindi bæði
spilarans sjálfs og makkers hans.
A yfirborðinu virðist meðhöndlun
tromplitarins, í spilinu að neðan,
ekki alvarleg villa. En hún réð þó
úrslitum.
Suður gaf, norður-suður á
hættu.
Norður
S. D73
H.543
T. 8642
L. K65
Vestur Austur
S. 8 S. K542
H. ÁKD108 H. G97
T. K1073 T. D93
L. 843 L. 972
Suður
S. ÁG1096
H. 62
T. ÁG
L. ÁDGIO
Spil norðurs bötnuðu eftir því
sem á sagnirnar leið.
Suður Vestur Norður Austur
1 Spaði 2 njörtu pass pass
3 Lauf pass 4 spaðar a.pass
Vestur spilaði út ás, kóng og
síðan drottningu í hjarta, sem
suður trompaði. Þar sem þrír
tapslagir voru óumflýjanlegir á
rauðu litina varð austur að eiga
spaðakóng. Suður spilaði því laufi
á kónginn og spilaði spaðadrottn-
ingunni frá blindum. Austur lét
lágt og aftur var spaðanum spilað,
suður fékk á níuna en þegar vestur
fylgdi ekki varð óhjákvæmilegt, að
gefa á kónginn — einn niður.
Sagnhafi gat gert betur. í fyrsta
lagi var betra að láta tígulgosann
í hjartadrottninguna til að forðast
stytting í trompinu. Sjálfsagt spil-
ar vestur þá tígli og suður spilar
sig þá inn í blindan á lauf og síðan
spaðadrottningu. Austur gefur
eins og eðlilegt er og þá kemur
seinna atriðið. Sagnhafi ætti þá að
láta níuna til að gefa sjálfum sér
möguleika til að ráða við spilið þó
vestur eigi áttuna blanka. Þá
getur hann svínað trompinu þrisv-
ar og unnið sitt spil.
En skyldi vestur spila fjórða
hjartanu í stað tígulsins ætti
suður að trompa heima með
níunni og láta síðan tíuna undir
drottninguna þegar hann svínar í
fyrsta sinn. Einnig þá ræður hann
við leguna og vinnur spilið.
COSPER
COSPER
Forstjórinn? — Nei, hann er farinn til útlanda.
En er það ekki oft svo, að
þegar eitt nöldurefni þrýtur er
annað nærtækt. Það á að minnsta
kosti við hér. Síðastliðið sumar
stóð yfir viðgerð á húsi neðarlega
við Laufásveginn og var m.a.
brotinn múrhúðunin af húsinu. Að
sjálfsögðu hlaut hún að lenda á
gagstéttinni og ekkert við því að
segja. En lakara er, ef ætlunin er
að múrhrúgan verði þar til fram-
búðar. Vinnupallarnir eru horfnir
fyrir lögnu en múrhrúgan búin að
teppa gangstéttina svo vikum
skiptir. Gangandi vegfarendur
hafa því orðið að beygja út á
akbrautina til þess að komast
leiðar sinnar.
• I snjó og
slabbi
Öllu má venjast, og ég var
farinn að taka þessu sem sjáif-
sögðum hlut. En nú í snjónum fór
gamanið að kárna. Ruðningstæk-
ið, sem hreinsaði gangstéttina,
vann ekki á „múrnum" og eftir
stóð illfær hindrun fótfúnum
mönnum. Ég sá gömul hjón einn
snjóadaginn í miklum vandræðum
þarna. Loks urðu þau að klöngrast
yfir snjóruðninginn við gangstétt-
arbrúnina og út á svellaða götuna.
Ekki veit ég hvort aðstoð minni
má þakka að þau komust klakk-
laust áfram, en hitt veit ég, að
þetta gengur ekki lengur. Gang-
stéttirnar eru ekki neinir ösku-
haugar þar sem fólk getur skilið
eftir drasl sitt eins lengi og því
lystir.
• Spýtnadrasl
og öskutunna
Og fyrst ég hef nú stungið
niður penna má í leiðinni vekja
athygli á, að nokkru innar við
Laufásveginn hefur gangstéttin
verið svo mánuðum skiptir notuð
fyrir spýtnadrasl, sem hrúgað er
upp við húshlið. Það hefur þó ekki
hindrað umferð um gangstéttina,
þó oft hafi planki eða spýta verið
komin út á hana miðja. Þá má og
geta þess, að þarna er gangstéttin
einnig notuð fyrir öskutunnu.
Bágt á ég með að trúa að henni sé
[_Lausnargjald í Persíu
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
120
Nú var hann dáinn og öll von
henni til handa hafði dáið með
honum. Ardalan hafði ekki hlíft
honum.
— Það verður að greina frá
því nú að við höfum handtekið
hann, sagði hann. — Sýrlend-
ingar hafa meira að segja
njósnara innan SAVAK. Svo að
nú munu þeir skilja að svikin
eru komin upp. Eg óttast að
veslings írú Field kunni að vera
dáin.
— Hún átti aldrei neina
lífsvon, sagði Kelly seinmæltur.
— Logan fór til Tókíó að gera
samning um Imshan við jap-
önsku stjórnina. Þeir komust
að þvi að hann ætlaði að ganga
frá samningi. Homsi sagði mér
það.
Hershöfðinginn hafði látið
hlera síma James siðan Khorv-
an var myrtur, hann vissi þvf
um allt sem haíði gerzt mann-
anna tveggja i millum. En hann
sagði ekkert.
— Ilaldið þér i raun og veru
að hún sé dáin?
— Ég hygg að svo sé, sagði
hershöfðinginn. En engu að
siður hef ég beðið um að síðasta
upptakan verði send okkur. Við
getum reynt að hlusta á hana
og grundað hvort eitthvað er á
henni að græða.
— Ég hef ekki mikla trú á
því, sagði James. — Mér fannst
þetta vera óskýranleg hljóð.
— Kvalaþol hans var með
ólikindum, sagði Ardalan. —
En undir lokin var hann orðinn
eftirgefanlegri þótt ruglaður
væri. Við skulum hlusta á band-
ið. Ég held að þér ættuð að
sturta i yður viskiinu, Kelly.
Yður virðist ekki liða vel.
Tiundi kafli
Peters hafði kastast til af
feiknakrafti þegar billinn
steyptist út af veginum. Hann
missti meðvitund þegar bíllin
stakkst niður og þar með var
likami hans slappari og veitti
enga mótstöðu. Svo þeyttist
hann út um framdyrnar og
hann lá þar meðvitundarlaus
lengi og lögreglan varð hans
ekki var þegar komið var til að
rannsaka brunann. Þegar hann
kom loks til sjálfs sins var sólin
brennandi heit. Hann hafði
ekki hugmynd um hvar hann
var né gerði sér grein fyrir
hvað hafði gerzt. Blóðið á and-
liti hans var storknað og hann
fann að hárið var blóðklesst.
Hann fann til sársauka í öllum
likamanum og það var eins og
hnífur gengi i gegnum hann
þegar hann reyndi að rfsa upp.
Hann vissi að trúlegast var að
hann hefði fengið heilahristing
og kannski eitthvað þaðan af
verra.
Hann skreiddist áfram, barð-
ist við sársauka og velgju og
reyndi að sjá fram fyrir sig, þvi
að honum fannst hann sjá allt i
tvöfaldri eða margfaldri móðu.
En eitthvaö rak hann áfram,
svo að hann gat ekki hugsað sér
að velta sér á hina hliðina og
hverfa inn í myrkrið. Eitthvað
sterkara afl en sársaukinn.
mölbrotinn rifbein, og lemstrað
höfuð.. .Hann varð að komast
áfram. Hann hafði lent í slysi.
. .Hann mundi eftir þvi þegar
billinn hafði skyndilega henzt i
loft upp.. .og hann heyrði fyrir
sér brot og brakhljóð.
Hann byrjaði að krafsa sig
upp á móti á fjórum fótum.
Hann var drifinn af skelfingu
sem hann gat ekki skilgreint.
Bilstjóri einn kom að honum
þar sem hann skjögraði eftir
veginum. Það var yndislegt að
liða inn i óminnislandið á leið-
inni til sjúkrahússins í Nizza og
vakna ekki fyrr en komið var
með hann á slysavarðstofuna.
Hann gaf upp sitt rétta nafn og
mundi ekki heimilisfangið. Þó
að höfuðverkurinn væri
óþolandi, mótmælti hann ofsa-
lega en án árangurs þegar
honum var gefin kvalastillandi
sprauta, og þegar hann rankaði
við sér var lögreglumaður við
rúmstokk hans til að taka af
honum skýrslu.
Það var orðið dimmt úti og
hann vissi núna hvað hafði