Morgunblaðið - 22.11.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
47
r,
ÞAÐ FÓR lítið íyrir snilldartökt-
um í leik Hauka og ÍR í leik
liðanna í 1. deildinni i hand-
knattleik i íþróttahúsinu i Hafn-
arfirði í gærkvöldi. Var oft engu
likara en leikmenn liðanna væru
frekar að ljúka leiðinlegu skyldu-
verki en að reyna að ieika góðan
og skemmtilegan handknattleik.
Varla er hægt að ætlast til að
áhorfendafjöldi aukist þegar
önnur eins vitleysa sést til 1.
deildarliða og boðið var upp á í
Firðinum í gærkvöldi.
Haukar sigruðu i leiknum með
23 mörkum gegn 20, eftir að
staðan hafði verið 11—9 fyrir þá
i hálfleik. Sigur Hauka var sann-
gjarn þeir voru lengst af yfir í
leiknum og hefðu þeir sýnt af sér
hörku og leikgleði þá hefðu þeir
átt að geta yfirspilað slakt ÍR-lið.
Fyrri hálfleikur var afarsveiflu-
kenndur hjá liðunum. Eftir 10
mínútna leik var staðan jöfn, 3—3,
þá tóku Haukar góðan sprett og
náðu þriggja marka forskoti, 6—3.
En það dugði skammt, ÍR jafn-
aði 6—6. Þá var komið að Haukum
aftur og þeim tekst að breyta
stöðunni í 9—7, á þeim tíma var
mikið um ótímabær skot úr ólík-
legustu færum hjá ÍR. ÍR tókst þó
að minnka muninn niður í eitt
mark, 10—9, en Haukar áttu
síðasta orðið og höfðu tvö mörk
yfir í hálfleik.
Sami tröppugangur var í síðari
hálfleiknum. Haukar ná þriggja
marka forystu um miðbik hálf-
leiksins, en tekst aldrei að hrista
ÍR-inga alveg af sér enda afar-
mistækir í sóknaraðgerðum
sínum.
Þegar sjö mínútur eru til leiks-
loka, skilur aðeins eitt mark,
staðan er 19—18 fyrir Hauka. ÍR
Haukar—ÍR
23:20
er með boltann og hefur alla
möguleika á að jafna leikinn, en
bráðlæti Bjarna Bessasonar var of
mikið, hann reyndi að fara inn úr
hægra horninu úr vonlítilli stöðu
og markvörður Hauka varði iétt.
Árni Hermannsson kom svo
Haukum tvö mörk yfir með því að
skora fallega í næstu sókn Hauka.
Þá lét Guðmundur Þórðarson
verja hjá sér víti og eftirleikur
Hauka var auðveldur. En vitleys-
an í lok leiksins var engu lík.
Hvert upphlaupið af öðru rann út
í sandinn af hreinni vitleysu hjá
báðum liðum.
Lið ÍR lék þennan leik mjög illa.
Leikmenn verða að taka íþrótt
sína alvarlega. Skástu menn liðs-
ins voru Þórir Flosason markvörð-
ur og Sigurður Svavarsson. Bjarni
Bessason skoraði sjö mörk í leikn-
um, en hann gerði sig sekan um
mikið skotæði úr ótrúlegustu fær-
um og gerði margar vitleysur.
Lið Hauka var jafnt í leiknum
alls skora fjórir menn fjögur
mörk. Enginn einn skar sig úr í
leiknum. Má liðið sýna betri hand-
knattleik en þetta ætli það sér að
blanda sér í baráttuna um efstu
sætin í 1. deildinni.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. íþróttahúsið í Hafnarfirði.
Haukar - ÍR 23-20 (11-9)
Mörk Hauka: Árni Her-
mannsson 4, Árni Sverrisson 4,
Guðmundur Haraldsson 4 (lv),
Hörður Harðarson 4 (3v), Ingimar
Valsmenn áttu ekki svar
við endaspretti Fram
Haraldsson 3, Andrés Kristjáns-
son 1, Sigurgeir Marteinsson 1,
Stefán Jónsson 1, Júlíus Pálsson
lv.
Mörk ÍR: Bjarni Bessason 7,
Sigurður Svavarsson 7 (4v), Guð-
mundur Þórðarson 3 (lv), Ársæll
Hafsteinsson 2, Bjarni Hákonar-
son lv.
Brottrekstur af leikvelli: Árni
Hermannson Haukum í 4 mín.
Hörður Harðarson Haukum í 2
mín. og Bjarni Bessason ÍR í 2
mín.
Misheppnuð vítaköst: Þórir
Flosason ÍR varði vítakast hjá
Herði Harðarsyni á 28. og 59.
mínútu leiksins. Ólafur Guðjóns-
son varði vítakast hjá Sigurði
Svavarssyni á 28. mínútu og
Bjarna Hákonarsyni á 40. mínútu.
Júlíus Pálsson skaut í stöng á 33.
mínútu og Gunnlaugur. Gunn-
laugsson Haukum varði víti hjá
Guðmundi Þórðarsyni á 59.
mínútu.
Dómarar voru Björn Kristj-
ánsson og Rögnvaldur Erlingsson
og voru þeir afar slakir. Það vakti
furðu undirritaðs að undantekn-
ingarlaust fengu leikmenn að
brjótast i gegn um varnir liðanna
og skjóta á markið. Ef skotið
heppnaðist ekki þá var flautað og
dæmt vítakast á brot sem var í
mörgum tilvikum smávægilegt.
En það var ekki gert fyrr en löngu
síðar. — þr.
Ljósin. Mbl.: Emilta.
• Rikharður Ilrafnkelsson Val stekkur upp og reynir skot í leik Vals
og Fram.
Haukar sigruðu IR
í afar slökum leik
Holland
HOLLENDINGAR sigruðu
Austur-Þjóðverja 3—2 í Evrópu-
keppni landsliða í gærkvöldi. Fór
leikurinn fram í Leipzig að við-
stöddum 100.000 áhorfendum.
Þar með hafa Hollendingar
tryggt sér rétt til að leika í
úrslitakeppninni sem fram fer á
ítaliu næsta sumar. Það voru
Austur-Þjóðverjar sem voru fyrri
til að skora i leiknum og var þar
að verki Ruediger, skömmu siðar
bætti Joachim Streich öðru
marki við, staðan 2—0, og ekki
þótti blása byrlega fyrir Hollend-
ingum. Tveimur leikmönnum var
vísað af leikvelli í fyrri hálfleikn-
um eftir að þeim hafði lent illa
BELGÍA sigraði Skotland 2-0 í
Evrópukeppni landsliða i gær-
kvöldi. Leikurinn fór fram í
Brussel. Aðeins 12.000
áhorfendur sáu góðan leik
Belgiumanna. Mörk Belgiu skor-
uðu Vander Elst á 5. minútu og
Deckers á 47. minútu.
Leik Englendinga og Búlgariu
sem fram átti að fara á Wembl-
ey-leikvanginum i gærkvöldi
varð að fresta vegna þoku. Ekki
sást frá miðju vallarins til mark-
anna. Leikurinn á að fara fram í
kvöld.
Vestur-Þjóðverjar sigruðu
Rússa i vináttulandsleik sem
fram fór í Moskvu i gær 3-1.
Mörk Þjóðverja skoruðu Rumm-1
sigraði
saman. Var það Hollendingurinn
La Ling og Þjóðverjinn Konrad
Weise. Fengu þeir báðir rautt
spjald. Rétt yfir lok hálfleiksins
skoraði svo Frans Thijssen og
staðan því 2—1 í hálfleik. í siðari
hálfleiknum sýndi holienska liðið
stórleik og yfirspilaði lið Þjóð-
verja algjörlega. Kees Kist jafn-
aði á 50. minútu og Rene Van De
Kerkhof skoraði svo sigurmarkið
á 67. minútu. Lokastaðan í riðlin-
um varð þvi þessi:
Holland 8 6 1 1 20-6 13
Pólland 8 5 2 1 13-4 12
A-Þýzkaland 8 5 12 18-11 11
Sviss 8 2 0 6 7—18 4
ísland 8 0 0 8 2—21 0
2—0
enigge 2, og Fischer 1. Mark
Rússa skoraði Markiovikov.
Fram burstaði
FH .. ..............
kvenna í gærkvöldi. Fram sigraði
FH með miklum yfirburðum
22—10, eftir að staðan i hálfleik
hafði verið 13—6. Fh skoraði
fyrsta mark leiksins en síðan
hafði Fram algera yfirburði og
um tíma var staðan 12—3, Fram
í hag. Markahæst hjá Fram var
Guðriður með 7 mörk. En hjá FH
skoraði Katrin flest mörk eða 7.
-þr.
„VIÐ verðum með í toppbarátt-
unni i vetur. Þessi úrslit stað-
festa það. Við erum nú að átta
okkur á úrvalsdeildinni. Komum
upp úr 1. deild þar sem keppnin
er sáralitil og það háði okkur í
fyrstu leikjum okkar. Það má
segja að við höfum áttað okkur á
hinni hörðu keppni i úrvalsdeild-
inni,“ sagði Simon ólafsson, hinn
sterki leikmaður Fram eftir
óvæntan sigur nýliða Franr gegn
Reykjavikurmeisturum v'als í
Hagaskóla i gærkvöldí. Fram
sigraði 86—85 og sýndi nú allt
aðrar og betri hliðar á sér en í
fyrstu leikjum sinum í úrvals-
deildinni — og orð Simons eru að
sönnu. Leikmenn Fram eru að
læra að fikra sig áfram í hinni
hörðu keppni í úrvalsdeildar.
Hvort Fram vinnur eitthvað í
vetur skal ekkert fullyrt um. Enn
vantar margt hjá hinum ungu
leikmönnum Fram en með sigrin-
um staðfestu þeir að Fram er til
alls liklegt — ekkert lið úrvals-
deildarinnar getur bókað sér
sigur gegn Frömurum.
Já, sigur Fram var óvæntur en
það sem ef til vill er merkilegast
við hann er baráttan, sú sam-
heldni sem leikmenn sýndu. Þeir
neituðu að leggja árar í bát þó að
Valsmenn virtust með unninn leik
þegar skammt var eftir. Höfðu
náð sjö stiga forystu þegar aðeins
rúmar tvær mínútur voru eftir.
Rétt eins og hendi væri veifað
náðu leikmenn Fram að jafna,
79—79, og gerðu gott betur. Þeir
komust yfir, 82—79. Skoruðu
hvorki fleiri né færri en tíu stig án
svars frá Valsmönnum. Valsmenn
náðu að minnka muninn í eitt stig
þegar rétt mínúta var eftir, 82—
81. John Johnson, sem var í
banastuði jók muninn í þrjú stig á
ný, 84—81. Aftur svaraði Valur
84—83 en Johnson svaraði á ný,
86—83 og tæplega hálf mínúta var
eftir. Valsmenn í sókn en misstu
knöttinn — dómarar dæmdu upp-
Valur—Fram
85—86
kast. 19 sekúndur voru eftir, —
Jón Otti Ólafsson kastaði knettin-
um upp og leikmenn börðust um
knöttinn. Aftur á ný uppkast, 15
sekúndur eftir og eftir baráttu var
enn á ný kastað upp og í þetta sinn
unnu Framarar knöttinn.
Stríðsdans var stiginn á fjölum
Hagaskóla. Valsmenn reyndu allt
hvað þeir gátu að ná knettinum og
það tókst — þegar þrjár sekúndur
voru til leiksloka. Tim Dwyer
komst inn í sendingu. Látið hann
vera hrópuðu Framarar og svo
sannarlega létu þeir hann vera —
til að eiga ekki á hættu að Dwyer
skoraði og fengi dæmda villu og
jafnaði leikinn þannig. Hann tróð
í körfuna og um leið gall flautan.
Það var einfaldlega ekki nóg —
Fram hafði sigrað 86—85 og það
varð þeirra að fagna.
Dýrmæt stig í höfn sem gefa
hinu unga liði byr undir báða
vængi. Hvort Fram hefur styrk til
að blanda sér verulega í baráttuna
um íslandsmeistaratign skal ósagt
látið. Sannleikurinn er að það
vantar alla breidd sem sést best af
því að aðeins þrír leikmenn skora
hvorki fleiri né færri en 80 af 86
stigum liðsins. Þeir John Johnson
sem skoraði 46 stig, Símon Ólafs-
son 16 og Þorvaldur Geirsson 18.
Björn Magnússon er að vísu sterk-
ur varnarmaður en ekki að sama
skapi sterkur í sókninni. Sannleik-
urinn er að aðrir leikmenn eru
nánast statistar. Það kann ef til
vill að hljóma harðneskjulega
gagnvart landsliðsmanninum
Birni Jónssyni — hann skortir
reynslu og ekki síður sjálfstraust.
Með hvoru tveggja gæti hann
reynst „týndi hlekkurinn".
Valsmenn áttu í gærkvöldi við
sama vandamál að stríða — raun-
ar einkennandi fyrir íslenzkan
körfuknattleik. Það er einfaldlega
ekki nógu mikil breidd. Aðeins
fjórir leikmenn skoruðu öll stig
liðsins — utan fjögur. Það var
mikil blóðtaka fyrir Val að missa
Torfa Magnússon út af á 9.
mínútu. Hann hafði fram að þeim
tíma skorað 10 af 12 stigum Vals í
síðari hálfleik. Tim Dwyer var
drjúgur að vanda, Ríkharður
Hrafnkelsson sterkur í fyrri hálf-
leik og eins og alltaf var hægt að
stóla á Kristján Ágústsson. Aðrir
leikmenn léku nánast aukahlut-
verk. Valsmenn sakna sannarlega
Þóris Magnússonar sem er meidd-
ur.
Leikurinn í stuttu máli —
Valsmenn náðu undirtökunum í
fyrri hálfleik. Eftir 11 mínútna
leik höfðu þeir náð tíu stiga
forustu, 30—20. Fram náði að
jafna, 32—32, en Valsmenn sigldu
aftur fram úr og höfðu yfir í
leikhléi, 49—40. Framan af síðari
hálfleik höfðu Valsmenn undir-
tökin en Fram náði að minnka
muninn í eitt stig á 7. mínútu,
57—58. Og síðan að jafna, 68—68.
Þá virtist reynsla Valsmanna
fleyta þeim áfram, þeir komust í
79—72 en ólíkt í fyrri leikjum
Fram þá neituðu strákarnir í bláu
peysunum að gefast upp. Þeir
skoruðu tíu stig í röð og tryggðu
sér sigur — 86—85.
Stig Fram skoruðu: John Johnson 46,
Þorvaldur Geirsson 18. Simon Ólafsson 16.
Björn Jónsson 4, Ómar Þráinsson 2, Stig
Vals, Tim Dwyer 33. Kristján Ágústsson 19,
Rikharður Hrafnkelsson 15, Torfi Magnús-
son 14, Jóhannes Magnússon 4. Dómarar —
Kristbjörn Albertsson og Jón Otti Ólafsson.
Áhorfendur i Hagaskóia — 200.
H.Halls.
Kðriuknattielkur
.......... ....... -..... v
Skotar töpuðu
í Belgíu