Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 48
aujra'
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
V estmannaey jaaðf er ð-
in notuð við Kröflu?
Þorbjörn Sigurgeirsson með hugmyndir um að
leiða vatn að bráðnu hrauni neðanjarðar
Á RÁÐSTEFNU Jarðíræðafélags
tslands siðastliðinn föstudag var
fjallað vitt og breitt um Kröflu og
sérfræðingar fluttu 23 erindi. Þor-
björn Sigurgeirsson prófessor
ræddi um „notkun hraunkviku til
framleiðslu háþrýstigufu“ og segir
í útdrætti úr erindi hans, að „þar
sem hraunkvika er djúpt i jörðu
eins og t.d. á Kröflusvæðinu, eru
aðstæður fyrir hendi til fram-
leiðslu háþrýstigufu, ef takast
mætti á annað borð að framleiða
þar gufu með hliðstæðum aðferð-
um og gert er í Vestmannaeyjum.“
Þorbjörn Sigurgeirsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að ef
þetta yrði mögulegt, þá væru við
Kröflu náttúrulega hagstæðar að-
stæður, en þetta væri á algjöru-
óvissustigi. — Það sem ég fjallaði
um í þessu erindi, var að leiða líkum
að því, að ef vatn væri leitt að
bráðnu hrauni neðanjarðar á svip-
aðan hátt og við höfum leitt það að
hrauninu í Vestmannaeyjum, þá
myndi þrýstingurinn, sem er þarna
niðri á 3000 metra dýpi, kannski
ekki breyta svo miklu, sagði Þor-
björn. — Það myndu væntanlega
opnast sprungur í storkuberginu,
sem gerðu það mögulegt fyrir vatnið
að komast í námunda við bráðna
hraunið.
Sjá nánar bls. 2: Viðtal við
prófessor Þorbjörn
IIÁHYRNINGARNIR scx i Sædýrasafninu, scm einhvern næstu daga leggja í langferð til Japans,
hraggast mjög vel og eru fjórir þeirra farnir að borða úr lófa gæzlumanns. Þessar stóru skepnur
heimta mat sinn og engar refjar og eftir þessari mynd að dæma er e.t.v. vissara að verða við kröfum
þeirra umyrðalaust. Ljómn. Emiiía.
Milljarða vanskil
við Fiskveiðasjóð
VANSKIL hjá Fiskveiðasjóði nema milljörðum króna, samkvæmt
uppiýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, og munu þær vera
meiri nú en nokkru sinni áður. Mbl. bar þessa frétt undir Guðjón
Halldórsson hjá Fiskveiðasjóði i gær og sagði hann það rétt að vanskil
væru mikil, en nákvæmar tölur um þau væru ekki handbærar.
en
— Nú liggja ekki fyrir neinar
skýrslur um vanskilin, en það
vcrður um áramót, sagði Guðjón.
— Hins vegar er þetta skoðað
fram og til baka og það er mikið í
um
vanskilum, það er ljóst. Þetta á
sérstaklega við um nýsmíðina, en
þar eru þó að sjálfsögðu margir
aðilar, sem er allt í lagi með, sagði
Guðjón.
Hann tók einnig fram, að á
sínum tíma hefði lögboðin pró-
senta á greiðslum í stofnfjársjóð
verið lækkuð úr 15% í 10%. Því
væri staðan nú þannig, að þó 10%
aflaverðmætis dygðu greinilega
ekki þá gæti Fiskveiðasjóður ekki
krafist þess, að hærra hlutfall
væri greitt, til þess hefði Fisk-
veiðasjóður ekki völd.
Skemmdu nýja bíla
á þaki Faxaskála
í FYRRINÓTT komust
skemmdarvargar upp á þak
Faxaskála við Reykjavíkur-
höfn, en þar eru jafnan geymdir
nokkur hundruð nýinnfluttir
bílar.
Náungum þessum tókst að
gangsetja nokkra bila og óku
þeir bílunum fram og aftur á
þakinu. Ekki var aksturinn til
fyrirmyndar því alloft lentu
skemmdarvargarnir í árekstr-
um og þegar starfsmenn komu
til vinnu í Faxaskála i gær-
morgun kom í ljós að 6—7 bilar
höfðu verið skemmdir meira og
minna. Nemur tjónið mörg
hundruð þúsund krónum.
Bilarnir voru af gerðinni
Mazda og Lada.
Steíán Gíslason flugstjóri í Jedda:
Taka moskunnar í
Mekka tefur píla-
grímaflug Flugleiða
— SÍÐAN þessir atburðir gerðust í Mekka í gær, að
moskan var tekin af herskáum Múhaiheðstrúar-
mönnum, hefur enginn þeirra um milljón pílagríma,
sem þar eru, fengið að yfirgefa Mekka, sagði Stefán
Gíslason flugstjóri hjá Flugleiðum er Mbl. ræddi við
hann i Jedda í gærkvöldi. Um 70 kílómetrar eru á milli
Mekka og Jedda.
— Artnars eru mjög litlar
fréttir hér af þessum atburði og
reynt er að halda öllu leyndu
fyrir fjölmiðlum, sagði Stefán.
— Hér í Jedda ber óvenju mikið
á hermönnum, lögreglu og alls
Rikisstjórnin boðar lækkun tekjuskatta:
„Breytir ráðuneytunum
í kosningaskrifstofur“
— segir Geir Hallgrímsson og telur skatta-
lækkunina ganga allt of skammt
MINNIHLUTASTJÓRN Alþýðu-
flokksins tilkynnti í gær, að hún
hefði ákveðið að leggja fyrir
Alþingi, er það kemur saman,
tillögur um 7,2 milljarða króna
niðurskurð rikisútgjalda og ætlar
að lækka tekjuskatta, sem því
nemur. Geir Hallgrímsson sagði i
gær, að þessar tillögur væru léleg
eftiröpun á stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og megingaíli þeirra
væri að þær gengju allt of
skammt. Hann kvað og rikis-
stjórn Alþýðuflokksins með
fréttatilkynningu sinni i gær,
hafa verið að gera ráðuneytin að
kosningaskrifstofum Alþýðu-
flokksins og þar með misnotaði
Alþýðuflokkurinn ríkisfjölmiðl-
ana, sem sæktu ekki blaðamanna-
fundi annarra stjórnmálaflokka.
Geir Hallgrímsson sagði enn-
fremur, að liti Alþýðuflokkurinn á
þessa fréttatilkynningu sem
stjórnarathöfn, þá væri hún brot á
skuldbindingum, sem Alþýðuflokk-
urinn hefði gengizt undir við
myndun stjórnarinnar, en hann
hefði heitið því að framkvæma
engin stefnumótandi nýmæli í
löggjöf „eða á annan hátt“.
Samkvæmt fréttatilkynningu
fjármálaráðuneytisins í gær verða
gerðar ýmsar breytingar á áætluð-
um útgjöldum ríkissjóðs á árinu
1980 frá því, sem ráðgert er í
fjárlagafrumvarpi vinstri stjórn-
arinnar, sem Tómas Árnason lagði
fyrir Alþingi í októbermánuði.
Þessar breytingar eru tíundaðar í
fréttatilkynnungu ráðuneytisins í
6 liðum. Lagt er til, að framlög til
vegagerðar lækki, niðurgreiðslur,
lögbundin útgjöld til fjárfest-
ingasjóða, og gert er ráð fyrir
auknum sparnaði í rekstri Land-
helgisgæzlunnar og við rekstur
hafrannsóknaskipa. Þá er í síðasta
lagi rætt um, að dregið verði úr
ýmsum einstökum framlögum og
eru nefnd framlög til tilraunabúa
með fækkun þeirra fyrir augum,
flýtigreiðslur vegna framræslu og
framkvæmdir vegna ríkisspítala.
Sjá fréttatilkynningu fjár-
málaráðuneytisins i heild á
bls. 26 og viðtal við Geir
Hallgrímsson á bls. 25.
konar eftirlitsmönnum. Her-
mennirnir ganga með alvæpni
um götur og veifa vélbyssum
sínum, á flugvellinum er t.d.
mjög ströng vopnaleit og eins og
ég sagði áður fær enginn enn að
fara út úr Mekka meðan þetta
ástand varir, sagði Stefán.
Aðspurður um hvort röskun
hefði orðið á pílagrímaflugi
Flugleiða vegna þessa ástands,
sagði Stefán, að DC-10 þota
Flugleiða hefði verið stöðvuð
vegna óvissunnar í Surabaya í
Indonesíu í gær. I gærkvöldi
hefði henni verið flogið til Dubai
til að vera nær Jedda ef ástand-
inu létti og sagði Stefán, að
menn reiknuðu með að það yrði
í nótt eða snemma í dag. Flug-
leiðir eiga eftir að fljúga 13
ferðir með pílagríma frá Jedda
og eru 380 pílagrímar í hverri
ferð. Þar sem ekkert var flogið í
gær vegna töku moskunnar hef-
ur pílagrímaflugið tafist
sólarhring.
Pílagrimaflugi frá Alsír
hins vegar að ljúka og annað
kvöld eru liðlega 40 flugliðar
væntanlegir heim í gegnum Du-
bai og Luxemborg. Einnig koma
á morgun 8 flugliðar aðrir, sem
nú taka til við önnur störf hjá
Flugleiðum. Þess má geta að
áætlað er að um 2 milljónir
pílagríma ferðist til Mekka í ár.
um
er