Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 1
48SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 274. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Móðir Teresa með viðurkenningarskjal um friðarverðlaun Nóbels er hún veitti viðtöku við hátiðlega athöfn i Osló i j?aer. Á myndinni er John Sannes formaður norsku Nóbelsnefndarinnar að afhenda Teresu verðlaunin. í baksýn má sjá hið fræga máiverk Edwards Munch, Sólarupprás. Sjá frettir af Nóbelsverðlaunaafhendingu á bls. 46. Simamvnd—AP London, Salisbury. 10. desember. AP— Reuter. CARRINGTON lávarður utanrikis- ráðherra Breta lagði í dag fram sáttatillögu á Rhodesiufundunum er miðar að því að leysa þau atriði i vopnahléssamkomulagi deiluaðila er óútkljáð eru, að því er áreiðan- legar heimildir hermdu. Embættismenn sögðu að loftárás- ir hers stjórnarinnar i Salisbury á búðir skæruliða i Mozambique og Zambiu á sunnudag hefðu þó gert sáttaumleitanir erfiðari en ella, en tillögur Carringtons verða lagðar fyrir sáttafund á morgun, þriðju- dag. Talsmenn skæruliða voru harðorð- ir í dag í garð stjórnar Muzorewa vegna loftárásanna og sögðu þær sýna hug valdhafa í Salisbury til friðar í verki. Kunnugir segja að báðir deiluaðilar keppist um að styrkja stöðu sína áður en samið verði um vopnahlésdag og í þeim tilgangi hafi árásirnar 1 gær verið gerðar. I tillögum Carringtons verður í fyrsta skipti kveðið á um hvaða svæði deiluaðilar skuli halda til á meðan á bráðabirgðatímabilinu stendur. Stjórnaryfirlýsing verður gefin út í breska þinginu klukkan 15.30 að íslenzkum tíma á morgun og er gert ráð fyrir að þá verði tilkynnt hvenær Soames lávarður tekur við embætti landsstjóra í Rhódesíu. Embættis- menn staðfestu í dag að hann héldi þangað í þessari viku, og var því fleygt að hann færi þangað á miðvikudag. Stuðningsmenn Khomeinis trúarleiðtoga við byggingu útvarpshússins í Tabriz á sunnudag. Stuðningsmenn Khomeinis náðu byggingunni á sitt vald um stundarsakir, en urðu siðdegis á sunnudag að hörfa fyrir Azar—Tyrkjum, stuðningsmönnum Ayatollah Shariat Madari, annars helzta trúarleiðtoga Irans. Sjá „Veldi Khomeinis ögrað“ bls. 47. Simamynd-AP. Óháðir dómarar ákveða hvort gíslar verða leiddir fyrir rétt? Stakk sér nið- ur af 25. hæð San Francisco, 10. desembcr. AP. 25 ÁRA gömul kona henti sér niður af 25. hæð gistihúss eins í San Francisco, lenti á bílþaki og komst lífs af. Hún liggur nú í sjúkrahúsi, margbeinbrotin, illa meidd innvortis og er enn í lífshættu. Sjónarvottar að atburðinum segja, að konan hafi stungizt niður á höfuðið, líkt og hún hefði kastað sér til sunds. viðskiptum. Vance snæddi kvöldverð með Giscard forseta. í dag hófst málflutningur í ákæru Bandaríkjastjórnar á hendur Irans- stjórn vegna töku sendiráðsins í Teheran fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. í greinargerð sinni frór Benjamin R. Civiletti ríkissaksókn- ari Bandaríkjanna þess á leit við dómstólinn að hann fyrirskipaði írönum að láta gíslana lausa nú þegar. Fulltrúar Irans voru ekki viðstaddir réttarhöldin. Er dóms að vænta innan skamms tíma. Carter forseti nýtur aukinna vin- sælda fyrir embættisstörf sín, en skv. skoðanakönnun sem tímaritið Newsweek birti í dag kemur fram að 61 af hundraði kjósenda er ánægður með störf Carters, en aðeins 30 af hundraði voru þeirrar skoðunar fyrir rúmum mánuði. Khomeini trúarleiðtogi sagði í dag að Carter forseti sæktist eftir yfir- ráðum í íran og hvatti Bandaríkja- menn til að „fjarlægja Carter af sjónarsviðinu". Bandaríski sjóherinn sendi í dag viðgerðarskip til að aðstoða banda- rísk herskip á Indlandshafi, og litið á það sem merki þess að herskipin verði látin vera um kyrrt á svæðinu. samþykkja áætlunina Brttssel, 10. desember. AP. EKKERT virðist nú því til fyrirstöðu að hin nýja eld- flaugaáætlun Atlants- Aðeins er eftir að eldflauga- formlega hafsbandalagsins verði sam- þykkt á fundi utanríkis- og varnarmálaráðherra aðild- arríkjanna í Brússel á miðviku- daginn. Að sögn fulltrúa margra aðildarþjóða hefur þeg- ar tekizt samkomulag um áætl- unina og er ekki annað ógert í þessu sambandi en að ráðherr- arnir samþykkti áætlunina formlega. Áætlunin hefur verið umdeild, en samkvæmt henni á að koma fyrir 572 nýjum eldflaugum í Evrópu, til endurnýjunar úrelt- um flaugum, en SS-20 eldflaugar Sovétmanna, sem þegar hefur verið komið fyrir í Varsjár- bandalagsríkjunum, ráða miklu um þessa ákvörðun NATO. WashinKton, Teheran, París, London, 10. desember. AP. Reuter. BANDARÍSKIR embættismenn lýstu sig i dag ánægða með ný teikn frá tran er bentu til „batnandi" afstöðu yfirvalda gagnvart gislunum i bandariska sendiráðinu i Teheran. Sadeq Gotbzadeh utanrikisráðherra sagði aftur i dag i viðtali við bandariskar sjónvarpsstöðvar að alþjóðlegur dómstóll óháðra dómara yrði að likindum tilkvaddur til að skera úr um hvort gislarnir yrðu leiddir fyrir rétt grunaðir um njósnir, og er litið á þetta viðhorf ráðamanna i tran jákvæðum augum i Washington, en þess þó enn krafizt i dag að gislunum 53 yrði tafarlaust sleppt. Fréttum frá íran bar ekki saman í morgun um ummæli Gotbzadeh. Sagt var bæði að hann hefði lýst því yfir að líklegast yrðu nokkrir gislanna látnir lausir án skilyrða um framsal íranskeisara og að hann hefði itrekað fyrri ummæli um að enginn gislanna yrði látinn laus nema Bandaríkjastjórn féllist á að framselja keisarann. Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu Þjóðanna sendi í dag sérlegan sendimann til Teheran til viðræðna við valdhafa vegna gíslanna í bandariska sendiráðinu. Átti Waldheim símaviðtal við Gotz- badeh í gær, en ekkert var látið uppi um samtalið nema að Gotzbadeh hafi fullvissað Walheim um að gíslarnir væru við góða heilsu. Vance utanríkisráðherra Banda- ríkjanna kom i dag til Parísar frá London þar sem hann átti „árang- ursríkar" viðræður við Thatcher forsætisráðherra og Carrington utanríkisráðherra, en tilgangur ferðar hans er að fá Evrópuríki til að beita Iran efnahagsþvingunum svo að þeir láti gíslana lausa. Hann ræddi í kvöld við Jean Francois- Poncet utanríkisráðherra Frakka og einnig við Saburo Okita utanríkis- ráðherra Japana, en fyrr í dag veittist Vance harkalega að Japön- um fyrir að auka olíukaup frá íran á síðustu dögum. Ekki var búizt við að Vance yrði ágengt í viðræðum við franska ráðamenn um efnahags- þvinganir gegn íran þar sem Frakk- ar hafa stóran olíukaupasamning við írana og eiga mikið undir þeim Pólskir andófsmenn dæmdir í fangelsi Varsjá, 10. desember. AP. FJÓRIR pólskir andófsmenn, sem i síðasta mánuði minntust sjálf- stæðis Póllands með því að vekja athygli á að landið væri ekki raunverulega sjálfstætt, voru í dag dæmdir fyrir að „móðga pólsku þjóðina“. Tveir þeirra fengu tveggja mánaða fangelsisdóm, en hinir eins mánaðar dóm. Andófsmönnunum er gefinn kost- ur á að áfrýja málum sínum, en við réttarhöldin fluttu tveir þeirra langar ræður um það, að Pólland, sem er á áhrifasvæði Sovétríkj- anna, gæti engan veginn talizt frjálst og sjálfstætt ríki. Varptimi í Bretlandi Lundúnum, 10. desember. AP. LÍFRÍKIÐ á Bretlandi hefur heldur betur raskazt á þessum heitasta vetri, sem komið hefur í aldarfjórðung. í Sussex er verið að tína jarðarber. Sýren- urnar blómstra í skemmtigörð- um Lundúnaborgar, og vorrós- ir eru að springa út, og svart- þrestir eru jafnvel farnir að verpa í hreiður frá liðnu sumri. í borginni er hitastigið í kringum 14 stig, en veðurspek- ingar telja ólíklegt að þetta blíðskaparveður haldist. Þessi óvenjulegu hlýindi eru talin stafa af suðvestanvindum frá Azoreyjum og Norðvestur- Afríku. Endanlegar sættir í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.