Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Menningar- og framfara- sjóður Ludvigs Storr Stofnfé húseign- in Laugavegur 15 Anna Dúfa og Svava Storr ásamt Guðmundi Magnússyni, rektor Háskóia íslands, við afhendingu gjafarinnar í gær, en afhendingin fór fram á heimili frú Svövu að Laugavegi 15. (Ljósm. Emiiia) HINN 7. desember s.I. var stofnaður í Reykjavík Menning- ar- og framfarasjóður Ludvigs Storr, en ætlunarverk sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingar- iðnaðar og skipasmiða. Sjóður- inn er sjálfseignarstofnun í vörzlu Háskóla íslands, en stofnfé hans er öll húseignin að * i Laugavegi 15 i Reykjavík. Guð- mundur Magnússon háskóla- rektor veitti þessari höfðing- legu gjöf viðtöku i gær, en stjórn sjóðsins verður skipuð þremur mönnum, sem háskóla- ráð Háskóla íslands kýs, auk þeirra Svövu Storr, ekkju Lud- vigs Storr, og Önnu Dúfu Storr, einkadóttur hins látna heiðurs- manns, en þær eru stofnendur sjóðsins og munu sitja i stjórn hans. Er Ludvig Storr lézt 19. júlí 1978 hafði hann um nokkurt skeið unnið að undirbúningi stofnunar sjóðsins. Hafði hann þá fullmótað reglur um sjóðinn, en í þeim er m.a. kveðið svo á að styrktir skuli til framhaldsnáms vísindamenn á sviði jarðefna- fræða, verkfræðingar, arkitekt- ar, tæknifræðingar og iðnað- armenn, auk þess sem veittir skuli styrkir til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum á sviði jarðefnafræða, byggingar- iðnaðar og skipasmíða. Hér er um að ræða einhverja höfðinglegustu gjöf, sem um getur hér á landi en þess má geta að fasteignamat eignarinnar er nálægt 200 milljónum króna. Sú kvöð fylgir gjöfinni, að fasteign- ina má ekki selja, heldur skuli tekjur sjóðsins vera það, sem hún gefur af sér. Styrkjum verður úthlutað árlega, en stjórnin ákveður upphæð styrkj- anna, svo og hversu margir þeir verða hverju sinni. Ludvig Storr var alla tíð mikill áhugamaður um það, sem til framfara og menningarauka mátti horfa. Má í því sambandi geta áhuga hans á endurreisn Skálholtsstaðar, en hann lét sér mjög annt um listaskreytingu hinnar nýju dómkirkju á staðn- um, og eru kirkjugluggar og fleiri listmunir þar gjöf hans, bróður hans og fleiri danskra velunnara íslands. Ludvig Storr var borinn og barnfæddur í Danmörku, en fluttist til íslands á unga aldri, stofnaði fyrirtæki og settist hér að. Eftirlifandi kona Ludvigs Storr er Svava, dóttir Einars Bogasonar frá Hringdal. Elín Sigurðardóttir, fyrri kona hans, lézt árið 1944, en einkadóttir þeirra er Anna Dúfa Storr, sem búsett er í Bretlandi. Kjaramálaráðstefnu ASÍ frestað fram í janúar: og Karl Steinar Guðnason KJARAMÁLARÁÐSTEFNU Alþýðusambands íslands, sem haldin var á laugardag, var frestað til 11. janúar næstkomandi að beiðni formanns og varaformanns Verkamannasambands íslands, þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar og Karls Steinars Guðnasonar. Frestunartillagan kom fram eftir að ljóst var orðið, að samkomulag myndi ekki takast um sameiginlega stefnu ASÍ í komandi kjara- samningum og var þar einna helzti þröskuldur launajöfnunarstcfna, sem bing Verkamannasambandsins markaði í haust. Sambandsstjórn VMSI mun verða boðuð saman tii fundar á næstunni og hefur í því samhandi verið rætt um næstu helgi. I þeirri stefnu, sem þing Verka- Aðalástæðurnar eru, að í milli- mannasambandsins mótaði er rætt um, að vísitalan verði notuð til launajöfnunar og að sú krónu- tala, sem samið verði um að komi á meðallaun, gangi upp úr og niður úr launatöxtum ASÍ. Þá mun það einnig hafa komið fram, að frá 19. október, er fyrri kjaramálaráðstefna ASÍ var hald- in og fram að þessari, sem haldinn var á laugardag, hafi þeir menn, er kosnir voru til þess að móta stefnuna, haft lítinn tíma til þess að sinna þeim störfum, sem þeim voru falin á fyrri ráðstefnunni. tíðinni voru alþingiskosningar, sem tóku tíma manna. Á það ekki sízt við um þá fulltrúa Verka- mannasambandsins, en eins og kunnugt er, eru bæði formaður og varaformaður sambandsins nú al- þingismenn. Einn fulltrúa á kjaramálaráð- stefnunni kvað ráðstefnuna að öðru leyti hafa verið góða. Hann kvað þó þau skoðanaskipti, sem fram hefðu farið á ráðstefnunni á laugardag, hefðu í raun þurft að fara fram miklu fyrr, ef mönnum hefði átt að takast að móta stefnuna á ráðstefnunni sjálfri. Ekki varð samstaða um þá leið, sem Verkamannasambandið vildi fara og treystu menn sér ekki að ganga fram hjá stefnu þings VMSÍ öðru vísi en kalla saman sambandsstjórnina. Mun þá reyna á það, hvort sambandsstjórn VMSÍ er tilbúin til þess að slaka eitthvað á stefnu sinni, verði það til þess að öll sambandsfélög ÁSÍ geti haft samflot í komandi kjara- samningurr. Morgunblaðið spurði þennan fulltrúa, hvort flokkapólitík hefði haft þarna einhver áhrif og þá sérstaklega sú staðreynd, að vinstri viðræður færu nú fram um stjórnarmyndun. Fulltrúinn kvaðst ekki telja, að stjórnar- myndunarviðræður hefðu þar áhrif, en hann bætti því við, að hann vissi ekki, hvað í raun hafi búið í hugskoti annarra fulltrúa á kjaramálaráðstefnunni. Hins veg- ar kvað hann þetta mjög eðlilega spurningu í ljósi þess, að mennirn- ir, sem báru fram frestunartillög- una væru annars vegar þingmaður Alþýðubandalagsins og hins vegar þingmaður Alþýðuflokksins. Engin samstaða um stefnu VMSI Frestunartillöguna báru fram Guðmundur J. Guðmundsson Geir Hallgrímsson um ummæli Steingríms Hermannssonar: Fastur í gömlum fordómum Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki útilokað samstarf við neinn „ÞETTA sýnir bara hvað Steingrímur er ósjálfstæður að reyna að bera fyrir sig föður sinn, sem var áhrifamaður fyrir 20 árum. En sá sem borinn er fyrir orðalaginu að allt sé beta en ihaldið, fór úr Framsóknarflokknum og stóð að Bændaflokknum, sem átti samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ber það vitni að víðsýni og fordómalausri afstöðu", sagði Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er Mbl. leitaði í gærkvöldi álits hans á þeim ummæium Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins í samtali við Helgarblaö Visis, að samstarf við Sjálfstæðisflokkin sé útilokað. í samtalinu segir Steingrímur Framsóknarmönnum að Fram- sóknarflokkurinn eigi að vera andstæðingur Sjálfstæðisflokks- ins. Tryggvi heitinn Þórhallsson sagði „Allt er betra en íhaldið" og ég tek undir það! Ummæli Steingríms Herma- nnssonar eru vitni um að hann m.a.: „Ég hef alla tíð verið efinsum samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er ef til vill arfur frá föður mínum en hann fór aldrei í stjórn undir forystu Sjálfstæðismanna. Það er mjög ríkt í mörgum gengur ekki að verki víðsýnn og frjálslyndur og allra sízt fram- sýnn, heldur fastur í gömlum, ímynduðum fordómum, sem eiga sér sízt af öllu stað í nútíma þjóðfélagi", sagði Geir. „Yfirlýs- ingar hans hafa fest hann í neti Alþýðubandalagsins. Hann hefur gert Framsóknarflokkinn að bandingja þess. Alþýðubandal- agsmönnum er í lófa lagið að setja Framsóknarflokknum þá kosti sem þeir vilja“. Mbl. spurði Geir þá, hvort hann teldi að þessar yfirlýsingar Steingríms og yfirlýsingar Lúðvíks Jósepssonar svipaðs eðl- is, útilokuðu af sjálfu sér mögu- leikana á hugsanlegu samstarfi Sjálfstæðisflokksins við Fram- sóknarflokk eða Alþýðubandalag. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki útilokað samstarf við neinn annan stjórnmálaflokk", svaraði Geir. „Það hefur verið reynt fyrr að útiíoka Sjálfstæðisflokkinn, en þótt Sjálfstæðisflokkurinn lendi í stjórnarandstöðu þá verður hann ekki einangraður. Það hefur reynslan sýnt. Áhrifa hans mun gæta, enda er það ljóst, að ekki verður fram hjá stærsta flokki þjóðarinnar gengið“. Nýtt land- búnaðar- verð í dag BRAGI Sigurjónsson landbúnað- arráðherra sagði i samtali við Mbl. í gærkvöldi að væntanlega yrði tekin endanleg ákvörðun í sambandi við nýtt landbúnaðar- verð á fundi rikisstjórnarinnar sem haldinn verður í dag, en eins og Mbl. hefur skýrt frá mun meðaltalsverðhækkun þurfa að verða á bilinu 10—14% eftir því hver hlutur niðurgreiðslna verð- ur. Akureyri: Strætisvagn stórskemmd- ist í eldi Akureyri, 10. desember. EINN aí strætisvögnum SVA skemmdist mikið síðdegis i dag er eldur kom upp í honum á stæðinu við Þórunnarstræti gegnt lög- reglustöðinni. Enginn meiddist við óhapp þetta og eldurinn var slökktur fljótlega. Strætisvagninn var í áætlunar- ferð og var á leið suður Þórunn- arstræti þegar vagnstjórinn varð þess var að vélin var farin að ganga með fullum snúningshraða og gat hann með engu móti dregið úr ganghraða vélarinnar. Tók hann þá til bragðs að aka bílnum inn á stæði strætisvagnanna við Þórunnar- stræti beint á móti lögreglustöðinni og hugðist skipta þar um vagn. Þegar farþegarnir voru nýfarnir út úr vagninum varð sprenging undir honum og eldur gaus upp með báðum hliðum. Lögreglumenn þustu út úr lögreglustöðinni og gátu haldið eldinum nokkuð niðri með handslökkvitækjum þangað tii slökkviliðið kom. Vagninn skemmd- ist mjög mikið af eldi, hita og reyk, en enginn maður meiddist þótt hurð skylli nærri hælum. Eldur kom upp í húsinu númer 19 við Strandgötu laust fyrir klukkan 21.00 í gærkvöld. Þetta er tvílyft timburhús, á neðri hæð er gullsmíðaverkstæði og sölubúð, en íbúð gullsmiðsins er á efri hæð. Enginn var heima er eldurinn kviknaði en reykskynjari á efri hæð fór í gang og vakti athygli nágrann- anna, sem kölluðu á slökkviliðið. Litlar skemmdir urðu af eldi, en allmiklar af reyk. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá olíu- kyndingu. - Sv.P. Þéttidós var ekki í lagi VEGNA fréttar í blaðinu á sunnudaginn um Gullbergið VE kom Haukur H. Guð- mundsson kafari að máli við blaðið og kvað það ekki rétt að ekki hefði tekizt að losa hlífina af bátnum þegar hann lá í ólafsvíkurhöfn. Haukur kvaðst hafa verið með nægi- lega öflug neðansjávar- brennslutæki til þess verks en aftur á móti hefði komið í ljós að lok á þéttidós höfðu brotnað og því hefði reynzt nauðsynlegt að taka skipið upp í slipp og var það þá dregið til Reykjavíkur. Hauk- ur mun hafa yfir að ráða öflugustu tækum til neð- ansjávar rafsuðu og brennslu, sem til eru í land- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.