Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Nóbelshátíð í Stokkhólmi Stokkhólmi, 10. denember. AP. TÍU Nóbelsverðlaunahafar, fimm þeirra Bandaríkjs menn, voru heiðraðir í dag fyrir starf sem hefur bæt hag mannkynsins og stuðlað að því að milljónun mannslifa hefur verið bjargað. „Nóbelsverðlaunahafarnir í ár uppfylla allar vonir oj fyrirætlanir Alfred Nobels,“ sagði prófessor Sum Bergström, forseti Nóbelsstofnunarinnar, í setningar ávarpi sínu. Óvenjulega mikil áherzla var lögð á þróunarlöndin við afhend- ingu Nóbelsverðlaunanna að þessu sinni, bæði í Stokkhólmi og Ósló þar sem móður Teresu, „dýrlingi göturæsanna" í Kalkútta, voru afhent friðarverðlaunin. Meðal verðlaunahafanna var fyrsti múhameðstrúarmaðurinn og Pakistaninn sem hefur fengið Nóbelsverðlaun, kjarnorkueðlis- fræðingurinn Abdus Salam sem ERLENT starfar í London og Trieste. Þai var líka Vestur-Indíumaður, Sii Arthur Lewis, sem er fyrsti blökkumaðurinn er fær Nóbels- verðlaun í vísindum og annar tveggja verðlaunahafa í hagfræði. Hann hefur helgað sig rannsókn- um til að auðvelda þróunarlönd- unum að sigrast á vandamálum sínum. Bergström lagði áherzlu á þýð- ingu grundvallarrannsókna og fjárfestinga í „mannlegum höfuð- stól“ í þriðja heiminum og hvatti vísindamenn til að stuðla að frekari alheimssamvinnu. Hann vitnaði í bókmenntaverðlaunahaf- ann í ár, gríska skáldið Odysseus Elytis og sagði einnig að móðir Teresa væri „lifandi sönnun" fyrir því hverju öfl hins góða gætu fengið áorkað. Frá réttarhöldum í Seoul vegna morðsins á Park forseta. Lengst til hægri á myndinni er Kim Ke-won, sem var ritari Parks en lengst til hægri er Kim Jae-kyu. Auk þeirra hafa fimm menn verið ákærðir vegna morðsins. Móður Teresu afhent friðarverðlaun Nóbels 250.000 fallnir í Af ghanistan Nýju Delhi, 10. deNember. AP. ZIA KHAN Nassry, talsmaður uppreisnarmanna í borgarastríðinu í Afghanistan, sagði i dag að 250.000 Afghanar hefðu týnt lífi síðan striðið hófst fyrir 19 mánuðum og að Rússar hefðu nú 25.000 hermenn og ráðgjafa i landinu. Rússar hafa nýlega flutt til landsins 800 nýja skriðdreka og 100 MI-24 herþyrlur sem eru kallaðir fljúgandi skriðdrekar. Samkvæmt vestrænum heimildum hefur verið talið að 3.500 til 4.000 sovézkir hernaðarráðunautar væru i Afghanistan. Uppreisnarforinginn sagði að vopnum sem þeir hefðu tekið stjórnarandstæðingar hefðu ný- lega komið upp 1.000 watta út- varpsstöð í Afghanistan og að hún útvarpaði efni tvo tíma á hverju kvöldi á þremur afhönskum tungumálum. Hann sagði að uppreisnarmenn væru aðallega búnir sovézkum sem herfangi, þar á meðal væru þús- undir vélbyssna og loftvarnabyss- ur. Hann sagði að 15.000 stjórn- arhermenn hefðu gengið í lið með uppreisnarmönnum á undanförn- um tólf mánuðum og haft með sér öll vopn sín. Osló, 10. desember. AP. MÓÐIR Teresa frá Kalkútta tók í dag við friðarverðlaunum Nóbels að upphæð 192.000 dollarar í nafni fátækra, sjúkra og barna sem finnst þau ekki elskuð. Hún kvaðst ætla að nota verðlaunaféð og 70.000 dollara norsk þjóðar- verðlaun sem hún hlaut einnig til að reisa heimili handa holdveik- um i trúboðsreglu hennar. Próf. John Sannes afhenti móð- ur Teresu verðlaunin í hátíðarsal Oslóarháskóla. Hann hældi henni fyrir þriggja áratuga óeigin- gjarnt starf og hvatti til þess að ríku þjóðirnar tækju til eftir- breytni hugarfar hennar og virð- ingu hennar fyrir sjálfsvirðingu einstaklingsins þegar þær veittu fátækari þjóðum aðstoð. Móðir Teresa bað alla viðstadda að fara með friðarbæn heilags Franz frá Assisi. Síðan lagði hún áherslu á andstöðu sína gegn fóstureyðingum. „Fyrir mér eru þjóðir sem leyfa fóstureyðingar fátækustu þjóðirnar," sagði hún. „Mesti friðarspillirinn nú í dag er glæpurinn gegn saklausum, ó- fæddum börnum". Hundruð Oslóarbúa heiðruðu móður Teresu með blysför og sungu „Hallelúja, hallelúja". Hún er sjötta konan sem fær friðar- verðlaunin. „Norðmenn krjúpa við bera fætur móður Teresu", sagði Verdens Gang. Hún átti einkafund með Ólafi konungi V. Síðan hún kom á laugardag hefur hún fylgt sama stranga mataræðinu og í Kalkútta. „Munið að það eru mörg, mörg börn sem hafa ekki það sem þið hafið,“ sagði móðir Teresa við fulltrúana við afhendinguna. „Þótt ég sé ekki verð þessara launa er ég mjög þakklát og það er mér mikil ánægja að taka við þeim í nafni hinna hungruðu, hinna nöktu, hinna heimilislausu, hinna fötluðu, hinna blindu, holdsveiku, alls þess fólks sem finnst að það sé ekki elskað, að því sé ofaukið og að það njóti ekki umönnunar .. .fólks sem hefur orðið þjóðfélaginu byrði og allir sniðganga. í nafni þessa fólks tek ég við verðlaununum", sagði móðir Teresa. Þak á olíukaup Vesturlanda París, 10. desember. AP. VESTRÆN iðnríki skuldbundu sig í dag til þess að setja „þak“ á oliuinnflutning sinn 1980 til að reyna að sannfæra fund OPEC í Aftökum andófsmanna fiölgar segir Amnesty I.ondon. 10. descmber. Reuter. AMNESTY International segir í ársskýrslu sinni að pólitískir andófsmenn í heiminum eigi sifellt meira á hættu að verða teknir af lífi og myrtir eða að þeim verði rænt. í skýrslunni segir að í mörgum hlutum heims sé plitiskum andstæðingum ógnað í vaxandi mæli með dauðarefsingu og í mörgum tilfellum séu þeir teknir af lífi. Vakin er athygli á almennri beitingu pyntinga og á þeim mikla fjölda pólitískra andófsmanna sem hverfa sporlaust. Sagt er að 15.000 manns hafi horfið í Argentínu síðan í byltingunni 1976 og að pólitiskir andsta'ðingar séu myrtir í nokkrum löndum Asíu. Afríku og Rómönsku Ameríku. í skýrslunni segir að fangels- anir pólitískra andstæðinga séu hversdagslegir viðburðir. Greint er frá ýmsum pyntingaraðferð- um, allt frá barsmíðum til raf- losts. í E1 Salvador voru til dæmis nokkrir fangar sprengdir upp með sprengiefni sem var bundið um líkama þeirra í Guatemala fundust 170 óþekkt lík á fyrstu mánuðum ársins í kirkjugarði nokkrum. Þó telur Amnesty Internation- al að sjá megi nokkrar uppörv- andi vísbendingar. Bent er á að í Afríku og Vestur-Evrópu hafi menn vaxandi áhyggjur af mannréttindabrotum. Pólitískir fangar hafa verið látnir lausir í Kenya, Grænhöfðaeyjum, Ang- ola, Guineu og Tanzaníu. Kúgun- arríkisstjórnir féllu í Uganda og Kambódíu á árinu. A Kúbu tilkynnti Fidel Castro að 3.600 pólitískir fangar yrðu látnir lausir smám saman. En Amnesty segir að samfara harðnandi stríði í Zimbabwe Rhodesíu hafi ástandið í mann- réttindamálum í landinu hríðversnað og í apríllok var talið að nokkur þúsund hefðu verið handteknir samkvæmt herlagaákvæðum. I Mozambique var dauðarefsing aftur tekin upp og sagt er að aftökur hafi farið fram í Eþíópíu, Líberíu, Kenya og Sómalíu. Amnesty segir að mannhvörf af pólitísku tagi, morð og lang- varandi fangelsisvist séu enn algeng fyrirbæri í Rómönsku Ameríku, oft samkvæmt neyðar- ástandslögum sem kúgun skýli sér á bak við. I Asíu segir Amnesty að mönnum sé enn haldið árum saman í haldi án réttarhalda í Bangladesh, Brunei, Kína, Indó- nesíu, Malaysíu, Singapore og Taiwn. Þúsundir pólitískra and- stæðinga voru handteknir í Afg- hanistan og fréttir bárust af aftökum frá Kína. Rúmlega 50.000 manns var haldið í „end- urhæfingar“-búðum í Víetnam og í Pakistan voru að minnsta kosti 7.000 pólitískir andstæð- ingar handteknir. Asakanir hafa komið fram um pyntingar og illa meðferð í nokkrum Miðausturlöndum og Norður-Afríkulöndum þar á meðal Egyptalandi, írak, ísrael, Marokkó, Saudi Arabíu, Sýr- landi og Túnis. í Austur-Evrópu leiddu ráð- stafanir til að hefta pólitískt ofbeldi til takmarkana á ein- staklingsréttindum og það leiddi í mörgum tilfellum til þess að grunaðir menn og fangar sættu illri meðferð. Amnesty segir að skýrslur sínar sæti oft gagnrýni, en bætir því við að við stjórnarskipti komi venjulega í ljós að gagn- rýni Amnesty hafi verið varkár og stofnunin hafi gert of lítið en ekki of mikiö úr ástandinu. næstu viku um að Vesturlöndum væri alvara með þvi að reyna að draga úr oliunotkun sinni. Efnahagsráðherra Vestur-Þjóð- verja, Otto Lambsdorff, formaður fundar orkuráðherra 10 aðild- arríkja Alþjóðaorkustofnunarinn- ar IEA, lagði til að nefnd yrði sett á fót til að fylgjast með því hvort nokkurt land flytti inn meira af olíu en lofað yrði og slíkt mundi koma viðkomandi landi í „óþægi- lega aðstöðu". Lambsdorff sagði að engar ákveðnar refsiaðgerðir væru ráð- gerðar en stjórnmálalega mundi það reynast mjög erfitt aðildar- löndum IEA að fara yfir mörkin og sæta síðan gagnrýni á fundum stofnunarinnar. Bandaríkin munu skuldbinda sig til að flytja ekki meira inn af olíu 1980 en 437,2 milljónir lesta, Jap- anir 265,3 og Vestur-Þjóðverjar 143. Larsen eykur enn forystuna Buenos Aires, 10. denember. Reuter. DANSKI stórmeistarinn Bent Lar- sen bætti enn stöðu sina á Clarin- bikarskákmótinu i Buenos Aires i dag með þvi að sigra Oskar Panno frá Argentinu. Þremur umferðum er ólokið og Larsen er með tveggja og hálfs vinnings forskot yfir Tony Miles frá Bretlandi. Miles gerði jafntefli í dag við Boris Ivkov frá Júgóslavíu og Najdorf frá Argentínu gerði jafn- tefli við Ulf Andersson frá Svíþjóð. Aðrar skákir fóru í bið. Staða efstu manna er þessi eftir tíu umferðir: Larsen 9 v., Miles 6V2 v., Najdorf 6 v., Andersson 5‘/2 v., og Ivkov 5V4 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.