Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 39 Ég öfunda fólk, sem hefur persónutöfra, til að bera, því að mig vantar þá. Gefið mér góð ráð til að öðlast „persónu- leika“. Ég er ekki sálfræðingur, en ég get nefnt eitt og^ annað, sem ég hef veitt athygli meðal þeirra, er hafa eitthvað mikið við sig. Fyrst og fremst er slíkur maður eðlilegur. Hanri er ekki bældur, heldur frjálslegur, óþvingaður. Maður eins og þér getur verið svo sjálfhverfur, að hann verður óeðlilegur. Verið þér sjálfur. Verið eðlilegur. Reynið ekki að vera einhver, sem þér eruð ekki. Guð skapaði aðeins einn mann nákvæmlega eins og yður. 'Þér skulið því vera sá maður. í annan stað: Hleypið engu því inn í líf yðar, sem þér þurfið að fela. Það er hryggilegt, þegar ungt fólk þarf að hylja verk sín. Ekkert er persónuleikanum eins mikil hindrun og sektin. Margt æskufólk er orðið aldrað hennar vegna. Það er ungt að árum, en gamalt að reynslu, gamalt, af því að samvizku þess hefur verið misboðið. Varðveitið yður ungan. Varðveitið sakleysi yðar. Varðveitið hugsjónir yðar. Þá verðið þér brosmildur, og hjarta yðar verður ungt. í þriðja lagi: Ef sekt hvílir á yður, þá minnizt þess, sem Guð hefur sagt: „Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöir. (Jes. 1). Kveðja: Sigríður Erna Ástþórsdóttir Frábærar barna- og unglingabækur þú gelur bókað það Fædd 18. september 1924. Látin 11. nóvember 1979. Aðeins nokkrar línur, því varla er að búast við öðru en að mann hreinlega setji hljóðan, þegar til eyrna berst sorgarfregn eins og sú, að Sirrí Ástþórsdóttir frá Sóla í Vestmannaeyjum sé látin. Sig- ríður Erna, eins og hún hét fullu nafni, var dóttir þeirra heiðurs- hjóna Sísíar og Ástþórs Matthías- sonar lögfræðings frá Vestmanna- eyjum. Sirrí ólst upp hjá ástkær- um foreldrum á yndislegu heimili í skemmtilegum systkinahóp. Þessi barnahópur með Sirrí í fararbroddi ásamt foreldrum setti svo sannarlega svip á Vestmanna- eyjabæ. Við Sirrí áttum svo ótal mörg og skemmtileg ár saman sem börn og ungar stúlkur í Vestmannaeyjum. Sirrí var svo sannarlega vinsæl og í vinahópi svo skemmtileg að ég held að sá maður sem ekki gat tekið gleði sína þar sem Sirrí var hafi verið eitthvað meira en lítið miður sín. Heima á Sóla hjá Sísí og Ástþóri átti ég margar ánægju- stundir með Sirrí og þær góðu stundir geymast en gleymast ekki. Öll þau fallegu jól sem þau héldu voru stórkostleg, falleg og glöð, og þar var trúin og kærleikurinn í sambandi við jólahald á því heim- ili, og var þar húsbóndinn Ástþór Matthíasson vel á verði. Ég man að einu sinni sem oftar langaði okkur krakkana til að spila á spil á aðfangadagskvöld, en þá sagði pabbi Sirríar: „Nei, nei, þið megið ekki spila á spil fyrr en jólanóttin er liðin, en þið megið leika ykkur um allt hús.“ Og það var gert. Það var fastur vani hjá okkur Sirrí að skiptast á gjöfum bæði á jólum og afmælum og það var nokkuð sem maður gleymir ekki, öll afmælin og allir krakkarnir. Sirrí var alltaf eftirsótt sem barn, ung stúlka og fullorðin. Og ekki skemmdi Ragnar það. Hún var afar tilfinninganæm, mátti ekki bágt sjá, þá vildi hún rétta hjálparhönd, sem hún oft gerði, bæði fyrr og nú. Sirrí vann lengi í apótekinu í Vestmannaeyjum hjá frú Aase og Jóhannesi Sigfússyni og eins og aðrir sem þar unnu, fékk Sirrí gott vegarnesti. Síðan færði hún sig um set, eða í næsta hús og starfaði sem símamær á símstöðinni í Eyjum. Hjá Þórhalli Gunnlaugssyni vann hún í langan tíma, eða þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum Ragnari Stefánssyni ættuðum frá Dalvík. Mér er minnisstætt er Ragnar kom ungur maður til Eyja. Marg- ar vildu meyjarnar manninn fá, en hann var ekki falur. Hann sá Sirrí og þótti engum mikið, því að hún var ung og glæsileg. Gaman var að sitja brúðkaup þeirra á hinu fallega heimili foreldra Sirríar að Sóla. Þar voru samankomnir vinir, ættingjar og kunningjar. Tíminn leið sem fyrr og allt lék í lyndi. Þessi glæsilegu hjón eignuðust fjögur mannvænleg börn og nú eru þau öll farin úr foreldrahúsum og eiga sín eigin heimili. En þó að börnin færu að búa, þá var alltaf athvarf hjá mömmu og pabba á Fjólugötu 21 í Reykjavík. Einn var sá leikur sem við iðkuðum mikið í gamla daga og höfðum gaman af. Við nefndum hann að segja málshætti. Einn var sá sem oft var sagður, eða: „Tíminn segir flýttu þér.“ Og það á svo sannarlega við í dag, því að allt og allir eru að flýta sér, líka maðurinn með ljáinn, eða það' finnst mér að minnsta kosti, fyrst hann þurfti endilega að koma við á Fjólugötunni hjá Sirrí og Ragii- ari. Sirrí starfaði síðastliðin ár við símavörslu í Alþingishúsinu og var í hávegum höfð. Sirrí hafði góðan smekk, enda átti hún ekki langt að sækja það, móðir hennar, hún Sísí Matthías- son, er listakona. Mér gleymast ekki gullfallegu myndirnar sem Sísí málaði á silkið forðum daga, en það er nú önnur saga. Það er aðeins tæpur mánuður síðan við Sirrí hittumst, og að vanda var drepið á gamla góða daga. Ákveðið var að hittast fljótlega, en hér á jörðu er það of seint núna. Enginn ræður sínum nætur- stað. Hafi Sirrí þökk fyrir allt og Guð geymi hana alla tíð. Ragnari og börnunum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Sísí minni og systkinum Sirríar og öðrum vandamönnum sendum við einnig okkar samúðar- og vinarkveðjur og biðjum þeim öllum blessunar í þeirra djúpu sorg. Sigríður Bjarnadóttir og fjölskylda. Andrés Indriöason: Lyklabarn Verðlaunabókin í Máls og menningar. Hér er sagt frá Dísu, sem flyst í nýtt og hálfbyggt hverfi með foreldrum sínum og litla bróður. Hún er einmana í fyrstu, en smám saman stækkar kunningjahópurinn og Dísa fer að kunna vel við sig. En það fer margt öðru vísi en krakkar vilja. Þessi saga segir líka frá því. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Bráðskemmtileg barnasaga eftir höfund bókanna um Húgó og Josefínu. í þessari bók er sagt frá ungri stulku. Júlíu, sem eignast náttpabba, sem gætir hennar á meðan mamma er í vinnunni. Náttpabb- inn á ugluna Smuglu, og uglur vaka á næturnar... Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 4.940. Félagsverð kr. 4.210. Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin. Sagan um Lottu litlu sem getur allt — nema renna sér í svigi á skíðum. Og þegar öll jolatre í bænum eru uppseld tekur hún til sinna ráða. Þýðandi Ást- hildur Egilson. Verð kr. 3.295. Félagsverð kr. 2.800. Önnur bókin um hinn óforbetranlega Emil í Kattholti. Þegar þessi bók hefst hefur Emil tálgað 99 spýtukarla í skammarkróknum, en þegar henni lýkur eru þeir orðnir 125. Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 5.000. Félagsverð kr. 4.250. Mál og menning Ármann Kr. Einarsson Mamma 1 uppsveiflu Nýi strákurinn í 6. bekk H. B., Geiri, er söguhetjan í þessari bók ásamt fjöl- mörgum dugmiklum bekkjarfélögum sínum. Krakkarnir innrétta gamalt pakkhús og hyggjast hefja leiksýningar til styrktar heyrnardaufri bekkjarsystur sinni. En einmitt þegar frumsýning er í nánd fer mamma Geira „í uppsveiflu" og hætta er á að öll fyrirhöfnin sé til einskis. Verð kr. 5.310. Félagsverð kr. 4.515. Maria Gripe: Náttpabbi Astrid Lindgren: A Saltkráku Sagan um fjölskylduna sem leigir sér ókunnugt hús á ókunnri eyju og lendir þar í ótal ævintýrum. Eftir þessari bók hafa verið sýndir mjög vinsælir sjón- varpsþættir. Þýðandi Silja Aðalsteins- dóttir. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Astrid Lindgren: Víst kann Lotta næstum allt Falleg og athyglisverð unglingasaga, þriðja og síðasta bókin um vandræða- gripinn og hæfileikamanninn Patrick Pennington. í upphafi bókarinnar situr hann í fangelsi fyrir að ráðast á lög- regluþjón við skyldustörf. Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Verð kr. 5.915. félagsverð kr. 5.025. Astrid Lindgren: Ný skammarstrik Emils í Kattholti Afmœlis- ogminning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.