Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 29 Að því var vikið í fréttaskýr- ingu hér í blaðinu s.l. föstudag, að brýnasta verkefnið í íslensk- um stjórnmálum væri nú að ná sáttum milli stjórnmálaflokk- anna um lausn þess mikla vanda, sem að steðjar. Með hliðsjón af stefnu stjórnmálaflokkanna var talið, að mestur skyldleiki væri milli þeirra leiða, sem Sjálfstæð- isflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa lagt til að farnar verði til að sigrast á verðbólgunni. Jafnframt var sú skoðun sett fram, að í raun hafi kjósendur verið að færast til hægri í kosningunum en báran hafi brotnað á Framsóknar- flokknum. Hafi kjósendur skilað sér aft- ur til Framsóknarflokksins í því skyni, að hann hefði forystu um myndum nýrrar ríkistjórnar, var það ekki af tiltrú til Steingríms Hermannssonar for- manns flokksins. Þótt draga megi í efa ýmislegt í skoðana- könnunum, gáfu þær þó ákveðna vísbendingu um það, að flestir, sem svöruðu, töldu víst, að „ókrýndur foringi" Framsóknar- flokksins Ólafur Jóhannesson yrði í forystu fyrir Framsóknar- flokknum við myndun nýrrar stjórnar. Annað komst ekki til skila hjá kjósendum, svo notað sé vinsælt orðalag. Hugur kjós- enda var því alls ekki bundinn við neina drauma um nýja vinstri stjórn. Sú setning, að stjórnmálin séu list hins mögulega, byggist á því, að stjórnmálamenn leiti með opnum huga og án fordóma >eirra úrræða, sem þykja best til >ess fallin að ná settu marki. Við >ær aðstæður, sem nú ríkja hér á landi, hlýtur markmiðið að vera það að ná sættum milli hinna stríðandi afla. Gífurlega mikið er í húfi. Sjaldan hefur þjóðin verið eins á vegi stödd vegna þess hve illa hefur til tekist um stjórn landsmálanna. Allra síðustu daga hefur kom- ið í ljós, að Steingrími Her- mannssyni er það alls ekkert kappsmál að fara þannig með umboð sitt til myndunar meiri- hlutastjórnar, að sáttum verði náð milli ólíkra þjóðfélagsafla. Svo virðist sem persónulegir fordómar ráði ferð hans en ekki almenn stjórnmálaviðhorf. I við- tali við Vísi síðastliðinn laugar- dag segir Steingrímur meðal List hins mögulega annars: „Ég hef alla tíð verið efins um samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn. Það er ef til vill arfur frá föður mínum en hann fór aldrei í stjórn undir forystu Sjálfstæðismanna. Það er mjög ríkt í mörgum Framsóknar- mönnum að Framsóknarflokkur- inn eigi að vera andstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Tryggvi heitinn Þórhallsson sagði: „Allt er betra en íhaldið" og ég tek undir það!“ Fréttir herma, að markmið Steingríms Hermannssonar sé í raun að nota umboð sitt til að koma á minnihlutastjórn Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks, sem sæki til skiptis stuðning til Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Áður en skrið- ur kemst á umræður um slíkt stjórnarmynstur, þarf að liggja fyrir, að núverandi tilraun til myndunar meirihlutastjórnar takist ekki. Forseti Islands þarf þá að hafa veitt Steingrími heimild til að koma saman minnihlutastjórn. Dýrmætur tími fer til spillis. Kæmi til tvíhliða viðræðna milli fram- sóknar og krata mundu deilur þeirra á milli standa um menn frekar en málefni. Það væri spurningin um skipan manna í ráðherraembætti sem réði úr- slitum en málefni yrðu látin sigla sinn sjó, því að um þau yrði rifist á Alþingi. Engar raunveru- legar sættir hefðu tekist. Stjórnmálamennirnir verða að kanna alla möguleika með opn- um huga. Það hefur alls ekki verið gert og verður greinilega ekki gert undir forystu Steingríms Hermannssonar. Einn er sá möguleiki, sem mönnum þykir jafnan fjar- stæðukenndastur, þegar rætt er um samstarf stjórnmálaflokk- anna. Það er samvinna milli Sjálfstæðisflokks og Alj>ýðu- bandalags í ríkisstjórn. I for- ystugrein Þjóðviljans í síðustu viku var hvatt til þess, að menn grafi stríðsaxirnar. Hvernig væri að kanna í þeim anda möguleika á samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubanda- lags? I samskiptum austurs og vest- urs hafa Vesturlönd mótað þá reglu að ganga ekki til samninga við kommúnista nema þau geti samið í krafti eigin styrks. Birgir Isleifur Gunnarsson, formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem fjallar fyrst og fremst um innviði flokksins, sagði meðal annars í grein um kosningarnar í Morg- unblaðinu sl. laugardag: „Til lengdar getur enginn stjórn- málaflokkur þrifist á getuleysi annarra. Flokkurinn verður sjálfur að hafa stefnu og vera tilbúinn að standa og falla með henni. Þá leið valdi Sjálfstæðis- flokkurinn ... Aðalatriðið er ... að með þessu markvissa starfi hefur Sjálfstæðisflokkur- inn verulega treyst innviði sína, skýrt betur fyrir sjálfum sér og öðrum þann hugsjónagrundvöll, sem flokkurinn hvílir á og styrkt sig í málefnabaráttunni." Er ekki rétti tíminn nú að nota þennan aukna innri styrk og bættu málefnastöðu til að brjótast út úr hefðbundnu mynstri íslenskra stjórnmála og leita eftir þeim sáttum, sem eru forsendan fyrir því, að jafnvæg- isskilyrði skapist fyrir nýja framfarasókn? í lífskjaramati sínu byggja íslendingar á sam- anburði við árangur í þeim löndum, sem búa við efnahags- kerfi frjálshyggjunnar, jafnt Sjálfstæðismenn sem Alþýðu- bandalagsmenn leggja þessa við- miðun til grundvallar. Þessi samanburður verður okkur ekki hagstæður, fyrr en efnahags- kerfinu hefur verið breýtt hér á landi. Þau öfl, sem geta samein- ast um friðsamlega leið að þessu markmiði, er að finna innan Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Vilji er allt sem þarf. Björn Bjarnason. Kjartan Norðdahl: Enn um Kambódíu Vegna þess hversu hugmynd sú, er ég setti fram hér í blaðinu fyrir skömmu varðandi aðstoð við hið bágstadda Kambódíufólk, hefir hlotið sérstaklega góðar undirtektir, finnst mér bæði rétt og skylt að skýra frá því hver varð framgangur þess máls. Það er alveg greinilegt, að fréttamynd Sjónvarpsins um ástandið í Kambódíu, ásamt fjölda greina og mynda um sama efni, hefir vakið djúpa samúð manna hér á landi og einlæga löngun til að geta orðið að liði. Og það fór fyrir mér eins og svo mörgum öðrum að myndin gekk alveg fram af mér svo að ég gat ekki stillt mig um að leggja eitthvað til málanna og greip til þess sem lá næst við. Stakk upp á því að við reyndum að manna vél, hlaða hana nauðsynjum og fljúga með þær alla leið til Kambódíu. Strax sama daginn og þetta birtist í Morgunblaðinu höfðu fjölmargir, bæði karlar og konur úr öllum stéttum samband í síma og einnig persónulega og létu í ljós fullan vilja á að styðja þetta mál. Vegna þessa fannst mér óhjákvæmilegt að kanna málið nánar og fékk til þess góða aðstoð áhugasamra. Haft var samband við hina ýmsu aðila, svo sem talsmenn flugmannafél- aganna, flugvirkjafélagsins, flugfreyjufélagsins, olíufélags, landssambands bænda, landbún- aðarráðuneytisins (ráðherra) o.fl., o.fl. og alls staðar voru sömu góðu undirtektirnar og viljinn til að greiða fyrir málinu. Síðan sneri ég mér til Flugleiða og það var sama sagan. Hver einasti maður sem ég talaði við var bæði áhugasamur og hjálp- fús. Seinast talaði ég við for- stjóra Flugleiða og er mér ánægja að geta skýrt frá því hversu vel og drengilega hann tók þessari málaleitan allri. Þegar farið var að kanna málið ofan í kjölinn kom í ljós, að eigi var auðvelt að fram- kvæma þetta á þennan hátt. Allar vélar félagsins eru bundn- ar ýmist á föstu áætlunarflugi eða leiguflugi í fjarlægum lönd- um. Það er oft hægara að tala um hlutina en að koma þeim í framkvæmd. En þeir góðu menn hjá Flugleiðum bentu á aðra leið sem er síður en svo verri og í rauninni betri. Hún er sú að koma hinum nauðsynlega farmi með vélum félagsins til Luxem- borgar og svo þaðan með Cargo- Lux áfram til Kambódíu. Fáist Cargo-Lux menn til að taka þátt í þessu (en mér skilst að þeir hafi þegar farið ferðir þangað með hjálpargögn) þá er það betri lausn að því leytinu til, að hún er ódýrari og meiru magni er unnt að koma á þennan hátt, auk þess sem þeir Cargo-Lux menn ættu að vera alkunnugir þar eystra. Ég hef líka heyrt að þeir séu vel liðnir á þessum slóðum. Auk þeirra, sem nefndir hafa verið hér á undan, var haft samband við Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða krossinn, og höfðu talsmenn þeirra allt gott um þetta að segja. Ástæðan fyrir því, að hug- myndin um að fljúga alla leið á staðinn héðan frá íslandi fékk svona góðar undirtektir hjá fólki almennt, er m.a. sú, að fólk hálf—efast um að sú aðstoð sem verið er að láta í té, beri raunverulegan árangur. Og ég verð að segja, að ýmis skrif í dagblöðunum undanfarna daga hafa síður en svo miðað að því að draga úr þessum efasemdum. Það er sífellt verið að klifa á því, að matvæli og lyf komist ekki til skila og það er jafnvel skrifað að það hafi nú ekki verið mjög mikið að marka brezku sjón- varpsfréttamyndina, sem öllum er sáu er enn í fersku minni. Það hafi bara verið áróðursmynd! Mér finnst að fréttamenn dag- blaða og aðrir sem um þetta skrifa ættu að athuga vel, að vilji íslendingar leggja fram lið sitt í þessu máli öllu, þá verkar það ekki beinlínis hvetjandi að vera sífellt að benda á möguleik- ana á þvi að hjálpin komi ekki að gagni. Nú er ég sjálfur sekur í þessu efni, því að ég tók svo til orða í fyrri greininni sem ég skrifaði um þetta, að ekkert þýddi að vera gefa einhverri stofnun peninga til að senda út í buskann. Ég sé eftir að hafa sagt þetta því að það er ósanngjarnt. Það var bara það að mér fannst liggja svo ógurlega mikið á að aðhafast eitthvað undireins. En mér er nú orðið ljóst að svona nokkuð tekst ekki nema með mikilli skipulagningu, því miður liggur mér við að segja, því að öll skipulagning tekur svo langan tíma en þetta starf sem hér er við að glíma er hreint kapphlaup við dauðann. Ég vil nú taka þessa fullyrð- ingu til baka og hvet alla til þess að taka vel í söfnunarherferð Hjálparstofnunarinnar sem nú er hafin. Eftir þau viðtöl sem ég hefi átt við talsmenn hennar er ég sannfærður um, að þeir pen- ingar sem þangað berast eru í góðum höndum og skila tilætluð- um árangri svo fremi það standi í mannlegu valdi. Þeir hjá Hjálparstofnuninni vita um þessa leið, sem Flugleið- ir hafa bent á og boðist til að verða til aðstoðar með, og þeir sem láta eitthvað af hendi rakna þessu til framdráttar geta verið vissir um að í því er mest gagnið miðað við aðstæður. Vilji menn að íslendingar láti ekki sitt eftir liggja í þessu mikla mannúð- armáli verður hver einasti hugs- andi maður að sinna þessu á einn eða annan hátt. Og varð- andi efasemdirnar um það hvort aðstoð okkar kemst til skila eða ekki þá er aðeins einn hlutur alveg öruggur og vís, ef ekkert er sent og engir peningar gefnir þá verður aðstoðin engin. Mig langar svo að lokum að geta þess, að sennilega hefði Sjónvarpið gert meira gagn hefði það haft umræðuþátt á eftir Kambódíumyndinni, þar sem rætt hefði verið við ýmsa stjórnmálamenn og talsmenn hjálparstofnana um ástandið hjá hinni ógæfusömu kambó- dísku þjóð og hvað við íslend- ingar ættum að gera. En það má ef til vill enn bæta úr því?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.