Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 t Móöir mín, SIGRÍÐUR S. ÓLAFSDÓTTIR, Rónargötu 33 A, andaöist að heimili sínu 10. desember. Magnús V. Stefónsson. Frænka mín SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR HAWKINS, Hótúni 10 A, andaöist aðfaranótt sunnudagsins 9. desember. Róbert Dan Jensson. t Maöurinn minn, KRISTÓFER STURLUSON, andaöist aöfaranótt 7. desember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Anna Halldórsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn LÚDVÍK V. DAGBJARTSSON, Hringbraut 97, andaöist í Borgarspítalanum 8. desember. Fyrir hönd vandamanna Sigríður Oddsdóttir. t Móöir min, MARÍA JÓNSDÓTTIR KERFF er látin. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 14. desember kl. 15.00. Stella Kerff Hansen. t Móöir okkar ELÍNBORG GUDBRANDSDÓTTIR veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. desember kl. 3. Fyrlr hönd annarra vandamanna. Börnin. Jaröarför t KJARTANS HANNESSONAR fyrrverandi bónda að Ingólfshvoli fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 12. þessa mánaöar. Áslaug Guðmundsdóttir og börn. t Þökkum innilega auösýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar HELGU ÓLAFSDÓTTUR fró Patreksfirði Þróinn Hjartarson og fjölskylda. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns BOGA SIGURÐSSONAR Hamrahlíð 7, fyrir hönd vandamanna Ingibjörg Bjarnadóttir Fáein kveðjuorð: Jörundur Brynjólfsson fyrrv. alþinyismaéur Fæddur 21. febrúar 1884. Dáinn 3. desember 1979. Er Ilel I fanni minn hollvin ber. þá sakna ég einhvers af sjálfum mér. St. frá Hvltadal. Þegar Jörundur Brynjólfsson er allur, finnst mér, að ég megi til að minnast hans, þessa mæta manns og góðvinar míns um margra áratuga skeið. Mér er þetta ekki einungis ljóft, heldur finnst mér hið innra með sjálfum mér, að þetta sé beinlínis skylda mín. I svo mikilli þakkarskuld stend ég við hann, ekki aðeins sakir vináttu hans og góðvildar í minn garð, heldur einnig og ekki síður hjálp- semi og hollra ráða er hann ætíð veitti mér á langri samleið. Góð- vild hans og hyggindi, ásamt þeim ríka eiginleika hans að níðast aldrei á því, er honum væri tiltrúað, orkaði þannig á mig, að ég laðaðist að honum, sem ungur maður og mér leið ævinlega og alltaf vel í návist hans. Það eru nú 60 ár liðin, síðan fundum okkar Jörundar Brynj- ólfssonar bar fyrst saman. Vorið 1919 flytur hann austur í Bisk- upstungur og gerist bóndi í Múla. Mér er enn í fersku minni, er ég sá hann fyrst. Hann kemur þá frá Reykjavík með fjölskyldu sína og þarf á flutningi að halda yfir Brúará, en hún var þá óbrúuð. Eg átti að heita ferjumaðurinn, þá 14 ára gamall. Ég minnist þess, að mér varð nokkuð starsýnt á þenn- an ókunna mann, sem nú var að flytjast í sveitina okkar. Ég dáðist með sjálfum mér að glæsileik hans og skörungsskap og hversu mjög mér fannst sópa að honum. Þessi áhrif og þessi hughrif, er ég varð fyrir, þegar ég sá Jörund Brynjólfsson fyrsta sinni, breytt- ust aldrei. Þau héldust óbreytt alla tíð síðan, enda þótt árum fjölgaði og við yrðum báðir gamlir menn. Eftir 3 ára búskap í Múla, flytur hann búferlum í Skálholt og gerist þar stórbóndi við mikla rausn og skörungsskap. Þá er ég unglingur á næsta bæ og átti margoft leið í Skálholt, enda stutta bæjarleið að fara. Þetta var dásamlegt ná- grenni. Aldrei kom ég svo í Skálholt að ég ætti þar ekki vinum að mæta. Húsbóndinn og hin ágæta fyrri kona hans Þjóðbjörg Þórðardóttir, ásamt börnum þeirra, höfðu þau áhrif á mig, að ég fór ætíð léttari í lund af fundi þeirra, er ég hélt heimleiðis. Þetta voru sannarlega góðir nágrannar. Og ég minnist þess enn, hve alltaf var gaman, þegar Jörundur Brynj- ólfsson kom sem gestur. Það fylgdi honum svo mikill gáski og gamansemi, að þetta varð okkur öllum ákaflega mikil tilbreyting í fábreytni daganna. Engan mann hefi ég þekkt, sem mér fannst betra að biðja bónar en Jörund Brynjólfsson. Það var ekki einungis gert af fúsum vilja, heldur var þetta svo sjálfsagður hlutur og á engan hátt umtalsvert. Mig langar að nefna aðeins eitt lítið dæmi af fjölmörgum öðrum tilvikum, þar sem hann leysti vanda minn og ég verð honum eilíflega þakklátur fyrir. Ég hafði verið í skóla í nokkur ár og átt við mikið allsleysi að búa. Enginn reyndist mér þá hjálpsamari en Jörundur Brynjólfsson, sem oft- sinnis bauð mér aðstoð sína. Ég vildi hins vegar streitast við í lengstu lög og bjarga mér af eigin rammleik. Þó fór svo að lokum, að ég gat ekki greitt matmóður minni, fátækri ekkju, fæðiskostn- að minn síðasta mánuð skólavist- arinnar. Fannst mér mikill vandi á höndum, ef ég stæði í vanskilum. Sá varð svo endir á þessu, að ég harkaði mig upp í það að fara niður í Alþingi, gera boð fyrir forseta Alþingis, sem var Jörund- ur Brynjólfsson, og tjá honum vandræði mín. Og það stóð sann- arlega ekki á því að leysa þennan vanda minn, sem í hans augum hefur ef til vill verið smáræði, en fyrir mig var þetta alveg stór- kostlegur vinargreiði. Þannig var Jörundur Brynjólfsson. Ætíð boð- inn og búinn til hjálpar og liðsinn- is, þar sem þess var þörf, allsstað- ar stór í sniðum og rismikill. Ég leiði hjá mér að geta um ætt og uppruna Jörundar Brynjólfs- Minning: Jóhann Bjarni Kristjánsson Fæddur 1. maí 1948. Dáinn 1. des. 1979. Jóhann B. Kristjánsson var jarðsettur í gærdag, aðeins 31 árs að aldri. Jóhann var Hafnfirðingur að ætt og uppruna og þar steig hann sín fyrstu skref, einnig á félags- málasviðinu. Hann gerðist virkur félagi í Haukum og var um skeið einn af leikmönnum félagsins í handknattleik. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1977. Gerðist hann þá starfsmaður hjá Kaupfélagi Rvíkur og nágrennis og var orðinn aðstoðarframkvæmdastjóri hjá því, er hann lést. Jóhann var kvæntur Olgu Þór- hallsdóttur og áttu þau 2 börn, sem bæði eru innan við fermingu. Leiðir okkar Jóhanns lágu sam- an vorið 1978, hann hafði þá nýlega flust með fjölskyldu sína í Arbæjarhverfi og þá þegar tengst félagssamtökum í hverfinu. Mér var strax ljóst er við höfðum tekið tal saman, að hér var maður með jákvæðar skoðanir til félags- starfsemi og slíkra manna bíða verkefni hér í hverfinu. Frá því að íþróttafélagið FYLKIR var stofn- að hefur það verið eitt af þýð- ingarmestu verkefnum stjórnar- manna þess að leita uppi áhuga- fólk til starfa. Nú taldi ég að vel hefði borið í veiði og sú varð raunin. Liðveisla Jóhanns var auð- fengin sem sést best á því, að nokkrum mánuðum síðar var hann orðinn formaður handknatt- leiksdeildar FYLKIS. Ekki sóttist hann þó eftir forystuhlutverki, en vildi fremur vera ótitlaður félagi á meðan hann væri að kynnast mönnum og málefnum, en sífelld vöntun á reyndum forystumönn- um þrýsti á, enda sýndist fleirum en mér, að hér væri mættur til leiks dugandi maður og Jóhann lét til leiðast. Hér gafst því ekkert ráðrúm til kynningar á verkefnum, því að við tók samfellt starf, sem krafðist skjótra úrlausna og gerði tilkall til flestra frístunda. Miðað við þessar aðstæður verður ekki ann- að sagt en Jóhann hafi skilað sínu starfi af mikilli prýði, það mun vera samdóma álit þeirra sem með honum unnu, enda var eiginleik- inn til jákvæðs samstarfs ríkur þáttur í fari hans. Þrátt fyrir að Jóhann hafi látið af starfi sem formaður handknattleiksdeildar, gegndi hann þýðingarmiklu starfi fyrir deildina allt til þess að hann lagðist á sjúkrahúsið. Til er máltæki, sem segir, að þeir deyi ungir, sem guðirnir elska. Ekki skal hér lagt út á þá braut að brjóta til mergjar forlög er snerta jarðvist manna. Hitt er staðreynd, að á skömmum tíma hafa tveir af forvígismönnum FYLKIS orðið að hlýða kalli sonar og afskipta hans af stjórn- málum og hinna fjölmörgu ábyrgðar- og trúnaðarstarfa, er honum voru falin í þágu lands og þjóðar um árabil. Það munu aðrir gera, sem eru betur til þess færir. En þó verð ég að geta þess, að marga ánægjustund hafði ég af því að sjá og heyra, hve þessi orðslyngi og vígreifi bardaga- maður var vopnfimur á vígvelli stjórnmálanna. Þar hafa fáir stað- ið betur að verki en hann. Árið 1948 flytur Jörundur Brynjólfsson frá Skálholti í Kald- aðarnes og bjó þar stórbúi, ásamt síðari konu sinni, Guðrúnu Dal- mannsdóttur, sem látin er fyrir allmörgum árum. Veit ég fyrir víst að það var honum mikið áfall, þó að ekki bæri hann tilfinningar sínar á torg. Jörundur Brynjólfsson er allur. Hinn svipmikli foringi og fremd- armaður í íslensku þjóðlífi um langt árabil er horfinn sjónum okkar um stund. Við því er auðvitað ekkert að segja, þó að aldraður maður falli í valinn og gangi á vit feðra sinna. Þetta er lífsins saga og ætti ekki að vera okkur harmsefni. En sarrit er það nú svo, að ég sakna mjög þessa hollvinar míns um marga tugi ára. Mér finnst ég svo miklu fátækari þegar ég veit með vissu, að aldrei framar í þessu lífi hitti ég þennan glaða, góða hollvin minn. Ætíð fór ég glaðari en áður af hans fundi. Minningin um góðan dreng verður mér ætíð dýrmæt eign og varan- leg. Viö hjónin sendum börnum hans og tengdabörnum svo og öðrum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Valdimar Pálsson. dauðans. Hafþór Oskarsson for- maður siglingadeildar lést af slys- förum síðla sumars 1978 og nú ber lát Jóhanns Kristjánssonar að með sviplegum hætti. Báðir þessir menn voru í blóma lífsins, fullir atorku og lífsgleði og höfðu frá að hverfa fjölskyldu sem byggði sín- ar vonir og framtíðaráætlanir á samfylgd þeirra. Þegar einn hlekkur brestur í þeirri keðju, er við köllum fjölskyldu, þá þarf bæði kjark og sterkan vilja til að tengja þá keðju saman að nýju. Það sem hér að framan hefur verið sagt í minningu um Jóhann Kristjánsson er fram sett í nafni handknattleiksdeildar FYLKIS og allra þeirra félagsmanna er með honum unnu og öll störf þótt tengd séu sérstökum verkefnum eru unnin fyrir félagið allt. í hlut undirritaðs hefur aðeins komið að færa þessi fátæklegu orð í letur, sem ætlað er þó það hlutverk að sýna, að við kunnum að meta það sem fyrir félagið okkar er gert. Eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Að end- ingu viljum við þakka henni Olgu fyrir hennar framlag, það fór ekki framhjá okkur, að hún sýndi áhuga á starfsemi FYLKIS og það er von okkar að tengslin rofni ekki þrátt fyrir breyttar aðstæður. Á stundum sem þessum eru það fyrst og fremst samskipti við ættingja og vini, sem vega þyngst til aðstoðar, en utan þess ramma er jafn nauðsynlegt að hver ein- staklingur geti samlagast því fé- lagslega umhverfi sem hann lifir og hrærist í og er óumdeilanlega hluti af okkur sjálfum. Þessum orðum fylgja kveðjur í tilefni af þeirri hátíð, er í hönd fer. Hjálmar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.