Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 21 Glæsileg framistaða Ingimars Stenmarks INGIMAR Stenmark var sann- arlega i essinu sinu i stórsvigs- keppni heimsbikarsins i Val D’Iser í Frakklandi um heigina. Stenmark sýndi feiknahæfni og hlaut langbesta timann í báðum ferðunum. samanlagt 2.37,61 minútu; næsti maður var Júgó- slavinn Bojan Krizaj, en hann hlaut tímann 2.38,1 mínútu fyrir báðar ferðir. Var stórsvigakeppnin ekki til sannrar gleði fyrir austurrisku, svissnesku, ítölsku og frönsku Ingimar Stenmark Svíþj. Bojan Krizaj Júg. Boris Strehl Júg. Joze Kuralt Júg. Jacques Luthi Sviss Jarla Halsnes Nor. Andreas Wenzel Lich. Frank Wörndl v-Þýsk. Christian Orliansky Austurr. sveitirnar, en á hinn bóginn stórsigur fyrir jógóslavnesku sveitina, sem átti þrjá af fimm efstu keppendunum. Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre skautst hins vegar í efsta sæti stigatöflunnar, en auk þess að verða í 14. sæti stórsvigsins, stóð hann sig nægilga vel í bruninu til þess að skjóta Sten- mark aftur fyrir sig. Tvíbura- bróðir Phil, Steve Mahre, skaut Stenmark einnig aftur fyrir sig vegna frammistöðu í bruninu og hefur það aldrei gerst áður hjá þeim bræðrum, að skipa fyrsta og annað sætið á skíðamótum. Árnagur Phil Mahre er enn athyglisverðari þegar minnt er á, að hann hlaut flókið ökklabrot fyrir fáeinum mánuðum síðan og gengur enn með nokkra stál- fleina í fætinum. Stenmark stendur við fyrri ákvarðanir sínar að keppa ekki í bruni og sér hann líklega af heimsbikar- titlinum einn ganginn enn af þeim sökum. Röð og tími 10 efstu keppenda í stórsviginu varð sem hér segir. 1.21,29-1.16,32-2.37,61 mín. 1.21,16-1.16,96-2.38,1 mín. 1.21,68-1.17,11-2.39,03 mín. 1.22,56-1.18,15-1.40,71 mín. 1.23,03-1.17,68-2.40,71 mín. 1.22,67-1.18,80-2.41,47 mín. 1.21,84-1.19,91-2.41,75 1.23,71-18,36-2.4,87 mín. 1.23,34-1.18,83-2.42,17 mín. Kvenfólkið keppti í Limone Piemont á Ítalíu og þar sigraði Hanni Wenzel frá Lichtenstein, fékk samanlagða tímann 2.23,14 sekúndur. Erika Hess frá Sviss varð önnur í stórsviginu, en hún fékk samanlagaðan tímann 2.25,14 sekúndur. í þriðja sæti varð Fabianne Serrat frá Frakklandi og Regina Sakl frá Austurríki varð fjórða. Maria Teresa Nadig er efst í stigatöflu kvenfólksins með 75 stig, Hanni Wenzel hefur 66 stig og Oerrine Pellen hefur 42 stig. Síðan kemur Anne Marie Moser Pröll með 41 stig. Knattspyrnan næsta sumar: Tekjuskiptingu breytt í 2. deild FORYSTUMENN liðanna, sem leika i 2. deildinni i knatt- spyrnu á næsta keppnistima- bili. héldu með sér fund i Reykjavík á sunnudag. Mörg mál voru til umræðu á fundin- um og var m.a. samþykkt að taka upp nýtt fyrirkomulag við tekjuskiptingu leikja í deild- inni. Verði af framkvæmd til- lögunnar fær heimaliðið næsta sumar allar tekjur af leikjum á heimavelli sinum, en ekkert á útivöllum. Áður var skiptingin þannig að liðin skiptu tekjun- um með sér til helminga. Þá var þeirri hugmynd Sel- fyssinga að leika í 2 riðlum í deildinni eftir landshlutum hafnað. Samþykkt var að bera upp þá tillögu á ársþingi KSÍ í næsta mánuði að 1. deildarlið, sem í fyrstu umferð aðalkeppni bikarkeppninnar dregst á móti liði, sem tekið hefur þátt í undankeppninni, skuli leika á útivelli. Fleiri mál bar á góma og þá að sjálfsögðu vallarmálin. Var samþykkt á fundinum að neita að leika á vellinum á Eskifirði nema þar verði gerðar verulegar endurbætur fyrir næsta keppnistímabil. —áij. Evrópukeppnin í handknattleik Víkingur og Valur léku síðari leiki sína í Evrópukeppninni í handknattleik um helgina. Valsmenn eru komnir áfram í þriðju umferð, en Víkingar voru slegnir út af sænska liðinu Heim. Á myndinni hér að ofan er Árni Indriðason kominn í gott færi á linunni og skoraði hann af öryggi, en því miður sást það of sjaldan til leikmanna Víkings í leiknum. Sjá bls. 24—25. Ljósm. Rax Fyrsta tap Feyenoord síðan haustið 1978 FEYENOORD tapaði sínum fyrsta deildarleik síðan 23. sept- ember 1978, þegar liðið sótti Roda JC Kerkrade heim og tapaði 0—1. Á sama tíma sigr- aði Ajax Spörtu á útivelli og náði þriggja stiga forystu í hollensku deildinni. Daninn Allan Nielsen skoraði sigur- mark Roda JC gegn Pétri og félögum hans hjá Feyenoord. tlrslit í leikjum hollensku deild- arinnar urðu sem hér segir. Pec Zw. — AZ’67 Alkm. 1—1 PSV Eindh. - Vit. Arnh. 1-1 MVV Naast. — Go Ah.Eagl. 3—3 Roda JC — Feyenoord 1—0 FC Tvente — FC Utrecht 0—1 Nec Nijmegen — Haarlem 0—0 Den Haag — Nac Breda 3—0 Sparta — Ajax 3—4 Willem ii Tukb. — Ex.sior 3—1 Ajax lenti í hinu mesta basli með Spörtu sem er betra lið heldur en staða þess í deildinni gefur til kynna. Lex Schoenmak- er kom Ajax á bragðið með góðu marki á 7. mínútu, en 11 mínút- um síðar svaraði Sparta með marki Leo Van Gaal og þannig var staðan í hálfleik, 1—1. I síðari hálfleik skoraði Karl Bomsink tvívegis fyrir Ajax og Tschetla Ling fjórða markið, en Ruud Geels gerði sínum gömlu félögum erfitt fyrir og skoraði tvívegis fyrir Spörtu. Geels lék þarna sinn fyrsta feril fyrir Spörtu í margar vikur, en hann meiddist illa á fæti fyrir 3 mánuðum síðan. Hvorki AZ’67 eða PSV sýndu takta toppliðs um helgina og bæði máttu þakka hollum vætt- um fyrir að halda einu stigi úr léikjum sinum. AZ’67 mætti Pec Zwolle á útivelli og átti undir högg að sækja. Austurríkis- maðurinn Kurt Weltzl skoraði fyrst fyrir Alkmaar, en Jóhan Van Den Vildenberg svaraði fyrir Pec. Ernie Brandts kom liði sínu PSV til hjálpar á elleftu stundu á heimavelli gegn Vitesse Arnhem. Brandts jafnaði á ell- eftu stundu, en snemma í leikn- um hafði Wim Meyers skorað fyrir Vitesse. Staða efstu liðanna í Hollandi að loknum leikjum helgarinnar er nú þessi. Ajax Feynoord AZ‘67 Alkmaar PSV Eindhoven Go Ahead FC Ctrecht Roda JC 16 12 2 2 37-18 26 16 8 7 1 33-13 23 16 10 3 3 31-15 23 16 7 5 4 30- 20 19 16 7 4 5 28-20 18 16 6 6 4 22-18 18 16 8 2 6 24-22 18 Lokeren með 4 stiga forystu • Verður Arnór Belgískur meistari i knattspyrnu? Lið hans Lokeren er nú í efsta sæti og allt bendir til þess að þeim takist að halda sér á toppnum. Það stefnir allt í það að einn hinna islensku atvinnumanna með erlendum knattspyrnulið- um verði meistari á þessu keppnistímabili. Enn er að visu langt í lok keppnistímabilsins, en Lokeren, lið Arnórs Guð- johnsens hefur nú náð fjögurra stiga forystu í belgísku deild- arkeppninni eftir sigur á úti- velli gegn Berchem. Á sama tíma gengur Standard allt til misyndis, um síðustu helgi tap- aði Standard á útivelli gegn Cercle Brugge, en hafði í vik- unni áður gert sér jafntefli að góðu gegn afar lélegu liði Hass- elt. Urslit leikja um helgina urðu þessi. Cercle Brugge— Standard 3—2 Berchem—Lokeren 2—3 Waregem—Molenbeek 2—0 Beveren—Charleroi 1—1 FC Liege—FC Brugge 3—0 Antwerp—Beringen 4—0 Hasselt—Lierse 0—3 Anderlencht—Beerschot 3—1 Waterschei—Winterslag 2—0 Lokeren hefur 28 stig, FC Brugge hefur 24 stig, Molenbeek hefur 22 stig og Standard hefur 21 stig. Evrópukeppnin á fullri ferð EVRÓPUKEPPNIN í hand- knattleik var víðar á dagskrá heldur en á íslandi. Hún var t.d. á dagskrá i Vestur Þýskalandi, þar sem VFL Gummersbach sló út norska liðið Fjellhamer. Vann Gummersbach 25 — 17, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12—6. Gummers- bach vann fyrri leikinn 20—15, samanlagt 45—32. Annað þýskt lið komst ekki áfram, það var TUS Hofveier. Hofveier sigraði að vísu Tatabania 19—16, en ungvcrska liðið hafði sigrað 1 fyrri leiknum 19—14 og hlaut því betri markatölu. Þá var Calpisa frá Alic- ante á Spáni ekki í vandræð- um með fyrrum mótherja FH, Union Krems frá Aust- urríki. Calpisa sigraði 28— 15, en staðan í hálfleik var 14—7. Calpisa vann einnig fyrri leik liðanna 25—17. Dankersen komst áfram AXEL Axelsson, Jón Pétur Jónsson og félagar hjá Grun Weiss Dankersen áttu ekki í mikium erfiðleikum með að sigra AB Bagsweerd írá Danmörku í Evrópukeppni hikarhafa i handknattleik um helgina. Lokatölur leiks- ins urðu 21 — 11 GWD í hag, eftir að staðan i leikhléi hafði verið 8—4. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 9—9, þannig að GWD vann samanlagt 29—19. KA sigraöi FH Á SUNNUDAGINN fengu handknattlciksmenn á Ak- ureyri góða heimsókn en það var fyrstu deildarlið FH. Af þessu tilefni var efnt til hraðmóts á sunnudaginn með þátttöku FH, KA og Þórs. Fyrst léku erkifjend- urnir Þór og KA og sigruðu Þórsarar 13 — 12. Næst léku FH og KA, KA-menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu FH-inga 18—11. Þá var komið að leik Þórs og FH, FH-ingar unnu þann leik 16—13. Það voru öll liðin með jafn mörg stig, en KA hafði hagstæðasta marka- hlutfallið. Einar í Þór ÞÓR á Akureyri fékk góðan liðsauka um helgina, en þá hafði Einar Kristjánsson fyrrum knattspyrnumark- vörður í Magna félagaskipti og gekk í Þór. Einar var aðalmarkvörður Magna s.l. sumar við ágætan orðstír. Hnit á Akureyri UM helgina var haldið haustmót í hniti á Akureyri. Keppt var í drengjaflokki og karlafiokki. Úrslit urðu sem hér segir: í drengjaflokki sigraði Fjölnir Guðmunds- son. hann sigraði Árna Gislason i úrslitaleik 11—8 og 11—4. Þeir félagar unnu svo þá Héðin Gunnarsson og Jón Pétursson i tviiiðaleik 15—0 og 15—3. í karla- flokki sigraði Kári Árnason Kristin Jónsson í úrslitaleik, úrslit i einstökum hrinum urðu 18-17, 7-15 og 15- 3. í tviliðaleik sigruðu þeir Kristinn Jónsson og Girich Kirlekav þá Hauk Jóhanns- son og Þórð Pálmason 15—1 og 15—1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.