Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Pinnastólar, borð, kringlótt og aflöng. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær Háteigsvegur Miðbær Uppl. í síma 35408 jf EF ÞAÐ ER FRÉTT- 91 NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í morgunblaðinu Sykurbráð II 200 gr flórsykur, 1 eggjahvíta, 'Æ—l tsk sítrónusafi eða edik Sáldrið flórsykur í skál, hrært út með eggjahvítu og sítrónusafa. A að vera svo þykkt, að hægt sé að sprauta mynstri úr bréfkramarhúsi. Luxus-glassúr. 1 lítil eggjahvíta, 250—260 gr flórsykur, sítrónusafi eða vanilludropar til bragðbætis. Ávaxtalitur. Eggjahvítan stífþeytt, sykrinum bætt í smám sam- an, einni matsk. í senn. Bragðbætt að vild og litað. Breiða þarf yfir skálina ef ekki er notað um leið. Banana-glassúr. Vel þroskaður banani stapp- aður með gafli, 200 gr flórsykur bætt út í þar til þetta er hæfilega þykkt. Sítrónu- eða appelsínusafi settur í til bragðbætis. Að Iokum fylgir hér með einföld skýringarmynd, sem sýnir hvernig má bjarga sér og búa til kramarhús úr pappír til að sprauta með, sé ekki annað við hendina. Smjörpappírinn t.d. er þá fyrst lagður tvöfaldur, eins og sýnt er á efstu myndinni. Ef smákökurnar eru hafðar í þykkara lagi og gert gat á, áður en bakað er, má hengja þær á jólatréð og nota, sem skraut. Ekki er að efa, að það eykur á ánægjuna hjá þeim yngri, að þræða rauðan silkiborða í smá- kökurnar og hengja þær upp. Jólin nálgast Ef að líkum lætur, eru menn nú komnir vel á skrið með jólaundirbún- inginn. Það er í mörg horn að líta, allt þarf að vera hreint og fágað, þvegið og strokið. Trúlega legðist myrkrið yfir okkur með meiri þunga, skammdeg- isdagana fram að jólum, ef hugurinn væri ekki bundinn undirbúningi jólahalds. Þetta getur ver- ið afburða skemmtilegur tími, ætli maður sér ekki of mikið á skömmum tíma. Það er betra að byrja dálítið fyrr, skipu- leggja vel það sem þarf að gera, og ekki allt á stíðustu stundu. Jólakort eru t.d. komin í bókabúðir strax í byrjun des., jafnvel fyrr, það má því auðveld- lega skrifa á kortin snemma, þó þau séu ekki póstlögð fyrr en seinna. Einnig getur tími spar- ast, ef hugsað er fyrir jólagjöfunum snemma, það er gott að geta verið búinn að ljúka þeim kaup- um, þegar jólamánuður- inn gengur í garð. Þetta er of skemmtileg- ur tími til þess að hann fari í eintómar áhyggjur af því, sem eftir á að gera, við verðum að reyna að njóta hans. Glassúr / a kökurnar Glassúr, eða sykurbráð, eins og það heitir á góðu máli, er alveg ómissandi við jóiabaksturinn. Einfaldast er auðvitað að hræra flórsykurinn út með vatni, en betri er hann ef eggjahvíta er sett í. í bókinni „Matur og drykk- ur“ eftir Helgu Sigurðardótt- ur eru birtar uppskriftir af tveim tegundum, merktum I ogll. Sykurbráð I 300 gr. flórsykur, dl heitt vatn (eða heitt kaffi). Flórsykurinn sáldraður og hrærður út í heitt vatn, á að vera fremur þykkt. Hægt er að láta kakó eða ávaxtalit til prýðis í sykurbráðina og alls konar bragðefni t.d. sítrónu- eðá appelsínusafa í staðinn fyrir hluta vatnsins. Þessa bráð er mjög gott að nota á alls konar mótkökur. Ummjórt: Bmrgljót Ingólfmdóttlr Smákökur til skrauts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.