Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 34 Ævar R. Kvaran: Hetjusaga alþýðumanns Jóhann J.E. Kúld í LÍFSINS ÓLGUSJÓ Ægisútgáfan, 1979. Reykjavík. Nöfn sumra þeirra íslenskra bóka, sem út koma núna fyrir jólin, virðast stundum ærið tilvilj- anakennd. Mig grunar að stundum séu nöfnin meira valin með tilliti til auglýsingagildis en að bækurn- ar beri nöfn með rentu. Titill þeirrar bókar, sem ég geri að umtalsefni í þessari grein, stendur aö þessu leyti óvenjuvel fyrir sínu. Hún segir frá sjómanni, sem oft átti við ærinn mótbyr að stríða, ekki síður á landi en legi. Og að mínum dómi er þetta hetjusaga, þó bersýnilegt sé að höfundur æ’tlist ekki til þess, því hvergi gætir hér nokkurs belgings eða sjálfsálits, sem beri vott um það. Það eru viðbrögð sögumanns við atvikum og örðugleikum, sem gera hann svo virðingarverðan, að ég kalla þetta hetjusögu. Frásögn Jóhanns Kúlds í þess- ari bók er hluti af sögu kreppuár- anna á Islandi, sem voru afleiðing heimskreppunnar 1929. Það er ekki hætt við því, að okkur, sem lifum þessa tíma, hverfi þeir úr minni. Böl atvinnuleysisins hafði lagt sína myrku hönd yfir landið. Fátækt var því mikil og jafnvel matarskortur hjá mörgum. En fólk virðist hafa verið stoltara þá en núna. „Að fara á sveitina" var það sem enginn vildi láta henda sig. Það var talið mannskemmandi og algjör niðurlæging. Ég vil taka það skýrt fram, að ég er ekki að minnast á þetta hér í sambandi við bókina sem ég er að fjalla um, heldur aðeins lýsa eigin viðhorfum mínum sem unglings á því tíma- bili, sem bókin fjallar um, því „blessað stríðið" bjargaði okkur öllum úr þessum kröggum, eins og kunnugt er. Jóhann var matsveinn á síldveiðiskipum á þessu tímabili og virðist hafa verið vinsæll sjó- maður. Lýsing hans á lífi og störfum fiskimanna við veiðar er mjög góð og nákvæm og hefur því tvímælalaust þjóðfélagslegt gildi. En vitanlega varð hann, eins og aðrir sjómenn, iðulega að leita atvinnu í landi, þegar skipsrúm var ekki að fá. Lýsing Jóhanns á starfi og lífsháttum alþýðumanna á Akureyri á þeim tímum er mjög athyglisverð, auk þess sem hann ásamt öðrum iðulega lenti í ýms- um átökum á vinnumarkaðinum á þessum atvinnuleysistímum. Það kemur nefnilega glöggt fram í þessum endurminningum, að Jó- hanni er snemma falin forusta í Jóhann J.E. Kúld verkalýðsmálum, svo hann hlýtur að teljast meðal brautryðjenda verkalýðshreyfingar á íslandi. Það var einkum tvennt, sem gerði lífskjör Jóhanns Kúlds erfið og hörð á þessum krepputímum: í fyrsta lagi forusta hans í lífs- kjarabaráttu verkalýðsins og svo heilsuleysi. Það er bersýnilegt af frásögn þessarar bókar og kemur beinlínis fram í tilvitnuðum orðum ákveð- inna manna og samtölum við þá, að Jóhann hefur verið dugandi starfsmaður, því þeir sem veittu honum vinnu virðast hafa sóst eftir því að fá hann aftur til sín. En þegar á reyndi var þetta ekki nóg. Atvinnurekendum virðist hafa sviðið mjög forusta hans í baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og notuðu aðstöðu sína á þessum atvinnuleysistímum til þess að reyna að kúga hann eða múta honum til þess að hætta þessum afskiptum. Það er ekki falleg saga, en hér er hún rakin með upprifjun samtala og nafn- greindra manna, sem gerir það að verkum, að höfundur hlýtur hér að vera að segja ómengaðan sann- leikann. Og það eru einmitt viðbrögð hans við þessum tilraunum, sem að mínum dómi gera baráttu hans hetjulega, því hann neitaði með öllu að bregðast félögum sínum, þótt freistingin hljóti að hafa verið mikil. í stað fullkomins atvinnuöryggis varð hann nú að horfast í augu við það að vera á svörtum lista meðal atvinnurek- enda og svo bætist það við, að hann var kvæntur og þar að auki svo heilsulaus orðinn, að honum var beinlínis hætta búin af erfiðis- vinnu, því hann var berklaveikur. Hann dvaldi langtímum saman á hælum og konan hans líka, enda dró þessi sjúkdómur hana að lokum til dauða. Látlaus lýsing höfundar á við- skilnaði þessara hjóna, sem unn- ust, er einn fegursti kafli þessarar bókar. Einn er sá þáttur í frásögn bókarinnar, sem mjög er athyglis- verður, en það eru skyggnisýnir Jóhanns. Til dæmis maðurinn sem hann sér hvað eftir annað á gamla Lagarfossi á ýmsum stöðum á skipinu og misjafnlega klæddan eftir því hvað hann er að fást við þá stundina. Eru þær frásagnir sumar æðispennandi. Sýndi höf- undur mikla hugdirfsku gagnvart þeim reimleikum og komst hann síðar að því, að maður þessi hefði horfið af Lagarfossi í vondu veðri um nótt og töldu flestir, að hann hefði tekið fyrir borð á stríðsárun- um 1914-1918. Ég tel bókina í LÍFSINS ÓLGU- SJÓ höfundi sínum til sóma. Palle Petersen Börn jarðar *** Forsiða bókarinnar, sem er um börn og fyrir börn. Börn jarðar á barnaári BÓKAÚTGÁFAN Bjallan hf. hef- ur sent frá sér bókina Börn jarðar eftir danska rithöfundinn Palle Petersen. Kristín Unnsteinsdóttir og Fríða S. Haraldsdóttir hafa þýtt bókina. Börn jarðar er upp- haflega gefin út af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og hefur nú á barnaári komið út í mörgum löndum. Bókin' lýsir í máli og myndum aðstöðu og lífs- kjörum barna víða um heim. Aftast í bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar til foreldra, kennara og fóstra um hvernig fjalla má um efni bókarinnar. Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu og prentun. Málverka- sýning í Nýja Galleríinu LAUGARDAGINN 8. desember var opnuð málverkasýning í Nýja galleríinu að Laugavegi 12, uppi. Þarna sýna fimm listamenn verk sín, þeir Árni Garðar Krist- insson, Hjálmtýr Bjarg, Kristinn Morthens, Magnús Þórarinsson og Sigurður Haukur Lúðvíksson. Ennfremur eru sýndar myndir eftir Kjarval og Jón Helgason. Allar myndirnar eru til sölu. Sýningin verður opin daglega til jóla frá klukkan 13—18 og er aðgangur ókeypis. Kær kveðja til allra þeirra, sem beðið hafa eftir ódýrri ljósritunarvél fyrir venjulegan pappír! Við bjóðum þér splúnkunýja OMIC SELEX 1100 LD fyrir aðeins: Kr. 1.450.000.- Þegar aðrar sambærilegar vélar kosta frá 1.900 þúsundum upp í rúmlega 3 milljónir, ef ekki meira. (OMIC) lUPl Sýningarvél í verzlun okkar. Komið, skoðið - Hringið, skrifið. % fm i.ujj. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. +•= 4- ^ Vþ. x HVERFISGATA 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.