Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 5
■ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 5 Hádegistónleikar Söngskólans: Einsöngur í stað Silungakvintetts TÍUNDU hádegistónleikar Söngskólans í Reykjavík verða miðvikudaginn 12. Jólamerki Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara er nýkomið út. Á því er mynd af Dómkirkjunni í Reykjavík og jafnframt merki Landssam- bandsins. Sigrún Thorarensen teikn- aði jólamerkið að þessu sinni. Eru sex merki í örkinni. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að geta útgefanda, teikn- ara, prentiðnaðarstofnana og upplags á neðri jaðri arkar- innar. Um leið er prentað Gleðileg jól á ýmsum tungu- málum á hinum arkarjöðrun- um. des. n.k. kl. 12.10 í tónleika- sal Söngskólans að Hverf- isgötu 44, Reykjavík. Á þessum degi hafði verið auglýstur píanókvintett, „Sil- ungskvintettinn", en vegna veik- indaforfalla er þeim tónleikum frestað um eina viku og verða þeir miðvikudaginn 19. des. n.k. Þess í stað munu Garðar Cortes söngvari og Krystyna Cortes píanóleikari flytja antik-aríur og aríur úr kirkjuverkum. Foreldra- og barnaréttur Fundur verður haldinn í Lög- fræðingafélagi íslands fimmtudaginn 13. desember n.k. kl. 20.30 í Lögbergi, húsi lagadeildar. Fundarefni: Foreldraréttur — barnaréttur. Hugleiðingar um væntanleg barnalög. Málshefjandi: Dr. Ármann Snævarr, hæstaréttardómari. Öllu áhugafólki um þessi mál er heimill aðgangur. „Haldið til haga“, síðara bindi æviminninga Bjartmars Guðmundssonar Komið er út síðara bindi ævi- minningar Bjartmars Guð- mundssonar frá Sandi og nefnist „Ilaldið til haga“. í bókinni eru alls 19 þættir og prýða það allmargar myndir. Bókaútgáfan Skjaldborg gefur bókina út. Á kápusíðu segir m.a.: „Fyrra bindið Hér geta allir verið sælir hlaut miklar vinsældir og varð metsölubók í Þingeyjarsýslu. Þá fékk Bjartmar viðurkenningu hjá Úthlutunarnefnd listamanna- launa fyrir bókina Hér geta allir verið sælir. Þessi bók Haldið til haga er lík fyrri bókinni og koma margir við sögu, bæði sveitungar Bjartmars og fleiri. Allir þættirnir eru vel skrifaðir „og þeir bestu með óven- julegum ágætum", svo vitnað sé til Bjartmar Guðmundsson orða Gísla Jónssonar mennta- skólakennara í ritdómi um fyrra bindið." Samkór Kópavogs fagnar Jólunum Samkór Kópavogs fagnar jólunum með jólasöngvum í Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 11. des. kl. 20.30. Guðrún Oskarsdóttir leikur einleik á trompet. Einsöng syngja Kristín Sigtryggsdóttir, Hrönn Hafliðadóttir og Baldur Karlsson. Kórinn syngur jólalög undir stjórn Kristinar Jóhannesdóttur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Krystyna Cortes Á efnisskránni eru „Caor mio ben" eftir Giordani, „O del mio dolce ardor" eftir Gluck, „Kirkjuarían eftir Stradella, Garðar Cortes recit og aría úr Messíasi eftir Hándel, „Panis Angelicus" eftir C. Franck og aría úr Requiem eftir Verdi. Jólafundur hjá Hvöt HVÖT, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, heldur jólafund fimmtudaginn 13. desember n.k. í sjálfstæðis- húsinu Valhöll við Háaleitis- braut 1. Séra Bernharður Guð- mundsson mun flytja hug- vekju og börn og unglingar sjá um tónlistarflutning. Hið vinsæla jólahappdrætti verður og veitingar. Kynnir á fundinum verður Hulda Valtýsdóttir. Að venju er jólafundurinn hjá Hvöt fyrir alla fjölskyld- una og hefst hann klukkan 20.00, en húsið verður opnað klukkan 19.30. Föt með og án vestis í fjölmörgum efnisgerðum Stakir jakkar og buxur o.m.fl. NÝJAR VÖRUR DAGLEGA TIL JÓLA Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.