Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 23 Geir Þorsteinssson og Ted Bee berjast um boltann. Ljósm. aij 234 stig skoruð í Borgarnesi! ÞEIR eru iðnir við stigaskorun- ina i Borgarnesi. Menn muna eflaust eftir afreki Ármennings- ins Danny Shous. sem skoraði 100 stig i einum leik í iþróttahúsinu þar nýverið og á laugardaginn vann Skallagrímur Þór frá Akur- eyri í l.deildinni með ótrúlega háu skori 121:113, eftir að staðan hafði verið 79:55 í hálfleik. Mjög mikill hraöi var í leiknum og heimamenn beittu óspart hraðaupp- hlaupum, einkum til að byrja með. Blökkumaðurinn Webster hirti öll fráköst undir körfunni og grýtti bolt- anum fram á völlinn til samherja sinna, sem skoruöu hverja körfuna eftir aöra í hraðaupphlaupum. Og árangurinn lét ekki á sér standa, staðan var orðin 23:10 eftir 5 mínútur og 41:16 eftir 8 mínútur! Og Skallagrímsmenn héldu áfram að skora og í hálfleik höföu þeir skoraö 79 stig, stigatala sem þykir gott aö ná í heilum leik. I seinni hálfleiknum fóru Þórsarar aö átta sig á hlutunum en heimamenn höföu komiö þeim mjög á óvart í fyrri hálfleik með leikaöferö sinni. Tókst Akureyringunum aö saxa á forskotið en munurinn varö aldrei minni en 8 stig. Hjá UMFS var Dakasta Webster í miklu stuöi, hirti nær öll fráköst bæöi í vörn og sókn og skoraöi auk þess drjúgt. Þá var Gunnar Jónsson mjög góöur og skoraöi mikiö í hraöaupp- hlaupum. Bragi Jónsson var einnig góður og athygli vakti 17 ára bak- vöröur, Garðar Jónsson. Hjá Þór var Bandaríkjamaöurinn Gary Schwartz geysigóöur og hitti mjög vel en Eiríkur Sigurðsson lék einnig vel þótt hann ætti viö meiðsli aö stríöa. Stigahæstu menn voru: IIMFS. Webster 48, Gunnar 34, Bragi 27. bór: Schwartz 69, Eirlkur t2, Erlingur Jóhannsson 10. Góðir dómarar leiksins voru Bjartmar Bjarnason og Davið Sveinsson úr Stykkis- hólml. — HB/SS. Elnkunnagjöfin UMFN. Jón V. Matthíasson 1 Brynjar Sigmundsson 2 Jónas Jóhannesson 2 Stefðn Bjarkason 2 Gunnar Þorvarðarson 3 Guðsteinn Ingímarsson 3 Júlfus Valgeirsson 2 KR. Ágúst Líndal 1 Jón Sigurösson 4 Birgir Guöbjörnsson 3 Árni Guömundsson 2 Gunnar Jóakimsson 1 Geir Þorsteinsson 3 Þröstur Guömundsson 2 GaröarJóhannsson 3 Liö KR. Jón Sigurösson 3 GarðarJóhannsson 3 Árni Guömundsson 1 Ágúat Líndal 1 Birgir Guöbjörnsson 2 Þröstur Guömundsson 1 Geir Þorsteinsson 2 Gunnar Jóakimsson 2 Eirikur Johannesson 1 Liö Vals. Rfkharöur Hrafnkelsson 3 Torfi Magnússon 2 Guðmundur Jóhannsson 1 Jóhannes Magnússon 1 Kristjðn Ágústsson 3 Siguröur Hjörleifsson 1 Jón Steíngrímsson 2 Jón Oddsson 1 Þórir Magnússon 4 ÍR: Kolbweinn Kriatinsson 3, Kristinn Jörundsson 4, Jón Jörundsson 2, Stefðn Krist- jðnsson 3. ÍS: Albert Guömundsson 2, Atli Arason 1, Bjarni Gunnar Sveínsson 3, Gfsli Gíslason 3, Gunnar Halldórsson 1, Gunnar Thors 2, Jón Héö- insson 3, Ólafur Thoroddsen 2. Skynsemi og góð barátta færði KR öruggan sigur KR-INGAR höfðu öll mál í lagi er þeir sóttu Njarðvíkinga heim á laugardaginn og unnu verðskuld- aðan sigur á þeim í úrvalsdeild- inni í körfuknattieik. Úrslitin urðu 76:74 fyrir KR og geta KR-ingar fyrst og síðast þakkað liðsheildinni sigur í þessum leik, en barátta leikmanna var til fyrirmyndar og virtist hver ein- asti leikmaður tvíeflast við fjar- veru Jacksons, sem var í leik- banni. Ekki skal hlut Jóns Sig- urðssonar gleymt. en hann skor- aði 30 stig í leiknum og dreif félaga sina áfram. Með þessum sigri halda KR-ingar sér áfram við toppinn í deildinni, en tap hefði þýtt að langt bil hefði verið til Njarðvíkinga, en nú eru KR og Valur aðeins 2 stigum á eftir Suðurnesjamönnum. Njarðvíkingar fjölmenntu á leik- inn á laugardaginn og fylltu húsið í Njarðvíkunum. Áhorfendur voru 530 og því setinn bekkurinn, því í raun tekur húsið ekki nema 500 áhorfendur. Mikil stemmning var á áhorfendapöllunum og vonbrigði heimamanna því mikil er útséð var um að KR ynni þennan leik, en það varð þó ekki ljóst fyrr en á síðustu mínútunni, þannig að þessi leikur var í samræmi við flesta aðra leiki deildarinnar, spennandi fram undir það síðasta. Njarðvíkingar leiddu yfirleitt í fyrri hálfleiknum og náðu mestri forystu 34:27 þegar um 3 mínútur voru til leikhlés. Þá var Jón Sigurðsson tekinn út af hjá KR eftir heldur dapran leikkafla mínúturnar á undan. Aðrir leik- menn KR héldu merkinu á loft út hálfleikinn og höfðu jafnað 35:35 þegar tíminn rann út. Jón Sig- urðsson skoraði 14 af 22 fyrstu stigum KR og reyndar skoraði Birgir Guðbjörnsson 4 fyrstu stig KR í leiknum. I seinni hálfleiknum voru það KR-ingar, sem leiddu og voru komnir með 5 stiga forystu, 70:65, þegar 6 mínútur voru eftir. Enn var 5 stiga munur, 74:69 þegar 2 mínútur voru eftir og Gunnar UMFN — KR 74—76 Jón Sigurðsson sýndi stórleik og skoraði 30 stig á móti UMFN og var maðurinn á bak við sigur KR-inga. Jón hefur sjaldan verið i jafn góðri æfingu og núna. Þorvarðarson vék af velli með 5 villur. Spennan var mikil og sem dæmi' má nefna að Garðar Jó- hannsson misnotaði 4 vítaskot í röð, en hann skoraði úr tveimur seinni skottilraununum í seinna vítinu sem hann fékk, staðan 76:69, og leikurinn í raun unninn. Ted Bee og Stefán gerðu 3 stig, 72:76, og þá fyrst fóru þeir að pressa, en um seinan. Sigur KR-inga var öruggur, en Jónas Jóhannesson skoraði síðustu körfu þessa leiks. I orrahríðinni undir lokin fékk Jón Sigurðsson sína 5. villu í leiknum, sóknarvillu, og fannst manni 3 af þeim 5 villum, sem hann fékk í leiknum heldur vafasamar. KR-ingum tókst að dempa Njarðvíkingana niður í þessum leik og þar með var hálfur sigur- inn unninn, því að hraðinn er eins og kunnugt er sterkasta vopn Nj arðvíkurliðsins. Guðsteinn, Jón- as og jafnvel Júlíus léku verr en undanfarið og þó Ted Bee væri betri en áður í vetur, þá dugði það ekki til sigurs. Auk hans átti Gunnar góðan leik. Jón Sigurðs- son var iðnastur KR-inga við að skora, en barðist einnig mjög vel allan leikinn. Garðar, Birgir og Geir, sem reyndar lék á sínum gamla heimavelli, stóðu sig mjög vel. Sömuleiðis Þröstur, sem manni finnst að mætti fá meiri tækifæri með KR-liðinu. KR-ingar léku yfirvegað í þessum leik og margar sóknir þeirra fallegar. Dómarar í þessum leik voru þeir Guðbrandur Sigurðsson og Þráinn Karlsson og dæmdu í heildina vel. Stig UMFN: Gunnar Þorvarð- arson 23, Ted Bee 21, Guðsteinn Ingimarsson 10, Jónas Jóhannes- son 7, Júlíus Valgeirsson 6, Brynj- ar Sigmundsson 4, Stefán Bjarka- son 2, Jón V. Matthíasson 1. Stig KR: Jón Sigurðsson 30, Garðar Jóhannsson 14, Geir Þorsteinsson 10, Birgir Guð- björnsson 10, Þröstur Guðmunds- son 4, Árni Guðmundsson 4, Ágúst Líndal 2, Gunnar Jóakimsson 2. - áij íR-ingar áfram í baráttunni Ekkert lát er nú á spennandi leikjum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Þykir tiðindum sæta ef leikur vinnst með meira en fjór- um eða fimm stigum. Leikur ÍR-inga og Stúdenta i Hagaskól- anum á sunnudagskvöld var þar engin undantekning, en ÍR-ingar sigruðu í þeirri viðureign með 102 stigum gegn 101. í hálfleik var staðan 61 stig gegn 50, Stúdentum i vil. Fyrri hálfleikur þessa leiks var mjög skemmtilegur á að horfa, mikill hraði, ágæt hittni hjá leikmönnum beggja liða og svo mætti lengi telja. Stúdentar höfðu yfirhöndina fram undir miðjan hálfleikinn, en þá jafnaðist leikur- inn nokkuð. Þegar leið nær lokum hálfleiksins sóttu Stúdentar í sig veðrið og höfðu, eins og áður segir 11 stiga forskot í hálfleik. Framan af síðari hálfleik hélst sami munur, en ÍR-ingum tókst þó smám saman að saxa á forskotið og þegar um 8 mínútur voru til leiksloka var stðan 85 gegn 80, þeim í hag. Voru lokamínútur leiksins sérlega spennandi, en ÍR-ingar léku skynsamlega á loka- sprettinum og stóðu uppi sem sigurvegarar að leik loknum. IR-ingar geta þakkað Kristni Jörundssyni öðrum fremur að sigur vannst í þessum leik. Þessi ÍR — ÍS 102—101 harðduglegi leikmaður átti mjög góðan leik á sunnudaginn og voru sum gegnumbrotin hans glæsileg, en það er með óíkindum hvað honum tekst að smeygja sér fram- hjá mun hávaxnari leikmönnum. Þá voru þeir Kolbeinn Kristins- son, Stefán Kristjánsson og Mark Christensen einnig góðir, en ekki finnst mér sá síðastnefndi nýtast liðinu sem skyldi. Sömu fimm leikmennirnir léku allan leikinn fyrir IR að þessu sinni og verður það að teljast einn helsti veikleiki liðsins, að breiddin skuli ekki vera meiri og vitaskuld verður hún ekki meiri ef aðrir leikmenn fá ekki að spreyta sig. Hvað sem því líður eru IR-ingar svo sannarlega áfram með í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn, hafandi aðeins tapað einum leik fleira en Valur og KR. Stúdentar léku fyrri hálfleik þessa leiks skínandi vel. Var sérstaklega gaman að sjá til þeirra í varnarleiknum, þar börð- ust þeir af krafti og unnu vel saman. Sóknarleikur þeirra var sömuleiðis með ágætum, eða fram undir miðjan síðari hálfleikinn, þegar ÍR-ingar voru á góðri leið með að vinna upp forskot þeirra. í stað þess að fara sér hægt í sókninni og hafa þær langar. Ruku þeir til og tóku ótímabær skot, aftur og aftur. Eða eins og Guðni Kolbeinsson orðaði það eftir leikinn, þá virðist engu líkara en þeir „þoli“ ekki að ná 10 stiga forskoti og sama virðist hafa verið upp á teningnum í Njarðvíkum á dögunum. Úr þessu þarf að bæta. Trent Smock var í miklu stuði í þessum leik og réðu ÍR-ingar ekkert við hann. Bjarni Gunnar, Jón Héðinsson og Gísli Gíslason voru einnig góðir. Einn nýliði lék með Stúdentum að þessu sinni og . heitir hann Gunnar Thors. Þar er greinilega á ferðinni mikið efni, en er enn sem komið er ekki í nægilega góðri þjálfun. Dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Ingi Gunnarsson. Stigin fyrir ÍR: Kristinn Jör- undsson 33, Mark Christensen 24, Kolbeinn Kristinsson 18, Stefán Kristjánsson 15 og Jón Jörunds- son 12. Stigin fyrir ÍS: Trent Smock 44, Bjarni Gunnar Sveinsson 18, Gísli Gíslason 13, Jón Héðinsson 8, Gunnar Thors og Ólafur Thor- oddsen 6 hvor, Albert Guðmunds- son 4 og Atli Arason 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.