Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Liverpool geysist fram en Forest tapar og tapar Liverpool smeygði sér í efsta sæti fyrstu deildarinnar með furðulega auðveldum sigri á útivelli gegn Aston Villa. Manchester Utd. dinglar enn þá í Liverpool, liðin eru enn jöfn að stigum, en spá flestra er sú, að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool stingur Unit- ed af eins og hin liðin öll. Það verður nefnilega að segjast eins og er, að þó að MU hafi komið verulega á óvart í vetur virðist liðið f jarri því eins sannfærandi og Livcrpool. Nottingham For- est tapaði einn ganginn cnn á laugardaginn og Peter Shilton gerði í þeim leik mistök sem kostuðu lið hans stigin. Aðrir sem komust í sviðsljósið voru t.d. þeir Eric Gates hjá Ipswich og Garth Crookes hjá Stoke, en báðir skoruðu þrennu fyrir lið sín í mikilvægum sigurleikjum. En lítum á einstaka leiki. Gekk á ýmsu hjá efstu liðunum Efstu liðin tvö, Liverpool og Manchester Utd, höfðu rétt einu sinni hlutverkaskipti. Liverpool lék eins og meistaralið á Villa Park í Birmingham og varð líka að gera það, því heimaliðið lék mjög vel. Villa hafði verið öllu betri aðilinn þar til að Ray Kennedy skoraði fyrir Liverpool. Villa svaraði um hæl með marki Brian Little einni mínútu síðar. Enn leið aðeins ein mínúta og þá hafði Alan Hansen sent knöttinn í netið hjá Villa. í síðari hálfleik gekk á ýmsu, en Liverpool hafði þó heldur betri tök á leiknum lengst af. Þeir nýttu það til marka, Terry McDermott bætti þriðja markinu við eftir snilld- arsendingu Alan Kennedys. Mesti áhorfendaskari keppn- istímabilsins, 57.100 manns, tróðu sér inn á Old Trafford, heimavöll Man. Utd. og ætluðust auðvitað til þess að lið Leeds yrði malað mélinu smærra. 1. DEILD Liverpool Manchetiter títd Crystal Palace Arsenal Wolverhampton Tottenham Nottingh. Forest Norwich Coventry Soothampton Aston Villa Middif-shrouxh Everton Leeds West Bromwich Stoke Bristol City Manchester City Ipswich Derby HrÍKhton Bolton 1810 6 2 1910 6 3 19 7 9 3 19 7 8 4 18 9 4 5 19 8 5 6 19 8 4 7 19 7 6 6 19 9 2 8 19 8 3 8 18 5 9 4 19 7 5 7 19 5 8 6 19 5 8 6 19 5 7 7 19 6 5 8 19 5 7 7 19 7 3 9 19 7 2 10 19 6 310 18 4 410 19 1 810 39 13 26 28 13 26 24 16 23 23 13 22 25 22 22 26 29 21 28 24 20 29 27 20 32 33 20 32 28 19 18 18 19 16 16 19 25 25 18 19 25 18 26 24 17 25 30 17 17 22 17 18 29 17 21 26 16 19 25 15 19 32 12 14 33 10 2. DEILD Newcastle Luton Leicester Chelaea Q.P. Ranifcrs Birmingham West Ham Sunderland Wrexham Swansea Notts County Preston Orient Cardiff Oidham Cambridge Watford Fulham Charlton Shrewsbury Bristol Rovers Burnley 1910 6 19 9 7 19 9 7 1912 1 1910 4 19 9 5 5 1910 2 7 19 9 3 7 19 9 2 8 19 8 4 7 19 7 5 7 19 411 4 19 5 8 6 19 7 4 8 19 5 6 8 19 4 7 8 19 5 5 9 19 6 310 19 4 6 9 19 5 311 19 4 510 19 2 8 9 26 16 26 33 19 25 35 24 25 31 21 25 37 19 24 25 20 23 22 18 22 28 23 21 22 22 20 22 23 20 28 24 19 24 23 19 24 30 18 19 25 18 18 21 16 23 27 15 15 22 15 23 34 15 19 35 14 23 28 13 25 34 13 21 35 12 • Tottenham heldur áfram að draga hægt og bitandi á toppliðin og er liðið í hópi skemmtilegustu liða Englands. Hér eru þeir Osvald Ardiles, Ricardo Villa og John Pratt að afgreiða aukaspyrnu. Leeds kom hins vegar á óvart með góðum leik í fyrri hálfleik og hinn 17 ára gamli Terry Connor skoraði fyrir Leeds á 22. mínútu. Allt til leiksloka var MU í stórsókn og gekk á ýmsu. M.a. fékk liðið vítaspyrnu, en mark- vörður Leeds, John Lukic, varði meistaralega spyrnu Ashley Grimes. Heimaliðinu tókst þó að jafna og var þar að verki Mick Thomas snemma í síðari hálf- leik. United fékk færi til þess að gera út um leikinn, en þau færi voru ekki nýtt. Með sama áframhaldi fellur Forest! Crystal Paíace var lengst af sterkari aðilinn gegn Forest, það var aðeins í litlum mæli í síðari hálfleik, að Forest veitti umtals- verða mótspyrnu og þá hefði lið Palace átt að vera fyrir löngu búið að gera út um leikinn. Markvörður Forest, Peter Shil- ton, var einu sinni enn mið- punkturinn í tapi Forest, hann hefur ekki verið í stuði síðustu vikurnar og mistök hans gjarnan orsakað mörk. Sigurmark Palace var klaufalegt af hálfu Shilton, en hann lét skot Ian Walsh úr þröngu færi seytla inn við nærstöngina, eftir að hafa haft hendur á knettinum. Úlfarnir og Arsenal sækja fast á Úlfarnir unnu Bolton auð- veldlega þrátt fyrir að Peter Daniel brenndi af víti á fyrstu mínútu leiksins. Andy Gray skoraði tvívegis, bæði eftir und- irbúning John Richards og Walsh sendi knöttinn í eigið net. Steve Whatnore skoraði eina mark Bolton, sem virðist lítið erindi eiga í 1. deild. Arsenal lék á alls oddi gegn Coventry, sem leikið hafði ágæta leiki að undanförnu. Frank Stapleton og Alan Sunderland skoruðu sitt markið hvor á þriggja mínútna leikkafla og aðeins mínútu síðar minnkaði Gooding muninn fyrir Coventry. í síðari hálfleik gerði David O’Leary síðan út um leikinn er hann skoraði fyrsta mark sitt á keppnistímabilinu og þriðja mark Arsenal. Enska knatt- spyrnan • Þessi kappi er ekki dauður úr öllum æðum. Þetta er auðvit- að Ian Callacghan (Kalli Jó Englands), sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool. Hann er nú leikmaður með Swansea og fer þar með lykilhlutverk þó að hann sé rúmlega hálffertugur. Hann skoraði m.a. sigurmark Swansea gegn Charlton um helgina. Ekki má gleyma Tottenham Tottenham átti enn einn stór- leikinn um helgina og sigurinn gegn Bristol City hefði getað orðið helmingi stærri. Glenn Hoddle var að venju í broddi fylkingar hjá Tottenham og hann skoraði tvö af mörkum liðsins. Miðvörðurinn ungi Paul Miller skoraði þriðja markið, sem var reyndar fyrsta mark leiksins. Tom Ritchie skoraði eina mark Bristol úr víti. Vítt og breitt um England Áður er minnst á þá Eric Gates hjá Ipswich og Garth Crooks hjá Stoke, en þeir skor- uðu þrennur um helgina. Crook- es skoraði öll mörk Stoke í sigurleik gegn WBA. Crookes kom Stoke í 2—0 og var síðara markið skorað úr víti. Cirel Regis minnkaði muninn eftir snjallan undirbúning Peter Barnes rétt fyrir hlé og Barnes jafnaði síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Crookes hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð og skoraði sigurmarkið af stuttu færi eftir hornspyrnu rétt fyrir leikslok. Eric Gates var í essinu sínu fyrir Ipswich. Gates hefur lítið fengið að spreyta sig í aðalliði Ipswich í vetur og loks þegar tækifærið bauðst, hamaðist hann. Hann kom liði sínu í 2—0 gegn Manchester City með þrumuskotum frá vítateig, en félagi hans Mick Mills bætti þriðja markinu við. Ipswich slakaði heldur á klónni í síðari hálfleik en Gates bætti samt við þriðja marki sínu og fjórða marki Ipswich, City átti sér aldrei viðreisnar von. Middlesbrough tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli á þessu keppnistímabili er Southampton kom í heimsókn með engan útisigur á frægðarlista sínum á þessum vetri. Það kom þó ekki að sök, Boro lék illa þrátt fyrir sókn meiri hluta leiksins. Steve Williams skoraði sigurmark Southampton snemma í fyrri hálfleik. Var það heppnismark, en mark engu að síður. Brighton staðnæmdist á leið sinni af botninum, er liðið tapaði illa fyrir Everton. í síðustu leikjum sínum hafði Brighton hlotið 5 stig af sex mögulegum. Everton sökkti Brighton með tveimur mörkum snemma í fyrri hálfleik, en iengst af var þó lítill getumunur sjáanlegur á liðun- um. Andy King og Brian Kidd skoruðu mörk Everton. Derby og Norwich skildu jöfn í markalausum leik á heimavelli Derby. Það gekk á ýmsu og baráttan var gríðarleg. Kevin Reeves haltraði af leikvelli í fyrri hálfleik og Dave Webb lék mest allan leikinn með blóðið lagandi úr svöðusári á gagnauga. Var hann eins og trylltur stríðsmaður með tusku bundna um höfuðið. Derby sótti látlaust, en leikmenn Norwich vörðust hetjulega. Kevin Keelan í mark- inu varði hvað eftir annað af snilld og þegar leikmenn Derby komu knettinum fram hjá hon- um björguðu varnarmenn á marklínu. En ekki vildi boltinn i netið þrátt fyrir gylliboð. 2. deild: Burnley 1 (Burke) — Watford 0 Fulham 2 (Guthrie og Beck) — Shrewsbury 1 (Keay) Leicester 2 (Henderson og Good- win) — Orient 2 (Mayo og Margerison) Luton 1 (Moss) — Newcastle 1 (Rafferty) Notts County 1 (O'Brien) — Birmingham 1 (Lynex) Oldham 1 (Stainrod) — Chelsea 0 Preston 2 (Bruce og Elliott) — Cambridge 2 (Biley 2) QPR 2 (Goddard 2) — Wrexham 2 (Edwards og Vinter) Sunderland 2 (Davis sj.m. og Robson) — Cardiff 1 (Bishop) Swansea 1 (Callachan) — Charlton 0 West Ham 2 (Cross 2) — Bristol Rovers 1 (Barrowclough) Knátt- spyrnu úrslit Ei.gland 1. deild: Arsenal — Coventry 3-1 Aston Villa — Liverpool 1-3 Bristol City — Tottenham 1-3 Crystal P. — Nott. Forest 1-0 Derby — Norwich 0-0 Everton — Brighton 2-0 Ipswich — Man. City 4-0 Man. Utd — Leeds 1-1 Stoke - WBA 3-2 Wolves — Bolton 3-1 England 3. deild: Blackburn — Oxford 2-1 Blackpool — ReadinK 5-2 Bentford — Hull City 7-2 Chesterfield — Millwall 3-2 Grimsby — Mansfield 2-1 Plymouth — Harnsley 2-1 Rotherham — GillinKham 2-1 Sheffield Wed. — Exeter 0-1 Swindon — Bury 8-0 Wimbledon — Sheffield lítd. 1-1 England 4. deild: Aldershot — York City 2-2 DarlinKton — Tranmere 3-1 Hallfax — Lincoln 1-0 Ilartiepool — Newport 0-0 Hereford — Bradford 0-2 Northampton — Scunthorpe 0-0 PeterbrouKh — Portsmouth 0-0 Torquai — Huddersfield 3-1 Walsall — Wiaan 1-1 Skotland Dundee Utd og Aberdeen léku til úrslita um deildar- bikarinn á Hampden Park í Glasgow, en þrátt fyrir fram- lengingu og allt hvað eina, tókst ekki að knýja fram úrslit, þar sem hvorugu lið- inu tókst að skora. Liðin verða því að reyna með sér á nýjan ieik áður en langt um líður. Aðeins einn leikur fór fram í úrvalsdeildinni. Mor- ton, efsta liðið, fékk Rangers í heimsókn og sigraði lið Rangers með eina marki leiksins. Morton lék með að- eins 10 menn lengst af í leiknum, þar sem Bobby Thomson var rekinn af leik- velli. Celtic átti að leika á útivelli gegn Dundee, en leiknum var frestað sökum vetrarríkis í Skotlandi. Frakkland Lille — St. Etienne 0-2 Lyons — Naney 2-1 Metz — StrassbourK 0-0 Imval — Monaco 0-2 Nice — Vallenciennes 2-0 Bastia — Nimes 2-0 Marseiiles — Paris St. Germain 0— 1 Nantes — Lens 3-0 Suuchaux — Brest 7-0 Bordeaux — AnKers 2-1 Monacu er efst með 31 stÍK. Nantes hefur 29 stiit. St. Etlenne hefur 28 stiu uk Soucbaux hefur 27 stÍK. Austur-Þýskaland Chemie Leipz. — Dynamo Dresd. 1 —5 Dynamu Berlin — linlon Berlin 2—0 Zwickau — Chemio Ifalle 2—0 Carl Zeiss Jena — RW Erfurt 1 -1 Vorwerts Frankf. — LokoLeipz. 0—5 MaKdeburK — Karl Marx Stadt 2—0 Wismut Aue — Stahl Reisa 0—0 Dynamó Dresden hefur K<)ða for- ystu i delldinnl. liAið hefur hlotið 22 stÍK. en Ilynamú Berlin er i ððru sucti með 18 stÍK. Carl Zeiss Jena ok Chemie Ilalle hafa bæði hlotið 16 stÍK. ítalia Ascoli — Avellino 0-0 BoloKnia — AC Mflanú 0-1 CaKliari — Fiorentina 2-1 Catanzarro — Pescera 1-1 Inter — PeruKÍa 3-2 Juventus — Roma 2-0 Lazio — lldlnese 0-0 Napúli — Turinú 1-0 Inter hefur nú afKerandi forystu i deildinni. 19 stÍK. þremur stlKum meira heldur en nmsta lið, sem er AC Milanú með 16 stÍK. CaKliari hefur 15 stÍK ok er i þriðja steti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.