Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Af jólatónlei ikum í Háskólabíói Á næstunni er von á plötu með söngvaranum og bassaleikaranum Pálma Gunnarssyni og hann flutti tvö lög af henni, sérstaklega vakti annað athygli, en það lag er úr kvikmynd, sem nú er unnið að. Bar það heitið „Eitt lítið andar- tak“. Halli og Laddi slógu svo botninn í fyrri hluta tónleikanna og áhorfendur skunduðu niður í anddyrið til að sýna sig og sjá aðra. Þegar Brimkló hafði lokið leik sínum var röðin komin að Ómari áhorfendum. Nú var aftur komin röðin að Brunaliðinu og inn í þeirra atriði var ofið Ragnhildar þætti Gísladóttur, auk þess, sem hinar söngkonurnar í Brunaliðinu fengu sitt „sóló“-hlutverk. Vinsælasta skemmtiatriðið í fyrra, HLH-flokkurinn, sá svo um að reka endahnútinn á tónleikana, en þeim lauk svo með því að allir, sem fram komu, gengu fram á sviðið með kerti í hönd og sungu „Heims um ból“. Tóku áhorfendur undir er leið á lagið. Létt sveifla hjá Pálma og Ragnhildi. í skini skærra ljósa, HLH-flokkurinn rifjar upp gbmlu, gnóu rokklogin. Ljósmyndir Mbl. Kristinn. Utan úr rökkrinu i Háskóla- biói berst stighækkandi sirenu- væl. Skyndiiega er likt og skoll- in sé á blindhrið á sviðinu, margiit ljós iýsa það upp og ijóskastarar og „hringljós" mynda snjókorn sem falla ört til jarðar. í næstu andrá er Brunaliðið tekið til við spila- mennskuna og þar með er hafinn „Jólakonsert ’79“. Troð- fullt hús áhorfenda fagnar þeim innilega og fagnaðar- bylgja berst eftir salnum, þeg- ar þessu fyrsta atriði er lokið. Byrjunin lofar góðu. Eitthvað á þessa lund byrj- uðu jólatónleikar Hljómplötu- útgáfunnar, sem haldnir voru i Háskólabiói i fyrrakvöld, en tónleikarnir voru til styrktar barnaheimilinu Sólheimum i Grimsnesi. Haldnir voru þrennir tónleikar, en upphaflega var aðeins ráðgert að halda tvenna. Þegar til kom reyndist aðsókn feikimikil og því varð að gripa til þess ráðs að bæta einum við. Þegar dæmið hef- ur verið gert upp ætti ágóðinn að nema fjórum til fimm milljón- um, sem renna óskertar til Sólheima. En víkjum aftur að tónleikun- um. Þegar Brunaliðið hafði lokið sér af, tóku við þrír kumpánar, þeir Halli, Laddi og Jörundur og fóru með gamanmál. Snerist at- riði þeirra um þá tvíbura Bjarna og Gunnar, sem lentu í hinum mestu ógöngum í bíóinu. Vöktu þeir mikla kátínu með leik sínum og látbragði. Yngsti listamaður Hljómplötu- útgáfunnar, Ruth Reginalds, söng næstu lög og áður en Magnús og Jóhann komu fram greip Egill Ólafsson hljóðnemann og söng jólalag, svona rétt til að minna viðstadda á tilefni tónleikanna. Karlakór Reykjavíkur, nýkom- inn úr Kínaieisu sinni, aðstoðaði Björgvin Halldórsson í lagi hans „Loksins ég fann þig“, en áður en það gerðist, afhenti Björgvin kórnum guliplötu í tilefni af því að plata Björgvins „Ég syng fyrir þig“ hefur selzt í yfir tíu þúsund eintökum. Kórinn söng einmitt með Björgvini á þeirri plötu og þá aðeins í áðurnefndu lagi, en flutn- ingur þeirra á því hefur orðið mjög vinsæll. Ragnarssyni og er ekki ofsögum sagt, að telja hann hafa átt húsið. Það var sama hvað Ómar sagði, söng eða gerði, viðstaddir allt að því grenjuðu af hlátri og áhorf- endur voru ekkert á því að sleppa honum, þegar hann hafði lokið sínu hlutverki. Var Ómar sá eini, sem var kallaður aftur fram, og hann átti það svo sannarlega skilið. Að norðan kom Bjarki Tryggva- son og söng tvö lög, annað rólegt og hitt hratt rokk og féll hið síðarnefnda betur í kramið hjá Þar með var lokið ágætum hljómleikum. Víst er að áhorfend- ur, en þar á meðal voru forseti Islands og frú og aðrir tignar- menn þjóðarinnar, skemmtu sér konunglega. Ekkert var heldur til sparað til að gera hljómleikana sem bezt úr garði, sviðssetning var frumleg og smekkleg og hljómurinn í salnum var mjög góður. En skemmtilegast var þó að allir listamennirnir virtust hafa yndi af því að koma fram og styrkja málstað tónleikanna. SA hlegið Sungið spilað glensast og „Heims um ból“ kyrjað af hjartans lyst. Brunaliðið var fjölskipað á tónleikunum, sex söngvarar og stundum sjö sáu um raddanir og fyrir utan hinn venjulega kjarna, sem sést lengst til vinstri á myndinni, voru einir fimm blásarar. Strimíarnir í bakgrunni myndarinnar mynduðu einfalt og skemmtilegt skraut. Stjörnubíó: „Ferðin til Jólastjörn- unnar“ endursýnd STJÖRNUBÍÓ hefur í dag end- ursýningar á norsku jólamynd- inni „Ferðin til jólastjörnunn- ar“. Myndin er byggð á sam- nefndu leikriti eftir Sverre Brandt samkvæmt handriti eftir Ola Solum og Axel Helgeland. sem einnig hefur samið vísna- texta. Tónlistin er eftir Johan Halvorsen en Ole Solum er leikstjóri. Myndin gerist í litlu kon- ungsríki einhvers staðar í ævin- týraheiminum. Það er aðfanga- dagur jóla og fólk er að leggja síðustu hönd á undirbúning há- tíðarinnar, meðal annars í kon- ungshöllinni sem er forn miðald- abygging. Þar býr kóngurinn ásamt drottningu sinni og dóttur þeirra Gullbrá prinsessu og hirð- inni. Hópur leikara og loddara kem- ur líka til bæjarins umhverfis höllina á aðfangadag til að skemmta almenningi. Um nótt- ina hverfur Gullbrá prinsessa. Hún_ hefur farið að leita að Jólastjörnunni sem hana langar til að eignast. Greifinn, frændi hennar, hefur hvatt hana til þess í þeirri von að hún týnist og hann fái meiri völd og erfi jafnvel ríkið síðar. Með aðalhlutverkin fara Hanne Krogh, Knut Risan, Bente Bör- sum, Ingrid Larsen og Alf Nord- vang. Gullbrá prinsessa leggur af stað í leit að jólastjörn- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.