Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 17
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 17 Neikvæð þróun í endurnýjun Eyjaflotans Miklar umræður hafa orðið manna á meðal um þróun í útgerð hér í Eyjum. Áhyggjum valda þeir miklu fjárhagserfiðleikar er að steðja hjá þeim sem ennþá eru að og upp úr standa. Þá eru ekki minni áhyggjur af þeirri stað- reynd að endurnýjun flotans er engin og það sem verra er, skipa- stóll Eyjamanna fer minnkandi og sum þeirra skipa, sem ennþá eru talin í eigu Vestmannaeyinga eru vart til sem slík, liggja mánuðum saman bundin við festar. Ég vil nú nánar gera grein fyrir þessu. Skipaeign meðlima útvegsbænda- félagsins var við seinasta aðalfund 8473 smálestir og hefur aldrei verið meiri. Síðan hafa ótíðindin heldur betur sagt til sín. Þrír bátar, Burstafell 48 smál. Björg- vin 39 smálestir og Reynir 45 smálestir hafa verið eyðilagðir, farið í Aldurslagasjóð eins og almennt er sagt. Samtals voru fyrrgreindir bátar 132 smálestir. Á móti þessu komu svo Bugur og Þórir, samtals 130 smálestir, svo að þarna munar ekki nema 2 smálestum okkur í óhag. En sagan er nánast ósögð, þar sem 7 bátar hafa verið seldir úr byggðarlag- inu, öðlingur 51 smálest, Gylfi 47 smálestir, Stígandi II 176 smál., Eyjaver 217 smál., ólafur Vest- mann 63 smálestir, Gunnar Jóns- son 247 smál. og Ófeigur II 88 smál. Hér er um að ræða 789 smálestir og að viðbættum þeim tveim smálestum sem var munur- inn á því sem kom og hvarf, gerir þetta 781 smálest, með öðrum orðum, flotinn var 8473 smálestir í fyrra en er nú 7692 smálestir. Siglt í vaxandi mæli Þá fjallaði Björn í ræðu sinni um aflabrögð Eyjabáta, en alls var landað tæplega 140 þúsund tonnum í Eyjum á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þá er að auki afla Eyjaflotans sem siglt hefur verið með til Bretlands og Þýzka- lands, en siglingar hafa aukizt talsvert að undanförnu. Batnandi aðstaða á bryggjum Ég hefi hér á undan skýrt frá ýmsu sem komið hefur upp á borðið hjá Útvegsbændafélaginu varðandi hagsmunamál útgerðar- innar og hvernig þeim hefur reitt af. Margt fleira hefur komið til, svo sem það sem snýr að yfirvöld- um í bænum, má þar til nefna áskorun um dýpkun „hafnarinn- ar“ og bætta aðstöðu við hana. Vei hefur þokast í því að bæta þjón- ustu við bátana hvað varðar raf- magn og vatn og stórt átak var gert í sumar er Básaskersbryggj- an var malbikuð. Er nú svo komið að öll þrjú helstu athafnasvæði við höfnina eru nú bundin varan- legu slitlagi. Fagna útvegsmenn þessum aðstöðumun um leið og þeir harma hve seint þokar áleiðis varðandi dýpkun hafnarinnar, og vilja enn á ný ítreka þá kröfu sína að höfnin verði gerð skipgeng öllum íslenskum fiskiskipum. Síversnandi afkoma útgerðarinnar í umræðunni um fækkun bát- anna hér í Eyjum og hefur áður vikið að, er að sjálfsögðu rauði þráðurinn þær efnahagslegu for- sendur sem verða að 'vera fyrir hendi, sem sé að tekjur nægi fyrir gjöldum. Á það hefur viljað bresta undanfarin ár þótt aldrei hafi verið eins og í ár. Útgerðarmenn hafa undanfarin ár og þó sérstak- lega á s.l. ár bent á í hve mikið óefni er komið um afkomu útgerð- ar og að útgerðarmenn væru margir að komast í þrot. Það þarf því engum að koma á óvart hvernig málum er komið, engin endurnýjun flotans, bátunum fækkar, útgerð dregst saman og velflestir þeir útgerðarmenn er eftir lifa eru svo fjárhagslega lamaðir að þeir mega sig hvergi hreyfa. í þrengingum genginna ára hefur heldur verið lítið hlust- að á útgerðarmenn, tal þeirra um slæma afkomu tekið sem mark- laust hjal og barlómur. Nú þegar um tugur báta hverfur af athafna- svæðinu virðist eins og maður og maður hafi vaknað við vondan draum og talið atburðarásina í þessu efni ekki rétt jákvæða og enn aðrir hafa gert sér ljóst, að það er fyrst og fremst útgerðin sem sér um það að fylla launa- umslög bæjarbúa. Ríkjandi vaxtakjör auka vandann Hugrenningar duga skammt. Nú er svo komið, að það sem við hðfum verið að predika á undan- förnum árum er komið á daginn og sannleikanum samkvæmt. Menn gefast hreinlega upp, þeir sem það geta. Margur maðurinn er það reyrður að hann getur ekki hætt útgerð, verður að snúast með og áfram nauðugur viljugur. Margar eru ástæðurnar fyrir því hvernig komið er. Meginókostirnir eru þó tveir, aflasamdráttur og verðbólga. Verður ekki erfitt að láta enda ná saman í útgerð, þegar að útseld vinna í þjónustugreinum við útgerðina er á bilinu 3—6 þúsund krónur fyrir klukkutím- ann. Olian, þessi stóri kostnaðar- liður, sérlega hjá botnvörpubátun- um hefur hækkað um aðeins tæplega 200% á aðeins einu ári. Olíulíterinn kostaði 49.75 í októ- ber í fyrra, nú er verðið 142.05. Verður ekki erfitt að mæta þessu með minnkandi afla. Þá er ekki úr vegi að minnast á vextina. Þar er sama sagan, gífurleg hækkun, og það sem verra er að dráttarvextir sem koma oftar en ella hvað þyngst við útgerðina, vegna óvissunnar um tekjuöflunina, eru að vera óbærilegir. Atvinnuvegir sem byggja á útflutningi geta ekki búið við þau vaxtakjör sem ríkjandi eru í dag. — Horfur og framtíðar- óskir í fiskibæ Ai máli mínu dragið þið sjálf- sagt þá ályktun að svart sé framundan og víst er að dökkt og þungt er fyrir. Kvíðvænlegast er að þurfa að lifa og starfa undir því verðbólgufargi er nú tröllríður þessari þjóð. Allt starf og strit og þá einkum hjá þeim er atvinnu- vegi stunda til útflutnings er nánast barátta við vindinn, við núverandi aðstæður, svo ég tali nú ekki um ef ástandið í verðlagsmál- um kynni að versna sem því miður er allt útlit fyrir ef marka má „kúrsinn" á þjóðarskútunni í dag.1 Enginn skal ganga að því „grufl- andi“ að það verður margt and- stætt á æstu mánuðum. Barátta við dýrtíðina, aflatakmarkanir, lánsfjárskortur og óvisst ástand á vinnumarkaðnum. Þrátt fyrir þetta skulu menn minnast þess að ekki hefur alltaf blásið úr réttum áttum hvað varðar höfuðatvinnu- veginn hér í Eyjum, sjávarútveg- inn. Tíu ára krepputímabil áranna millum 1930—1940 varð velflest- um útgerðarmönnum þess tíma þungt í skauti; aflaleysisár hafa komið og farið, og oft hefur verið óstjórn í landi. En eigi að síður hefur lífið haldið áfram og alltaf hefur verið „gert út“. Vestm.eyjar eru fiskibær og verða aldrei ann- að. Betri tíð með blóm í haga Hér er lífið þorskur. Það verða allir að skilja. Áfram verður gert út. Starfsemi Útvegsbændafélags- ins er og verður að skapa þau skilyrði í þjóðfélaginu og reyna að verja meðlimi sína áföllum, svo að atvinnuvegurinn sem slikur kom- ist þolanlega af. Þetta bæjarfélag i hefur ekki efni á öðru. Með þetta að veganesi, og svo það að afli fari batnandi, kemur áreiðanlega betri tíð með blóm í haga. -á.j. Fráíarandi stjórn útvegsbænda 1 Eyjum ásamt framkvæmdastjóra. Sitjandi frá vinstri: Hilmar Rósmundsson, Björn Guðmundsson og Ingólfur Matthiasson. Standandi frá vinstri: Gisli R. Sigurðsson, Oskar Matthiasson, Gisli Valur Einarsson og Erling Pétursson. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. þönkum vegna útvegsins. Hilmar Rósmundsson afhendir Birni áletraða fánastöng frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja fyrir fórnfúst starf i 20 ár sem f ormaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.