Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 • Nelli Kim vann sinn fyrsta HM-sigur. Fyrsti HM-sigur hjá Nelli Kim Fimleikakonan sovéska Nelli Kim vann sitt fyrsta meiri háttar mót um helgina, þegar allar fremstu fimleikakonur veraldar mættu til leiks í Fort Worth í Texas á heimsmeistarakeppnina í fimieikum. Reyndar komu ekki allar, Nadia Comaneci varð frá að hverfa vegna krankleika og Elena Mukhina heimsmeistarinn. var einnig slösuð og gat ekki keppt. En Kim var engu að síður vel að sigrinum komin og þær Comaneci og Mukhina hefðu mátt láta hedur standa fram úr ermum til þess að skáka hinni bráðmyndarlegu Kim sem hlaut 78, 650 stig fyrir æfingar sínar. Maxi Gnauck frá Austur-Þýskalandi hafnaði í öðru sæti og jöfn frammistaða Kim gaf Gnauck aldrei færi á því að skjótast fram úr. Hlaut Gnauck 78, 375 stig. Melit Ruhn ný stjarna frá Rúmeníu, skaust upp í þriða sætið, þegar Maria litla Filatova datt af tvíslánni, síðustu greininni, Tuhn hlaut 78, 325 stig, en Maria Filatova hlaut 77, 950 stig og hafnaði í fjórða sæti. Spanverjar a grænni grein SPÁNVERJAR urðu sjötta þjóð- in til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni landsliða í Evrópu, en lokakeppnin fer fram á Ítalíu næsta sumar. Spánverjar sigruðu Kýpur í Limasol í síðasta leik 3-riðils og tryggðu með því sæti sitt. Lokatölur urðu 3—í. Spánverjar fengu sannkallaða óskabyrjun þegar Villar skoraði með þrumuskoti strax á 5. mínútu. Spánverjarnir léku mjög vel allt til leikhlés og á 43. mínútu bætti Santillana öðru marki við. Spán- verjarnir drógu sig síðan mikið í vörn þegar á síðari hálfleikinn leið, enda öruggur sigur að því er virtist í höfn. En þá skoraði skyndilega Phivos upp úr þurru fyrir Kýpur. Spánverjarnir hófu þá að sækja á nýjan leik og á síðustu mínútu leiksins bætti Saura þriðja markinu við. Loka- staðan í riðlinum varð þessi: Spáiln 6 4 1 1 13- 5 9 Júgóslavía 6402 14— 68 Rúmenía 6 2 2 2 9— 8 6 Kýpur 6 0 1 5 2—19 1 Stórverkefni hjá Skíðafélaginu ÞANN 22. nóvember 1979 var haldinn aðalfundur Skíðafélags Reykjavíkur og var hann í skíðaskálanum í Hveradölum. Formaðurinn Matthías Sveinsson var einróma endurkjörinn fyrir næsta starfstímabil. Starfsemi Skíðafélagsins hefur gengið vel s.l. ár. Félagið beitir sér aðallega fyri norrænu skíðagrein- unum, má í því sambandi benda á „skíðafélagsgönguna" (öldunga- gönguna) sem var í fyrsta skipti s.l. vor og var mjög vel sótt og vinsæl. Ennfremur hafa verið framhaldsskólamót í svigi og göngu. Stórverkefni Skíðafélags Reykjavíkur í framtíðinni er bygging skála fyrir skíðagöngu- fólk á Bláfjallasvæðinu en umsókn þess efnis hefur verið send Blá- fjallanefnd. Eins og undanfarin ár mun félagið halda uppi skíða- kennslu fyrir almenning í vétur, og verður það auglýst nánar í dagblöðum. Þeir sem hafa áhuga eru þá beðnir að hringja í síma 12371. Þór Ak sprakk a ÞRÓTTURUM áskotnuðust mjög dýrmæt stig í 2. deild er þeir unnu verðskuldaðan sigur á Þór á Akureyri s.l. laugardag 25—22. Þórsarar eru illa staddir núna, þeir hafa lokið fjórum leikjum og hafa enn ekki fengið stig, afleit byrjun á mótinu. Þróttarar ætluðu sér auðsýni- lega ekki að hljóta sama hlutskipti og kvöldið áður þegar þeir töpuðu fyrir KA, því þeir byrjuðu af krafti og áður en Þórsarar höfðu áttað sig var staðan orðin 7—1 Þrótti í hag. En Þórsarar hafa verið þekktir fyrir margt annað en að gefast upp þegar á móti blæs og hófu því hatramma baráttu til að minnka muninn. Sú barátta tókst ágætlega því að í hálfleik var staðan 13—10 fyrir Þrótt. Þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og á 8. mínútu náðu þeir að jafna metin. 15—15. En þá tóku Þróttarar til þess bragðs að taka Þór — Þróttur 22—25 Sigurð Sigurðsson úr umferð og við það urðu þáttaskil í leiknum. Allur vindur var nú úr Þórsurum og á næstu 10 mínútum skoruðu Þróttarar 6 mörk gegn 1 marki Þórsara og breyttu stöðunni í 21—16, og þar með voru úrslitin ráðin. Þórsarar náðu að minnka muninn en samt var sigur Þróttar aldrei í hættu. Leikurinn var ágætlega leikinn bæði í vörn og sókn. Lið Þróttar var mjög jafnt í þessum leik og skaraði enginn framúr. Þeir léku mjög góða vörn sem áður og sóknarleikurinn var allur annar og betri en kvöldið áður. Mörk Þróttar: Sigurður limminu Steinsson 9(5v), Magnús Mar- geirsson 5, Olafur H. Jónsson 5, Lárus Lárusson 4, Páll Ólafsson og Einar Sveinsson 1 hvor. Lið Þórs virðist vera í framför og léku þeir hraðari handknattleik heldur en þeir hafa gert áður og lofar það góðu, þeir áttu góða sprett.i en duttu svo niður þess á milli. Bestur þeirra var Davíð Þorsteinsson markvörður sem varði eins og herforingi í seinni hálfleik. Mörk Þórs: Sigurður Sig- urðsson 6, Oddur Halldórsson 3, Árni Stefánsson 3, Gunnar Gunn- arsson 2, Valur Knútsson 2, Sig- tryggur Guðlaugsson 2, Jón Sig- urðsson 2(lv), Benedikt Guð- mundsson og Hrafnkell Óskarsson 1 hvor. Ágætir dómarar leiksins voru Guðmundur Kolbeinsson og Rögn- valdur Erlingsson. Sor. Víkingar léku sér að UMFG EKKI verður hér eytt miklu plássi í umfjöllun um leik Víkings og Grindavíkur í 1. deild kvenna í handbolta, enda ekkert að fjalla um. Sigur Víkings var öryggið sjálft, valkyrjur Víkings gerðu það sem þær lysti og völsuðu inn og út um vörn UMFG eins og þær væru með boðsmiða á allt saman. Sigurinn ótrúlegur, 28—5. Hvernig geta svona tölur sést í 1 deildar keppni? Víkingur komst í 8—0 og þaðan af meira í leiknum og oft virtust Suðurnesjastúlkurnar hreinlega ekki kunna að grípa. Meira að Víkingur — UMFG 28—5 segja markvörðurinn, Rut Óskars- dóttir, sem verið hefur styrkasta stoð liðsins í vetur, var ekki svipur hjá sjón. Staðan í hálfleik var síðan 15—3, þannig að síðari hálfleikur endaði 13—2! Eiríka og íris voru í sannkölluð- um Víkingaham í leiknum og vógu á báða bóga. Þær skoruðu þegar þeim bauð svo við að horfa, samanlagt 18 mörk af 28 mörkum. Aðrar voru jafnar í liði Víkings, en Anna Björnsdóttir átti ágætan leik á línunni. Opnaði hún vel fyrir skyttunum og skoraði sjálf lagleg mörk. Mörk Víkings: íris 11 (3 víti), Eiríka 7, Sigrún 3, Anna, Ingunn og Guðrún 2 hver, Vilborg eitt mark. Mörk Grindavíkur: Sjöfn 3, Ágústa og Svanhildur eitt hvor. -gg Langþráó stig til FH FH STÚLKURNAR kræktu sér í sín fyrstu stig í 1. deild kvenna þegar þær unnu stöllur sínar Þór á Ákureyri s.l. laugardag. Þegar upp var staðið höfðu FH stúlk- urnar gert 20 mörk gegn 19 mörkum Þórsara. Leikurinn einkenndist mjög af lélegum vörnum beggja liða, og ekki var markvarslan til að hrópa húrra fyrir. Oft virtist sem stúlk- urnar gætu labbað út og inn um vörn andstæðinganna, og það kann víst ekki góðri lukku að stýra. En lítum á gang leiksins. Þórsarar höfðu ávallt frumkvæðið í fyrri hálfleik og höfðu mest þriggja marka forystu. Staðan í hálfleik var 13—7 Þór í vil. FH-stúlkurnar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna 13—13 og eftir það skiptust liðin á um að hafa forystuna. En á lokamínútunum komust FH-stúlk- urnar tvö mörk yfir, en Þórsarar áttu svo lokaorðið í leiknum, en það nægði ekki til sigurs. Sigur FH var staðreynd og fengu stúlkurnar þarna kærkomin stig í 1. deild kvenna. Hjá FH var Kristjana Aradóttir best, en hún skoraði góð mörk auk þess sem hún átti margar laglegar línusendingar. Mörk FH: Krist- jana Aradóttir 9, Katrín Daní- valsdóttir 6, Ellý Erlingsdóttir 3, Björg Gilsdóttir 1, og Svanhvít Magnúsdóttir 1. Hjá Þór var engin annarri betri nema helst Magnea Friðriksdóttir sem hélt spilinu gangandi. Mörk Þórs: Harpa Sigurðardóttir 5 (3v), Magnea Friðriksdóttir 4, Dýrfinna ÞÓr — FH Torfadóttir 3, Anna Gréta Hall- dórsdóttir 3, Valdís Hall- grímsdóttir 3 og Þórunn Sigurðar- dóttir. Sor. Dómaramál yngri flokka í megnasta ólestri UM helgina léku í C-riðli 4 flokks 7 lið og fór keppni þeirra fram í Vogaskóla. Lið Vals hefur for- ystu eftir fyrstu umferð, en úrslit i leikjum piltanna fara hér á eftir. Þá átti að fara fram keppni i 3. flokki kvenna og voru öll liðin mætt til leiks en fresta varð keppni vegna þess að ekki feng- ust dómarar. Að sögn þjálfara liðanna í yngri flokkunum vant- ar mikið á að dómarar sinni sínum málum nægilega vel hjá yngri flokkunum. Að þessu sinni þurftu lið frá Keflavík og Mosfellssveit til dæm- is að snúa heim á leið án þess að keppni færi fram. Þessu þarf að kippa í lag sem fyrst. Þetta er reyndar engin ný bóla í Reykja- víkurmótinu í handknattleik yngri flokkanna þurftu þjálfarar að dæma svo til hvern einasta leik. Það mun vera Handknattleiksráð Reykjavíkur sem á að sjá um dómgæsluna hjá yngri flokkunum en þau mál virðast vera í miklúm ólestri. Úrslit einstakra leikja í C-riðli, 4. flokki karla. Valur - ÍBK 11-1 Leiknir — ÍR 9-8 HK — Ármann 12-6 Grótta — Valur 6-15 ÍBK — Leiknir 8-12 ÍR - HK 6-15 Leiknir — Grótta 17-11 Ármann — IR 9-9 HK - ÍBK 13-6 Valur — Leiknir 10-8 ÍBK — Ármann 9-11 Grótta — HKb8—19 ÍR - ÍBK 14-4 HK - Valur 10-11 Ármann — Grótta 10-7 Leiknir — HK 6-8 Grótta — ÍR 7-12 Valur — Ármann 9-6 ÍBK — Grótta 9-10 Ármann — Leiknir 10-9 ÍR - Valur 7-10 Lokastaða liðanna varð því þessi. Valur 6 6 0 0 66-38 12 HK 6 5 0 1 77-43 10 Leiknir 6 3 0 3 61—55 6 Ármann 641 1 55-52 9 ÍR 6 11 4 46-64 3 Grótta 6 0 0 6 48-83 0 ÍBK 6 0 0 6 37-71 0 — ÞR. Þjálfar Þorsteinn Hauka? Þróttur AÐALFUNDUR knatt- spyrnudeildar Þróttar fer fram í kvöld í félagsheim- ilinu við Holtaveg og hefst hann klukkan 20.00. ENN hafa Ilaukar ekki ráðið sér knattspyrnuþjálfara fyrir næsta kcppnistímabil, „en við erum að kanna markaðinn eins og Pétur Árnason formaður knattspyrnu- deildar Hauka komst að orði. Pétur staðfesti við Mbl. að Hauk- ar hefðu átt viðræður við Þoi stein Friðþjófsson fyrrum þjálf- ara Þróttar, en enn sem komið væri, hefðu engar ákvarðanir verið teknar. Viðræðunum stóð hins vegar til að halda áfram. gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.