Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Nýi Colt-híllinn frá Mishubishi. Hægt er að fá hann bæði 2ja og 4ra dyra. Coltinn athygl- isverður smábíll Á þessari mynd sést glöKKÍCKa að þrátt fyrir smæðina er gott pláss fyrir farþegana. COLT-smábíllinn frá japönsku bilaverksmiðjunum Mitsubishi hefur á undanförnum mánuð- um vakið verðskuldaða athygli víða um heim og hefur hann fengið mjög góða dóma hjá erlendum bílablöðum. P. Stef- ánsson h.f., umboðsmaður Misu- bishi á íslandi, hefur nú hafið innflutning á honum og eru fyrstu bílarnir þegar komnir á götur hér. Sigfús Sigfússon, forstjóri P. Stefánsson h.f., sagði í samtali við Mbl. að með mjög hagstæð- um samningum við verksmiðj- una hefði þeim tekist að ná verðinu mjög niður og kostar Coltinn ekki nema um og yfir 4 milljónir króna samkvæmt * gengisskráningu í október. I byrjun verður aðeins fluttur inn bíllinn með svokallaðri 1200 vél, en frá verksmiðju er enn- fremur hægt að fá hann með svokallaðri 1400 vél, en að mati bílasérfræðinga erlendis er 1200 vélin meir en nægilega sterk til þess að knýja Coltinn áfram, jafnframt því sem hún er talin verulega eyðslugrennri en stærri vélin. Colt-bíllinn er búinn fram- hjóladrifi sem óneitanlega er mikill kostur hér á landi. Hann kemur „standard" frá verksmiðj- unni með fjögurra gíra kassa, auk þess sem hann er búinn nokkurs konar háú drifi, eða „overdrive". Þá er hægt að fá hærra drifhlutfall ef ekið er á góðum vegum á meiri hraða, en það getur sparað töluvert benzín. Misubishi-verksmiðjurn- ar eru þær fyrstu sem búa smábíla þessum útbúnaði. Þrátt fyrir smæðina er Colt- inn gerður fyrir fimm farþega með ökumanni og er plássið sem aftursætisfarþegum er ætlað al- veg viðunandi, en mjög oft vill við brenna í smábílunum að pláss fyrir farþega í aftursæti er nánast ekki neitt. Samkvæmt mælingum er- lendra blaða á Colt-bílinn ekki að eyða nema á bilinu 6—7 lítrum á stöðugri keyrslu, sé ekið á 100 kílómetra hraða á klukku- stund, en hann er búinn 40 lítra benzíntanki. Tankurinn ætti því að duga til um 550—650 kíló- metra aksturs. Nýi Aro 100-jeppinn er nokkru minni en 244-bíllinn, en hann er einnig fáanlegur sem pallbíll Aro 100 — ný gerð Aro-jeppa ARO-umboðið á íslandi er um þessar mundir að hefja inn- flutning á nýrri gerð Aro- jeppanna, Aro 100, og er hann nokkru minni en Aro-jeppinn, sem kom fyrst og hefur verið notaður hér á annað ár. Bíllinn er byggður á grind og er vélin 54 hestöfl staðsett að framan, fjögurra strokka bens- ínvél, vatnskæld, 1289 kúbik. Bíllinn hefur óháða fjöðrun með gormum, skálabremsur, gír- sþiptingu í gólfi og kemur hann á 14“ hjólbörðum. Vegur hann milli 1000 og 1100 kg og ber kringum 500 kg. Gert er ráð fyrir að bíllinn komi fyrst hingað til lands um eða eftir áramótin, og að hann kosti kringum 5 milljónir króna. Þá er það nýmæli við stærri Aro-jeppana, 244-gerðina að brátt eru þeir fáanlegir með dísilvél og kosta þeir þá um 8 m.kr. Segja umboðsmenn það mikinn kost að geta boðið bílinn með dísilvél og telja hann verða enn samkeppnisfærari við aðra jeppa, sem boðnir hafa verið hérlendis. Ný (lísilvél frá Ítalíu FYRIRTÆKIÐ Barco, báta- og vélasalan í Garðabæ, hefur haf- ið innflutning á nýrri disilvéi og er hún framleidd af Stabili- menti Meccanici VM á Ítalíu. Ásgeir Long, innflytjandi vél- arinnar, segir að hún sé sérstæð að því leyti, að verksmiðjunni hafi tekist að gera hana jafn létta eða léttari en samsvarandi bensínvél (allt að 100 kílóum) og gætt hana svipuðum eiginleikum hvað varðar viðbragð og snún- ingshraða. Hreyfillinn er 90 hestöfl við 4200 snúninga á mínútu og vegur hann aðeins 202 kg. Vélin er búin afgastúrbínu af Bflar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL þýskri gerð og „vacuum“-dælu fyrir sjálfskiptingu og aflhemla. Verksmiðjurnar hafa reynt vél þessa í Rang Rover-bíl við ýmsar aðstæður og sagði Ásgeir, að vélin virtist skila nægu afli bæði utan vegar og á hraðbrautum, en hámarkshraðinn er 130 km klst. Vélin verður í Alfa Romeo-bílum af gerðinni „Alfetta-diesel" og í bílablaðinu Gente Motori kemur fram, að vélin hefur mikla yfir- burði hvað snertir kraft miðað við þyngd. Ásgeir sagði verð vélarinnar vera kringum 2,4 milljónir og er um þessar mund- ir alllangur afgreiðslufrestur frá verksmiðjunum þar sem þær anna ekki eftirspurn. Er ráðgert að vél verði prófuð í Range Rover-bíl hérlendis eftir áramót og jafnvel í 6 cyl. Blazer-bíl, en hún er sögð nógu kraftmikil fyrir jeppa af þeirri gerð og minni jeppa, en naumast hina stærri. Petrol King, nýr benzínsparari: Sparar að minnsta kosti 10% benzín NÝTT tæki til benzínsparnaðar er nú komið á markað hér á landi, er það Petrol King benzinspararinn svokallaði frá Mazpassi á Ítalíu og er það Sveinn Egilsson h.f. sem flytur hann inn. Petrol King er nokkurs konar þrýstijafnari, en við venjulegar akstursaðstæður valda þrýst- ingsbreytingar frá benzíndælu breytingum á benzínhæð í blönd- ungi. Þetta veldur því að benzín- blandan frá blöndungnum verð- ur of sterk og hluti af benzíninu fer í gegnum vélina og út um pústkerfið óbrunnið og engum til gagns. Með því að setja Petrol King benzínspararann milli benzín- dælunnar og blöndungs er hægt að komast hjá sveiflum og spara þannig benzín. Benzínspararinn gerir fleira en að spara benzín, hann varnar því einnig að óbrunnið benzín blandist smur- olíu vélarinnar og valdi lækkuð- um olíuþrýstingi sem getur haft slæm áhrif á endingu vélarinnar. Petrol King minnkar ennfremur álag á blöndunginn og þar af leiðir minna slit á honum. Að sögn Úlfars Hinrikssonar hjá Sveini Egilssyni er mjög auðvelt að tengja Petrol King benzínspararann í hvaða bílteg- und sem er og tekur ekki meira en u.þ.b. hálftíma að fram- kvæma það. Úlfar sagði að ítrekaðar til- raunir í Bretlandi hefðu sýnt að benzínsparnaður við notkun Petrol King sé frá 10—33% eftir aðstæðum og ökulagi. Þessi reynsla valdi því að framleiðend- urnir taki ábyrgð á því að sparnaður verði að minnsta kosti 10%, að öðrum kosti bjóða þeir endurgreiðslu. — Petrol King benzínspararinn kostar út úr búð hér 18.440 krónur. Úlfar sýnir hér hvar benzínspararanum hefur verið fyrir komið. Ljósm. Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.