Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 35 Sigurður Gunnarsson fyrrv. skólastjóri: Á síðari hluta fyrra árs reit ég í dagblöð greinarkorn sem bar þessa yfirskrift. Þar fagnaði ég því mjög hve málefni aldraðra hefðu verið mikið meira en fyrr í sviðsljósi síðustu missiri, og hve margir einstaklingar og félaga- samtök um land allt hefðu leyst þar af hendi mikið og gott verk. Nefndi ég um þetta glögg dæmi sem ekki verða endurtekin hér. Engu að síður þyrfti þó enn að vinna vel á þessum vettvangi og halda fast á málum. Hins vegar hélt ég því ákveðið fram að vissum vandamálum aldr- aðra, — og sumum mjög mikil- vægum, — hefði enn harla lítið verið sinnt og alls ekki á neinn markvissan og skipulegan hátt. Átti ég þar einkum við atvinnu- mál aldraðra, — fólksins sem dæmt hefur verið úr leik, orðið að hætta fastri vinnu 67 eða 70 ára. Ég vil leyfa mér að rifja hér upp meginhluta greinar minnar sem fjallar um þetta atriði. Það segi ég meðal annars: „Ég er viss um að það eru margir fleiri en ég sem þekkja fólk á þessum aldri sem segja má að hafi fallið saman og horfið af sjónarsviði miklu fyrr en eðlilegt var aðeins vegna þess að það gat ekki fengið vinnu við hæfi hluta úr degi og var ekki í stakk búið til að geta fitjað upp á einhverju starfi heima. Ég er vel minnugur þess að sumir atvinnurekendur leyfa þessu fólki að vinna áfram hluta úr degi, og í vissum tilfellum heilan vinnudag e.t.v. um árabil, — og þökk sé þeim fyrir það. Þar er um að ræða atvinnurekendur sem hafa glöggan skilning á mál- efnum aldraðra og bera hag þeirra fyrir brjósti. En því miður er þarna aðeins um að ræða örlítið brot af hinum öldruðu sem hafa hliðstætt vinnuþrek. Hér verður að minna á, þótt öllum ætti raunar að vera kunn- ugt, að þar sem heilsufar þjóðar- innar hefur sífellt farið batnandi hina síðari áratugi og meðalaldur aukist stórlega, er sá hópur nú orðinn fjölmennur bæði karla og kvenna, sem er við bestu heilsu og lítt skerta starfskrafta á árabilinu 67-78 ára. Þetta fólk — og þá hef ég að sjálfsögðu fyrst og fremst í huga þá sem búa á mestu þéttbýlis- svæðunum því að þar kreppir skórinn mest, — þetta fólk, allir þeir sem þess óska og hafa heilsu til, — þarf að eiga kost á því að fá vinnu við hæfi hálfan dag eða hluta úr degi eftir samkomuiagi. Það þarf að eiga kost á því vegna þess að það vill gjarna halda áfram að vinna við eitthvað utan heimilis, verður því hamingju- samara og unir ellinni betur. Ráðamenn þjóðarinnar verða að gera sér þetta fullkomlega Ijóst og þurfa markvisst að vinna að því sem allra fyrst að þetta mikla réttlætis- og nauðsynjamál hinna öldruðu nái fram að ganga: — að sérhver sá sem þess óskar og heilsu hefur fái vinnu við hæfi hálfan dag eða hluta úr degi. Að baki þessa mikla nauðsynja- máls liggja að mínu mati tvær megin ástæður: í fyrsta lagi: Með því að vinna að framgangi þess stuðla ráða- menn þjóðarinnar að aukinni lífshamingju hinna öldruðu. — þessara öldnu og ágætu þegna sem flestir hafa leyst af hendi giftudrjúg störf í þágu þjóðar sinnar, — iagt gull í Iófa fram- tiðarinnar og eiga vissulega skil- ið að þannig sé komið á móti þeinr. í öðru lagi gera ráðamenn þjóðarinnar þetta til þess að nýta þá starfskrafta sem fyrir hendi eru og fúsir til að vinna að einhverjum þeim verkefnum sem æskiiegt er og nauðsynlegt að leyst séu af hendi. Okkar litla þjóð hefur líka vissulega fulla þörf fyrir að nýta alla þá starfs- krafta sem kostur er á.“ Að lokum hét ég á alþingismenn þjóðarinnar að sameinast um það að leysa málið á síðasta þingi, — að fela áhugasömum manni að hefja undirbúning og fram- kvæmd þess þegar á næsta ári. Ég þakka þeim mörgu mönn- um, körlum og konum, sem í ræðu og riti hafa stutt drengilega og ákveðið þá stefnu sem þarna er túlkuð. Greinilegt er að þegar menn hugsa í fullri alvöru um þetta aðkallandi vandamál sjá þeir strax hve mikilvægt það er og hve brýn þörf er á að leysa það á farsælan hátt sem fyrst. Vel fer á að minna á það sem sumir greinahöfundar, er haft hafa fólk á áttræðisaldri í þjón- ustu sinni, hafa sagt um störf þess. Einn þeirra segir meðal annars: „Reynsla mín af þessu fólki er mjög góð. Það er sam- viskusamt með afbrigðum.“. Og aðrir hafa tjáð sig á líkan hátt. Munu allir sem til þekkja geta tekið undir þetta. Ilúsnæðismál aldraðra hafa verið meira á dagskrá á síðasta ári en nokkru sinni fyrr og er það vel því að þar er vissulega um afar aðkallandi mál að ræða. Samtök aldraðra sem starfað hafa um árabil og beitt sér mjög fyrir hagnýtri lausn á þeim mál- um, hafa meðal annars vakið fjársterka aðila til skipulegra átaka á því sviði. Má því hiklaust ætla að þeim málum sé allvel borgið ef fram heldur sem nú horfir. Hins vegar vantar nauðsynja- mál það sem grein þessi fjallar fyrst og fremst um, atvinnumál aidraðra, algjöra forystu. Og spurningin stóra er þá hver hafa skuli forystu og framkvæmd í þessu mikilvæga máli. Það er enn bjargföst skoðun mín að besta lausnin sé að koma á fót eins konar vinnumiðlunar- stofnun sem hafi þetta hlutverk með höndum. Skoðun mín hefur ekki heldur breyst í því efni að það standi ríkisvaldinu næst að hafa forgöngu í málinu og hníga að því mörg rök og stór — svo augljós að ekki er þörf á að rekja þau hér. Að sjálfsögðu gæti ríkisvaldið falið einhverjum traustum sam- tökum framkvæmd þessa máls. En lágmarksfjárveiting sem ríkið yrði að tryggja er laun eins starfsmanns og skrifstofukostn- aður. Skylt er að geta þess að Samtök aldraðra hafa nú einmitt á stefnuskrá sinni „að koma upp skrifstofu sem getur orðið tengill milli aldraðra og stjórnenda vinnumarkaðarins". eins og segir orðrétt í greinargerð frá samtök- unum. Ef til vill er einmitt besta lausnin að fá þessum ágætu sam- tökum framkvæmdina í hendur. Fáist Alþing til að veita málinu brautargengi strax á næsta ári, eins og hér er lagt til, yrði þingnefnd væntanlega falið að taka þar endanlega afstöðu. Ég heiti að nýju á Alþingi íslendinga að sýna málefnum aldraðra þann sjálfsagða áhuga og skilning að leysa þetta mikla nauðsynjamál sem allra fyrst eftir að þing kemur saman eftir ára- mótin. Vandamál aldraðra aL' Emco unimat Litli tjölhæfi rennlbekkurinn Verö frá: kr. 116.000 Handfmaarar 6—18 V, 14,500 sn/mín. 20 W Verö: kr. 6.900 Verö á setti sem ( eru 17 stk. af borum, fræsitönnum og stelnum, ásamt tæklnu og tengibúnaöi fyrir rafhlööur Verö: kr. 15.800 Loturgrafarar Fást í settl meö 13 oddum til aö vinna ( ýmls efni, t.d. málma, gler, tré, plast, leður o.fi. Einnig fylglr brýni í sett- inu. Verð: kr. 16.400 Vermireiter Stærö: 127x86 cm Verö: kr. 34.800 Veframmar í fjölbreyttu úrvall bæöi fyrir börn og fullorðna. Rammarnir eru afgreiddlr uppsettlr meö smá stykki, sem byrjaö er aö vefa (nema 15 cm) Þeir fást í eftirtöldum stærð- um: Vefbreldd 15 cm kr. Vefbreidd 18 cm kr. Vefbreidd 17 cm kr. Vefbreidd 20 cm kr. Vefbreidd 25 cm kr. Vefbreldd 30 cm kr. Black & Decker vlnnuboröin, sem er auövelt að leggja saman pegar þau eru ekki í notkun. 2 geröir. Verö: kr. 55.520 og 28.500. 1.900 2.980 4.200 5.600 8.200 , 13.900 Vefbreidd 40 cm kr. 16.800 n, Ungar raftækin Brennslupenni fyrir tré og leöur eöa handhægur lóðbolti. Verö: kr. 9.500 Vafgrindur Eftirfarandi gerölr eru af- greiddar óuppsettar. Þær eru festar á boröbrún þegar unnlö er f þær Verö: Vefbreidd 40 cm kr. 25.400 Vefbreidd 50 cm kr. 29.800 Vefbreldd 60 cm kr. 36.000 Vefbreidd 80 cm kr. 79.500 (m/2 fótum og 2 skeiöum) Myndin sýnir 80 cm grind, festa á boröbrún Baco-gróöurhús m/gleri, þéttilistum, þakrenn- um o.fl. 8x12 fet kr. 327.000 8x8 fet kr. 256.000 Trémyndir, sett meö efni og leiöbeiningum Steinslípivélar. Verö kr. 23.600 Módel: Skip, flugvélar, fall- byssur (allt úr tré) Black & Decker borvélar Plaststeypa (glært plast) Strá Hefllbekkir Útskuröarjárn Rennijárn, húlljárn, sporjárn, kraftsporjárn Útsögunarbogar og sett Leöurvinnutæki Efnafræöisett Rafmagnssett Prentsett Gipssett Skartgripasett Sendum í póstkröfu tafarlaust HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla. Laugavegi168, sími29595.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.