Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Spjallað við verðlaunamann MBL. Eftirminnileqast að vinna sigur a Dönum Leikmaður íslandsmótsins i handknattleik var kjörinn á síðasta ári markvörður íslands- meistara Vals, ólafur Bene- diktsson. Ólafur á að baki sögu- legan og litríkan feril sem hand- knattieiksmaður. Hann er einn af fáum íslenskum markvörðum sem komist hafa i heimsklassa, og oftar en einu sinni hefur hann verið maðurinn á bak við sigra Vals og íslenska landsliðsins. Á síðasta keppnistímabili var Ólaf- ur maðurinn á bak við sigur Vais í úrslitaieik íslandsmótsins i handknattleik. og það var honum fyrst og fremst að þakka að góður sigur vannst á erki- fjöndum vorum, Dönum, á úti- velli í fyrsta sinn. 1 þeim ieik varði Óli betur en nokkru sinni fyrr og þá er mikið sagt. ólafur er því vel að verðlaunabikar Morgunblaðsins kominn. í tilefni verðlaunaafhendingarinnar spjölluðum við lítillega við Ólaf og fer spjallið hér á eftir. Nú er Islandsmótið vel á veg komið. Verður þú með í vetur eins og endranær og hvert er álit þitt á handknattleiknum nú? — Ég hef átt við meiðsli að stríða í baki og er því ekki kominn í jafn góða æfingu eins og skyldi. Ég er góður í bakinu einn daginn en slæmur þann næsta. Vonandi fer þetta að lagast, ég er í meðferð hjá lækni. Ég hef hugsað mér að ólafur er mikill keppnismaður og tekur ávallt mikinn þátt í leiknum. Hér er verið að vísa Ólafi útaf í landsleik á móti Tékkum. stunda æfingar af kappi í vetur. Samkeppnin hjá Val er hörð og til þess að geta leikið með mfl. karla í marki þarf maður að vera í toppformi. Mín skoðun á Islandsmótinu er sú, að það verði skemmtilegt. Leikirnir hafa verið nokkuð jafnir og boðið upp á spennu og sæmi- legasta handknattleik. Það verða þrjú lið sem verða á toppnum. Valur, FH og Víkingur. Þá getur lið Fram verið til alls líklegt. En baráttan verður hörð, Víkingar eiga eftir að tapa stigum, sannaðu til. Hefur þú alltaf jafn gaman af handknattleiknum? — Já, það hef ég. Við erum með góðan þjálfara hjá Val þar sem Hilmar Björnsson er. Hann er með fjölhæfar og skemmtilegar æfingar og þá er andinn í hópnum góður. Ég byrjaði að æfa hand- knattleik 17 ára gamall árið 1970, þá fyrst hjá Víkingi enda átti ég heima í Víkingshverfinu. En stuttu seinna gekk ég í Val og sé ekki eftir því. I fyrstu lék ég sem útileikmaður en fór í markið á einni æfingunni og þar hef ég verið síðan. Nú er ég kominn með um 230 leiki í meistaraflokki og þeir eiga eftir að verða fleiri. Hefur þetta verið þess virði? — Já, svo sannarlega, þær eru margar r.iinningarnar sem ég á frá keppnisferðum hér heima og erlendis. Þá lék ég um tíma í Svíþjóð og það var lærdómsríkt og skemmtilegt. íþróttirnar gefa ungu fólki möguleika á að ferðast mikið og þau eru orðin mörg löndin sem ég hef komið til, bara vegna þeirra. Eru einhverjir leikir eftirminni- legir? — Þeir eru margir. Fyrsti landsleikurinn mínn, hann gleym- ist seint. Við sigruðum Danmörku 15—12 og ég átti góðan leik að ég held. Annar landsleikur var á móti Dönum er við unnum þá í Baltic-keppninni í ár, 18—15, þar vorum við greinilega betra liðið og Ólafur Benediktsson leikmaður íslandsmótsins í hand- knattleik fyrir keppnistimabilið 1978—79. sigruðum verðskuldað. Nú af fé- lagsleikjum er af mörgu að taka. En sigurinn á móti Víkingi í úrslitaleik mótsins í fyrra, er við Valsmenn tryggðum okkur sigur- inn í mótinu þriðja árið í röð, var afar skemmtilegur. Fullt hús af æstum áhorfendum og mikil stemmning. Hefur þú nokkuð breytt um stíl í markinu gegnum árin? — Nei, ég hef ekkert breytt um stíl. Samt finnst mér ég ekki hugsa eins mikið um leikinn eins og ég gerði hér áður fyrr. Ég var nefnilega oft ákaflega tauga- óstyrkur fyrir leiki. Mér finnst best að koma beint í upphitunina fyrir leikinn, fer aldrei á fundi með leikmönnum fyrir leik. Það gerir mig taugaóstyrkan Hvaða skot finnst þér best að verja? — Það er nú ekki gott að segja. Mér finnst gott að fá leikmenn beint á móti mér inn í teiginn. Línuleikmenn t.d. Og líka ágætt að fá menn í hraðaupphlaupum. En hvort tveggja eru skot sem er ákaflega erfitt að verja, en það vill samt heppnast furðu oft. Það getur líka oft verið gott að ráða við langskot. Annars er þetta upp og ofan. Annars reyni ég bara ávallt að gera mitt besta. Ég á frekar erfiðara með örvhenta leikmenn er rétthenda. Og sá erfiðasti sem ég hef leikið gegn er Klempel sá pólski. Hann er rosalegur. Ég þakka Ólafi þetta stutta spjall og hann segist að lokum vilja láta það koma fram, að hann sé þakklátur fyrir þá viðurkenn- ingu sem Mbl. veitti honum. „Ein- kunnagjöfin er og verður ávallt umdeild en hún hvetur leikmenn. Ég ætla mér að vera í baráttunni um titilinn leikmaður íslands- mótsins þetta keppnistímabil líka,“ sagði Óli og brosti. - þr. KR-ingar komnir með flóóljós og gefa út hljómplötu Miðvikudaginn 28. nóvember s.I., vígðu KR-ingar ný flóðljós á iþróttasvæði sínu við Kaplaskjól, með innanfélagsleik á milli íslandsmeistara II. fiokks og m.fl. Flóðlýsing þessi er mikið mannvirki, sem samanstendur af sex 19 metra háum staurum með 36x1500 vatta ljóskösturum og er því hér um að ræða einhverja bestu flóðlýsingu sem nokkurt iþróttafélag hér á landi hefur yfir að ráða. bað sem er hvað eftirtektarverðast við þetta mannvirki er það, að knatt- spyrnudeild félagsins hefur á eigin spýtur séð um alla fjár- mögnun verksins, án styrkja frá opinberum aðilum, en heildar- kostnaður mun nema rúmum 10 millj. króna. Verður þetta að teljast vel að vcrki staðið. Rétt þykir að geta þess að KR-ingar eru nú að koma upp einhverri glæsilegustu aðstöðu til knatt- spyrnuiðkunar sem hér á landi þekkist. Tveir stórir grasvellir verða teknir formlega í notkun næsta sumar og unnið er nú við þann þriðja. bað má því segja að það sé bjart yfir KR-ingum þessa dagana. Þess má geta, að KR-ingar æfa af kappi þessa dagana þrátt fyrir frost og skammdegi. Magnús Jónatansson hefur verið endur- ráðinn þjálfari liðsins.. Mörgum þykir kannski of langt gengið að hefja æfingar fyrir næsta sumar á þessum árstíma, en Vilhelm Fred- riksen, einum leikmanna KR, fannst það ekkert tiltökumál er Mbl. bar það undir hann. „Við þurfum fyrir vikið ekki að fara eins geyst af stað þegar nær, dregur sumri," sagði Vilhelm. Þá hafa meistaraflokksmenn KR í knattspyrnu sungið inná sína fyrstu hljómplötu, sem nú er komin á markaðinn. Þetta mun vera í fyrsta sinn á íslandi sem knattspyrnulið syngur inná hljómplötu. Erlendis, t.d. á Bret- landseyjum, er það algengt að félagslið í knattspyrnu eða lands- lið gefi baráttusöngva sína út á hljómplötu. Á þessari fyrstu KR plötu eru tvö lög. Bæði lögin hefur Árni Sigurðsson samið. Lögin heita „Afram KR“ og „Mörk“. Hið fyrra baráttusöngur KR-inga, en seinna lagið fjallar um knattspyrnuað- dáanda nokkurn sem dreymir um að sjá mörk og aftur mörk. Undirleikur á plötunni er í höndum þekktra hljómlistar- manna sem allir eru KR-ingar. Lagahöfundurihn Árni Sigurðsson sér um söng á plötunni auk liðsmanna meistaraflokks KR í knattspyrnu. Árni leikur einnig á belggítar. Jónas Þ. Þórisson leikur á flygil, Ragnar Sigurðsson á rafgítar, Kristinn I. Sigurjónsson á bassa, Guðjón B. Hilmarsson á trommur og Þorleifur Gíslason og Stefán S. Stefánsson leika á saxó- fóna. Platan var hljóðrituð í Tón- tækni í byrjun sumars 1979. Upp- tökumaður var Sigurður Árnason. Pressun og skurður var í höndum Norsk Grammofoncompani. Víkingsprent og Formprent prent- uðu. Erlingur Aðalsteinsson tók myndir á plötuumslagi. Útgefandi plötunnar er G.B.H. hljómplötur. Kór meistaraflokks K.R., Magnús G., Hreiðar, Guðjón, Sigurður P., Börkur, örn, Birgir, Sigurður I., Elías, Vilhelm, Jón Odds, Sæbjörn, Stefán, Jósteinn, Ágúst, Haukur, Guðm Jó., Sverrir, Magnús O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.