Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR U DESEMBEB 1979 47 Gaddafi rekur fulltrúa PLO Bcirút. 10. desember. Reuter. DEILUMÁL Frelsissamtka Palestínu (PLO) ok þjóöarleiðtoKa Líbýu. Muammar Gaddaíis. ofursta . hefur komið upp á yfirborðið þar sem Líbiumenn hafa rekið fulltrúa PLO í Tripoli úr landi. Samkvæmt palestinskum heimildum hefur verið deilt um þær aðferðir sem PLO á að beita og Gaddafi ofursti hefur hvatt til róttækari ráða. Deilan kom upp á yfirborðið í vikunni þegar Palestínumenn sökuðu Líbíumenn um að hafa lokað skrifstofu PLO í Tripoli. Líbíumenn neituðu því að hafa lokað skrifstofunni, en í gærkvöldi skipuðu þeir yfirmanni PLO í Tripoli, Suliman Al-Shurafa, að fara úr landi. Yfirmaður stjórnmáladeildar PLO, Farouk Kaddoumi, sagði að palestínskir stúdentar í Líbíu hefðu verið varaðir við því að þeir yrðu einnig reknir ef þeir kæmu ekki á fót byltingarnefndum að Veður víða um heim Akureyri 2 alskýjaö Amsterdam 10 rigning Aþena 18 skýjaó Barcelona 17 skýjaó Berlín 12 skýjað BrUssel 14 rigning Chicago 9 heiöskírt Feneyjar 7 þokumóöa Frankfurt 10 rigning Genf 10 rígning Helainki +8 heióskírt Jerúsalem 16 sólskín Jóhannesarborg 17 skýjaö Kaupmannahöfn 7 rígning Las Palmas 20 alskýjaó Líssabon 17 rigning London 14 heióskírt Los Angeles 24 heióskírt Madríd 12 rigning Malaga 18 lóttskýjaó Mallorca 17 skýjaó Miami 25 skýjaó Moskva +10 skýjaó New York 4 skýjaó Ósló +9 heiðskírt Parfs 14 rigning Reykjavík 4 rigning Rio de Janeiro 38 heióskfrt Rómaborg 11 heiðskírt Stokkhólmur +2 skýjaó Tel Aviv 20 aólskin Tókýó 14 heióskfrt Vancouver 11 skýjað Vínarborg 11 skýjaó líbýskri fyrirmynd. PLO sagði Gaddafi að skipta sér ekki af palestínskum málefnum. Jórdanska blaðið Alorai hefur eftir Yasser Arafat, yfirmanni PLO, að líbýsk sendiráð víðs vegar í heiminum verði tekin herskildi ef eitthvað komi fyrir skrifstofuna í Tripoli. Hann sakáði Gaddafi of- ursta um að hefta PLO og svipta hreyfinguna sjálfstæði sínu. Samkvæmt vestrænum heimild- um endurspeglar deilan ágreining um hvort PLO eigi fyrst og fremst að vera stjórnmálhreyfing eða skæruiiðahreyfing. Hófsamir menn í PLO vilja draga úr skæruliðaað- gerðum til að stofna ekki í hættu diplómatískum ávinningi sem hef- ur náðsí að undanförnu, einkum í Vestur-Evrópu, í sambandi við alþjóðlega viðurkenningu á sam- tökunum. Björgunarmaður beitir blástursaðferð við þriggja ára stúlku sem bjargað var úr eldsvoða i Chicopee, Massachusettes. Eldur kom upp á heimili telpunnar, en þegar slökkviliðsmenn leituðu i húsinu fundu þeir hana þar sem hún hafði leitað skjóis undir rúmi. Veldi Khomeinis ögraö Tabriz, Teheran, New York. 10. desember. AP. Reuter. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu að a.m.k. fimm hefðu fallið og um 60 særzt í hörðum bardögum stuðningsmanna tveggja helztu trúarleiðtoga í íran um útvarpsstöð- ina i Tabriz í gær. Átökin voru þau víðtækustu og alvarlegustu á innlendum vettvangi frá því að bylting var gerð í Iran í febrúar. Áttust þar við stuðnings- menn Ayatollah Khomeinis og Azar- Tyrkir, stuðningsmenn Ayatollah Shariat Madari. en þeir síðarnefndu hertóku stöðina í fyrri viku. Mikil spenna hefur rikt milli fyikinganna sem endaði með hörðum vopnavið- skiptum siðla i gær. 1 gærkvöldi var komin kyrrð á og höfðu hersveitir stjórnarinnar þá gengið i lið með stuðningsmönnum Shariat Madari og náð yfirhöndinni, en stuðnings- menn Khomeinis náðu stöðinni um tíma í gærmorgun. Shariat Madari nýtur fylgis svo til allra Azerbajanna í Iran, en þeir eru um átta milljónir. Stuðningsmenn hans náðu einnig á sitt vald skrifstof- um héraðsstjórans í Azerbajan, en þar kom þó ekki til vopnaðra átaka. Erlendir fréttamenn urðu fyrir aðsúgi ólátaskríls í Tabriz í gærmorg- un en sluppu ómeiddir. Khomeini trúarleiðtogi sakaði Bandaríkjamenn og aðra útlendinga um að standa á bak við lætin í Tabriz, „þar sem hér eru múhameðstrúarmenn augljóslega ekki að verki, heldur undirróðurs- menn er fá skipanir frá Bandaríkjun- um og annars staðar frá“. Hann sendi þó þriggja manna sendinefnd til Tabriz í dag til að reyna að koma á sáttum milli hinna stríðandi fylkinga. Kunnugir segja að veldi Khomeinis hafi ekki verið ögrað jafn mikið og nú me.ð átökunum í Tabriz. Hefur Khomeini reynt að beina athyglinni að öðrum málum og t.d. hvetja landsmenn til samstöðu gegn Bandaríkjunum en ekki tekizt. Sex sendimenn Khomeinis hittu í dag Shariat Madari og hvöttu hann til að leysa upp flokk sinn, Alþýðu- flokk Múhameðstrúarmanna. I Arka-héraði, en þar er höfuðborg- -JH » in, eyðilagðist bifreið hcraðsstjórans í sprengingu, en sprengjunni komu atvinnulausir háskólamenn fyrir. At- vinnuleysi í Iran er talið vera á milli 20—35% af hundraði. Ghotbzadeh utanríkisráðherra sagði í gær að svo til allir gíslarnir í bandaríska sendiráðinu í Teheran yrðu leiddir fyrir alþjóðlegan rann- sóknarrétt sem komið yrði á í íran innan skamms. Hann sagði að dag- setningar yfirheyrslna hefðu ekki verið ákveðnar, en tilkynnt yrði um þær fljótlega. Tilkynnt var í Washington í gær að fjöldi Evrópuríkja og landa í Mið- Þetta gerðist 1972 —Geimfararnir í Apollo 17 lenda á tunglinu. 1961 —Bein hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Suður- Víetnam hefst með komu tveggja bandarískra þyrlusveita til Saigon. 1941 —Bandaríkin segja Þýzka- landi og Ítalíu stríð á hendur. 1937 —ítalir fara úr Þjóðabandalaginu. 1936 — Játvarður VIII Bretakon- ungur leggur niður völd og Georg VI verður konungur. 1899 —Bretar sigraðir við Mag- ersfontein, Óraníu-fríríkinu. 1878 —Sameiginlegri stjórn Frakka og Breta í Egyptalandi hætt. 1853 —Bretar innlima Nagpur á Indlandi. 1848 —Louis Napoleon kosinn forseti Frakklands. 1845 —Síkhar sækja yfir ána Sutlej á Indlandi og fyrra Síkhastríðið hefst. 1816 —Bretar skila Hollending- um Jövu. 1806 —Saxland verður kon- ungsríki og gengur í Rínarsam- bandið með Posen-friðnum við Frakka 1718 —Karl XII fellur við Fred- erikshald í herförinni gegn Norðmönnum. 1515 —Leó páfi X lætur Parma og Piacenza af hendi við Frakka með Bologna-sáttmálanum. 1317 —Birgir Magnússon Svíak- onungur lætur handtaka bræður sína, hertogana Erík og Valdim- ar, í Nyköbinghöll. Aímæli: Hector Berlioz, franskt tónskáld (1803-1869) - Alfred de Musset, franskur rithöfundur (1810-1857). Andlát: Menelek II Eþíópíukeis- ari 1913. Innlent. Tveir brezkir dráttar- bátar sigla á „Þór“ 1975 — „Garnaslagurinn" (átök lögreglu og verkfallsmanna við Garna- hreinsunarstöðina) 1930 — Hannes Jónsson og Jón í Stóra- dal reknir úr Framsóknar- flokknum 1933 — Alþingi stað- festir herverndarsamninginn 1951 — Islenzka ríkisstjórnin kærir Breta fyrir Öryggisráðinu 1975. Orð dagsins: Hjá því verður ekki komizt, eins og ástatt er í þjóðfélaginu, að sýna stundum nokkra fordild — W.M.Thacker- ay, enskur rithöfundur (1811— 1863). Námsmenn sem halda banda- riska sendiráðinu i Teheran á bæn. Snúa þeir í átt til Mekka. Á spjaldinu í forgrunni stendur: „Enginn Guð er til nema Allah“. I baksýn má sjá snævi þakin Alborzfjöll. austurlöndum myndu senda fulltrúa sína til Teheran til að reyna að fá yfirvöld í íran til að láta gíslana í sendiráðinu lausa. Neitað var að skýra frá því hvaða ríki væri um að ræða. Andrew Young, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði í dag að stuðningur Bandaríkjastjórnar við keisara hefði frá upphafi, eða frá því að Mossadegh var steypt, verið mistök. Brzezinski ráðgjafi Carters forseta sagði í dag að stjórn Carters vonaðist til þess að ríki heims legðust á sveif með Bandaríkjamönnum og beitti efnahagsþvingunum gegn íran til að fá gíslana lausa. Stjórn Sviss lýsti því þó yfir í dag að hún mundi ekki tilleiðanleg til að beita írana efna- hagsþvingunum. Hins vegar væri stjórnin reiðubúin að grípa í taumana á gjaldeyrismörkuðum til að verja Bandaríkj adollar. Stjórn Ungverjalands gaf í gær út yfirlýsingu vegna sendiráðsins í Te- heran og var þar hvatt til þess að gíslarnir yrðu látnir lausir. Edmund G. Brown jr., en hann er einn þeirra sem keppa munu að framboði við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, sagði í dag að Bandaríkjastjórn ætti að kalla heim allt sendiráðsfólk frá löndum þar sem ástand á innlendum vett- vangi væri ekki í föstum skorðum. Hann lýsti sig einnig þeirrar skoðun- ar að óþarft væri fyrir Bandaríkin að hafa sendiráð í hverju einasta landi. Pravda, málgagn sovézka kommún- istaflokksins, sagði í gær að banda- rískir „stríðshaukar" legðu hart að stjórn Carters að fara út í „hættulega ævintýramennsku" í íran. Varaði blaðið við hernaðaríhlutun af hálfu Bandaríkjanna þar sem það kynni að hafa hættulegar afleiðingar. írani yfirheyrður um morðið í París London, 10. desember. AP. YFIRIIEYRSLUR fara fram í Do- ver yfir ungum írana að því er talsmaður brezka innanríkisráðu- neytisins staðfesti í dag, en hann neitaði að segja nokkuð um fréttir þar sem traninn er bendlaður við morðið á frænda fyrrverandi írans- keisara í París. Seinna var sagt að brezk yfirvöld mundu afhenda manninn Frökkum þar sem komið hefði í ljós í yfir- heyrslum að hann ætti ekkert erindi til Bretlands. En samkvæmt áreið- anlegum heimildum tilkynnti lög- reglan í París brezkum yfirvöldun að yfirheyra þyrfti manninn í sam bandi við morðið á frænda keisar ans. Samkvæmt áreiðanlegum heimild um þarf að yfirheyra íranann þai sem hann fór snögga ferð mill Lundúna og Parísar daginn sen frændi keisarans, Mustapha Chafik var myrtur. Franska lögreglan er sannfæri um að hópur hryðjuverkamanna haf skipulagt morðið af mikilli ná kvæmni. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.