Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Torfi Ólafsson: Nýskeð komu að máli við mig tveir félagar í Indlandsvina- samtökunum sem hér starfa. Þeir höfðu þá fyrir nokkru horft á kvikmynd frá Indlandi, er lýsti hörmungum þeim, sem umkomu- laust fólk á við að búa þar í landi, ekki hvað síst í Kalkútta, þar sem Móðir Teresa hóf líkn- arstarf sitt. Menn þessir leituðu fundar við mig af því að þeir vissu að ég hef síðan 1975 annast fjársöfnun fyrir hönd kaþólsku kirkjunnar á íslandi til starfs Móður Teresu, tekið á móti söfnunarfé og sent það til eins af klaustrum reglu hennar, Kær- leikstrúboðanna, sem er í Lond- on. Systurnar þar senda síðan fé til Indlands eða hvers þess staðar sem gefendurnir óska, því að reglan starfar nú í 70 löndum og hús systranna eru orðin 143 að tölu. Opnaður hefði verið gíróreikn- ingur til þess að auðvelda fólki að koma gjöfum sínum áleiðis til Móður Teresu og er því söfnun þessi þegar hafin. Númer gíró- reikningsins er 23900-3 og inn á hann geta menn lagt framlög sín á bönkum og pósthúsum, hvar sem er á landinu. Enda þótt til þessarar söfnunar sé efnt nú, rétt fyrir jólin, er til þess ætlast Söfnun handa Móður Tereseu Móðir Teresa var suður á Ítalíu í marzmánuði síðstl. Var henni þar margvíslegur sómi sýndur, að sjálfsögðu. — Hér er hún ásamt forseta Ítalíu, Pertini forseta. Opnaður hefur verið gíróreikningur að henni verði haldið áfram ár eftir ár því þörfin er mikil. En þar sem títt er að fólk sýni sérstakt örlæti fyrir jólin, er ekki úr vegi að benda því á, hvort við í allsnægtum hér gætum ekki hugsað okkur að miðla hungruðum bræðrum okk- ar og systrum af gnótt okkar, því að í samanburði við það ólýsan- lega hungur og eymd sem land- lægt er austur þar, höfum við fullar hendur fjár. Þar sem Móðir Teresa er í Osló þessa dagana, til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nobels, skal ferill hennar rifj- aður upp hér í stuttu máli. Móðir Teresa fæddist í Skopje í Júgóslavíu 27. ágúst 1910. Foreldrar hennar voru af alb- önskum ættum. Þegar hún var 18 ára gömul, gekk hún í reglu Loreto-systra, sem meðal annars reka skóla í Kalkútta. Við þann skóla var hún kennari en henni rann svo til rifja eymd sú og örbirgð, sem hvarvetna blasti við henni þar, ef hún kom út úr húsi, að hún gat ekki varið það fyrir samvisku sinni að búa við öryggi og góð lífsskilyrði í klaustrinu, meðan fólk svalt til bana á strætum úti, veslaðist upp úr holdsveiki, börn flæktust um á vergangi og nýfæddum börnum var jafnvel fleygt á sorphauga. Hún ákvað því að byrja nýtt Iíf, hún sótti um lausn úr reglu sinni. hélt út á strætin með tvær hendur tómar og hóf björgunar- starf sitt. Ekki leið á löngu þangað til henni bættist liðsauki og 1950 stofnaði hún reglu sína, Kærleikstrúboðana. Systurnar unnu sleitulaust, björguðu börn- um, líknuðu sjúkum og söfnuðu deyjandi vesalingum undir þak, til þess að þetta fólk fengi að minnsta kosti að deyja í skjóli vina, sem það hafði ef til vill farið með öllu á mis við á þyrnibraut sinni. Og blessun Guðs fylgdi starfi Móður Teresu og systranna hennar, sem auðn- aðist að færa út kvíarnar ár frá ári, eins og fyrr var að vikið. Þegar hún var eitt sinn spurð, hvort ekki væri eðlilegra að ríkisvaldið hefði forsjá fátækra og sjúkra með höndum, svaraði hún því til að það væri auðvitað gott og rétt, „en það er bara annað sem við erum að gera“, svaraði hún. „Við erum að sýna kristilegan kærleika í verki". Skilningur Móðir Teresu á mönnunum er nefnilega hinn sígildi, kristni skilningur, að allir menn séu eitt með Kristi, einn líkami; Vínviður og grein, og þegar við líknum sjúkum, séum við að líkna Kristi, og þegar við gefum hungruðu barni að borða, séum við að seðja barnið okkar, bróður okkar eða systur, því að við erum öll eitt. Bræðraregla Kærleikstrúboð- anna var síðan stofnuð 1963 og 1969 voru stofnuð „Alþjóðasam- tök Samverkamanna Móður Ter- esu“. í þeim samtökum er fólk af hvaða trúarbrögðum sem er og þess eins er krafist af því að það kappkosti að lifa í anda Móður Teresu. Hún minnir á að þótt lofsvert sé að safna fé handa fátæku og sjúku fólki, sé hitt ekki síður nauðsynlegt, að sýna einmana fólki, sjúklingum og gamalmennum þann kærleika sem það þráir svo mjög og það er fætt til að njóta. Það er safnað fé til starfa Móður Teresu um víða veröld og ef nógu margar hendur yrðu lagðar að því starfi, væri hægt að vinna stórvirki. íslendingar hafa þegar sýnt hug sinn til Móður Teresu og starfs hennar með gjöfum og þeir halda því eflaust áfram. Þess vegna hefur þessi gíróreikningur verið opn- aður, númer 23900-3, til þess að auðvelda fólki að leggja eitthvað af mörkum, til líknar sjúku fólki og deyjandi. í bæklingnum um Móður Ter- esu, sem út kom 1975, segir meðal annars svo: „ ... að líkna gömlu og hrjáðu höfði, að þrýsta stúfana, sem eitt sinn voru hendur, að vefja að sér börnum, sem kastað var í ruslatunnurn- ar, af því að það er höfuðið hans, handastúfarnir hans og börnin hans sem sagði, að hver sem tæki á móti einu slíku barni í hans nafni, tæki á móti sér — það er hvorki meira né minna en höfuðatriði og leyndardómur hinnar kristnu trúar". Kirkjukór Húsavíkur: Flutti kantötu eft ir Olöfu HúsaviK, 8. des. KIRKJUKÓR Húsavíkur minntist í gær 100. ártíðar Jóns Sigurðssonar forseta. Kórinn flutti eingöngu kirkju- lega tónlist undir stjórn Sig- ríðar Schiöth og með undirleik Bjargar Friðriksdóttur. Finsen Katrínar Sigurðardóttur og Bretanna David Roscol og Peter Gyles, sem eru kennarar hér við Tónlistarskólann. Einsöngvarar voru Emilía Friðriksdóttir, Katrín Sigurð- ardóttir, Hólmfríður Bene- diktsdóttir. Friðrik Jónasson og Ingvar Þórarinsson. Minn- ingarræðu um forsetann flutti Sigurjón Jóhannesson skóla- stjóri og á eftir ræðu hans flutti kórinn kantötu eftir Ólöfu Finsen landshöfðingja- frú við texta eftir Matthías Jochumsson, en kantata þessi var frumflutt við útför forset- ans enda samin í tilefni henn- ar. Þessari virðulegu og eftir- minnilegu athöfn lauk svo með því að kirkjukórinn flutti með aðstoð barnakórs Halelújakór- inn úr Messíasi eftir Hándel. Fréttaritari Lokabindi „Sögu frá Skagfirðingum44 ÚT ER komið á vegum IÐUNNAR fjórða og síðasta bindi af Sögu frá Skagfirðingum eftir Jón Espólín og Einar Bjarnason. Það er heim- ildarrit í árbókarformi um tíðindi, menn og aldarhátt í Skagafirði 1685—1847, en jafnframt nær frásögnin í og með til annarra héraða, einkum á Norðurlandi. Jón Espólín sýslumaður er höf- undur verksins allt fram til ársins 1835, en síðan Einar Bjarnason fræðimaður á Mælifelli. Fjórða og síðasta bindið tekur yfir árin 1842—47. Aftan við textann eru athugasemdir og skýringar sem Kristmundur Bjarnason hefur tekið saman, svo og grein eftir Hannes Pétursson þar sem leidd eru rök að því að Einar Bjarnason hafi haldið áfram ritun sögunnar að Espólín látnum, en ekki Gísli Konráðsson eins og lengi var talið. Meðal nafnkenndra manna sem frá er sagt í fjórða bindi er Sölvi Helgason, og mun ekki annars staðar að finna eldri frásögn um hann. Af sögulegum tíðindum má nefna fyrstu kosningar til alþingis og útgerð fyrsta þiljuskips í Skagafirði. Kristmundur Bjarnason var frumkvöðull útgáfu á Sögu frá Skagfirðingum, en auk hans lögðu hönd að útgáfunni Hannes Pétursson og Ögmundur Helga- son. Lokabindið er 192 bls. Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Símar 21870 og 20998 Við Gaukshóla Falleg 2ja herb. íbúð á 4. haeð. Frábært útsýni. Laus um ára- mót. Viö Hamraborg, Kópavogi Falleg 3ja herb. íbúð. Hilmar Valdimarsson Fasteignaviðskipti Jón Bjarnason hrl. Brynjar Fransson sölustjóri Heimasímar 53803. 29277 EIGNAVAL Mosgerði — 3ja herb. Falleg íbúð í risi. Getur veriö laus fljótlega. Útb. 14 millj. Sólvallagata Mjög góð íbúð á 2. hæð. Nýtt tvöfalt gler. Nýtt rafmagn. Ný teppi. Nýjar innréttingar og tæki á baði og í eldhúsi. Laus nú þegar. Verð 26 millj. Grettisgata Rúmgóð 2ja herb. íbúð. Getur verið laus strax. Staðgreiðsla í boði fyrir 3ja herb. íbúö í vesturborginni. Æskilegt aö íbúöin sé með sér inngangi. 50 millj. er í boðí sem útb. fyrir sér hæö í Háaleiti, Hvassaleiti, Safamýri eða nágr. Hæöin þarf aö hafa 4 svefnherb. EIGNAVAL./» Miðbæjarmarkaðurinn Aðalstræti 9 sími: 29277 (3 línur) QrAtar HaraldMon hrl. Slgurjón Arl Slgurjónaaon a. 71551 Blarnl Jónaaon a. 20134. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis Glæsilegt endaraðhús á vinsælum stað í Kópavogi meö 6 herb. íbúö. Stórum innbyggöum bílskúr og miklu rými í kjailara. Nánari uppl. á skrifstofunni. Lítið einbýlishús — Byggingarlóð Lítið einbýlishús í austurborginnj hæö og ris á 45 fm. kjallara. Verö aðeins kr. 25 millj. Útb. aðeins kr. 17 millj. Við Bogahlíð með bflskúrsrétti 4ra herb. góö íbúö á 3. hæö um 105 fm. í kjallara fylgir herb. meö snyrtingu. Höffum kaupendur að: Stóru einbýlishúsi í borginni eöa nágrenni. Húseign með a.m.k. tveimur sér hæöum. Húseign í gamla bænum. Skipti möugleg á úrvals íbúö í lyftuhúsi viö Espigeröi. Ennfremur óskast 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúöir í borginni. Mikil útb. fyrir rétta eign. Góö 3ja herb. íbúö óskast í háhýsi. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FASTEIGNAStLAk I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.