Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbergsson: Leikþörf og leikföng barna Hvað er keypt og hvers vegna? Koma stríðsleikföng í staðinn fyrir legg og skel? Við lifum ekki í gamla tímanum, en getum að einhverju leyti breytt viðhorfum og hugsanagangi komandi kynslóða. Leikföng eru til þess ætluð að mæta athafna- og rannsóknarþörf barnsins. „Gömlu, góðu dagarnir“ Yfir „gömlu, góðu dögunum" hvílir oft einhver sérstakur blær. Bernsku- og æskuminningar vekja gjarnan hjá okkur sérstakar kenndir — fjarlægðin gerir fjöllin blá. Leikurinn með legg og skel er að mestu horfinn, en minningin um góða samveru og gefandi leiki lifir. Leikurinn með hrútshorn, steina, fífla, fjaðrir o.fl. sést varla meðal barna, en sætleg minning lifir eftir hjá hinum fullorðnu, minning, sem við gælum oft við, en gerum lítið með. Við vitum eins og óljóst, hvaða leikir og leikföng voru okkur mikils virði hér áður fyrr, en í ysi og erli, kapphlaupi við tímann og vaxandi verðbólgu, hefur okkur mistekist að flytja þennan arf yngri kynslóðum. Hvað veljum við handa börnum okkar og hvers vegna? Hvaða áhrif geta leikföng haft á börn? Hafa stríðsleikföng leyst af hólmi legg og skel? Það er þörf á því að endurskoða viðhorf okkar til leik- fanga með tilgang og markmið í huga. Leikur er hluti af menningu okkar, arfi og siðum. Hann hefur breyst og þróast í tímanna rás og börn „erft“ leiki frá foreldrum sínum, öfum og ömmum o.s.frv. Hinir fullorðnu hafa áhrif á börn- in, kenna þeim og hjálpa þeim að velja og hafna. Tímarnir eru breyttir, en tilgangur leikjanna er áfram hinn sami. Tilgangur og markmið Þjóðfélagshættir hafa breyst, iðnvæðing og tæknimenning hafa gjörbreytt lífi okkar — en leikþörf barnsins breytist ekki. Leikurinn MEÐ ORFI OG UÁ Samskipti fullorðinna og barna er nauðsynlegur þátt- ur í almennum þroska barna. 1. grein er líf barnsins. Barnið leikur sér af því að það hefur þörf fyrir það bæði til þess að þjálfa fín- og grófhreyfingar, til þess að þrosk- ast tilfinningalega, félagslega og vitsmunalega. Leikurinn getur aukið hugtakaskilning barnsins og um leið haft áhrif á málþrosk- ann. Það leikur sér með hluti, skoðar þá, lærir nöfnin á þeim, skilur hlutverk þeirra og gildi og setur þá í samband og samhengi við daglegt líf. Leikurinn breytist eftir þroska barnsins. Handleggja- og fóta- hreyfingar vöggubarnsins virðast í fyrstu vera fálmkenndar og óöruggar, en þær eru samt góð og nauðsynleg þjálfun fyrir smá- vaxna vöðva. Síðan byrja börnin að rannsaka líkama sinn, stinga fingrum og tám í munninn. Um leið og barnið fæðist hefst sem sagt hinn mikli og spennandi „rannsóknarleiðangur" í lífsins ólgu sjó! Dr. Símon Jóh. Agústsson segir í bók sinni: Leikir og leikföng: „Klaufaskapur, fákunnátta og misheppnun, sem hafa myndu hættulegar afleiðingar í þjóðfé- laginu, hafa engin slík eftirköst í leikjum. Þar fær barnið tækifæri til þess að æfa sig og gera tilraunir, leiðrétta sig og afla sér nytsamlegrar lífsreynslu á mörg- um sviðum, án þess að þessi reynsla verði því of dýrkeypt. Leikirnir hafa aðallega uppeldis- gildi vegna þess, að þeir hafa ýmsa hæfileika, þeir hafa aðallega æfingagildi. Aðalatriði leikjanna er ekki árangurinn eða verkið, heldur sú æfing og færni, sem þeir veita.“ Við lifum ekki í gamla tíman- um, en getum að einhverju leyti breytt viðhorfum og hugsana- gangi komandi kynslóða. Leikföng eru til þess ætluð að mæta at- hafna- og rannsóknarþörf barns- ins. Þau eru snar og mikilvægur þáttur í heimi og lífi barnsins og hafa áhrif á þroska þess á marga vegu. Það veltur því á miklu hvers konar leikföng við veljum börnum okkar, hvaða leiki þau læra á „heimavígstöðvum", í leikfimi og annars staðar sem þau koma saman. Mörg börn hafa farið ógleymanlegar fjöruferðir með foreldrum sínum eða félögum. Gott og vont Það er erfitt í Þessu sem og öllu öðru uppeldi að gefa einhverja ákveðna forskrift fyrir því, hvað er gott og hvað er ekki gott, hvað eru holl leikföng eða óholl, hættu- leg eða hættulaus o.s.frv. Það er alltaf erfitt að vega og meta og dæma. Við eigum í nokkrum vanda og megum ekki hlaupast frá honum. Við erum knúin til að hugsa ef við viljum ekki láta „tískuna" gleypa okkur Gísli Konráðsson og ævistarf hans er eitt hinna furðulegu fyrirbæra í ísienzku þjóðlífi. f fari hans var ríkust „fýsnin til fróðleiks og skrifta“, fátækleg- ur kostur bóka var notaður til hlítar og andi fornra sagna og kveðskapar bregður blæ yfir daglegt líf. Syrpa þessi úr handritum hans hefur að geyma þjóðsögur og munnmæli hvað- anæva af landinu og er þó að- eins lítið eitt af því er þessi mikli fræðaþulur skráði. Þeir fjársjóðir, sem Gísli Konráðs- son lét eftir sig, verða skemmti- efni margra kynslóða, rann- sóknarefni margra alda, — og „meira þó í huga hans hvarf með honum dánum“. Syrpa Gísla Konráðssonar er án efa ein þjóðlegasta bókin, sem út kemur á þessu ári. Þetta er þriðja bindi þessa bóka- flokks og hefur að geyma 16 nýja þætti um mæður, skráða af börnum þeirra. Alls eru þá komnir 46 þættir í öllum þrem bindum þessa skemmtilega bókaflokks, um húsfreyjur úr sveitum og bæjum og frá víð- um starfsvettvangi. Með safni þessu er mótuð all góð þjóð- lífsmynd þess tíma er þessar húsfreyjur störfuðu á, dregnar fram myndir, sem vart munu gleymast þeim er bækurnar lesa, því hver þáttur safnsins er tær og fagur óður um móður- ást. Enn eru öll þrjú bindin fáanleg, en óðum gengur á upplag fyrri bindanna, svo vissara er að tryggja sér eintak af þeim fyrr en seinna. Tryggva saga Ófeigssonar er tvímælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma. Hún er samfelld baráttusaga manns, sem stöðugt sótti á brattann, mat menn eftir dugnaði, kjarki og krafti, og flokkaði þá í „úr- valsmenn“ og „liðléttinga“. Sjálfur var Tryggvi umdeildur, enda maðurinn mikillar gerðar og ærið umsvifa- og fyrirferðar- mikill í íslenzku þjóðlífi síðasta mannsaldurinn. Tryggva saga Ófeigssonar er mesta sjómannabók, sem gef- in hefur verið út á íslandi, og samfelld saga togaraútgerðar frá fyrstu tíö. Bókin er sjór af fróðleik um allt er að fiskveiðum og útgerð lýtur og hún er ekki aðeins einstæð í bókmenntum okkar, hún er stórkostlegt framlag til íslenzkrar þjóðar- sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.