Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Ungur maður beið
bana í vinnuslysi
UNGUR Reykvíkingur beið bana
í vinnuslysi i Kópavogi um hálf-
sexleytið á laugardaginn. Maður-
inn hét Gisli Dan Gislason, 22ja
ára gamall, til heimilis að Teiga-
seli 1. Ilann lætur eftir sig
unnustu.
Vinnuflokkur vann að því á
laugardaginn að reisa spennistöð
fyrir RR við Túnbrekku í Kópa-
vogi. Spennistöðin er byggð úr
steyptum einingum og var búið að
koma einni slíkri fyrir og unnið að
því að koma upp annarri einingu
þegar sú fyrri féli skyndilega inn
yfir húsgrunninn. Varð Gísli heit-
inn fyrir einingarveggnum og
hlaut svo mikil höfuðmeiðsl, að
hann mun hafa látizt samstundis.
Leitin að Magnúsi
enn árangurslaus
ÞRÁTT fyrir víðtæka leit hefur
ekkert spurst til Magnúsar
Gunnarssonar, 26 ára gamals
Keflvíkmgs, sem hefur verið
týndur siðan á miðvikudaginn.
Magnús sást þann dag klukkan
Magnús Gunnarsson
18 við apótekið í Mosfellssveit,
þar sem hann keypti meðul.
Magnús ók dökkblárri Subaru-
bifreið, tveggja dyra, með ein-
kennisstafina Ö-5803. Bifreiðin
hefur heldur ekki fundizt.
Magnús Gunnarsson er 174 cm
á hæð, ljósskolhærður með liðað
hár. Hann var klæddur ljósbrún-
um mokkajakka, dökkbláum
flauelsbuxum, blárri peysu, köfl-
óttri skyrtu og ljósbrúnum skóm.
Það eru eindregin tilmæli
rannsóknarlögreglunnar í Hafn-
arfirði að þeir, sem einhverjar
upplýsingar geta gefið um ferðir
Magnúsar svo og um það hvar
bifreið hans er nú niðurkomin,
hafi tafarlaust samband við lög-
regluna í Hafnarfirði.
IIMNLENT
Lesbók Morgunblaðsins
Jólablaðið
Jólablað Lesbókar Morgun-
blaðsins var borið til kaupenda
um síðustu helgi. Jóla-Lesbókin
fylgir blaðinu í dag, þriðjudag,
í lausasölu.
Átján þúsund áratog. Rætt
við Sigurð Ólafsson myndhöggv-
ara, sem var að ljúka við höfuð-
mynd af Bjarna heitnum Bene-
diktssyni og hefur fest í leir
svipmót 170 samtíðarmanna.
Ljóðasmiður úr Laugardal.
Grein um Pál skáld á Hjálms-
stöðum eftir Sigurð Skúlason
magister.
Segir fátt af einum. Grein
eftir sr. Bolla Gústavsson í
Laufási um Fjalla-Bensa —
fyrirmynd Gunnars Gunnars-
sonar í Aðventu, og viðtal við
einn af samtíðarmönnum Bensa,
sem bjó á sama bæ og hann.
Undir súðinni gengur allt á
fullu. Gísli Sigurðsson heimsæk-
ir Erró á vinnustofu hans í
Latínuhverfinu í París, þar sem
Erró vinnur verk sín uppi á
hanabjálka í 400 ára gömlu húsi,
hress að vanda.
Jólahugleiðingar, eftir sr.
Bernharð Guðmundsson og sr.
Hjálmar Jónsson.
í leit að uppsprettunni. Grein
eftir Jónas Haralz.
Ilvað hefðir þú gert, amma?
Frásögn úr lífi alþýðukonu eftir
Ingunni Þórðardóttur.
Jól — smásaga eftir sr. Gunn-
ar Björnsson í Bolungarvík.
Skammdegisbirta Grein eftir
Önnu Maríu Þórisdóttur.
Demanturinn æðstur eðal-
steina og öruggasta fjárfesting-
in, sem til er. Hulda Valtýsdóttir
ræðir við Óskar Kjartansson
gullsmið.
Eru íslendingar af ætt Benja-
míns? Hugleiðing um uppruna
okkar eftir Vigdísi Jónsdóttur.
Eitthvað fallegt fyrir jólin
Elín Guðjónsdóttir hefur heim-
sótt tízkuhúsin í París —
myndafrásögn.
Jólin hjá tröllunum Ævintýri
eftir Zacharias Tobelius.
Fjallið smásaga eftir Bene-
dikt Björnsson og grein um
höfundinn eftir Kristján Karls-
son.
Eigi verður feigum forðað
Gunnar Bjarnason skrifar um
slysið í Brúará sumarið 1960.
Ljóð eftir Kristján Karlsson,
Kristján frá Djúpalæk, Þorstein
Valdemarsson, Jóhann Hannes-
son, Hrafn Gunnlaugsson og sr.
Jakob Jónsson.
Verðlaunakrossgáta og verð-
launamyndagáta.
FIMM manns voru í þessum bíl, sem valt á Elliðavogi móts við húsnúmer 122 við Kleppsveg skömmu
fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Ökumaður skarst á höfði og farþegi í framsæti var einnig
fluttur í slysavarðstofu, en reyndist ómeiddur eins og þcir þrír, sem sátu aftur í. Bílnum var ekið
norður Elliðavog, þegar hann valt og fór hann yfir umferðareyju og hafnaði á hvolfi á hinni
akbrautinni. Ljósm. Július Sigurjónsson.
Slysiö á Keflavíkurveginum:
Litla telpan enn
meðvitundarlaus
HULDA Klara Ingólfsdóttir, 4
ára, er enn meðvitundarlaus eftir
bílslysið, sem varð á Keflavíkur-
veginum, um 700 metra vestan
við Grindavíkurafleggjarann á
laugardaginn. Faðir hennar, Ing
ólfur Sveinsson, er talinn úr
lífshættu. en þau feðgin liggja
bæði í gjörgæzludeild Borgarspít
alans. Eiginkona Ingólfs og móð
ir Huldu Klöru, Margrét Ást
valdsdóttir, fórst í slysinu. Ilúr
var tvítug. Heimili fjölskyldunn
ar er að Laufvangi 1. Ilafnar
firði.
Hulda Klara hlaut alvarlegan
heilahristing í slysinu, auk þess
sem hún kjálkabrotnaði og við-
beinsbrotnaði vinstra megin. Að
sögn lögreglunnar í Keflavík bar
þrjá menn að strax eftir slysið og
björguðu þeir Huldu Klöru og Ásu
systur hennar út úr flakinu, og
fluttu tveir mannanna þær í
sjúkrahúsið í Keflavík, en sá þriðji
var áfram á slysstaðnum. Ása,
sem er 8 mánaða, lærbrotnaði og
liggur hún á Barnaspítala Hrings-
ins. Faðir þeirra rifbeinsbrotnaði
og hlaut sprungu í mjaðmagrind
og samfallið lunga.
Margrét Ástvaldsdóttir
Ökumaður hins bílsins, Stefán
Björnsson, Smiðjustíg 4, Njarðvík,
liggur í Landspítalanum. Hann
brotnaði illa á vinstra hné og Iæri.
Kona hans, Jóhanna Árnadóttir,
sem sat við hlið hans, rifbéins-
brotnaði báðum megin og marðist
á gagnauga. Hún liggur í sjúkra-
húsinu í Keflavík. Halldóra Hún-
Reykjavíkurskákmótið:
Ekkert heyrist
frá Rússunum
„VIÐ óskuðum eftir svari sovézka skáksambandsins fyrir 10.
desember. en höfum ekkert svar fengið“, sagði Einar S. Einarsson
forseti Skáksambands Íslands. er Mbl. spurði hann í gær, hvort
sovézka skáksambandið hefði þegið boð um að senda tvo keppendur á
Reykjavíkurskákmótið. „Það þýðir þó ekki að við væntum ekki svars,"
sagði Einar. „En Sovétmenn jiurfa greinilega að íhuga málið."
Einar sagðist nýlega hafa rætt
við enska skákmanninn Stean og
hefði hann sagt að hann yrði
ásamt Pachman aðstoðarmaður
Kortsnojs í einvígi um áskorenda-
réttinn á næsta ári. Hins vegar
hefði Stean látið það álit í ljós, að
hugsanlega færi svo að einvígi
Kortsnojs og Petrosjans færi ekki
fram fyrr en seint á næsta ári og
ef svo yrði, myndi hann sjálfur
tefla á Reykjavíkurmótinu.
Kortsnoj hefur þegið • boð um
þátttöku með fyrirvara um að
mótið rekist ekki á einvígi hans og
sagði Einar að hann hefði ekki
heyrt annað frá Kortsnoj, þannig
að hann teldist enn í hópi kepp-
enda, hvað sem síðar yrði.
Þá sagði Einar, að Friðrik
Ólafsson forseti Fide, hefði stað-
fest þátttöku sína í Reykja-
víkurmótinu og Haukur Angan-
týsson hefur þegið boð um að vera
með í stað Ingvars Ásmundssonar,
sem ekki kemur við þátttöku
vegna starfsanna.
bogadóttir, Holtsgötu 48, Njarð-
vík, sem sat í aftursæti bílsins
marðist og hlaut heilahristing.
Hún liggur einnig í sjúkrahúsinu í
Keflavík, en þangað var fólkið allt
flutt í fyrstu.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
er Keflavíkurvegurinn orðinn
mjög hættulegur vegna slits og
malarkanturinn fyrir utan steyp-
una hefur víða sigið svo að nemur
allt að 10 sm. Krapaelgur var á
veginum er slysið varð á laugar-
daginn. Að sögn lögreglunnar í
Keflavík þykir víst að Ingólfur
hafi misst bílinn út fyrir steypta
veginn og þegar hann tók bílinn
inn á veginn aftur, hafi hann
snúizt þvert í veg fyrir hinn
bílinn, sem á móti kom.
Fundað um tilhög-
un loðnuveiðanna
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
heldur í dag fund með hagsmuna-
aðilum að loðnuveiðum og vinnslu.
Verða þar ræddar hugmyndir um
tilhögun loðnuveiðanna eftir ára-
mót og í framhaldi af þeim má
vænta ákvörðunar ráðuneytisins
um hvenær leyft verður að byrja
veiðarnar og hvernig leyfðu afla-
magni v'erður skipt. Á næstunni
má einnig búast við ákvörðun
ráðuneytisins um hvernig staðið
verður að þorskverndunaraðgerð-
um á næsta ári, en hagsmunaaðil-
ar hafa lagt á það ríka áherzlu, að
ákvarðanir um takmarkanir liggi
ævinlega fyrir í tíma.
Aðalvíkin fékk
625 kr. meðal-
verð í Grimsby
FIMM fiskiskip seldu afla í Eng-
landi í gær og i dag verða tvær sölur
erlendis. Aðalvíkin. seth seldi afla
sinn í Grimsby, fékk bezt meðalverð
í gær. Skipið scldi 94 tonn fyrir 58,6
milljónir, meðalvcrð 625 krónur.
Helga RE seldi 73 lestir í Fleet-
wood fyrir 34,6 milljónir, meðalverð
476 krónur. Þórunn Sveinsdóttir seldi
50 lestir í Fleetwood fyrir 25,7
milljónir, meðalverð 513 krónur.
Votabergið frá Eskifirði seldi 43,1
lest í Grimsby fyrir 21.3 milljónir,
meðalverð 495 krónur. Loks seldi
Viðey 208 lestir í Hull fyrir 108,3
milljónir, meðalverð 521 króna.