Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 29 Þjóðsaga gefur út ljóðabók eftir Baldur Pálmason Björt mey BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hef- ur gefið út nýja Ijóðabók eftir Baldur Pálmason. Nefnist hún „Björt mey og hrein“. Bókin er 80 blaðsíður, hönnuð og skreytt frá hendi Hafsteins Guðmundssonar. Baldur Pálmason tileinkar bók- ina móður sinni, Margréti Kristó- fersdóttur frá Köldukinn á Ásum. Ljóðabókin skiptist í þrjá kafla, og hrein Rismál, Dagmál og Hádegi. Höf- undur ritar nokkur orð til lesenda og getur þess, að fyrir 2 árum hafi Þjóðsaga gefið út ljóðabók hans, „Hrafninn flýgur um aftaninn", en það hafi verið ljóð ort á síðasta aldarfjórðungi. Nú birtist í „Björt mey og hrein“ ljóð æskuáranna. Bókin er sett og prentuð í Odda h.f., en bundin í Sveinabókbandinu h.f. Hiö íslenzka bókmenntafélag: Samþykkir að koma á fót Stof nun Jóns Sigurðssonar AÐALFUNDUR Hins íslenzka bókmenntafélags samþykkti á sunnu- dag að koma á fót sjálfseignarstofnun, sem beri nafn Jóns Sigurðssonar forseta og heiti Stofnun Jóns Sigurðssonar. Til stofnunarinnar verði lagðar þær 10 milljónir króna, sem ríkisstjórnin veitti Hinu íslenzka bókmenntafélagi í minningu hundruðustu ártíðar Jóns, og önnur framlög sem bcrast kynnu af sama tilefni. Sigurður Líndal forseti félags- ins minntist Jóns Sigurðssonar og bar síðan fram tillöguna um Stofnun Jóns Sigurðssonar. Til- lagan var samþykkt án umræðna með öllum greiddum atkvæðum. Stofnuninni er ætlað að styðja Hið íslenzka bókmenntafélag og þá einkum með því að kaupa og reka fasteignir x þágu félagsins og styðja það með fjárframlögum og öðrum áþekkum hætti eftir því sem efni standa til. Stjórn og fulltrúaráð Hins íslenzka bókmenntafélags fer með stjórn stofnunar eða setur henni sérstaka stjórn. Skipulagsskrá stofnunarinnar verður lögð fyrir næsta aðalfund og að fengnu samþykki hans leitað staðfest- ingar forseta íslands á skipu- lagsskránni. Á aðalfundinum á sunnudag gerði Sigurður Líndal grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu ári og lagði fram reikninga, sem voru samþykktir samhljóða. Endur- skoðunarmenn félagsreikninga voru endurkjörnir einróma þeir Guðmundur Skaftason og Gústaf Á. Ágústsson. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri flutti erindi um leikstjórn. Fundarstjóri var Óskar Halldórsson og fundarritari Ólaf- ur Pálmason. Fundarmenn voru 28, en félags- menn eru nú 1999. Aðventukvöld og „litlu jólin“ á Grenivík Grenivík, 17. des. 1979. í GÆRKVÖLDI var haldin aðventusamkoma hér í Greni- víkurkirkju. Séra Bolli Gústavsson sóknarprestur í Laufási prédikaði, kirkjukór- inn söng sálma „Nóttin var sú ágæt ein“ og „f Betlehem er barn oss fætt“ og börn úr sunnudagaskólanum fluttu helgileik um fæðingu frelsar- ans. Að lokum sungu allir viðstaddir jólasáiminn „Heims um ból“. Grenvík- ingar fjölmenntu á aðventu- kvöldið og var kirkjan þétt setin. í gær voru „litlu jólin“ í barnaskólanum og er fólk nú almennt farið að komast í jólaskap þrátt fyrir það að jörð er auð og allt útlit fyrir að hér verði „rauð jól“. Tíðin hefur verið með ein- dæmum góð undanfarið, hlýtt og milt og minnir helst á vorveður. Gæftir hafa verið góðar og bátar aflað með ágætum. Jólakveðjur frá Grenivík, — Vigdís. Leikfélag Akureyrar komið heim úr fyrstu utanlandsferð sinni — Rætt við Odd Björnsson leikhússtjóra Sagði hann það mál manna á sýningunni að það sem L.A. hefði haft fram að færa væri fyllilega sambærilegt við það sem kom fram frá leikurum frá hinum Norðurlöndunum og sjálfur kvaðst Oddur vera þeirrar skoðunar að íslenskt leikhús væri ekkert síðra en þarna gat að líta, þó hann hefði að vísu ekki getað séð allar sýningarnar. Auk Leik- félags Akureyrar voru þarna leikfélög frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, og að auki gestaleikhópur frá Washington í Bandaríkjun- um. Akureyri og víðar. Hefði það vakið furðu, að til dæmis á síðasta ári hefðu um 14 þúsund manns séð leiksýn- ingar L.A., en íbúar Akur- eyrar eru aðeins rösklega 12 þúsund talsins. Þá mætti einnig geta þess að nú í haust væru yfir 6 þúsund gestir búnir að koma á sýningar félagsins. Einnig hefði hin mikla gróska í leikhúslífi á Akureyri vakið athygli fyrir það að þar skuli vera unnt að frumsýna fimm verk á ári, að fastráðnir leikarar skuli að- eins vera 8 talsins og styrkur til leikfélagsins aðeins einn þriðji af „heildarútgerðinni". Leikritið Fyrsta öngstræti til hægri er annað verkefni L.A. á þessu ári, því í haust var frumsýnt verkið Galdra- karlinn frá Oz, og voru þau bæði sýnd fyrir fullu húsi er farið var utan. Hæfust nú sýningar á þeim aftur sagði Oddur, og síðan verður frum- sýnt leikritið Puntilla og Matti um miðjan janúar. Sem fyrr sagði er Oddur Björnsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, og er þetta annað árið sem hann gegnir því starfi, en hann er einnig vel þekktur leikrita- höfundur. — AH. „Tungumálaerfiðleikar gerðu áhorfendum ekki verulega erfitt fyrir, enda er leikritið ákaflega auðskilið, en að auki fengu áhorfendur úr- drátt úr verkinu fyrir sýn- ingu,“ sagði Oddur. „Var sýningum okkar vel tekið, og einkum fengu þær Sunna Borg og Svanhildur Jóhann- esdóttir góða dóma fyrir leik sinn, en þær leika aðalhlut- verkin í leikritinu. Fékk sýn- ingin þá dóma að hún væri fersk og hressileg, og upp- setning Þórunnar Sigurðar- dóttur leikstjóra vakti tals- verða athygli, svo og leik- mynd Sigurjóns Jóhannssón- ar.“ Ferðalagið var leikhópnum Leikkonurnar Sunna Borg og Svanhildur Jóhannesdóttir i hlutverkum sinum í leikriti Arnar Bjarnasonar, Fyrsta öngstræti til hægri. Páll Pálsson. NORRÆN leikhúsvika at- vinnuleikhúsa utan höfuð- borganna var nýlega haldin í Örrebro í Svíþjóð, nánar tiltekið dagana 3. til 8. desember síðastliðinn, og að þessu sinni var íslenskt leikhúsfólk í fyrsta sinn meðal gesta. Það var hópur frá Leikfélagi Akureyrar sem fór utan, en þar nyrðra er starfrækt eina atvinnu- leikhúsið utan Reykjavíkur. Morgunblaðið ræddi stutt- lega við Odd Björnsson leikhússtjóra hjá L.A. af þessu tilefni, er hópurinn kom heim aftur. „Þessi ferð var ákaflega lærdómsrík og skemmtileg, og að okkar mati komum við heim reynslunni ríkari," sagði Oddur. „Þarna voru margar leiksýningar á dag, alla dagana, víðs vegar um bæinn, og samhliða fóru fram námskeið og ráðstefnur um eitt og annað er snertir leikhús og starfsemi leikfé- laga. Við fórum utan með leik- ritið Fyrsta öngstræti til hægri, eftir Örn Bjarnason, sem við höfum sýnt í haust á Akureyri við mjög góðar undirtektir. Sýndum við leik- ritið tvisvar sinnum og feng- um ágætar undirtektir." Oddur sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem Islendingar tækju þátt í leikhúsviku af þessu tagi, og er þetta jafn- framt í fyrsta skipti sem Leikfélag Ákureyrar fer með sýningu út fyrir landstein- ana. Oddur Björnsson leikhússtjóri. og leikhúsinu að kostnaðar- lausu, þar sem allur kostn- aður var greiddur ur sam- norrænum sjóðum. Alls fóru utan átján manns og tóku þau með sér alla búninga og leikmynd einnig, að húsgögn- un undanskildum þó. Á ráðstefnum tengdum leikhúsvikunni sagði Oddur það hafa vakið mikla athygli, hve góð aðsókn væri að íslenskum leikhúsum, bæði á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.