Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 BYGGUNG afhendir íbúðir: EIGENDUR tveggja her- bergja íbúða við Eiðis- granda, sem nú er verið að afhenda hjá Byggung, Byggingasamvinnufélagi ungs fólks í Reykjavík, fullbúnar með frágeng- inni sameign, þurfa að- eins að greiða fyrir þær 8,1 milljón króna. Sé reiknað með því að við- komandi hafi lagt fram lífeyrissjóðslán að upp- hæð 3 milljónir króna og sú upphæð lögð við 5,4 milljónir króna sem við- komandi fær að láni hjá Húsnæðismálastjórn ríkisins kemur í ljós að hann er með í höndunum 104% íbúðarverðsins. Þriggja herbergja íbúð- ir sem nú er verið að afhenda kosta 10.4 millj- ónir króna og sé gengið út frá sömu forsendum og hér að framan hefur við- komandi eigandi í hönd- unum 81% kaupverðs íbúðarinnar. Fjögurra herbergja íbúðir kosta 12.9 milljónir króna og miðað við sömu forsendur hefur eigandi slíkrar íbúðar 66% af íbúðarverðinu í höndun- um, þ.e. 5.4 milljónir króna í Húsnæðismála- stjórnarláni og 3 milljónir í lífeyrissjóðsláni. Byggung fékk úthlutað lóð fyrir íbúðirnar í marz 1978 og hófust framkvæmdir þegar mánuði síðar. Húsið varð síðan fokhelt í ágústmánuði s.l. Að, sögn Þorvalds Mawby, fram- íbúðirnar í þessum fyrri áfanga félagsins við Eiðis- granda í marzmánuði n.k. Það séu því rétt um tvö ár frá því að félagið fékk úthlutað þang- að til síðustu íbúarnir flytji inn. Þorvaldur sagði að fram- kvæmdir við seinni áfangann væru komnar vel á veg og væri ætlunin að ljúka honum síðla næsta árs. Aðspurður um hvernig hægt væri að byggja íbúðirnar á þessu ævintýra- lega lága verði sagði Þorvaldur að beitt hefði verið ítrustu hagkvæmni við öll verk. Bygg- ung hefur verið verktakinn á staðnum, og samið um hin ýmsu verk, ekkert hefur verið boðið út. Auk þess sem Bygg- ung væri auðvitað ekki rekið sem gróðafyrirtæki. „Það sem vekur kannski hvað mesta athygli okkar, sem í þessu stöndum, er að á sama tíma og við afhendum þessar tveggja herbergja íbúðir á liðlega 8 milljónir króna er verið að afhenda íbúðir hjá Verka- mannabústöðum Reykjavíkur fyrir ríflega 16 milljónir í sama ástandi, þ.e.a.s. fullbún- ar,“ sagði Þorvaldur ennfrem- ur. „Það, sem stendur okkur hins vegar fyrir þrifum nú, er að við fáum ekki lóð undir frekari byggingar, á sama Fjölbýlishús Byggungs við Eiðsgranda. Eigendur 2ja herbergja íbúða fá greitt til baka Inni i stofu fjögurra herbergja ibúðar, f.v. Þórhallur Steingrímsson. Þorvaldur Mawby framkvæmdastjóri Byggungs og Jón Þorsteinn Gunnarsson, en þeir Þórhallur og Jón eru í stjórn félagsins. Ljósmynd Mbl. RAX Mjög er vandað til allra innréttinga eins og þessi mynd sýnir glögglega. kvæmdastjóra félagsins, hafa framkvæmdir gengið sam- kvæmt áætlun og er búist við að lokið verði við að afhenda tíma og við sýnum fram á að við byggjum ódýrar en nokkur annar fyrir unga fólkið. Þetta kemur sér sérstaklega iila — hafi þeir lagt fram 3ja milljón króna líf- eyrissjóðslán að við- bættu 5,4 milljón króna láni frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins, en íbúðirnar eru af- hentar tilbúnar á 8.1 milljón króna fyrir okkur þar sem við höfum fjárfest mikið í tækjum ýmiss konar, en við bíðum og vonum að úr rætist," sagði Þorvaldur ennfremur. Á sama tíma og Byggung afhendir tveggja herbergja íbúðir fyrir 8.1 milljón króna kostar samsvarandi eign á bilinu 21—24 milljónir króna. Þriggja herbergja íbúð sem afhent er hjá Byggung fyrir 10.4 milljónir króna og fjög- urra herbergja íbúðir, sem afhentar eru á 12,9 milljónir króna hjá Byggung, kosta á aimennum markaði frá 30—34 milljónir króna samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér. Kommúnistahreyfingin á íslandi 1921 til 1934 Ný bók eftir Þór Whitehead KOMIN er út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins bókin Kommúnista- hreyfingin á Islandi 1921 til 1934 eftir Þór Whitehead. Bók- in er 135 blaðsíður að stærð, prýdd ljósmyndum af mönnum og atburðum sem við sögu koma, prentuð í Steinholti h.f. Þetta er nýtt bindi í ritröð- inni í Sagnfræðirannsóknum — Studia historica sem Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs standa að, en ritstjóri hennar er Þórhallur Vilmundarson próf- essor. Fjallar Kommúnista- hreyfingin á íslandi 1921 — 1934 um árdaga kommúnista- hreyfingarinnar hér á landi, klofninginn í Alþýðuflokknum og vekalýðshreyfingunni og að- dragandann að stofnun Komm- únistaflokks íslands sem verður fyrirrennari Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins. Bók- in skiptist í átta meginkafla , en Viðbætir 1—4 hefur að geyma skrá um alþingis- og bæjar- stjórnarkosningar 1927—1934, lög kommúnistaflokksins, félag- atal Áhugaliðs alþýðu 1921 og sýnishorn bolsévískrar sjálfs- Þór Whitehead. gagnrýni, þar sem kommúnistar gagnrýndu sjálfa sig fyrir að víkja frá „réttri" stefnu. Loks eru tilvitnanir í heimildir, heimildaskrá og nafnaskrá. Tarzan enn á ferðinni Áður hefur komið út hjá Sagnfræðirannsóknum — Studia historica: Gunnar Karlsson: Frá endurskoðun til valtýsku. Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu 1703— 1930. Heimir Þorleifsson: Saga íslenzkrar togaraútgerðar fram til 1917. Hjörtur Pálsson: Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874. AUGLYSINGASIMrNN ER: 22480 !H»r0unblatkib Siglufjarðarprentsmiðja gefur út nokkrar Tarzanbækur fyrir jólin, en Tarzanbækurnar eru ein- hverjar víðlesnustu barnabækur í veröldinni. Söguhetjan lendir að vanda í ótrúlegustu þrautum sem honum tekst ætíð að leysa og hugmyndaflugið kemst á fulla ferð þegar lesandinn fylgir honum á hinum hættulegu ferðum. Tarzanbækurnar sem Siglu- fjarðarprentsmiðja gefur nú út eru Tarzan og dvergarnir og Tarzan og gullna ljónið. Þá gefur Siglufjarðarprentsmiðja einnig út myndabók um Tarzan og heitir hún Tarzan og örlagaríkir atburð- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.