Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 7 L Úrslit kosninga Urslit nýafstaðinna kosninga hafa oröið mðrgum umræðuefni, að vonum. Hér ó eftir fara hugleiöingar um þetta efni, sem fram komu í leiöara íslendings, mál- gagns sjálfstæðismanna í Noröurlandskjördæmi eystra: „Úrslit þingkosn- inganna á dögunum urðu Sjálfstæöisflokknum verulegt áfall, sem hlýtur aö verða forystuliöi flokksins umhugsunar- efni á næstu mánuðum. Aðstæður voru þannig í þjóðfélaginu, þegar blás- ið var til kosninga, að búist var viö verulegri fylgisaukningu Sjálf- stæðisflokksins. Enn ein vinstri stjórn var að syngja sitt síðasta og í kosningunum 1978 hafði flokkurinn tapað veru- legu fylgi eftir fjögra ára stjórnarsetu meö Fram- sókn. Var því búist viö að Sjálfstæðisflokkurinn næði nú að endurheimta fyrri stöðu sína á Alþingi, jafnvel gott betur. Gengu sumir svo langt að spá flokknum hreinum meiri- hluta. En þetta fór á annan veg. Þegar úrslitin lágu fyrir kom í Ijós að Sjálf- stæöisflokkurinn haföi aö vísu aukiö fylgi sitt um 3%, en aöeins bætt við sig einum þingmanni. A-flokkarnir fengu sína ráðningu hjá kjósendum, en Framsóknarflokkur- inn, sem stjórnaö hefur þjóðarskútunni, að eigin sögn, síðasta áratuginn, þann áratug, sem mest hefur gefiö á skútuna, stóð uppi sem sigurveg- ari kosninganna." „Ástæðurnar fyrir þessum óförum Sjálf- stæðisflokksins eru margþættir og erfitt að benda á eitt einstakt at- riði, sem skipti sköpum. Þó vegur „leiftursókn gegn verðbólgu" þungt á metunum. Málin þróuð- ust nefnilega þannig í kosningabaráttunni, að „leiftursóknin" varð aðal- kosningamáliö, þaö var kosiö um hana, en ekki óráðssíu vinstri stjórnar- innar. Þannig var snúið við þeirri venju sem hér hefur verið, aö gengi stjórnmálaflokka mótist meira af óförum annarra, en eigin ágæti. „Leiftur- sóknin“ er áræöin stefnu- mörkun, en þó raunhæf til lausnar á þeim vanda- málum sem við er að stríöa. Andstæðingunum tókst samt að gera hana tortryggilega, vöktu upp allskyns drauga, án þess að benda á betri leiðir sjálfir. Þá var „leiftur- sóknin" borin fram með allt of stuttum fyrirvara, þannig að ekki gafst nægilegt tóm til að skýra efni hennar fyrir kjósend- um. Sjálfstæðisflokkurinn gekk ekki heill til skógar í þessum kosningum. Klofningsframboð komu fram í tveimur kjördæm- um og sköðuöu flokkinn verulega, ekki bara í þeim kjördæmum, heldur í heild. Þá héldu and- stæðingarnir því líka óspart á lofti, að þessi I klofningsframboð væru i ekki annað en talandi dæmi um ástandið í | flokknum, þeim væri ekki . treystandi til stjórnar, I sem ekki gætu stjórnað i sér sjálfir. Ágreiningur innan flokksins hefur þó | ekki verið málefnalegur, , en hann verður að setja I niður áður en gengið er I aftur til kosninga. Þessi tvö atriði skiptu I sköpum fyrir Sjálfstæðis- i flokkinn í kosningunum, 1 en auk þess urðu ýmis j smærri atriði til þess aö . flokkurinn náði aldrei I „takti" við kjósendur. Að I auki er orðtakiö „allt er betra en íhaldið" ekki | alveg útí bláinn meðal . vinstri manna. Þeir geta ' hugsaö sér að refsa | sínum flokki með því aö kjósa annan vinstri flokk, I en aldrei með því að i kjósa Sjálfstæðisflokkinn 1 hvað sem á gengi. Úrslit kosninganna . boða enn eina vinstri I stjórn ef að líkum lætur. | Stjórnarmyndunarviö- ræður standa nú yfir, en I ekki séö að betur horfi ■ með árangur af störfum * vinstri stjórnar en áður. | Ýmsar blikur eru á lofti . og kosningar gætu oröiö I fyrr en seinna. Það er því i ástæöa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að skoða strax í | eigin barm og finna þau . mein og fjarlægja sem ' þar er aö finna. Takist | það gengur flokkurinn tvíefldur til næstu kosn- I inga og þá þarf ekki að i spyrja aö leikslokum.“ Argerö 1980 komin Sérstakt jólatilboó 250.000 út og rest á 6 mán. TÖKUM NOTUÐ TÆKI UPP í NÝ Verö 22“ 711.980,- 26“ 749.850.- r Verslióisérverslun með UTASJÓNVÖRP og HUÓMTÆK! k 29800 Skipholti19 Á ÞESSI BÁTUR ER TIL SÖLU með góðum kjörum ef samið er strax og í skipt- um fyrir bíl. Báturinn er nýr og vélarlaus, 6 metrar á lengd og 2,12 tonn. Upplýsingar veittar í símum 81410 og 37930 Jón Hjartarson. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.