Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 37 Búvörudeild seldi 35 hross til Kanada HESTAÚTFLUTNINGUR Búvörudeildar SÍS hefur farið vaxandi síðustu árin og voru nýlega fluttir í fyrsta sinn í 20 ár 35 hestar til Kanada og fékkst fyrir þá svipað verð og í Þýskalandi, sem hefur fram til þessa verið eitt stærsta sölulandið að því er Magnús Ingvarsson hjá Búvörudeild tjáði Mbl. Magnús Ingvarsson sagði að nokkuð hefði dregið úr hrossasölu til Þýskalands að undanförnu og væri ástæðan verra tíðarfar og versnandi efnahagur manna, enda væri hestamennska sú íþrótt sem menn spöruðu fyrst við sig þegar harnaði í ári. Sagði Magnús að Búvörudeildin hefði að undan- förnu undirbúið hrossasölu til Kanada og nýlega hefði íslenski hesturinn verið sýndur í Frakk- landi og slegið þar í gegn og væru þessi tvö lönd væntanlega svipaðir markaðir og Þýskaland hvað stærð áhrærði og hægt að leita meira á þá ef drægi úr sölu til Þýskalands. Svipað verð fékkst fyrir hestana er seldir voru til Kanada og fengist hefur í Þýskalandi, þ.e. fyrir innflutning til Þýskalands þarf að greiða 25% toll, en engan í Kanada, en nettóverð væri svipað þegar flutningsgjöld hefðu verið dregin frá. Næsta hrossasala Bú- vörudeildarinnar fer fram um mánaðamótin janúar—febrúar. Þessar telpur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Dýraspítala Watsons á Kirkjuteigi 25. — Þær söfnuðu kr. 8300. Telpurnar heita Vigdís Stefánsdóttir og Katrin S. Bjarnadóttir. Þessir ungu menn söfnuðu fyrir nokkru 4000 kr. til „Sundlaugar- sjóðs“ Sjálfsbjargar, landssamb. fatlaðra, er þeir héldu hlut- aveltu, en drengirnir eiga heima uppi í Mosfellssveit. Þeir heita Róbert Weissmann og Hafsteinn Kristjánsson. Suður i Hafnarfirði efndu þessar stúlkur, Steinunn Bára Þorgilsdóttir og Svava Arnardóttir, til hlutaveltu til ágóða fyrir „Flóttamannahjálp Rauða krossins“. Þær söfnuðu 7000 krónum. Þessar skólastúlkur, sem heima eiga i Borgarnesi, efndu fyrir skömmu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Söfnuðu þær rúmlega 17000 krónum til félagsins. Telpurnar heita Ásdis Dan Þórisdóttir og Kristín Ólafsdóttir. Tvær ómótstædilegar med WILLIE NELSON Hin þýöa rödd Willie Nelson, hefur aldrei notiö sín betur en á þessum tveim frábæru plötum, enda eru þær öllum tónlistarunnendum ómissandi. WlLLIF. NELSON Stárdlist Stardust Á plötunni „Stardust" syngur Willie Nelson á sinn óviöjafnanlega hátt, nokk- ur fallegustu lög allra tíma. M.a. perlur eins og All of Me — Blue Skies — Sunny Side of the Street — Georgia On My Mind — Unchained Melody — o.fl. Verð kr. 8.750.- ""’AS & Pretty Paper Glæný jólaplata. Willie Nelson glæöir nokkur sígild jólalög nýju lífi meö flutningi sínum á þessari einstöku jólaplötu, sem tvímælalaust er ein besta jólaplata er litiö hefur dagsins Ijós. Meöal þeirra laga sem er aö finna á Pretty Paper er m.a. White Christmas — Jingle Bells — Rudolf the Red Nosed Reindeer — Santa Claus is Coming to Town — Frosty the Snowman — Oh Little Town of Betlehem. Verð kr. 8.750,- ( KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti.22 Heildsöludreifing stoioorh# •ímar 85742 — 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.