Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 19 Athugasemd frá Búvörudeild Sambandsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá bú- vörudeild SÍS: Vegna skrifa Morgunblaðsins í leiðara sunnudaginn 16. þ.m. vill Búvörudeild Sambandsins taka eftirfarandi fram: í greininni er vísað til viðtals blaðamanns við verzlunarstjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands og þar meðal annars haft eftir hon- um að Sláturfélagsbúðirnar verði að kaupa þeirra vörur frá þeirra framleiðsluaðila þ.e. Sambandinu. Hér mun vera um missögn að ræða þ.e. Sambandið eða fyrirtæki þess Kjötiðnaðarstöðin og Afurða- salan afgreiða ekki og hafa ekki afgreitt umræddar vinnsluvörur til Sláturfélagsbúðanna. Reykjavík 17.12.1979 Búvörudeild Sambandsins. Fjárfesting í íbúð- arhúsnæði í ár ná- lægt 95 milljörðum FASTEIGNASKRÁ ársins 1979 var lögð fram 1. desember s.l. og kemur þar m.a. fram að heild- armat allra fasteigna á landinu er 2.062.6 milljarðar króna og hefur því hækkað um 62,8% frá siðustu skrá. Fasteignamat hækkar sam- kvæmt framreiknistuðlum sem Yfirfasteignamatsnefnd ákveður. Á þessu ári var ákvörðun nefndar- innar þannig, að íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu skyldu hækka um 60%, aðrar fasteignir þar með taldar lóðir á höfuðborg- arsvæðinu skyldu hækka um 55% og loks skyldu aðrar fasteignir á landinu hækka um 50%. Sem dæmi um mat einstakra fasteigna má nefna að 100 fer- metra fjögurra herbergja íbúð í blokk í Arbæ er metin á 23,1 milljón króna, 150 fermetra sér- milljónir króna og tveggja her- bergja íbúð, 55 fermetrar að stærð, er metin á 9,5 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamats ríkisins hafa eignir að stærð 2.507.952 rúmmetrar verið teknar til mats í fyrsta sinn í ár. Þar af eru 1.426.702 rúmmetrar íbúðarhúsnæði og bílskúrar. Ef þessar tölur fara nærri lagi um nýbyggingar er fjárfesting landsmanna í íbúðarhúsnæði í ár nálægt 95 milljörðum og um 35 milljarðar í öðrum byggingum, eða samtals um 130 milljarðar króna. Ætla má að viðhaldskostnaður húsnæðis á öllu landinu sé nálægt 40 milljörðum króna, ef miðað er við að hann sé 1,5% af bygg- ingarkostnaði. Skipting fasteignamats eftir hæð við Rauðalæk er metin á 28,5 notkun eigna er þannig: Stærð Mat þús. m;í % millj. % Ibúðarhús og bílskúrar 28.046,9 50,1 1.266,4 61,4 Verslunar- og skrifst.h. 2.940,5 5,3 143,9 7,0 Iðnaðarhús og vörugeymslur 10.770,2 19,3 237,2 11,5 Útihús jarða 6.956,1 12,4 38.0 1,8 Sérhæfðar byggingar 6.434,5 11,5 291,4 14,1 Önnur mannvirki 787,6 1,4 16,3 0,8 Ób. land, ræktun, hlunnindi .69,2 3,4 Landið allt 55.935,8 100% 2.062,6 100% EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA SÍMINN ER: 22480 í gær var kveikt á jólatré í Kópavogi, en tréð er gjöf til Kópavogsbúa frá vinabæ Kópavogs í Sviþjóð, Nyköping. Forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Skúli Sigurgrímsson og Bjarni Þór bæjarritari veittu því viðtöku úr hendi fulltrúa sendiráðs Sviþjóðar á íslandi. Ljósm: Kristján. BARNAREIÐHJÓL-ÞRÍHJÓL Mesta úrval landsins af reiðhjólum og þríhjólum, fæst hjá okkur. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Myndir úr rqunveruleík ÖRN&ÖRIYGUR VESTURCÖTU 42, SÍMI 25722 Skáldsaga eftir Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur Aöalheiöur er löngu landskunn fyrir afskipti sín af verkalýös- og félagsmálum. í bók sinni segir hún frá saklausum börnum og hrösunargjörnu fólki, barnaverndar- nefnd og betrunarstofnunum, fangelsum og fínum heimil- um, og allt heföi.þetta getaö gerst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.