Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
15
Astlaust barn er
munaðarlaust barn
Jólatrésfagnaður barna
Senn hefjast jólatrésskemmtan-
ir barna og er það vel. Nemar úr
Guðfræðideild Háskóla íslands
hafa undanfarin ár séð um fram-
kvæmd fagnaðarins fyrir börn
starfsmanna, kennara og nem-
enda skólans. Er svo enn í ár og
mun skemmtunin hefjast kl. 14.30
27/12 ’79.Þar verður væntanlega
mikil gleði og glaumur með mörg-
um skemmtiatriðum og að sjálf-
sögðu jólasveinum.
Þar manngera börnin Guð, fá
kærkomnar gjafir og minnast
barnavinarins mikla. Og foreldrar
minnast þess tíma þegar þau voru
börn og skópu að nýju trúartil-
finningar hjá pabba og mömmu,
þegar foreldrar þeirra fóru með
bænirnar þeirra með þeim og fyrir
þau.
Hjáguðir
En margir hafa skapað sér
hjáguði á okkar dögum og gleyma
við það börnum sínum og gera þau
munaðarlaus. Því ástlaust barn, er
munaðarlaust barn.
Aldrei verður því of mikil
áhersla lögð á það, að foreldrum
ber að virða tilfinningar barna
sinna og taka þær alvarlega og
sýna þeim fulla nærgætni. Því
tilfinningalíf barnsins getur ekki
þróast eðlilega, ef foreldrar þess
eru ekki aðalpersónurnar í lífi
þess fyrstu æviárin.
Ég hvert því alla foreldra til að
kasta frá sér öllum hjáguðum og
færa börnin til hans, sem sagði:
„Leyfið börnunum að koma til mín
og bannið þeim það ekki, því slíkra
er himnaríki". Hver veit nema þau
einhverntímann geti þá tekið und-
ir með Young og sagt: „A Christ-
ian is the highest style of man“.
Virðingarfyllst
Sigurður Arngrímsson
frá ísafirði.
Þórdís á
Hrauná
ÚT ER komin skáldsagan
Þórdís á Hrauni eftir Aðaleiði
Karlsóttur frá Garði í Ólafs-
firði. Þórdís frá Hrauni er
fyrsta bók höfundar, en Aðal-
heiður hefur talsvert skrifað í
ýmis tímarit og blöð, bæði
sögur og ljóð. Aðalheiður hef-
ur mikið unnið að félagsmál-
um í Ólafsfirði og var formað-
ur kvenfélagsins Æskunnar í
14 ár. Á kápusíðu segir, að
Þórdís á Hrauni sé rammís-
lenzk ástarsaga.
'áL
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
jút AUGLÝSINGA- QÍVIIMM FP*
1«» 22480
í þessari bók er hann á ferö meö Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóðír hans, þar sem
skuggi gestsins meö Ijáinn er aldrei langt undan. Gerö eru skil ættmennum Agnars báöum megin
Atlantsála og birtu brugðið á bernsku hans undir súö á Hverfisgötunni, þar sem hann í
langvinnum veikindum dreymir um að /ljúga. Rakið er stórfurðulegt framtak hans og þrautseigja
f danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvaö svo
^ rammt aö í náttmyrkri og þoku, aö lóða varö á jörð með blýlóði.
Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og
hefst þá brautryðjandaflug hans, upphaf samfellds
flugs á íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt flug
að nánast var fiogið á faðirvorinu.
En Jóhannesi Helga nægir ekki að
rekja þessa sögu. Hann lýsir af
og til inn í hugarheim Agnars,
utan viö tíma sögunnar, og
gefur henni þannig óvænta
vídd.
A bratlann; minningar
Agnars Kofoed-Hansen
er saga um undraverða
þrautseigju og þrek-
raunir meö léttu og
bráðfyndnu ívafi.
Höfundurinn er Jó-
hannes Helgi, einn af
snillingum okkar í ævi-
sagnaritun með meiru.
Svo er hugkvæmni
hans fyrir að þakka að
tækni hans er alltaf ný
með hverri bók.
Almenna
bókafélagið
Austurstræti 18
sími 19707
Skemmuvegi 36
sími 73055
Jólamagasín er stærsta yfirbyggða verslunargata á íslandi.
Þar versla 30 kaupmenn með góöar vörur í stöðugri sumarblíðu
hvernig sem viðrar úti.
Opnum kl. 1 daglega.
LITTU INN ÞAÐ BORGAR SIG
v Sýningahöllinni, Bíldshöfða 20
81410 — 81199.