Morgunblaðið - 18.12.1979, Síða 45

Morgunblaðið - 18.12.1979, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 45 nokkrar línur ef verða mættu til þess að menn gefi nokkurn gaum að umferðarmálunum, jafnvel þótt það sé í miðjum jólainnkaup- unum. í Reykjavík og nágrenni gerist umferðin sjálfsagt ekki erfiðari né hættulegri og við höfum nýlega lesið og heyrt í fréttum að þetta ár er ekki eitt af góðu árunum í umferðinni. í jólamánuðinum eru allir á ferli, börn, unglingar, miðaldra fólk og gamalmenni, gangandi, hjólandi, akandi því allir þurfa að fara eftir einhverj- um glaðningi fyrir sína nánustu. Það gefur því auga leið að hætta skapast ekki síst síðustu dagana fyrir jólin þegar flýtirinn verður sem mestur." • Meiri áróður „Lögreglan vinnur þarft verk í desember þegar hvarvetna má sjá á götuhornum Reykjavíkur menn til aðgæslu og veitir ekki af. Sjálfsagt þyrfti lögreglan að vera enn betur mönnuð, en hitt er þó meira virði að menn taki leiðbein- ingum hennar og að vegfarendur gangandi og akandi sýni hverjir öðrum tillitsemi. Ekki síst gildir þetta fyrir ökumenn sem leita bílum sínum stæða í miðborginni og kringum hana. Þá þýðir ekki að skilja við þá upp á gangstéttum, með „rassinn" út í götu eða leggja þeim ólöglega á annan hátt. Mest ríður á í þessari miklu umferð að hún gangi sem greiðast og að ekki séu óþarfa tafir eða truflanir. Ég vona að menn taki ekki illa upp þótt drepið sé á þessi mál nú, mér finnst aídrei of mikið gert úr umferðarmálunum og held ég reyndar að Umferðarráð ætti að auka mjög ároður sinn í desember. Talað er um verslunarmannahelg- ina sem mestu 1 ferðahelgi ársins og á svipaðan hátt mætti tala um desember sem mesta ferðamánuð ársins þótt á annan hátt sé. Þess vegna finnst mér rétt að láta ekki deigan síga í viðureigninni við þann vágest er umferðarslys nefn- ist og allir ættu að gera sitt til þess að bægja honum frá, að sjálfsögðu jafnt í þessum mánuði sem endranær. Má að lokum geta góðs frámtaks sem er getraun skólabarna í jólaumferðinni, hún er áreiðanlega mörgum umhugs- unarefni bæði börnum og foreldr- um. Einn í jólaumferðinni.“ Þessir hringdu . . . • Falskt öryggi? Kona nokkur vildi koma á fram- færi aðvörun til þeirra er hafa eitthvað með lyf að gera, en hún kvaðst hafa orðið fyrir því að hin svokölluðu öryggislok opnuðust gjarnan ef þau dyttu í gólfið. „Þessi glös hafa verið auglýst sem sérstaklega örugg þar sem hafa þarf við hendina pening eða annað svipað til að opna þau og því ættu börn ekki að geta það. Hins vegar hefi ég orðið fyrir því að svona glas hefur dottið niður úr skáp og lokið legið laust við hliðina og pillurnar því fyrir hunda og manna fótum. Þetta er ekki gott þegar börn eiga í hlut, hafa forvitnast upp í skáp og rekið sig í pilluglas. Glasið í gólfið, pillurnar úr, girnilegar til átu fyrir börn, sem allt vilja smakka. Þetta er ekki hugsuð sem árás á þetta „patent" á pilluglösum, en hins vegar eru þau kannski ekki alltaf SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Hvíta Rússlands í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Marjasins, sem hafði hvítt og átti leik, og Litvinovs 19. Hxf6! — Hxb3! (Ef 19.... gxf6 þá 20. Hgl+ - Kh8, 21. Dh6 og mátar) 20. Hh6!! (Ef 20. cxb3! þá Dd8!, 21. Hh6 og eftir 21.... Dd2+!, 22. Kbl — e2 heldur svartur sínu. 20. axb3 gaf einnig svörtum tækif- æri á að berjast áfram með 20.... Dd8, 21. Hh6 — gxh6, 22. Dxh6 — Dd2+, 23. Kbl - Dg2, en ekki 22. ... Kh8?, 23. Hdl) Dd8 (Nú er svartur einum of seinn) 21. Hxh7 - Dd2+, 22. Kbl - Hxb2+, 23. Kal! — g6, 24. Dh6 og svartur gafst upp. 100% örugg og geta veitt falskt öryggi." • Um endurtekið efni Sjónvarpsáhorfandi kvaðst vilja koma þeirri skoðun sinni á fram- færi að margt hefði mátt endur- taka í sjónvarpinu annaö en viðtal við Brynjólf Bjarnason, er var sýnt sl. miðvikudag. Fan.nst hon- um þetta nánast sem kennslu- stund í fræðum sósíalista og því sennilega umdeilt efni og hefði þess vegna átt að taka ýmislegt annað fyrst, en kannski væri valið sjónvarpinu erfitt þar sem svo oft væri efnið endurtekið. HÖGNI HREKKVlSI „MJbWN ÁN6l ÓÖÐ/" Nýja línan i matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holiday er sérlega létt og meófærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjúgt við hvers kyns heimilishald. Leikandi létt og hrífandi, þannig er Holiday alveg eins og sumarfríiö á aö vera. Svo við minnumst á veöriö, — nei verðið, þá er þaó sér- lega hagstætt. Kamiö og skoöiö Holiday.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.