Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 • FC Schalke 04 sigraði HSV 1—0, um siðustu helgi. Frekar óvænt úrslit. Á myndinni sjást þeir Rolf Rubman og Hruesch HSV i skallaeinvígi. Þátttökufrestur fyrir íslandsmótið í knatt- spyrnu rennur senn út EINS og undanfarið skulu þátt- tökutilkynningar og greiðslur vegna móta 1980 berast móta- nefnd K.S.Í. fyrir 1. janúar 1980. Þátttökugjöld hafa verið sam- þykkt sem hér segir fyrir árið 1980, og skulu þau fylgja þátt- tökutilkynningum. 1. deild 2. deild 3. deild Aðrir flokkar Bikarkeppni M.fl. kr. 40.000.- kr. 18.000,- kr. 11.000,- kr. 10.000.- kr. 18.000.- Jafnframt er vakin athygli á því að setja þarf upp nafn á einum starfandi dómara næsta keppn- istímabil, fyrir hvert lið sem tilkynnt er þátttaka fyrir (þessi málsgrein taki gildi 1980) sbr. 24 gr. Reglugerðar K.S.Í. um knattspyrnumót. Ársþing K.S.Í. verður að þessu sinni haldið laugardag og sunnu- dag 19. og 20. janúar 1980 í Kristalsölum Hótels Loftleiða í Reykjavík, og hefst laugardaginn 19. janúar kl. 13.30, skv. lögum K.S.Í. Ársskýrslur hafa þegar fyrir nokkru verið sendar út til héraðs- sambanda, og eru viðkomandi knattspyrnuráð beðin að ýta á eftir útfyllingu þeirra og senda til K.S.I. sem allra fyrst, svo hægt sé að senda kjörbréf til baka tíman- lega. Einnig er bent á að málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn K.S.Í. minnst 15 dögum fyrir þing. Fréttatilkynning Rétt er að ítreka að heimboð erlendra knattspyrnuflokka svo og utanferðir innlendra flokka skulu vera í samráði við viðkomandi knattspyrnuráð, með samþykki K.S.Í. og leyfi Í.S.Í. (sbr. 15 gr. reglugerðar) og þyrftu óskir þar um að berast með þátttöku- tilkynningum. Allar upplýsingar í Handbók og mótaskrá K.S.Í. 1980 þurfa og að berast með þátttökutilkynningum. M.a. nöfn, heimilisföng og síma- númer stjórnarmanna bæði heima og í vinnu, einnig lýsingar á búningum félagsins o.fl. Bayern hefur tekið forystu BAYERN Miinchen tók um helg- ina forystuna í vestur-þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu. Liðið gerði að vísu aðeins jafntefi við botnliðið Eintrakt Braunschweig, en það sem gerði gæfumuninn var, að Hamburger SV tapaði frekari óvænt á útivelli fyrir Shcalke 04. Fyrir helgina voru liðin jöfn að stigum, þannig að Bayern hefur eins stigs for- ystu. Hasse Borg skoraði snemma leiks fyrir Braunschweig, en Janzon tókst að jafna um miðjan síðari hálfleik. Lítum á úrslit einstakra leikja áður en lengra er haldið. Bayer Leverkusen — Mönch.gladbach 0—0 Braunschweig — Bayern Múnchen 1—1 Stuttgart — Hertha 5—0 Dússeldorf — MSV Duisburg 1—0 Dortmund — Kaiserslautern 6—2 1860 Múnchen — Frankfurt 2 -1 Bayer Uerdringen — FC Köln 1—3 Schalke 04 — Hamburger SV 1—0 Werder Bremen — VFL Bochúm 2—0 Rolf Russman skoraði sigur- mark Schalke 04 gegn HSV. Mark- ið skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Kevin Keegan og Klaus Fischer hlupu saman og féllu báðir inni í vítateig HSV. Annars kom meira á óvart tap Frankfurt gegn 1860 Múnchen. Herbert Bitz skoraði tvívegis fyrir 1860, en Bernd Hölzhenbein skor- aði eina mark Frankfurt þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Dieter Múller skoraði tvívegis er Köln sigraði Uerdringen á útivelli, Okudera skoraði þriðja markið rétt fyrir leikslok, en eina mark heimaliðsins skoraði Hol- lendingurinn Van De Loo. Borussia Dortmund vann alger- an yfirburðasigur á Kaiserslaut- ern, 6—2. Burgsmúller (2), Meyer, Voege, Geyer og Húber skoruðu mörk heimaliðsins, en Neues og Pirrung skoruðu mörk Kaisers- lautern. Volkert, Hansi Múller, Olicher, Martin og Elmar skoruðu mörk Stuttgart gegn Herthu og Wenzel skoraði sigurmark Dússeldorf gegn Duisburg. Þá má geta þess, að Röber og Reinders skoruðu sigurmörk Werder Bremen gegn VFL Boch- um. Eftir leiki helgarinnar hefur Bayern hlotið 24 stig, HSV hefur á hinn bóginn 23 stig. í þriðja sæti er Borussia Dortmund með 22 stig, sama stigafjölda og Köln, en Dortmund hefur betri markatölu. Trausti varð leik- maður meistaraflokks íslendingunum gengur vel Handknattleiksmaðurinn góð- kunni Jón Pétur Jónsson sendi íþróttasíðunni bréf fyrir skömmu þar sem hann segir frá árangri liða íslendinganna i 1. deildinni i Vestur Þýskalandi. Fer bréfið hér á eftir. Staðan í þýsku 1. deildinni hefur breyst lítið síðustu tvo mánuði. Meistarar Grosswaldstat tróna efstir og hafa sýnt mikið öryggi i leikjum sínum. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á móti Milbertshofen, en i því liði leikur hinn gamli kappi Horvant frá Júgóslavíu og sýndi hann góðan leik og skoraði 7 mörk. Milbertshofen vann 19— 11. Hér á eftir fer staðan i deildinni. Og eins og sjá má er lið mitt Dankers i áttunda sæti. 1. TV Grossw.std. 12 10 1 1 226:166 21:3 2. TV Iluttenbcrg 12 8 0 4 217:209 16:8 3. TSV Milberts.hf. 12 7 0 3 184:178 16:8 4. VfL Gummersb. 11 7 2 3 202:158 15:7 5. TuS Nettelstedt 12 7 0 5 192:189 14:10 6. TusemEssen 11 5 3 3183:168 13:9 7. SG Dietzenbach 10 5 1 4 138:155 11:9 S.TSVGWDank. 12 5 1 6184:202 11:13 9. TVG Bremen 11 4 1 6 184:185 9:13 10. FAGflpping.il 4 1 6178:183 9:13 11. TuSHofweier 10 4 0 6 181:173 8:12 12. THW Kiel 12 4 0 6 213:217 8:16 1.3. TSV Birkenau 12 31 8194:225 7:17 14. TSB Flensburg 12 10 11 175:243 2:22 Eins og taflan sýnir eru mörg lið um miðbik deildarinnar TVG Bremen lið Gunnars Einarssonar og Björgvins gerði sér lítið fyrir og rak þjálfarann og hefur liðið síðan unnið þrjá leiki í röð. Þeim félögum hefur gengið mjög vel í leikjum sínum og matar Gunnar Björgvin á línunni óspart. Vestur-Þýsku liðunum hefur gengið vel í Evrópukeppninni í handknattleik og komast þau öll áfram. Lið Ágústs Svavarssonar Spenge er í fimmta sæti í 2. deildinni og skorar Ágúst mjög mikið í hverjum leik. Hefur hann skorað alls 81 mark það sem af er keppnistímabilinu. Við félagar hér í Þýskalandi sendum öllu íþrótta- fólki heima á Fróni bestu jóla- kveðjur. Jón Pétur Jónsson. • Inga Kjartansdóttir sigraði í meyjaflokki. AÐ afloknu keppnistímabili knattspyrnunnar upp úr lok september hélt knattspyrnudeild Fram uppskeruhátíð fyrir hvern flokk fyrir sig. Voru þar veitt verðlaun fyrir þá leikmenn sem þjálfarar og unglinganefnd deildarinnar höfðu valið. Boðið var upp á kökur, snittur og kók auk þess sem bryddað var upp á þeirri nýjung, að foreldrum yngstu aldursflokkanna var sér- staklega boðið til þessarar upp- skeruhátiðar, og mættu margir. Var einróma álit stjórnarmanna og foreldra að þessi nýjung ætti fyllilega rétt á sér þar sem þessir aðilar skiptust á skoðunum um uppeldishlutverk iþróttarinnar og félagsgildi hennar. Eins og áður segir voru veitt verðlaun, skjöldur, áletraður nafni leikmanns og fyrir hvað hann var veittur, og voru þeir til eignar. Markahæsti leikmaður hvers ald- ursflokks var verðlaunaður og sá leikmaður, sem talinn var hafa staðið sig best þegar gerð var heildarúttekt á leikjum sumar- sins. Hér að ofan er mynd af þeim leikmönnum, sem verðlaun voru veitt, efri röð frá hægri: Trausti Haraldsson, stigahæsti leikmaður FYRRI hluta jólamóts unglinga í badminton lauk í dag. Keppt var i einliðaleik í öllum aldursflokk- um unglinga og voru keppendur um 70 víðs vegar að. Urslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir: Hnokkar: Árni Þór Hallgrímsson IA sigraði Ingólf Helgason ÍA 12/10 og 11/7. Tátur: Guðrún Júlíusdóttir TBR sigraði Maríu Finnbogadóttur ÍA 11/4 og 11/7. Sveinar: Indriði Björnsson TBR sigraði Pétur Hjálmtýsson TBR 3/11, 11/6 og 11/5. Meyjar: Inga Kjartansdóttir TBR sigraði mfl., Guðjón Guðjónsson, 4. fl., Steindór Elísson, markahæsti leikmaður 4. fl. (24 mörk í 17 leikjum, en hann var markahæsti leikmaður félagsins í ár), Lárus Grétarsson markahæsti leik- maður 2. fl., Hafþór Sveinjónsson, fyrir bestu æfingasókn hjá mfl., Magnús Sigurðsson, stigahæstur hjá 2. fl., Viðar Þorkelsson, stiga- hæstur í 3. fl., Ragnar Ómarsson, 3 fl. (Hann var kjörinn sá leik- maður félagsins sem þótti mestum framförum taka, þegar tillit var tekið til allra flokka), Valdimar Stefánsson, markahæstur, í 3. fl. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Ómarsson, markahæst- ur hjá 5. fl., Rúnar Jónsson, stigahæstur hjá 6. fl., og Jón Gauti Jónsson einnig stigahæstur hjá 6. fl., Þórður Gíslason, marka- hæstur hjá 6. fl., og Bjarni Jakob Stefánsson, stigahæstur hjá 5. fl. Fyrir skömmu var haldinn aðal- fundur knattspyrnudeildarinnar og voru eftirtaldir menn kjörnir í stjórn: Lúðvík Halldórsson, for- maður, Sveinn Sveinsson, vara- formaður, Ómar Arason, gjald- keri, Ólafur Orrason, ritari, Agúst Guðmundsson, spjaldskrárritari, Haraldur Tómasson, Eyjólfur Bergþórsson og Pétur Björn Pét- ursson, meðstjórnendur. Elísabetu Þórðardóttur TBR 4/11, 11/6 og 11/9. Drengir: Þorsteinn Páll Hængsson TBR sigraði Þorgeir Jóhannsson TBR 15/12, 5/15 og 15/7. Telpur: Laufey Sigurðardóttir ÍA sigraði Bryndísi Hilmarsdóttur TBR 11/7 og 11/4. PILTAR Guðmundur Adolfsson TBR si- graði Óskar Bragason KR 15/8 og 15/8. Stúlkur: Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Sif Friðleifsdóttur KR 11/7 og 11/1. Síðari hluti jólamótsins fer fram sunnudaginn 13. janúar n.k. og verður þá keppt í tvíliða- og tvenndarleik. Jólamótió hálfnað j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.