Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
35
get ekki yfir þeim þagað, og vil því
gjarnan gefa fleirum hlutdeild í
slíkum verðmætum.
Héðinn Maríusson er löngu
þjóðkunnur formaður, aflamaður
og veiðimaður. Hann er svo
glöggskyggn náttúruskoðandi, að
til dæmis er því við brugðið heima
á Húsavík, að Héðinn þurfi ekki
annað en líta ofan í lestarnar á
bátunum, þegar þeir koma úr
róðri, og geti þá sagt samstundis
af hvað miðum þorskurinn sé,
hvort heldur sé af Brekunum, frá
Mánáreyjamiðum, Rauðanúps-
miðum eða vestan úr Flóanum.
Mörg merkileg dæmi mætti nefna
þessu til staðfestingar og einnig
um það, hversu fosjáll og fengsæll
hann var og hefur verið í selveiði-
skap vöðuselsins á vetrum og
útmánuðum. Og margar unaðsleg-
ar minningar á ég frá selaróðrum
með Héðni þegar ég var strákur á
Húsavík og hjá honum og föður
hans naut ég margra veiðisagna
en þó umfram allt lærði ég hjá
þeim að meta veiðiskapinn, bera
virðingu fyrir honum, lærði að
njóta hans og meta hann á þann
veg, sem bezt má, hvaða veiðiskap
sem um var að ræða.
Það gefur auga leið af því, sem
hér hefur sagt verið, að Héðinn
Maríusson er óvenjulegur mann-
kostamaður. Hann á í fórum
sínum geysilega djúpan og ríkan
kærleika, mikla gleði og gleði-
gjafa, dæmafáa skaphöfn og dag-
farsprútt jafnaðargeð, umtals-
betri um náungann en flestir
aðrir, enda aldrei átt í útistöðum
við nokkurn mann. Og það tel ég
Héðni hvað mest til gildis og
hróss, að faðir minn mat hann
umfram aðra menn er honum voru
samtíða, og þótti honum þó vænt
um alla menn og konur, svo ég tali
nú ekki um börnin.
Á þessum merkisdegi Héðins
Maríussonar sendi ég honum allar
mínar beztu kveðjur og óskir með
djúpu þakklæti til hans og hinnar
ágætu Helgu, konu hans, og barna,
fyrir þá miklu vináttu, sem þau
hafa fyrr og síðar sýnt mér og
mínu fólki. Lifðu heill, ágæti
vinur, áttræði unglingur!
Jakob V. Hafstein.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Lagt á mannvitsbrekku
Viktor A. Guðlaugsson:
SVO ER LÍFINU LIFAÐ
Ljóð
Útgefandi höfundur 1979.
LJÓÐIN í Svo er lífinu lifað eru
mörg eins konar spakmæli. Höf-
undurinn raðar orðum í ljóð til að
þau komist betur til skila. Hann
yrkir til dæmis um leitina miklu
sem bros barns og leikir sýna „hve
langt/ þig hefur borið/ afvega".
Meira um börn á barnaári:
Meðan þú
brosir
eða grætur
áttu hylli okkar
óskipta.
Þegar orðin
fæðast
af vörum þínum
gerumst við
þér
fráhverf.
Því elskum við þau
ekki,
að þau eru bergmál
mistaka
okkar.
(Barn).
Um lífið og dauðann, ástina og
þjóðmálin og einkum það „að lifa/
í núinu“ yrkir Viktor A. Guð-
laugsson. Sum ljóðanna eru söng-
textar við kunn lög: We shall
overcome, Amazing grace. Yfir-
leitt tekst höfundi best þegar
hann takmarkar sig mest, freistar
þess að segja alkunn sannindi í
sem fæstum orðum. Ver gengur
þegar þarf að koma á framfæri
pólitískum ádrepum (Stjórnmála-
maður) eða draga upp myndir af
háska mannkyns (Stríð). Ýmsar
náttúrustemningar eru laglegar
orðaðar og vitna um það að
höfundurinn hefur kynnt sér
gamlan og nýjan skáldskap.
Svo að dæmi sé tekið af Ijóðinu
Á brattann er hér á ferð höfundur
sem leggur ótrauður á mannvits-
brekkuna. Hann á til hagleik í
máli og bað veldur hví m a qA ouu;
Viktor A. Guðlaugsson teiknaður
af Bolla Gústafssyni.
verður hann dæmdur úr leik fyrir
Adam fer fint i veturinn. Því nú er hann birgur
af glæsilegum hátíðar- og hvunndagsfatnaði.
Peysu-, Combi- og Tweedföt i kippum, stakar
tweed- og flannelsbuxur, stakir tweed jakkar,
vesti og skyrtur.
Ailt fatnaður „a la Adam“, enda flott eftir því.
Littu inn og kynntu þér málið.
LAUGAVEGI47 SÍM117575