Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 3 3 Á jólunum klæðast allir sinum beztu fötum, þvi allir vilja taka þátt i hátiðinni. Stúlkan á litlu myndinni er i íslenzkum búningi, upphiut, »k hún er nú aldeilis fín. Þarna er Pottasleikir búinn að sleikja stóran pott með ein- hverju góðgæti, því annars væri hann ekki svona ánægður á svipinn og héidi um magann saddur og sæll eins og Halldór Pétursson teiknar hann. Jólasveinarnir: Komnir á kreik um allt land Nú er Pottasleikir kominn til byggða og þá mega húsmæður fara að vara sig á því að láta potta, pönnur og kirnur vera á glámbekk, því sá gamli góði jólasveinn er ekki svifaseinn ef pottur með einhverju góðgæti liggur á lausu. Það var mikið við að vera í Reykjavík og víðar á landinu sl. sunnudag því þá var fullt af jólasveinum á ferðinni í borginni og m.a. komu þeir á Austurvöll til þess að spjalla við krakkana og taka lagið. Einnig fóru þeir í gönguferð til þess að skoða í búðarglugga og þeir voru aldeilis hlessa að sjá allt sem var til í þeim húsum. Á Austurvelli sungu jólasveinarnir mörg jólalög með krökkunum og þeir létu sig ekki muna um það að fara upp á húsþök til þess að allir krakkarnir sæju þá. Krakkarnir voru í sparifötunum sínum þegar þau hittu jólasveinana sína og einnig var kveikt á stóru jólatré á Austurvelli sem höfuðborg Noregs, sem heitir Osló, gaf Reykjavíkurborg. — á.j. Jólasveinarnir að kikja i búðargluggana og það þótti þeim skemmtilegt. Skemmtilegar og góöar barnabækur fyrir börn 7—13 ára. Stafafell % x á ZnzSTj? EFÞAÐERFRÉTT- SJ NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐtNU ÍSLANDI í bókinni eru saman komin æviágrip og ættartölur manna í löggiltum iðngreinum bókagerðar, ásamt frásögn af þróun hverrar iðngreinar. Mikill fjöldi mynda er i bókinni. Upplag mjög takmarkað. Dreifing bókarinnar fer fram frá skrifstofu Hins íslenzka prentara- félags, Hverfisgötu 21, Reykjavík. Sími 16313. I - Nú fer hver að verða síðastur að eignast bókina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.