Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 48
á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JM*r0unbbtbi>>
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JHnrgunblAbib
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Byggung byggir ódýrt:
Lánin nema
um 104% af
kostnaðarverði
HYGGUNG, ByKKÍnKasamvinnu-
félag ungs fúlks í Reykjavík, er
þessa dajíana aú afhenda nýjum
< inendum 2—1 herbersja íhúðir í
fjolbýlishúsi við EiðisKranda.
ihúðirnar sem eru afhentar alveg
tilhúnar kosta aðeins frá 8,1
milljón króna upp í 12.9 milljónir
króna.
Flestir hinna nýju eigenda eru
að sögn Þorvalds Mawbys fram-
kvæmdastjóra Byggungs með
lífeyrissjóðslán og lán Húsnæð-
ismálastjórnar ríkisins á ibúðun-
um. Dæmið lítur þá þannig út, að
sé lífeyrissjóðslánið 3 milljónir
króna, fær eigandi 2ja herbergja
íbúðar 300 þúsund krónur end-
urgreiddar, þ.e. lánin tvö eru að
upphæð 104% af kostnaðarverði.
Á sama tíma eru Verkamanna-
bústaðir Reykjavíkur að afhenda
sambærilegar íbúðir byggðar á
sama tíma fyrir ríflega 16 milljón-
ir króna.
Þriggja herbergja íbúðir kosta
10,4 milljónir króna hjá Bygg-
ung. Ef sömu forsendum væri
beitt og hér að framan væru lánin
Flugleiða-
þotan fær
ekki að
fljúga til
Mexíkó
BOEING 727 þota Flugleiða,
sem er í leiguflugi fyrir
flugfélagið Aviateca i Guate-
mala, hefur enn ekki fengið
lendingarleyfi í Mexíkó, en
vélin var tekin á leigu til
flugs milli Guatemala og
Florida og Guatemala og
Mexikó. Að sögn Sveins
Sæmundssonar blaðafull-
trúa Flugleiða er þarna um
eitthvert mál milli Guate-
mala og Mexikó að ræða
varðandi notkun leiguflug-
véla og flýgur Aviateca því
eigin vélum í Mexíkóflug-
inu.
Þrjár áhafnir, flugmenn og
flugstjórar, og þrír flugvirkj-
ar, samtals 12 menn, eru á
vegum Flugleiða í Guate-
mala, en vélin hóf leiguflugið
1. nóvember sl. og var samn-
ingur gerður til 3ja mánaða
til að byrja með.
Sveinn Sæmundsson sagði,
að milli 70 og 80 manns yrðu
erlendis í leiguflugi yfir há-
tíðarnar; auk flugsins í
Guatela verður flugfólk er-
lendis vegna beina flugs
breiðþotunnar og leigu Carg-
olux á DC—8 vél, en með
henni eru 4 áhafnir.
tvö um 81% af kostnaðarverði og
væri dæmið tekið af fjögurra
herbergja íbúðunum sem kosta
12,9 milljónir króna væru lánin
tvö um 66% af kostnaðarverði.
Að sögn Þorvalds stendur það
félaginu nú helzt fyrir þrifum að
það fær ekki lóð undir frekari
bygginKaframkvæmdir, þrátt
fyrir að félagið hafi sýnt ótvírætt
fram á að það byggir ódýrar en
aðrir.
Sjá ennfremur grein
hls. 10.
Viðræðunefndir vinstri flokkanna á fundi i gærkveldi, sem hófst klukkan 21. Frá vinstri:
Ragnar Arnalds, Jón Helgason, Tómas Árnason, Steingrímur Hermannsson, Sighvatur
Magnús H. Magnússon. — Ljósm.: Kristján.
Svavar Gestsson,
Björgvinsson og
Steingrímur Hermannsson:
„Bætir ekki andrúmsloft-
ið, sem var slæmt fyrir
Sjálfstæðisflokkur fékk 23 atkvæði
og 4 menn í f járveitinganefnd
„ÞETTA bætir ekki andrúmsloftið, sem er slæmt fyrir,“ sagði
Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins i samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi, er hann var spurður um kosningar í
fjárveitinganefnd Alþingis, þar sem alþýðuflokksmaður greiddi lista
Sjálfstæðisflokksins atkvæði, þannig að fjórði sjáifstæðismaðurinn
var kosinn i nefndina i stað annars alþýðubandalagsmanns. Friðrik
Sophusson náði kjöri, en Helgi Seljan féll. Skömmu fyrir þingfund í
gær, kom Steingrimur Hermannsson inn i þingflokksherbergi
Alþýðuflokks og tilkynnti, að framsóknarmenn myndu eiga samstarf
við Alþýðubandalag um kjör i fjárveitinganefnd. Hann tók fram, að
slíkt myndi þó ekki hafa áhrif á vinstri viðræðurnar.
Ragnar Arnalds, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann óttaðist að þetta gæti
orðið vendipúnkturinn í vinstri
viðræðunum. Hann kvaðst draga í
efa vilja Alþýðuflokksins til að
ganga til vinstri stjórnar sam-
starfs. Steingrímur Hermannsson
sagði einnig að ef viljann vantaði,
þá væri þessi stjórnarmyndunar-
tilraun vonlaus. Atkvæðagreiðsl-
an í þinginu hefði þó ekki komið
sér á óvart. Hann kvaðst strax
hafa nefnt það, er rætt var um
þennan möguleika á úrslitum at-
kvæðagreiðslunnar, að hann yrði
ekkert hissa. „Það er svo mikill
eldur þarna á milli, að það virðist
ráða meiru milli þessara flokka að
valda hinum tjóni," sagði Stein-
grímur. Morgunblaðið spurði þá
hvort enn ríkti sama „eiturloftið"
milli flokkanna, og svaraði hann
þá: „Já, því miður." Hann kvaðst
hafa hug á að skila af sér
umboðinu til stjórnarmyndunar
fyrir jól.
Morgunblaðið spurði Ólaf G.
Einarsson, formann þingflokks
sjálfstæðismanna hvort samvinna
hefði tekizt um kjör í fjárveitinga-
nefnd við Alþýðuflokkinn. Hann
svaraði neitandi. Hins vegar kvað
hann menn sýnilega hafa áttað sig
á því, að með samstarfi Fram-
sóknarflokks og Alþýðubandalags
hafi minnihluti Alþingis, 28 þing-
menn, ætlað * að hrifsa til sín
meirihluta í fjárveitinganefnd, 5
menn af 7, og komið hafi verið í
veg fyrir það. „Þessu hlýt ég að
fagna,“ sagði Ólafur G. Einarsson,
„því að þetta var óvenju ruddaleg
aðferð, þar sem vitað var, að
Alþýðuflokkur hafði enga tilburði
til samstarfs við Sjálfstæðisflokk-
inn og hann enga tilburði til
samstarfs við einn eða neinn.“
Morgunblaðið spurði í gær Sig-
hvat Björgvinsson, formann þing-
flokks Alþýðuflokksins, hvort
þessi afstaða hefði áhrif á gang
vinstri viðræðna. Hann kvaðst
Þjóðhagsstofnun:
Tillögur Framsóknar
þýða 40—45% verð-
bólgu í ársbyrjun 1981
ekki hafa trú á því. „Hitt getur
verið," sagði Sighvatur, „að þetta
skýri fyrir Alþýðubandalaginu, ef
það hefur vafizt eitthvað fyrir
þeim, að skilningur okkar á sam-
starfi, byggist á jafnræði milli
flokka, en ekki því að hlaupa til í
hvert sinn, sem Alþýðubandalag-
inu þóknazt að flauta. Að öðru
leyti er bezt að þeir svari fyrir sig,
hvers konar lukku þeir vilja stýra
með því að vera stöðugt með
blokkir út og suður gegn viðræðu-
aðila sínurn." Sighvatur tjáði
Morgunblaðinu, að fyrir þingfund
hafi alþýðubandalagsmenn krafizt
að fá formann fjárveitinganefnd-
ar og 2 menn í nefndina. Þessu
höfnuðu alþýðuflokksmenn, en
buðu á móti, að Alþýðubandalagið
mætti velja formanninn eða 2
menn. Því hafnaði Alþýðubanda-
lagið.
Við kjör fjárveitinganefndar á
Alþingi í gær hlaut A-listi Sjálf-
stæðisflokksins 23 atkvæði eða
tveimur fleiri en þingmannatala
flokksins segir til um. Þar með er
talið atkvæði Eggerts Haukdal.
B-listi Framsóknarflokks og Al-
þýðubandalags hlaut 28 atkvæði
og C-Iisti Alþýðuflokks 9 atkvæði.
Fjórir sjálfstæðismenn náðu kjöri,
þrír framsóknarmenn, einn al-
þýðubandalagsmaður og einn al-
þýðuflokksmaður.
Klukkan 21 í gærkveldi hófst
viðræðufundur vinstri flokkanna
um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
A.m.k. 10% skerðing kaupmáttar
TILLÖGUR þær um aðgerðir í
efnahagsmálum, sem Framsókn-
arflokkurinn hefur lagt. fram í
viðræðum þeim, sem nú standa
yfir um stjórnarmyndun, mundu
hafa í för með sér 50—65%
verðbólgu á fyrri hluta árs 1980.
Þetta er niðurstaða athugana
sem Þjóðhagsstofnun hefur gert á
tillögum framsóknarmanna. Jafn-
framt kemur það fram í þessu
mati Þjóðhagsstofnunar, að fyrstu
mánuði ársins 1981 mundi verð-
bólgan fara niður í 35%, ef engin
hækkun yrði á verðlagi innfluttra
VEra' En miðað við það, að nokkr-
ar hækkanir yrðu á innflutnings-
verði, sem telja verður öruggt, er
búizt við, að verðbólgan verði
40—45% á fyrstu mánuðum ársins
1981.
Þá er talið, að tillögur Fram-
sóknarflokksins mundu leiða til
a.m.k. 10% skerðingar á kaup-
mætti á tímabilinu 1980—1981. Þá
er skerðing kaupmáttar metin
eins lítil og hugsanlegt er, en
sumir telja, að tillögur framsókn-
armanna þýði allt að 15% skerð-
ingu kaupmáttar á þessu tímabili.