Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 27 Fólk og fréttir í máli og myndum • Mikið er rætt um það þcssa dagana, að Hamburger SV og Barcelona kunni að hafa áhuga á að skipta á ieikmönnum, þ.e.a.s. að Alan Simonsen fari til IISV og Kcegan fari í hans stað til Barcelona. Talið er að báðir hafi áhuga á þessum skiptum, en tíminn mun leiða í ljós hvað gerist. Það er gamalkunnugt vanda- mál, að alls kyns ferfætlingar hlaupa skyndilega inn á knatt- spyrnuvelli og trufla það sem þar fer fram. Yfirleitt eru þetta hund- ar og kettir sem sloppið hafa úr misjafnlega strangri gæslu eig- enda sinna. T.d. líður vart sá leikur suður í Keflavík, að einn eða fleiri hundar ólmist ekki um völlinn, gangi þar örna sinna og geri fleiri óspektir. Og skemmst er þess að minnast, að svartur og lítill köttur var á músaveiðum inni í marki Zbrojovka Brno á Mela- vellinum í haust. En hundar og kettir eru ekki alvarlegt mál, en dæmi eru þess, að önnur dýr hafi brölt inn á leikvelli, ekki öll jafn meinlaus. Skammt frá leikvangi einum í sveitahéraði í Argentínu átti bóndi nokkur lítinn afgirtan gras- völl. Þar geymdi hann voldugasta nautið sitt, sem hafði það m.a. til brunns að bera að vera afar skapstirt. Eitt sinn átti heimaliðið í vök að verjast og lið gestanna var í þann mund að ganga þannig frá leiknum, að heimaliðið ætti ekki viðreisnar von, þegar bóndi gerði sér lítið fyrir og sleppti tudda út á völlinn. Þar með var þeim leik lokið. Öðrum leik lauk jafn skyndi- lega, en hann fór fram í Kongó. Var skammt til leiksloka, þegar hlébarði kom skokkandi inn á leikvöllinn. Var leiknum frestað um óákveðinn tíma. Annars stað- ar í Afríku truflaðist leikurinn þegar híena hóf að elta leikmenn glefsandi og urrandi. Var henni lógað og lék grunur á að hún hefði verið með hundaæði. Furðulegasta dæmi þess að leik- ur hafi stöðvast átti sér hins vegar stað í Eþíópíu fyrir nokkrum árum. Þar fór þá fram meiri háttar knattspyrnuleikur og þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan enn jöfn, 0—0. Allt gat gerst. Og allt gerðist! Engisprettu- faraldur gekk þá yfir, ekki aðeins völlinn heldur einnig borgina og nærsveitir. Var fljótlega sýnt að frekari knattspyrnuiðkun var óhugsandi með öllu. Var leiknum frestað. OOO Benny Nielsen, hinn kunni danski knattspyrnulandsliðs- maður, leikmaður með Ander- lecht, verður hugsanlega að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann verður skorinn upp í hné um jólin og skýrast þá málin. OOO Gerry Daly, írski landsliðs- maðurinn hjá Derby, fékk stór- grýti í höfuðið, er írska lýðveldið lék gegn Norður-írum á Windsor Park í Belfast eigi alls fyrir löngu. Þurfti að sauma fjögur spor á höfði Daly. OOO Á sama tíma og West Ham tapaði 0—3 fyrir Shrewsbury í 2. deildinni í Englandi, gerðist eftir- farandi: Keith Robson og Alan Taylor skoruðu báðir fyrir Nor- wich. Bryan Robson skoraði fyrir Sunderland og Bill Jennings skor- aði sigurmark Orient gegn Notts County. Allir eru kappar þessir fyrrum framherjar hjá West Ham, allir voru seldir, þar sem ekki var pláss fyrir þá í aðalliði West Ham! OOO Eftir að Danny Blachflower sagði af sér sem landsliðseinvald- ur Norður-írlands, var Terry Neill boðið starfið, en Neill er stjóri hjá Arsenal. Hann hafði ekki áhuga. OOO Talið er víst, að ítalska liðið Napólí hafi boðið slíka upphæð í Manfred Kaltz, þýska landsliðs- bakvörðinn og fyrirliða Hamburg- er SV, að hvorki félag eða leik- maður sjái sér fært að neita. OOO Valur og FH eiga flesta lands- liðsmennina í handknattleik frá upphafi, 24 leikmenn hvort félag, Víkingur á 21 landsliðsmann og Fram 20 stk. Síðan kemur frekar stórt gat niður í næsta sæti, en það skipa Haukar með 13 menn, IR og KR eiga 10 landsliðsmenn, önnur færri. Athyglisvert er að sjö erlend félög eiga leikmenn með landsliði íslands, það eru Danker- sen (2), Göppingen (2) og einn hvert: Olympia, HSV, Donsdorf, Árhuus KFUM, Lugi Lund. Barce- lona bætist síðan í hópinn í næstu landsleikjum, auk þess leika íslenskir landsliðsmenn með Grambke og sá þriðji er hjá Dankersen þó ekki hafi Jón Pétur leikið landsleiki sem leikmaður með þýska liðinu. OOO Sepp Meier er farinn að æfa knattspyrnu á nýjan leik, en sem kunnugt er slasaðist þessi snjalli markvörður illa í umferðarslysi í haust. „Ég ætla að ljúka ferli mínum sem markvörður en ekki sem krypplingur," er haft eftir kappanum. OOO Kurt Jara, austurríski lands- liðsmaðurinn hjá MSV Duisburg, er óánægður með þjálfara liðsins, Heinz Höffer. Um þverbak keyrði hins vegar þegar Jara lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann myndi ekki leika með Duisburg fyrr en að Höffer hefði verið rekinn. Höffer sem var að horfa á sjónvarpið heima hjá sér, varð fyrri til og setti Jara út úr liðinu. OOO Hjátrú skipar háan sess meðal knattspyrnumanna víða um heim, ekki síst í Suður-Ameríku. í úr- slitaleik nokkrum gerðist það eigi alls fyrir löngu, að annað liðið hafði náð allgóðum tökum á leikn- um og skorað eitt mark. Var síðari hálfleikur u.þ.b. hálfnaður þegar einn leikmanna lakara liðsins meiddist inni í vítateig mótherj- anna. Nuddari liðsins reyndist hins vegar vera frístundakuklari og hann var ekki fyrr kominn inn á völlinn en hann þreif dauðan frosk úr tösku sinni og var nafn markvarðarins ritað á bak frosks- Páll Björgvinsson Víking lék íyrir skömmu sinn 300. leik með meistaraflokki Vikings í handknattleik. Myndin er tekin við það tækifæri en þá voru Páli færðir stórir blómvendir. Leikurinn var því mikill blómaleikur hjá Páli, í tvennum skilningi. Lið hans sigraði Val og blómstraði Páll í lciknum. auk þess sem hann fékk þessi fallegu blóm. Ljósm.: Kristján. ins. Hóf nuddarinn miklar sær- ingar og galdraþulur og var langt kominn þegar dómarinn kom að- vífandi og rak hann af leikvelli. En of seint, markvörðurinn var miður sín og gersamlega heillum horfinn, hann skoraði tvö sjálfs- mörk áður en yfir lauk og lið hans tapaði 1—2. OOO Jose Martinez Sanchez, betur þekktur einfaldlega sem Pirri, fyrirliði Real Madrid, hefur hugs- að sér að leggja skóna á hilluna. Hann er 34 ára og hefur m.a. leikið 41 landsleik fyrir Spán. „Ég hef leikið knattspyrnu í 16 ár, það er búið að sparka í mig í 16 ár, þetta er orðið gott í bili,“ er haft eftir kappanum. Pirre er íslensk- um knattspyrnuáhugamönnum ekki með öllu ókunnur. Hann lék bæði gegn Fram og ÍBK í Evrópu- keppnunum. OOO Allar líkur eru nú á því, að Ipswich selji hinn marksækna framherja sinn, Alan Brazil, til Celtic. Félagið hefur þrjá snjalla kappa í sigtinu sem arftaka Braz- il, þá Alan Biley frá Cambridge, Ray Hankin frá Leeds og Derek Parlane frá Rangers. OOO Franska lögreglan lét 411 öku- menn meðal áhorfenda að 1. deild- arleik þar í landi blása í blöðru. Reyndust 410 þeirra vera meira eða minna drukknir. OOO Ronnie Hellström, markvörður- inn kunni hjá Kaiserslautern, klæðist jafnan skærgulri peysu í markinu. Ástæðuna segir hann vera, að vegna þess hve skær peysan er, skjóti mótherjar óafvit- andi beint á hann, þar sem þejr noti gjarnan hinn skæra lit til þess að áætla hvar markið er, þegar lítill tími er til umhugsunar í vítateignum. OOO ítalskur uppfinningamaður hef- ur stungið upp á því að framvegis verði notaðir ferkantaðir knettir í knattspyrnu... Það er oít skemmtilcgt að íylgj- ast með svipbrigðum þjálfara þegar lið þcirra cru að keppa. Þar ríkir ekki síður spenningur en hjá leikmönnum liðanna. Pét- ur Bjarnason er búinn að vera í eldlínunni i mörg ár og þjálfa mörg lið. Nú er Pétur þjálfari hjá meistaraflokki Fylkis sem leikur í 2. deild. Ilér að ofan má sjá Pétur lifa sig inn í leikinn og greinilega fylgist hann vel með öllu. 7VL3HB&- mm MMP • Tvær sætar og ungar eyjadömur slappa af eftir góðan sundsprett i sundhöllinni í Vestmannaeyjum. En þær tóku þátt í sundmeistaramót- inu sem þar fór fram á dögunum. Ljósm.: SÍKurKcir. : 11 HET ELFTAL VAN DE WEEK Preud’homme • il (Standard) Bastijns Dalving Schepens Mariman (Cl. Brugge) (Lokeren) (SVC Brugge) (Antwerp) Geypen T. Haleydt Meeuws Helleputte (Beringen) (Waregem) (Cl. Brugge) (Luik) í' Gudjohnssen Miicher II (Lokeren) (Beerschot) Vierde selektie voor Walter Meeuws; tweede voor Michel Preud- 1 'homme, Fons Bastijns, Herman Helleputte en René Mucher; eer- ste voor de anderen. 1 • Þetta rákumst við á í belgisku blaði nú fyrir skömmu. Islendingurinn Arnór Guðjohnsen í liði vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.