Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 Þýðandinn, dr. Jónas Kristjánsson, ásamt þeim Hrólfi Halldórssyni og Helga Sæmundssyni sýna blaðamönnum hina nýju bók á fundi í gær, og að auki fyrra bindið sem nú er endurútgefið. Myndina tók Emilía Björnsdóttir. Síðara bindið af Grikklandi hinu forna komið út „SWEATSHIRTS" BBKrFUUU! ritsafni Rómaveldi I — II, 1963— 64, einnig í þýðingu dr. Jónasar Kristjánssonar, en er löngu upp- selt. Grikkland hið forna I—II lýsir uppruna, vexti, þroska og hrörnun grískrar menningar frá elstu minjum Krítar og Tróju fram til þess er Rómverjar vinna ríki Grikkja. Dr. Jónas Kristjánsson segist í formála síðara bindis hafa tekist þetta þýðingarverk á hend- ur að beiðni föðurbróður síns, Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Setti þýðandi sér það takmark að íslenska bindin um Rómaveldi og Grikkland hið forna, og má nú kalla að því ætlunarverki sé lokið. Bæði bindi Grikklands hins forna eru prýdd fjölda mynda og hinu síðara lýkur með ítarlegri nafna- skrá og landabréfum. Ameríski sagnfræðingurinn Will Durant (fæddur 1885) hóf að semja hið risavaxna verk sitt um sögu mannkynsins árið 1927. Til að kynnast söguslóðum með eigin augum lagði hann hvað eftir annað í mikil ferðalög og fór meðal annars tvisvar umhverfis jörðina eftir mismunandi leiðum. Nam rit hans alls ellefu bindum og þykir frábært. Durant hefur komist svo að orði að hann hafi dæmt sjálfan sig til ævilangrar fangelsisvistar þegar hann réðst í að semja sögu allrar heimsmenn- ingarinnar. En í því fangelsi hefur verið mikil birta og vistin þar honum engan veginn eintóm raun, enda talar hann á öðrum stað um þá sælu sem hafi að öðrum þræði verið fólgin í þessari rannsóknar- iðju sinni. Grikkland hið forna I—II er samtals 754 blaðsíður að stærð og ritið prentað og bundið í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Bindin eru einnig seld hvort úm sig þeim er þess óska. ÚT ER komin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins síðara bindið af GRIKK- LANDI HINU FORNA eftir Will Durant, i þýðingu dr. Jónasar Kristjánssonar. Fyrra bindið kom út árið 1967, og er nú endurprentað um leið og síðara bindið kemur út i frumútgáfu, enda var það löngu uppselt. Ritið nefnist á frummálinu The Life of Greece, og er annað bindið í hinu víðkunna ritsafni The Story of Civilization. Höfundur þess, ameríski sagnfræðingurinn og rit- höfundurinn Will Durant, er heimsfrægur af þessu verki. Áður hefur birst á íslensku úr sama „Sweatshirt“ Verð kr. 5.500,— Hettupeysa Verð kr. 7.800. — Næstsíðasti dagur ársins Næstsíöasti dagur ársins eftir Normu E. Samúelsdóttur. Beta, húsmóðir í Breiðholti, situr við dagbókarskriftir og gerir upp líf sitt, hispurslaust og af einlægni. Upp af slitróttum dagbókarblöðum þar sem renna saman endurminningar, svipmyndir daglegs lífs og hvers konar utanaökomandi áreiti rís smám saman heil- steypt persónulýsing, skýr og trúverðug mynd af hlutskipti láglaunafólks, húsmæðra fyrst og fremst, í svefnhverfum Stór-Reykjavíkur. Því nærtæka viö- fangsefni hafa ekki fyrr verið gerð skil í íslenskri skáldsögu. Næstsíöasti dagur ársins er fyrsta bók Normu E. Samúelsdóttur. Mál og menning Trimmgalli Verðkr. 11.400,- Jólamarkaðurinn í kjallara Idnaðarmannahússins Hallveigarstíg 1 Opid til kl. 10 í kvöld k J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.