Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 Helga Guðnadóttir — Minningarorð Fædd 3. janúar 1928. Dáin 11. desember 1979. Elsku Helga er dáin, og laus við allar kvalir, sen fylgja þessum hræðilega sjúkdómi, sem hana þjáði. Dauðinn kom nokkru fyrr en mig grunaði, — og þó? Þetta var yfirvofandi. I dag vonaði maður að kraftaverkið myndi ske, en morguninn eftir blasti stað- reyndin við. Hún var hetja í bardaganum, og var staðráðin í að sigra. Ósigrinum tók hún með æðruleysi, enda ekki mikið fyrir að bera sínar innstu tilfinningar á torg. Hún hlífði okkur öllum við kvörtunúm og bölsýni. Var ánægð með allt það litla, sem við gátum fyrir hana gjört. Sjálfsbjargarv- iðleitni hennar fram til síðustu mínútu var algjör. Það er oft erfitt að vera stjúp- dóttir, en öllu erfiðara held ég, — þegar ég lít til baka, — að vera stjúpmóðir. Þetta blessaðist hjá okkur og margt er nú það sem ég þakka fyrir, sem ég ef til vill skildi ekki fyrir 15 árum. Ég þakka sérstaklega alla umhyggju og hjálp stjúpmóður minnar mér í hag, þegar ég var með Denna litla nýfæddan. Alltaf tilbúin að hjálpa mér blessuðum „fáráðlingnum" í umönnun frumburðarins. Þær voru ekki fáar næturnar, sem hún tók að sér að annast litlu „grenju- skjóðuna" mína. Hún var ekki spör á sporin frá deildinni sinni, á Landspítalanum, yfir til mín, þar sem ég lá nú í haust, þótt hún væri vissulega miklu þjáðari en ég. Hún trúði á lífið. Núna er ég sannfærð um að stjúpmóðir mín er nálægt okkur og ber hag okkar sem fyrr fyrir brjósti. Ég mun, gera allt sem ég get til að létta pabba lífið og leiðbeina Hönnu Dóru eftir bestu getu. Guð varðveiti Helgu stjúpmóður mína þar sem hún nú er. Agla Marta. í dag er gerð frá Fossvogskirkju útför grannkonu okkar, frú Helgu Guðnadóttur, húsfreyju að Kjal- arlandi 17, Reykavík. Hún andað- ist á sjúkrahúsi hér í borginni 11. desember s.l. eftir skamma en stranga legu. Hún var fædd 3. janúar 1928 að Auðunnarstöðum í Skeggjastaðahreppi í Norður- Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Sólveig Hjörleifsdóttir og Guðni Jóhann Gíslason, söðlasmiður, bæði ættuð af Snæfellsnesi. Þegar við stöndum yfir moldum þessarar mætu konu, sem nú er fallin frá langt um aldur fram, líður mér um hug endurminning frá vorinu 1972. í Austurborginni er ný byggð að rísa. Þetta er austarlega í Fossvogi, í norðurhlíð dalsins, þar sem land veit móti sólu. Þarna er mikill fjöldi manna og kvenna að skapa sér framtíðar- umhverfi. Hvarvetna getur að líta vinnufúsar hendur að starfi. Á hverjum degi ber eitthvað nýtt fyrir augu. Framkvæmd, sem fyrir viku var lítið meira en áform, er einn daginn orðin að veruleika og mun setja svip sinn á borgina um Fædd 6. ágúst 1913. Dáin 3. desember 1979. Hinsta kveðja frá börnum. Til Guðs. öll þín dýrðin. Drottinn minn, dapra geðið rekur, ók er ætið þjónninn þinn, það mér tfleði vekur. Heims i Ke^num stend ég strið styrktur krafti þinum. ást þin vekur alla tið afl í huga minum. Glaður lifsins grýttu slóð Ken^ur manna flokkur því að Jesús blessað blóð blæddi fyrir okkur. (Björn Bragi. Ilófatak 1956.) Okkur systkinin langar að minnast móður okkar sem lést hinn 3. þ.m. Það er erfiður biti að kyngja, að elsku mamma okkar sem alltaf var svo kát og lífsglöð langa framtíð. Gagnvart þessu mikla ævintýri nýs lándnáms er- um við hjónin bæði þátttakendur og áhorfendur. Þegar við virðum fyrir okkur nágrannahópinn, fer ekki hjá því að við veitum sér- staka athygli hinni ötulu og táp- miklu eiginkonu næsta nágranna okkar austan megin. Þar er komin Helga Guðnadóttir, eiginkona Marteins Jónassonar, áður togara- skipstjóra, nú framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en þau hjónin höfðu flutzt í hina nýju byggð á haustmánuðum 1971. Þar sem byggðin er þétt eins og hér hagar til, fer ekki hjá því að næstu nágrannar eigi eitt og annað saman að sælda. Samskipti okkar hjóna við Helgu og Martein voru frá upphafi þannig, að strax á þessu fyrsta sumri tengdust fjölskyldur okkar vináttuböndum, sem ekki hafa slaknað síðan. Undirstaða borgarmenningar er ekki hvað sízt það, að fólk geti búið þétt í sátt og samlyndi. Ég veit enga betri fulltrúa þeirrar menningar en Helgu Guðnadóttur og Martein Jónasson. Ég gat þess áður, að við fyrstu sýn virtist okkur Helga Guðna- dóttir ötul og tápmikil. Nánari kynni staðfestu okkur, að þannig var hún í reynd. Engum, sem til skuli vera horfin svo sviplega frá okkur. Við vorum ekki gömul þegar elsti bróðir okkar, Björn Bragi drukknaði. Hann átti 4 ára gamla dóttur, sem var augasteinn föður síns og allrar fjölskyldunnar. En mamma þerraði tárin og lýsti fyrir okkur að hann væri ekki farinn, heldur fluttur til betri staðar. Mamma var trúuð kona, og stóð föst í þeirri meiningu sinni að þessi veröld væri aðeins biðstöð á leið okkar til annarar og betri tilveru. Hún talaði um hve spenn- andi það væri að kynnast þeim heimi, og vitnaði oft í frásagnir og greinar um þessi mál. Þó mamma hefði átt 6 börn og hjálpað mikið til við uppeldi barnabarna, virtist hún alltaf þrá að hafa börn í kringum sig. Árið 1969 réðist hún til vinnu á þekkti, gat dulizt, að hún var gædd óvenjulegri starfsorku. Þessi fáu ár, sem við áttum hana að ná- granna, beindist atorka hennar að sjálfsögðu einkum að því að byggja upp hið fagra heimili hennar og Marteins í nýju um- hverfi. Snyrtimennska hennar og atorka utanhúss var fágæt. I sameiginlegum framkvæmdum var hún sjálfkjörin oddviti okkar og hræddur er ég um, að ýmis framkvæmd hefði dregizt á lang- inn meir en raun varð á, ef hennar hefði ekki notið við. Greiðvikni hennar og hjálpsemi var einstök gæsluvelli í vesturbænum þar sem við bjuggum þá. Þar eignaðist hún marga góða vini af yngstu kyn- slóðinni. Það var unun að horfa á hana gegnum girðinguna, oft með barn sitt á hvoru kné. Og oft lék hún leiki við þau sem hún haff leikið sér sjálf hálfri öld áður Viðvík með systkinum sínun Enda hændust börnin að henni o fljótlega fór hún að ganga undi nafninu amma. Oft var kalla amma á eftir henni þegar hú: gekk um hverfið. Árið 1970 lést pabbi okkar. Þi hann væri búinn að liggja leng veikur, var það stórt áfall. En enr. sem fyrr þerraði mamma tárin, og lýsti því fyrir okkur að nú væri hann orðinn heilbrigður og væri á betri stað þar sem þeir feðgarnir væru saman. Hún bar alltaf sinn harm í hljóði þegar hún var fullviss um að hún hefði huggað okkur systkinin. Stundum fórum við til mömmu á nóttunni hrædd og grátandi og hún opnaði faðm- inn, las fyrir okkur Faðirvorið og róaði okkur undir sænginni sinni, oftast söng hún okkur í svefn. Elínborg Guðbrands- dóttir - Minningarorð + Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURRÓS ÁSTA GUDMUNDSDOTTIR, Bröttukinn 12 Hafnarfirði, lézt að heimili sínu 14. desember. Valdimar Randrup, börn, tengdabörn og barnabörn. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengafaðir og afi SIGURDUR KR. BÁRÐARSON, Bergþórugötu 3, andaöist mánudaginn 17. desember. Fyrir hönd vandamanna. Ingibjörg Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faðir og tengdafaöir ■ JÓN GUÐFINNSSON frá Bolungarvík, Álftamýri 32 er látinn. Þorgerður Einarsdóttir, Einar Jónsson, Vera Einarsdóttir. + Jaröarför BENEDIKTU ÁRNADÓTTUR Mánagötu 23 fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. desember kl. 15. Systkinin. + Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma ANNA GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Merkurgötu 2, Hafnarfirði lést á Sólvangi, Hafnarfiröi sunnudaginn 16. desember. Hallgerður Jónsdóttir, Örn Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginkona mín, móðir og stjúpmóöir HELGA GUÐNADÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. þ.m. kl. 13.30. Martetnn Jónasson, Jóhanna Halldóra Marteinsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Elín Guðnadóttir, Agla Marta Marteinsdóttir. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi MAGNÚS BJARNASON, Reykjabraut, Mosfellasveit lést 15. desember. Gunhild Bjarnason, Einar Magnússon, Kristinn Magnússon, Jóna Georgsdóttir, Gunnar R. Magnússon, Kristín Davíósdóttir, og barnabörn. t Faöir minn, stjúpfaöir og fósturfaöir HELGI JÓNSSON, skósmiöur, Krókatúni 15, Akranesi sem andaöist í sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 13. desember veröur jarösunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 20.desember kl. 13.30. Jón Helgason, Ósk Óskarsdóttir, Anna Jóhannsdóttir. og fyrir allt þetta skal nú þakkað að leiðarlokum. Hún naut þess að sjá heil í höfn þau umhverfismál okkar, sem hún bar mest fyrir brjósti, en nú þegar hún er öll, hugsum við til þess með trega, að á þessu sviði fékk hún ekki sjálf notið verka sinna. <• Um nokkurra mánaða skeið hafði grannkonu okkar verið ljóst að hverju fór. Örlögum sínum mætti hún af fágætu hugrekki. Þegar kona mín ræddi við hana rúmri viku fyrir andlátið, var hún hress í anda og engan bilbug á henni að finna. Má segja, að hér hafi verið staðið á meðan stætt var, bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu.í garðinum sínum vann hún langt fram á þetta haust, oft sárþjáð. Þegar grösin koma undan sjónum að vori, munum við hugsa til hennar með söknuði. En við munum líka minn- ast þess með þakklæti, að án hennar hefðu þessi átta sumur í Fossvogsdal orðið önnur og fá- tæklegri. Eiginmanni hennar og dætrum þeirra beggja, svo og öllum öðrum ættingjum, sendum við hjónin og börn okkar innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Helgu Guðnadóttur. Hvíli hún í friði Sigurður Markússon. Barnabörnin hennar missa mik- ið. Jólin verða tómleg án hennar, því alltaf komu þau til ömmu Elínborgar um jólin. Síðustu árin vann mamma á gæsluvelli í Breiðholti. Þá var hún flutt í það hverfi þar sem húr, hafði búið sér fallegt og hlýlegt heimili, og þau voru tvö eftir mæðginin, hún og yngsti bróðir- inn. Þar eignaðist hún eins og áður marga litla vini sem einnig köll- uðu hana ömmu. Þar eignaðist hún líka góðar vinkonur sem voru samstarfskonur hennar. Það var gaman að koma heim til mömmu þegar hún var nýkomin úr vinn- unni. Þó við kæmum sjaldan á völlinn, voru oft nöfn lítilla bog- ara nefnd sem festust okkur í minni. Síðustu ár mömmu voru að mörgu leyti hamingjurík. Hún þráði ferðalög og að kynnast ókunnum slóðum. Þegar við syst- urnar vorum farnar að heiman, skrapp hún árlega í utanlandsferð, og naut þess í ríkum mæli. Og aldrei gleymdi hún barnabörnun- um þegar hún fór að versla í útlöndum. Öll fengu þau pakka frá ömmu Elínborgu. Mamma leit þann hamingjudag fyrir u.þ.b. 3 vikum að vera viðstödd brúðkaup dótturdóttur sinnar. Það var henni mikill ham- ingjudagur. Það verða tómleg jól- in hjá okkur systkinunum, tengda- sonum og barnabörnum. Mamma átti tvö lítil langömmu- börn, dótturdætur Björns Braga bróður okkar. Og hún naut {>ess að hitta þær og þær hana, þó smáar væru í loftinu. Nú kveðjum við með trega elskulega móður okkar í fullvissu um að nú er hún umvafin kærleika þeirra sem hún elskaði en fóru á undan henni. Að lokum viljum við systkinin og tengdasynir þakka þann hlýja hug og samúð sem við höfum fengið á undanförnum dögum í sorg okkar. Blessuð sé minning mömmu okkar. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.