Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 47 Fyrrverandi íranskeisari ásamt forseta Panama, Aristides Royo, sem veitti honum hæli um heigina, í húsi á ferðamannaeyjunni Contadora. Norður-Irland: Sjö menn drepnir Holfast. N-írlandi 17. dos. AI*. Koutor. PROVISIONAL-armur írska lýð- veldishersins, IRA, er tíu ára um þessar mundir og minntist þess um helgina með því að drepa fimm hrezka hermenn, einn írskan fangavorð og mann sem áður hafði þjónað í heimavarn- arliði Ulsters. Fjórir brezku hermannanna fórust er jarðsprengja var sprengd undir bifreið þeirra við Dungann- on, og sá fimmti fórst í sprengingu í þorpinu Forkhill. Fangavörður- inn var skotinn til bana utan við Crumlim Road fangelsið í Belfast, en þar var annar fangavörður myrtur fyrir tveimur mánuðum. Hermaðurinn t'yrrverandi var skotinn til bana þegar hann var mð 13 ára syni sínum við af- greiðslu í verzlun í Omagh. Frá því að Provisional-armur IRA var stofnaður 16. desember 1969 hafa félagar samtakanna myrt alls 1.989 menn. Hefur tals- maður IRA lýst því yfir að ekkert vopnahlé verði gert um jólin og barátta samtakanna fyrir samein- uðu írlandi verður enn hert. Morð á Kýpur Nicosia, Kýpur, 17. des. AP. TVEIR starfsmenn Frelsissam- taka Palestínumanna, PLO, voru skotnir til bana á götu úti i Nicosiu á laugardag, og hefur lögreglan þar í borg hafið víðtæka leit að morðingjunum. Morðin hafa vakið gremju á Kýpur, og fóru um 600 manns í hópgöngu í Nicosíu í dag til að mótmæla ódæðisverkunum. Lögreglan segir að morðingj- arnir hafi verið tveir, Jeffrey Sowden og Ahmad Naguib Bourgi. Hafi þeir komið akandi í bifreið frá bílaleigu og skotið PLO- mennina tvo á stuttu færi. Þokast í átt til lausnar? Iran: New Vork. Contadora. 17. dcsemher. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur látið i ljós vonir um að brottför Reza Pahlevi fyrrum íranskeisara frá Bandaríkjunum verði til þess að gíslarnir fimmtiu í bandaríska sendiráðinu í Teheran verði látnir lausir. Carter forseti segist vonbetri um lausn málsins eítir að utanrikisráðherra írans, Ghotbzadeh, lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali við ABC-fréttastofuna. að svo kynni vel að fara aö gislarnir þyrftu ekki að koma fyrir rétt, og að sjálfur mundi hann beita sér fyrir því að deilan leystist farsællega. Bandarisk stjórnvöld segja þó að enn sé of snemmt að spá um þróun málsins. Keisarinn er , nú kominn til Contadora, eyju einnar í Panama- flóa, ásamt fjöiskyldu sinni. Eyjan er rétt hjá Panamaborg og var um langt skeið sakamannanýlenda, en er nú vinsæll dvalarstaður ferða- manna. Eigandi eyjunnar er Gabriel Luis Galinda, auðkýfing- ur, sem hefur verið sendiherra Panama í Washington, rekur með- al annars hótel á eynni, en auk þess eru þar nokkur íbúðarhús, þar á meðal glæsilegur bústaður Galindas, en þar dvelst keisarinn nú ásamt fjölskyldu sinni. Keisar- inn hefur fengið leyfi til að dveljast í Panama næstu þrjá mánuði, en talsmaður Panama- stjórnar segir, að ekkert sé því til fyrirstöðu að framlengja dvalar- leyfið, ef keisarinn óski þess. Keisarinn ræddi við blaðamenn í- dag og lét vel af sér. Hann var veiklulegur, en virtist fullkomlega í andlegu jafnvægi. Áreiðanlegar heimildir í Pan- ama-borg herma, að stjórn Pan- ama hafi veitt keisaranum hæli meðal annars og ekki sízt af þeirri ástæðu að hún hafi viljað bæta sambúðina við Bandaríkin, sem verið hefur fremur stirð að undan- förnu. Úrskurður Alþjóðadómstólsins í Haag um að íranir skyldu þegar í stað sleppa öllum bandarísku gíslunum þykir hafa styrkt mjög stöðu Bandaríkjanna í málinu, og jafnframt aukið iíkurnar á því að Sameinuðu þjóðirnar láti til sín taka í málinu, m.a. með efnahags- legum aðgerðum gegn íran. Úr- skurður dómstólsins var eínróma, en íranir sendu ekki fulitrúa ti! Haag. Ný skoðanakönnun í Bandaríkj- unum gefur til kynna að um 69% bandarísku þjóðarinnar séu ánægðir með frammistöðu Carters í máli þessu og telji að hann hafi ekki getað valið skynsamlegri leið til að tryggja líf og öryggi gíslanna í sendiráðinu. 61% telja að Carter hafi gert rétt er hann samþykkti að keisarinn kæmi tii Bandaríkjanna til að leita sér lækninga, en 64% telja, að ekki sé unnt að veita keisaranum hæli í landinu til frambúðar. Þetta gerðist 18. desember 1975 — Fulltrúar ísraels og tólf annarra ríkja ganga af fundi UNESCO. 1963 — Óeirðir afrískra stúd- enta í Moskvu. 1962 — Fundur Kennedys og Macmillans í Nassau. 1961 — Innrás Indverja í Goa. 1944 — Herlið Japana hrakið frá Burma. 1927 — Chiang Kai-shek steypir Hankow-stjórninni af stóli. 1923 — Samningur Breta, Frakka og Spánverja um Tang- ier gerður. 1917 — Bandaríkjaþing vísar bannfrumvarpi til ríkjanna. 1912 — Fundur Piltdown- mannsins kunngerður. 1903 — Bandaríkin fá Panama- skurð til eilífðar gegn árlegu leigugjaldi samkvæmt Panama- sáttmálanum. 1890 — Frederick Lugard tekur Uganda herskildi. 1865 — Þrælahald endanlega afnumið í Bandaríkjunum. 1799 — Útför Georgs Washing- tons í Mount Vernon. 1792 — Réttarhöld í Bretlandi gegn Thomas Paine að honum fjarstöddum vegna útgáfu „The Rights of Man“. 1777 — Veturseta Byltingarhers Washingtons í Valley Forge hefst. 1745 — Orrustan við Clifton Moor. 1644 — Stjórnartíð Kristínar drottningar hefst í Svíþjóð. Afmæli. Carl Maria von Weber, þýzkt tónskáld (1786—1826) = Christopher Fry, enskur leikritahöfundur (1907—) Willy Brandt, vestur-þýzkur stjórnmálaleiðtogi (1913—) = Betty Grable, bandarísk leik- kona (1916-1973). Andlát. Antonio Stradivarius, fiðlusmiður, 1737=Johann Her- der, rithöfundur, 1803=Jean Baptiste Lamarque, náttúru- fræðingur, 1829. Innlent. Alþjóðadómstóllinn dæmir Norðmönnum rétt til að ákveða 4 mílna landhelgi 1951 = Eldgos við Leirhnúk 1728 = Sex farast í snjóflóði í Súgandafirði 1836 = d. Guðríður Símonardótt- ir (ekkja síra Hallgríms) 1682 = Leyfi til sölu á sætum í Dóm- kirkjunni afturkallað 1871 = Landsyfirréttur mildar dóminn gegn Skúla Thoroddsen 1893 = „Sköpunin“ eftir Haydn flutt í bifreiðaskála Steindórs 1939 = Brunatjón í Stjörnubíói 1973 = f. Sigurður Bjarnason frá Vigur 1915. Orð dagsins. Séu menn upp- fræddir án trúarinnar eru þeir einungis gerðir að sniðugum djöflum — Hertoginn af Well- ington, brezkur hermaður (1769-1852). meira BERID SAMAN VERD OG GÆDI HJÁ OKKUR OG ANNARSSTADAR Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.