Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 31 VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS hefur haft þann sið að láta mála myndir af fyrrverandi formönnum sínum. Hér afhjúpar Gyða Bergs, eiginkona Jóns H. Bergs, mynd af manni sínum, en hann var þriðji formaður sambandsins á eftir Kjartani Thors og Benedikt Gröndal. Jón var formaður sambandsins frá 1971 til 1978 þegar Páll Sigurjónsson tók við. Baltasar málaði myndina. Lögreglan í æsilegum eltingaleik við unga þjóf a LÖGREGLAN í Keflavík lenti aðfaranótt sunnudagsins í æsi- legum eltingaleik við unga þjófa, sem höfðu verið staðnir að verki í Grindavík. Lauk eltingaleiknum í Kópavogi. þar sem lögreglunni tókst að króa af bíl unglinganna. Þeir reyndu að hlaupa lögreglu- þjónana af sér en þeir voru piltunum snarari i snúningum og gátu gripið piltana. Það var aðfararnótt sunnudags- ins að piltarnir, þrír að tölu, tveir 15 ára gamlir og einn 16 ára, voru staðnir að verki í Grindavík, þar sem þeir höfðu stolið hljómflutn- ingstækjum að verðmæti ein milljón króna og einhverju af fatnaði. Eigandi verzlunarinnar kom að piltunum en þeim tókst að sleppa úr klóm hans. Þutu þeir upp í bifreið, sem þeir voru á og óku brott á miklum hraða. Fyrst lögðu þeir leið sína til Keflavíkur en snéru svo við með Keflavíkur- lögregluna á hælunum, en henni hafði verið gert viðvart. Þrátt fyrir hálku á Keflavíkurveginum óku piltarnir á rúmlega 100 km hraða og máttu því teljast heppnir að verða sér ekki að voða með þessum ofsaakstri. Lögreglunni í Hafnarfirði voru gerð boð og sat hún fyrir piltunum á þremur stöðum og reyndi að stöðva þá með ljósmerkjum og JNNLENT öðrum tiltækum ráðum en þeir ekið bifreiðinni. Sá hefur oft verið sinntu því ekkert. Loks barst staðinn að bílþjófnaði og hefur því leikurinn í Kópavog, þar sem tókst nokkra reynslu í akstri þó ekki að króa piltana af í lokaðri götu. hafi hann náð aldri til þess að Kom í ljós að elzti pilturinn hafði hljóta ökupróf. Blárefirnir komn- ir í Eyjaf jörð Grenivik í desember 1979. ÞESSI mynd er af bláref eins og þeim sem komu í refabúin í Eyjafirði fyrir nokkrum dögum, frá Skotlandi. Refunum var veitt móttaka á Akureyrarflugvelli af starfs- mönnum búanna og vopnuðum lögreglumönnum, og eru þeir nú í sóttkví i búunum f jórum. — Vigdís Neskaupstaður: Opinber rannsókn á meintu misferli EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur að undanförnu haft til athugunar mál fyrrverandi sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Norðfjarðar, en hon- um var vikið úr starfi s.l. sumar vegna gruns um fjármálamisferli í sparisjóðnum. Bankaeftirlit Seðlabankans hefur farið yfir bókhald sparisjóðsins og sent ríkissaksóknara skýrslu um málið. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær hjá Jónatan Sveinssyni saksóknara, mun ríkissaksóknaraembættið óska eftir því einhvern næstu daga að opinber rannsókn fari fram á meintu misferli sparisjóðsstjór- ans. Sjómaðurinn ófundinn EKKERT hefur ennjiá spurst til Friðriks As- mundssonar stýrimanns á Sigurbergi GK, sem hvarf í Hull í Bretlandi 28. nóv- ember s.l. Víðtæk leit hefur verið gerð að Friðriki en hún hefur engan árangur borið. AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHorgtMibtabífr framhjá neinum sem hlustar á þessa glötu að um snilli Árna á hljóðfæri sitt eru engar of- sagnir. — Enda leika ekki nema snillingar með Quincy Jones. SENDUM í PÓSTKRÖFU ÁSAMT HONUM LEIKA Á PLÓTUNNI Mjke Melwoin á píanó Peter Robinson á strengjavél, Mitch Holder á gítar, Jaoe Porcaro á Percussion, David Grigger á trommur og svo konsertmeistarinn Jerry Vinci. LAUQAVEGI33 - SfM111508

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.