Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
11
Þorvaldur Mawby:
Eru byggingarfyrirtækin
ekki tilbúin til að leggja
íbúðaverðið undir dóm
Húsnæðismálastjórnar?
• Svar við grein Gunnars S. Björnssonar,
form. Meistarasambands byggingarmanna
í ÁRSBYRJUN 1977 fékk Bygg-
ingarsamvinnufélag ungs fólks
fyrirheit um lóð við Eiðisgranda.
Með vorinu voru síðan gerðir
kaupsamningar við félagsmenn,
en greiðslur vegna 2ja herb.
íbúða voru sem hér segir:
Verð fyrrnefndra 2ja her-
bergja íbúða er 8.1 milljón kr.,
húsnæðismálalán 5.4 millj. og er
vægi húsnæðismálaláns þá 67%
og 104% sé 3ja millj. króna
lífeyrissjóðslán einnig tekið.
Júní 1977 kr. 900.000.0
Júlí - des. 1977 kr. 6X50.000.- 300.000.-
Jan. — júlí 1978 kr. 6x60.000,- 360.000,-
Júlí — des. 1978 kr. 6x72.000,- 432.000.-
Jan. ’79 — febr. 1980 kr.14x96.000- 1.344.000,-
ásamt umboði fyrir húsnæðis- Samtals 3.336.000,- Væri því fróðlegt, ef Gunnar S.
málalán. íbúðunum er skilað fullfrá- Björnsson gæti bent á hliðstæðu í Reykjavík þar sem greiðslukjör
gengnum með öllum innrétting- hafa verið jafngóð svo og vægi
um, hreinlætistækjum og elda- húsnæðismálalána jafn hátt.
vél, þó fylgja ekki gólfefni svo
sem teppi og gólfdúkar. íbúðun-
um fylgja sérgeymslur í kjallara
svo og 6 fm. svalir og er íbúðin
212 rúmm. Sameign er skilað
fullfrágenginni ásamt 110 fm.
hjóla- og vagnageymslu, 110 fm.
barnaheimili, en því fylgja leik-
föng, húsgögn og leiktæki. Sam-
eigninni fylgir gufubað svo og
stórt þvottahús með tilheyrandi
tækjum. í húsinu eru 59 íbúðir,
25 2ja herbergja, 25 3ja her-
bergja og 9 4ra herbergja.
Dýrustu liðir við byggingu
hússins voru grunnur, en 8
metrar voru á fast frá óhreyfð-
um jarðvegi en þar af voru 3
metrar undir meðal-sjávarhæð,
sem olli ýmsum erfiðleikum, svo
sem að dæla þurfti miklum sjó.
Einnig reyndist lyfta mjög dýr
og kostar hún uppsett u.þ.b. 30
milljónir en heildaverð hússins
nemur 596 milljónum króna.
Byggingarframkvæmdir hóf-
ust í marz 1978, húsið varð
fokhelt í ágúst 1979, en verið er
að ljúka málningu innanhúss og
uppsetningu innréttinga og mun
því ljúka í marz næstkomandi.
Ekki skal um það deilt hér,
hvort 8.1 millj. er gott eða vont
verð, læt ég lesendur fella um
það sinn dóm. Stjórn Byggungs
er ljóst, að ekki er um neitt
kraftaverk að ræða og eflaust er
hægt að byggja enn ódýrara með
því t.d. að fella niður meistara-
prósentur, en þær námu kr.
4000.000 - pr. 2ja herbergja íbúð.
í grein sinni verður Gunnari
tíðrætt um framkvæmdalán.
Þykir mér það sæta furðu, að
maður í hans stöðu skuli vera
jafn illa upplýstur um það mál
og raun ber vitni, en hann segir:
„Byggung fær framkvæmda-
lán úr Byggingarsjóði ríkisins
(húsnæðismálastofnun), sem
venjuleg byggingarfyrirtæki fá
ekki.“
Til fróðleiks fyrir Gunnar eru
nú nokkur byggingarfyrirtæki
með framkvæmdalán og fjöldinn
allur hefur notið þessarar fyrir-
greiðslu undanfarin ár auk þess
sem Byggingarsjóður hefur veitt
ýmsum byggingarfyrirtækjum
sérstaka fyrirgreiðslu með kaup-
um á stórum víxlum.
Samkvæmt lögum Húsnæð-
Þorvaldur Mawby
ismálastofnunar ríkisins eiga
þeir einir rétt á framkvæmda-
lánum, er skila íbúðum fullbún-
um og á því verði, er stofnunin
getur fallist á.
Er ekki kjarni málsins sá, að
byggingarfyrirtæki eru ekki til-
búin að leggja verð sín undir
dóm Húsnæðismálastofnunar né
skila íbúðum fullbúnum. Rýrir
það ekki gróðavon þeirra
sjálfra?
Hvað varðar framkvæmdalán
til Byggungs þá námu þau kr.
183.014.000,- 1. des. s.l., en eru í
heild kr. 318.600.000.- ógreiddur
mismunur kr. 135.586.000.-, en
eins og áður er getið verður
framkvæmdum lokið i marz n.k.
Félagið hefur einnig átt óaf-
greidda framkvæmdalánaum-
sókn vegna Boðagranda 1 — 3 —
5 frá því 20. des. 1978, en
fjárfesting er nú þegar 72% af
byggingarkostnaði. Vart fæ ég
séð að þetta geti kallast sérstök
fyrirgreiðsla framkvæmdalána.
Á liðnum árum hefur undirrit-
aður gert sér það til dundurs,
I...■"
líkt og sumir safna frímerkjum,
að safna auglýsingum, er birzt
hafa um sölu nýrra íbúða og
aflað sér upplýsinga um stærð,
frágang, verð og greiðslukjör.
Þar kemur fram, að markaðs-
verð er látið ráða söluverði
íbúðanna án tillits til fram-
leiðsluverðs og sambærilegar
íbúðir í sama húsi seldar á
mismunandi verði til að tryggja
gróða byggjenda sem mestan. Ur
safni þessu mætti taka ýmis
dæmi, en slíkt yrði sjálfsagt
túlkað sem gróf árás á ýmsa
framkvæmdamenn innan Meist-
arasambands byggingarmanna
og verður það því látið ógert að
Reykjavík, 10. janúar 1980.
Þorvaldur Mawby
framkvæmdastjóri Byggungs
Keisarinn
vill fara
frá eynni
Panamaborg. 13. janúar. AP.
SJÓNVARPSSTÖÐIN ABC segir,
að Reza Pahlevi fyrrverandi
íranskeisari vilji fara frá Pan-
ama og muni skora á Bandaríkja-
stjórn að aðstoða hann við að
íinna nýtt heimili, en talsmaður
keisarans segir að engin áform
scu á prjónunum um að hann fari
á Contadoraeyju þar sem hann
hefur búið síðan 15. desember.
Talsmaðurinn, Robert Armao,
staðfesti þá frétt ABC, að hann
færi til Bandaríkjanna eftir
nokkra daga en neitaði að segja
hvert hann færi og hvað hann
ætlaði að gera. ABC sagði,. að
hann færi til Washington að ræða
við Hamilton Jordan, ráðunaut
forsetans, um nýjan dvalarstað
handa keisaranum.
Að sögn ABC telur keisarinn að
þar sem brottför hans frá Banda-
ríkjunum hafi ekki orðið til þess
að gíslarnir í bandaríska sendi-
ráðinu i Teheran hafi verið látnir
lausir skipti ekki máli hvar hann
búi. Bandaríkjastjórn hefur neitað
að láta hafa nokkuð eftir sér um
málið, en ABC segir að samkvæmt
áreiðanlegum heimildum sé frétt-
in rétt í aðalatriðum